Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Nesbali - Seltjarnarnesi Gott 203 fm endaraðhús á tveimur hæðum með 36 fm innbyggðum bíl- skúr. Á neðri hæð er forstofa, hol, eitt herbergi auk sjónvarpsherbergis og flísalagt baðherbergi. Uppi eru þrjú herbergi, eldhús með góðum borðkrók, stofa með góðri lofthæð, þrjú herbergi og flísalagt baðher- bergi. Suðursvalir út af stofu. Hús að utan nýlega málað og nýtt járn á þaki. Ræktuð lóð til suðurs, hellulögð að hluta. Verð 24,7 millj. GEDMIN var fyrst spurð-ur, hvort Bandaríkja-stjórn væri sjálf ekki aðgrafa undan Atlantshafs- bandalaginu með þeim „refsiað- gerðum“ sem heyrzt hefur að hún hyggist grípa til gegn Frökkum og fleiri Evrópuþjóðum, í því skyni að láta þær gjalda virkrar andstöðu sinnar við stefnu og aðgerðir Bandaríkjamanna í Íraksmálinu. Frétzt hefur að meðal slíkra „refsi- aðgerða“ kunni að vera að Banda- ríkjamenn sniðgangi Norður- Atlantshafsráðið, sem er ráðherra- nefnd NATO, þar sem Frakkar og Þjóðverjar eigi þar fulltrúa, og beini samskiptunum við sér „holl- ari“ bandamenn í Evrópu frekar í tvíhliða farveg. Gedmin lítur öðrum augum á þetta. „Það eru Frakkar og Þjóð- verjar sem að mínu mati eru að grafa undan Atlantshafsbandalag- inu, ekki Bandaríkjamenn,“ segir hann. „Ég held að það sé margt sem ráðamenn í París og Berlín hafa verið að gera sem grafi undan NATO.“ Gedmin segir málið liggja svona: Það hafi komið upp deilur milli bandamannanna sínu hvorum meg- in Atlantshafsins um hvernig tekið skyldi á Íraksmálinu. Eitt af því sem gerðist, sem sé fullkomlega í lagi, sé að Frakkar og Þjóðverjar voru á annarri skoðun; kusu að halda að sér höndum, voru ekki til- búnir að styðja pólitísk stefnumið Bandaríkjastjórnar. „Skiptar skoð- anir eru leyfðar og við [Bandaríkja- menn] höfum engan rétt til að skipa öðrum þjóðum fyrir um það hvaða stefnu þeim beri að fylgja í utanríkismálum,“ segir Gedmin, en bætir við og leggur áherzlu á orð sín: „En þetta var í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn skilgreindu fyrir sig, ekki fyrir Þjóðverja eða Frakka, mikilvæga þjóðarhagsmuni sem við [Bandaríkjamenn] vorum tilbúnir að senda syni okkar og dætur til að berjast og fórna lífinu fyrir, á meðan Þjóðverjar og Frakkar ákváðu að reyna með virk- um, kerfisbundnum hætti – í félagi við Rússa og Kínverja – að hindra okkur, stöðva okkur, að spilla fyrir því að verkefnið tækist.“ Vissulega sé það þeirra réttur sem sjálf- stæðra ríkja, en þetta hafi óhjá- kvæmilega leitt til þess að Banda- ríkjamenn spyrji sig: „Eru ekki takmörk fyrir því hvað ágreining- urinn getur verið mikill ef við vilj- um viðhalda virku öryggisbanda- lagi?“ segir Gedmin. „Þeir dagar, þar sem Bandaríkin líta fyrst til NATO til að gæta ör- yggishagsmuna sinna, eru að öllum líkindum liðnir,“ fullyrðir hann. Í fyrsta lagi vegna þess að kalda stríðinu sé lokið og í öðru lagi vegna þess að Frakkar og Þjóð- verjar virðist hafa allt öðruvísi hug- myndir og væntingar til þess hvaða hlutverki bandalagið skuli gegna en Bandaríkjamenn. „Mér líkar ekki þessi staða, ég held að hún muni verða okkur öll- um til vandræða, en það er einfald- lega þannig að Þjóðverjar og Frakkar líta öðru vísi á hlutverk bandalagsins en við [Bandaríkja- menn]. Við getum ekki þvingað þá til að líta eins á þetta og við,“ segir Gedmin. Uppteknir af valdi Banda- ríkjanna og eigin vanmætti En hvað leiddi til þessa ástands? Gedmin á svör á reiðum höndum við því: „Þjóðverjar eru, rétt eins og Frakkar, mjög uppteknir af tvennu; valdi Bandaríkjanna og eig- in vanmætti.“ Þetta segir hann blasa við þegar litið er á staðreyndirnar: Í þessum tveimur kjarnalöndum evrópska meginlandsins sé stöðnun í efna- hagslífinu, atvinnuleysi yfir 10 pró- sentustigum, alvarleg lýðfræðileg kreppa (með hækkandi hlutfalli aldraðra og lækkandi fæðing- artíðni) og þau eigi í vandræðum með eigin herafla. En þau hafi jafn- framt mikinn metnað. „Og þetta tvennt passar ekki saman, vanmátt- urinn og metnaðurinn. Þetta leiðir til gremju og öfundar,“ segir hann. Gedmin viðurkennir að annað mikilvægt atriði í þessu sambandi sé mismunandi forgangsröðun, mis- munandi geta til að hafa áhrif á al- þjóðamál og mismunandi mat á að- steðjandi hættum. „Rétt er að í aðdraganda Íraksstríðsins var hættumatið í Þýzkalandi, Frakk- landi og öðrum Evrópuríkjum ann- að en í Bandaríkjunum. Það er líka rétt að þetta hættumat vegur mun þyngra í pólitískri forgangsröðun í Bandaríkjunum eftir 11. september 2001,“ segir Gedmin. Í Þýzkalandi og Frakklandi séu af skiljanlegum ástæðum allt önnur mál ofar á dag- skrá, eins og kerfisumbætur, stækkun ESB, endurskoðun stjórn- skipunar ESB, að sjá til þess að Efnahags- og myntbandalagið gangi vel. Þetta séu vissulega mik- ilvæg málefni allt saman, en allt önnur en þau sem eru efst á baugi í hugum Bandaríkjamanna. Þýzkur Gaullismi Starf Gedmins er að stýra stofn- un sem er helguð því markmiði að stuðla að betri skilningi milli „gömlu Evrópu“ og „Nýja heims- ins“ og hann hefur m.a. gefið út bók um Evrópusamrunann og bandaríska hagsmuni og stýrt gerð rómaðs sjónvarpsþáttar um hið sameinaða Þýzkaland sem sýnd var á PBS-stöðinni í Bandaríkjunum. Með tilliti til þess að Þýzkaland var í raun stikkfrí frá því að móta sér sjálfstæða afstöðu í alþjóðamálum – hvorki Sambandslýðveldið í vest- urhluta landsins né þess þá heldur austur-þýzka Alþýðulýðveldið höfðu á dögum kalda stríðsins nokkrar forsendur til að reka sjálfstæða stefnu í utanríkis- og öryggismálum – eru stjórnmálaskýrendur sam- mála um að einörð afstaða þýzku stjórnarinnar gegn stefnu Banda- ríkjastjórnar í Íraksmálinu marki söguleg tímamót. Stefna Gerhards Schröders kanzlara í málinu hefur notið yfirgnæfandi stuðnings þýzkra kjósenda. Það má því líta svo á að Þjóðverjar hafi með þessu verið að „kúpla sig frá Stóra bróð- ur“, Bandaríkjunum. En hvað segir Gedmin um þetta? „Það er rétt – þetta er þýzk út- gáfa af Gaullisma,“ segir hann um stefnu þýzku stjórnarinnar í Íraks- deilunni. Að vilja að Evrópa bjóði Bandaríkjunum birginn með þess- um hætti sé mjög „gaullísk“ hugs- un. Aðspurður hvort svokallaður and-ameríkanismi skipti máli í þessu sambandi, segir Gedmin að eitt og annað blandist þarna saman. „Fyrst er það þessi nýja þýzka út- gáfa af Gaullisma, svo viss skammt- ur af þjóðernishyggju, blönduð hugmyndafræði friðarsinna – það mætti að mínu viti jafnvel tala um „þjóðernis-friðarhyggju“, og, jú, viss and-ameríkanismi og viss ein- angrunarhyggja,“ segir hann. „Ég vil ekki segja að svokallaður and- ameríkanismi ráði för varðandi af- stöðu Þjóðverja í þessum málum, en hann á þar hlut að máli, vissu- lega,“ segir Gedmin. Finna þarf NATO- samstarfinu nýtt form Spurður um mögulegar leiðir til að berja í bresti tengslanna yfir Atlantshafið nefnir Gedmin að stjórnarskipti í Berlín og Wash- ington myndu ótvírætt hjálpa til, vegna þess hve persónulegt sam- band George W. Bush Bandaríkja- forseta og Schröders kanzlara er orðið erfitt. Því megi heldur ekki gleyma að samstarfið milli land- anna sé náið á mörgum sviðum, þótt ágreiningurinn sé enn djúp- stæður á öryggismálasviðinu. „Á áratugum kalda stríðsins var það engin spurning að NATO var eina „adressan“ sem Bandaríkin sneru sér til í öryggismálum, en það hefur verið að breytast á þeim áratug sem liðinn er frá lokum kalda stríðsins og Íraksdeilan hefur leitt þessar breytingar betur í ljós,“ segir Gedmin; „væntingar okkar eru mismunandi, forgangsröðunin mismunandi og getan er mismun- andi. Spurningin nú er því hvernig við getum fundið bandalaginu nýtt form sem verkar vel fyrir alla að- ila.“ Grafið undan Atlants- hafsbandalaginu Dr. Jeffrey Gedmin ’ Þeir dagar, þarsem Bandaríkin líta fyrst til NATO til að gæta öryggishags- muna sinna, eru að öllum líkindum liðnir. ‘ auar@mbl.is Dr. Jeffrey Gedmin, yfirmaður The Aspen Institute í Berlín, er sérfróður um alþjóða- öryggismál og samskipti Þýzkalands og Bandaríkjanna. Auðunn Arnórsson ræddi við hann um klofninginn í NATO vegna ágreiningsins um Íraksmálið. AÐSTANDENDUR Alejandro Ledesma gráta í jarðarför hans í herskól- anum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu, í gær. Ledesma og níu aðrir menn – þar á meðal fylkisstjóri Antioquia-fylkis í Mið-Kólumbíu – sem skæruliða- hreyfingin FARC hafði tekið í gíslingu, voru drepnir á mánudag, er hermenn stjórnarhersins nálguðust búðir skæruliðanna þar sem gíslarnir voru í haldi. Gíslar bornir til grafar AP BANDARÍKJASTJÓRN aflétti ein- hliða í gær hluta viðskiptabannsins á Írak sem verið hefur í gildi frá því 1990 og hvatti til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveddi einnig að aflétta banninu. Bandaríkjastjórn sagðist hafa ákveðið að aflétta viðskiptabanninu af sinni hálfu í því skyni að auðvelda enduruppbyggingu Íraks og mann- úðaraðstoð við íbúana. Háttsettur rússneskur stjórnarer- indreki sagði hins vegar, að Rúss- landsstjórn vilji í bili ekki að við- skiptabanninu verði aflétt nema af matvælum og lyfjum. Samkvæmt ákvæðum um viðskiptabann SÞ skal því ekki aflétt fyrr en öllum gereyð- ingarvopnum í Írak hefur verið eytt. Sum aðildarríki öryggisráðs SÞ vilja ekki að áætluninni um „olíu fyr- ir mat“, eins og hún hefur verið köll- uð, verði hætt fyrr en því hefur verið lýst yfir að stríðsástand ríki ekki lengur í landinu og aðrar leiðir hafa verið tryggðar til að sjá Írökum fyrir nauðsynjum. Fyrir stríðið voru allt að 90% Íraka háð matvælaaðstoð í gegn um „mat fyrir olíu“-áætlunina. Hún var stöðvuð er stríðið hófst 20. marz sl., en er formlega enn í gildi. Hún rennur út að óbreyttu 3. júní. Aflétta viðskiptabanni Sameinuðu þjóðunum. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.