Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 39 SAMFYLKINGIN hefur boðað aukin útgjöld til menntamála komist hún til valda. Hún vill auka framlög til há- skólastigsins um 4 milljarða á næsta kjörtímabili. Þetta er umtalsvert fé. Þó er þetta minni aukning á framlögum en orðið hefur á yfirstandandi kjör- tímabili. Verði hugmyndir Samfylking- arinnar að veruleika er verið að hægja á vexti framlaga til háskólastigsins. Ef hlutfallsleg aukning útgjalda, á næsta kjörtímabili, yrði sambærileg við þá aukningu sem varð á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, þyrfti tæpa 6 millj- arða. Það hefur komið í ljós að Samfylk- ingin veit ekki hve mikill vöxtur hefur verið í menntamálunum á síðustu ár- um. Hún segir að framlög til fram- haldsskóla hafi staðið í stað þegar fyrir liggur að þau hafa hækkað um 35,3% samkvæmt fjárlögum 1999 til 2003. Miðað við þessar forsendur er eðlilegt að þegar Samfylkingin loksins blæs til stórsóknar í menntamálum boða tillög- urnar í raun að hægt verði á þróuninni. Stöndumst vel allan samanburð Í umræðunni endurtaka for- ystumenn Samfylkingarinnar að hlut- fall Íslendinga með háskólapróf á aldr- inum 25–65 ára sé lægra en í viðmiðunarlöndum. Sú tala skýrir for- tíðina en ekki nútíðina. Þeir sem nú eru á miðjum aldri áttu ekki eins margra kosta völ í háskólanámi og unga fólkið á nú. Tölur um hlutfall ungs fólks, sem lýkur háskólaprófi á síðustu árum, sýna að við stöndumst vel allan samanburð. Nú stunda um 14 þúsund einstaklingar nám á há- skólastigi. Fjarstæðukenndur áróður Það veit ekki á gott fyrir Samfylk- inguna að vanmeta skynsemi almenn- ings og telja sig þess umkomna að heilaþvo þjóðina. Allur almenningur, ekki síst þeir sem búa úti á landi og hafa fengið aðgang að margvíslegum nýjum menntunarkostum, þar á meðal háskólanámi, veit að fullyrðingar Sam- fylkingarinnar um lélegan árangur þjóðarinnar í menntamálum er fjar- stæðukenndur áróður. Eflaust er það þess vegna, sem fylgi við Samfylk- inguna dalar og talsmaður hennar mælist njóta minnkandi trausts. Ástæða er til að vekja athygli á því að á síðustu árum hefur aðgengi lands- byggðarinnar að menntun aukist svo um munar. Tilkoma símenntunarmið- stöðva og öflug fjarkennsla á öllum skólastigum gegna nú afar mikilvægu hlutverki og mikill fjöldi fólks í dreifð- um byggðum landsins er nú að afla sér bæði formlegrar og óformlegrar menntunar án þess að þurfa að flytja búferlum. Þetta er gott dæmi um ár- angur sem náðst hefur í menntamálum. Stöðugleikinn tryggir öruggan vöxt Það er brýnt að Íslendingar haldi ótrauðir áfram að byggja upp mennta- kerfið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt forystuhlutverki í menntamálum í þrjú kjörtímabil. Sá tími er jafnframt mesta vaxtarskeið menntastofnana, rannsókna og þróunar sem þjóðin hef- ur lifað. Á þessu sviði sem og öðrum er það stöðugleikinn sem tryggir öruggan vöxt. Höldum ótrauð áfram að efla menntakerfið! Eftir Tómas Inga Olrich „Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt forystu- hlutverki í menntamálum í þrjú kjörtímabil. Sá tími er jafnframt mesta vaxtarskeið menntastofnana, rannsókna og þróunar sem þjóðin hefur lifað.“ Höfundur er menntamálaráðherra. ustu öld. Þeir standi þess- anda að baki vegna þess eru karlar en hún kona. um neikvæðu spjótum eink- látnum forystumönnum, lík- þess að þeir geti ekki svar- rekar en skólanemendurnir, ðir standa jafnöldrum sínum r að baki. hins almenna kjósanda hugarfari, sem einkennt gabaráttu Samfylking- verið að birtast í minnk- nnar í skoðanakönnunum Því meira, sem þessum óðri er haldið að fólki, því áhuginn á því að velja na til forystu. ðin er þó ekki horfin. dur og málsvarar Samfylk- anga til kosninganna með þá skoðun á vörunum, að þeir séu í raun betri manneskjur en við hinir. Hvað mundu hinir hneykslunargjörnu dálka- höfundar segja, ef Davíð Oddsson skrif- aði eins og Össur Skarphéðinsson? Öss- ur sagði í Morgunblaðsgrein miðvikudaginn 7. maí: „Hún [Samfylk- ingin] að vísu var svar allra þeirra sem vilja tefla sjónarmiðum réttlætis og sanngirni gegn sérgæsku og ranglæti í samfélaginu. Samfylkingin er hin breiða kirkja …“ Hvaða hugur er að baki því, þegar stjórnmálamenn skrifa þannig um sjálfa sig og eigin flokk? Eigum við venjulegir menn ekki bara að bugta okkur og beygja? Þakka fyrir að fá að stíga á sömu grund og þetta ágæta fólk? Íslandi verður ekki betur stjórnað en gert hefur verið með því að breyta í þágu þeirra, sem telja málstað sínum best borgið með þeim málflutningi, sem hér hefur verið lýst. Nota á aðra mæli- stiku á stöðu þjóðarinnar en blekking- artal undir merkjum Samfylkingarinnar. Notum glæsilegan árangur síðustu ára undir forystu Sjálfstæðisflokksins sem viðmiðun, þegar gengið er að kjörborð- inu og setjum X við D. þegar stjórn- sjálfa sig og eigin menn ekki bara að ka fyrir að fá að ágæta fólk?“ Höfundur er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. embætti, um persónur eða hvorki viljum né getum lokkað til okkar fylgi með darauglýsingum eða öðrum glyskenndum aðferðum. með loforðum og gylliboð- r sem engar innistæður eru eða sem gengju þvert gegn ótsögn við okkar grundvall- Þess vegna t.d. lofum við í ingunni – grænu framboði llu núna rétt fyrir kosn- milljarðatuga skattalækk- ga ekki að koma nokkurs að kjósendur viti hvar þeir Við leggjum metnað okkar í skýrt fyrir hvað við stönd- erja við viljum beita okkur. að draga upp mynd af því mhjálpar og samábyrgðar, mhverfisverndar, jafnréttis og friðar, fjölbreytni í atvinnulífi og menningar sem við viljum beita okkur fyrir að hér dafni. Málefnin ráði Þá geta kjósendur gert upp hug sinn. Þannig auðveldum við þeim að ákveða hvort þeir eigi samleið með okkur eða öðrum. Það er umfram allt annað þetta sem á að ráða – málefnin. Ekki persón- ur, titlar, auglýsingar, peningar, vald- sýki, hégómagirnd eða aðrir ennþá fá- fengilegri hlutir – finnist þeir. Heldur viljum við vera án atkvæða en fá þau á ódýrum eða fölskum forsendum. Að lokum vil ég segja, þótt mér sé málið skylt, að ég er stoltur af kosninga- baráttu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Okkur hefur auðnast að vera sjálfum okkur samkvæm út í gegnum baráttuna, einörð og heiðarleg. Við höf- um náð umtalsverðum árangri í að koma okkar baráttumálum á framfæri, til dæmis áherslu á velferðarmál og mynd- un velferðarstjórnar. Við lok barátt- unnar stöndum við málefnalega traust- um fótum og með óskerta sjálfsvirðingu, tilbúin að taka því sem við vonum og trúum að verði góð úrslit. ing um árangri í að á framfæri, til mál og myndun vel- ttunnar stöndum ótum.“ Höfundur er formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. forsenda var að fá sem ta launafólks með í samn- á þurfti atbeina rík- g forystu opinberra starfs- arf auðvitað að hafa í huga n við aðila vinnumarkaðar- af mikilvægari þáttum í stjórnarstefnu hér á landi. aun ákaflega furðulegt, og ngt út fyrir landsteinana, gætu náð niður verðbólgu og ríkisstjórn stefndi í allt rgunblaðið veit auðvitað ð sem Morgunblaðið gerir við er sú staðhæfing mín egur óstöðugleiki hafi verið atíma ríkisstjórnar Sjálf- og Framsóknarflokks sem en hjá stjórninni á undan. En í þessu efni kemst Morgunblaðið alls ekki undan staðreyndunum. Verðbólga var hærri á valdatíma hægri stjórnarinnar, gengið féll mun meira og halli var á opinberum fjár- málum meirihluta tímabilsins meðan af- gangur var á árunum 1971–1973. Verð- bólgan nær hátoppi 1975 í 49%, viðskiptahalli var rúm 10%, gengið féll um tugi prósentna frá árinu áður og halli á hinu opinbera var 2,7%. Morgunblaðið getur auðvitað haldið því fram að þarna hafi margt fleira ver- ið að verki en stjórnarstefnan og margt er til í því. Staðreyndin er einfaldlega sú að mikil verðbólga og efnahagslegur óstöðugleiki einkenndu íslensk efna- hagsmál mestallan áttunda og níunda áratug síðustu aldar og skipti ekki sköpum hver litur ríkisstjórnar var. Það bendir auðvitað til þess að vanda- málin hafi verið djúptækari og sýnir hversu fáránlegt það er að finna sam- svörun á þessum áratugum varðandi hugsanlegar ríkisstjórnir í upphafi tutt- ugustu og fyrstu aldarinnar þegar að- stæður eru allt aðrar. egar staðreyndir unnar séu ðsins um ki verður kom- Höfundur er í 5. sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. UNDANFARNA daga hafa furðu- legar greinar um meintar skelfilegar afleiðingar sóknarstýrðra fiskveiða birst hér á síðum Morgunblaðsins. Margir hafa einnig látið hafa eftir sér ummæli víða í fjölmiðlum þar sem slíkri fiskveiðistjórnun er fundið allt til foráttu. Allar þessar greinar og yfirlýsingar eiga það sameiginlegt að vera skrif- aðar og sagðar af aðilum sem eiga augljósra hagsmuna að gæta sem kvótaeigendur, eða starfa sem hags- munagæslumenn fyrir eigendur afla- heimildanna. Fyrir nokkrum dögum birtist hér grein eftir Sigurgeir B. Krist- geirsson, forstjóra og einn eigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum. Hún er gott dæmi um mál- flutninginn en af henni má helst ráða að hér verði nánast landauðn ef tekin verði upp sóknarstýring í fiskveiðum. Þetta er aðeins ein af yfirlýsingum útgerðarforstjóra þessa lands þar sem dómsdegi er nánast spáð ef breytingar verði gerðar á fisk- veiðistjórnunarkerfinu. Spyrja má hvort ekki sé ástæða til að Kauphöll Íslands taki til athugunar veðhæfi og eignarstöðu viðkomandi fyrirtækja ef engu má breyta án þess að allt fari um koll? Sigurgeir fullyrðir að sóknarmark leiði til offjárfestinga og síðan ofveiði, vegna þess að menn leitist við að stórauka sóknargetu sína þá þeim tíma sem þeir hafi til umráða til að stunda veiðar. Hann bendir á að smá- bátar á sóknarmarki hér við land hafi stóraukið sóknargetu sína og þannig farið langt fram úr þeim afla sem þeim var ætlaður. Þetta er rétt, en það gerist vegna þess að stjórnvöld brugðust því hlutverki sínu að stjórna sókn þessara báta. Auðvelt er að hafa hemil á sóknargetu flotans með því að setja skýrar reglur um bátastærð, veiðarfæri og annan búnað sem hefur áhrif á afkastagetu þeirra. Þetta hafa stjórnvöld ekki gert við trilluflotann, heldur einungis brugðist við með því að fækka sóknardögum. Þetta er lé- leg fiskveiðistjórnun. Sigurgeir er einnig þeirra skoðunar að sókn- armark hafi í för með sér óhag- kvæmni. Í því sambandi má spyrja hvar hagkvæmnin sé í íslenska kvóta- kerfinu sem nú hefur fengið séns til að virka eftir markmiðum sínum í 20 ár? Skuldir útgerðarinnar hafa aukist úr um 30 milljörðum árið 1984 í tæpa 200 milljarða í dag. Togurum hefur á sama tíma fækkað úr 102 í 93. Rúm- lestafjöldi togaraflotans hefur aukist um 18 prósent. Vélarafl flotans mælt í hestöflum hefur aukist um 20 pró- sent. Olíunotkun hefur stóraukist og veiðarfæri eru stórvirkari en nokkru sinni fyrr. Á sama tímabili hefur heildarafli úr helstu bolfiskstofnum okkar minnkað um 60 prósent. Við vitum að kerfið hefur leitt til gríðarlegrar sóunar í formi brottkasts. Þetta brottkast og kvótasvindl hefur að öllum líkindum sett fiskifræðina á bak við kvótastýr- inguna í algert uppnám með hrikaleg- um afleiðingum fyrir fiskveiðistjórn- unina. Afleiðingum sem við sjáum ekki enn fyrir endann á. Við eigum afar erfitt með að sjá hagræðingu kvótakerfisins. Það hefur valdið miklu tjóni og sóun. Byggðir landsins eru í sárum og fólk situr bundið í verðlausum eignum sínum víða um land vegna þess að því er meinað að lifa af sinni fremstu auðlind sem er fiskurinn sem syndir í sjónum fyrir utan. Þessu viljum við í Frjálslynda flokknum breyta með okkar tillögum um að færa strandveiðiflotann (þ.e. skip frá trillum upp í togara og línu- skip sem landa fersku hráefni), í sóknarmark. Við ætlum að útrýma brottkastinu. Það er ekkert brottkast í vel útfærðu sóknarmarkskerfi. Að benda á ástandið eins og það var fyr- ir rúmlega 20 árum þegar menn voru í svokölluðu skrapdagakerfi er þeim sem fyrir því standa til háborinnar skammar. Að segja að sú reynsla sýni að það sé líka brottkast í sókn- armarki er fáránlegur málflutningum og þeim sem fyrir honum hafa staðið til háborinnar skammar. Þeir vita betur og ættu að hætta að blekkja kjósendur með þessum hætti. Kvótasinnar fullyrða einnig að sóknarmark í strandveiðiflotanum muni leiða til þess að menn muni moka fiski á land í aflahrotum og þannig fara illa með hráefnið. Við viljum koma á fjárhagslegum aðskiln- aði á milli veiða og vinnslu þannig að fiskur verði seldur á frjálsum upp- boðsmarkaði eða á markaðstengdum verðum. Þetta mun meðal annars leiða til þess að sjómenn fái ekki gott verð fyrir fiskinn ef hann stenst ekki gæðakröfur. Sóknarmarksstýring í blönduðum botnfiskveiðum hefur fjölmarga kosti umfram kvótastýringu á slíkum fisk- veiðum. Kvótakerfi í botnfiskveiðum hefur hvergi skilað árangri en iðulega leitt til hruns fiskistofna. Jafnvel Evrópusambandið viðurkennir þetta því nú berast fréttir af því að það hyggist afnema kvótakerfi og taka upp sóknarmark í botnfiskveiðum til að endurreisa fiskistofna. Færeyingar hafa notast við sóknarmark í sjö ár með frábærum árangri. Sóknarmark strandveiðiflotans mun ekki leiða til hruns sjávarbyggða Íslands, heldur þvert á móti. Það mun færa byggðunum hagsæld og leiða til enduruppbyggingar eftir 20 ára samfellda hnignun og niðurlæg- ingu. Mál er að linni. Dómsdegi spáð með hræðsluáróðri Eftir Guðjón Arnar Kristjánsson og Magnús Þór Hafsteinsson „Sóknarmark mun færa byggð- unum hagsæld og leiða til endur- uppbyggingar eftir 20 ára sam- fellda hnignun og niðurlægingu.“ Höfundar eru formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins. Guðjón er oddviti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og Magnús leiðir listann í Suðurkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.