Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkrum áratugum kom upp hugmyndin um dauða höfundar- ins. Svokölluð afbygging eða decon- struction bókmennta- og listaverka komst mjög í tísku ásamt þeirri hug- mynd að höfundurinn sem slíkur væri horfinn en eftir stæði textinn eða listaverkið, opið til greiningar. Þetta ásamt fleiru kollvarpaði eldri hug- myndum um listamanninn sem inn- blásinn snilling. Listaverk voru svipt dulúð sinni og áru, í þeim fólst enginn hulinn kjarni innblásturs eða listar lengur, þau var hægt að greina niður í öreindir sínar. Franski fræðimaðurinn Roland Barthes sem oft var við skriftir utan Parísarborgar og fylgdist m.a. með gróðrinum í kringum vinnustofu sína líkti þessu við það að listaverk hefðu breyst úr apríkósum í lauka. Apríkós- an ljúffenga og safaríka, með hörðum kjarna, hafði vikið fyrir lauknum sem fletta má í sundur, lag eftir lag þar til eftir er – ekkert. Þetta líkingamál Barthes heitins kom upp í huga mér við skoðun á skil- merkilegri og vel unninni yfirlitssýn- ingu á verkum okkar frábæru lista- konu Gerðar Helgadóttur sem nú stendur yfir í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Safnið á um 1.400 verk eftir Gerði og hér eru nú sýnd rúm- lega 150 þeirra. Það auðveldar áhorf- andanum stórlega yfirsýn að verkin eru sett upp í tímaröð, þau elstu fyrst og síðan koll af kolli. Þróun hennar sem listakonu er því auðlesin, allt frá því hún hóf feril sinn með því að höggva í stein og til steindra glugga, mósaíkverka og bronsmynda sem voru hennar síðustu verk. Það er ótrúlegt hvað gæði verka hennar eru jöfn sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Framan af ferlinum voru verk hennar ekki mjög persónuleg þótt þau væru vel unnin og bæru hæfileik- um hennar vitni. Stíllinn á hreyfiverk- um hennar frá sjötta áratugnum er til dæmis mjög líkur þekktum verkum Calders og þegar Gerður hóf að vinna í járn tók hún verk Danans Roberts Jacobsens sér til fyrirmyndar. En hún vann sig alltaf frá áhrifavöldum sínum og fann sér sína eigin leið svo hvert verk varð hennar eigið. Metnaðurinn Þegar ég skoðaði sýninguna leitaði mjög á mig sú hugmynd sem ég talaði um í upphafi, að verk bæri að greina án tengsla þeirra við höfund sinn. En þegar um verk Gerðar er að ræða er mér það ómögulegt, – ég get ekki skoðað þau og greint eins og maður flettir í sundur lauk, heldur aðeins notið þeirra eins og ljúffengra og safaríkra apríkósa. Og einhvers stað- ar á bak við eða inni í verkinu, eins og kjarni, leitar ímynd Gerðar sterkt á mig, sérstaklega eins og henni er lýst í ævisögunni, Gerður, ævisaga mynd- höggvara, sem rituð er af Elínu Pálmadóttur og kom út árið 1985. Þar dregur Elín upp sterka mynd af þess- ari ótrúlega hugrökku konu og þeim margvíslegu aðstæðum sem mótuðu hana og list hennar. Ég get ekki hugs- að mér nokkurn listamann í dag sem gæti uppfyllt þær kröfur sem Gerður gerði til sín og vinnu sinnar. Gerður var brautryðjandi í höggmyndalist á Íslandi og hún færði fórnir sem á okk- ar tímum, þó ekki sé langt um liðið, væru óhugsandi. Hún gerði ótrúlegar kröfur til sjálfrar sín en ekki má gleyma því að miklar kröfur voru gerðar til hennar líka. Allt frá því að hún afréð að stunda nám við Hand- íðaskólann sautján ára gömul, þá í óþökk föður síns sem fljótlega varð þó hennar helsti stuðningsmaður og síð- an haldreipi og mesta stoð í lífinu á allan hátt á meðan hann lifði, stóð henni aldrei til boða að hætta við. Ævisaga hennar lýsir fyrst og fremst stöðugri vinnu og aftur vinnu, metnaðurinn var gríðarlegur, en eins og áður sagði kom aldrei neitt annað til greina. Gerður átti engin börn, henni fannst hún ekki geta sameinað listina barneignum og án efa var það rétt hjá henni, þótt erfitt sé að ímynda sér það í dag. Það er kannski of langt gengið að tengja sum verka hennar þessari staðreynd, en verk eins og Þögn I og II minna að nokkru leyti á eitthvert dulið dýrmæti, en í ævisögu hennar er sagt frá sorglegri reynslu sem hún talaði aldrei um. Hér er ég líklega að oftúlka en þannig er það með öll góð listaverk að þau koma ímyndunaraflinu af stað. Að baki hverju verki Gerðar á sýningunni slær hjarta hennar svo sterkt að ann- að er varla hægt. Kjarninn Það er athygli vert hversu mörg verkanna hafa til að bera einhvers konar kjarna, bókstaflega, oft í formi glers eða þá litar í steindu myndun- um. Gerður lagði stund á andleg fræði í Frakklandi, nam hjá fólki sem gekk m.a. út frá fræðum dulspekingsins G.I. Gurdjieffs. Þau lögðu stund á andlegar æfingar jafnt sem líkamleg- ar, meðal annars var unnið að því að skerpa eftirtekt og brjóta upp viðjar vanans. Gerður hafði einnig áhuga á störnuspeki og heimspeki. Í tengslum við kirkjulistaverk sín las hún auðvit- að mikið um trúarbrögð og bar til dæmis saman hinar ýmsu útgáfur Biblíunnar á mismunandi tungumál- um. Í bók sinni segir Elín Pálmadótt- ir: „Gerður trúði því þá og síðar að einhvers staðar væri einhver kjarni – eitthvað hreint, fagurt og satt sem væri þess virði að lifa fyrir – fann í þessari fræðslu leiðir fyrir sína innri leit sem endurspeglast í listsköpun hennar.“ Þessi innri leit endurspeglast sann- arlega í listsköpun hennar og stöðugri þróun sem listamaður. Hvert tímabil í list hennar býr yfir sínum töfrum, hvort sem það eru einföld form ungr- ar og saklausrar stúlku sem meitluð eru í stein, form-og litfagrar óhlut- bundnar klippimyndir, fínleg víra- virki, lifandi og kraftmiklar brons- myndir eða hrífandi falleg glerverk hennar og mósaíkmyndir. Ævisaga Elínar um Gerði er góður minnisvarði en frábært væri ef ein- hver ynni að stórri listaverkabók um Gerði þar sem meðal annars væri reynt að hafa uppi á öllum verkum hennar erlendis. En verk hennar lifa þó enn góðu lífi og vonandi að sem flestir fái notið þeirra í Gerðarsafni í Kópavogi fram til 17. júní. Apríkósur en ekki laukar Morgunblaðið/Arnaldur „Ég get ekki hugsað mér nokkurn listamann í dag sem gæti uppfyllt þær kröfur sem Gerður gerði til sín og vinnu sinnar,“ segir meðal annars í umsögn Rögnu Sigurðardóttur um yfirlitssýningu á verkum Gerðar Helgadóttur. Mjúkar línur meitlaðar í stein. Eitt af fyrstu verkum Gerðar Helga- dóttur, Stúlkuhöfuð, 1947. MYNDLIST Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Til 17. júní. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17. BLÖNDUÐ TÆKNI, YFIRLITSSÝNING Á VERKUM GERÐAR HELGADÓTTUR Ragna Sigurðardóttir MARK Levine hefur verið lengi að og er með þekktari djasspíanistum í San Francisco og nágrenni. Hann er einn af þessum fyrsta klassa tónlist- armönnum sem maður rekst á hér og þar án þess að tónsköpun hans greyp- ist í hugann. Hann hefur leikið með mönnum á borð við Stan Getz, Joe Henderson og Milt Jackson og marg- ir hafa hljóðritað tónverk hans. Þekktastur er hann þó líklega fyrir latíndjass sinn en þar hefur hann ver- ið í félagsskap manna á borð við Mongo Santamaria og Tito Puente auk þess að stjórna eigin salsasveit. Auk þess þykir hann fyrsta flokks kennari og hefur samið kennslubæk- ur í heimsklassa. Levin gerði hér stuttan stans sl. mánudag. Hélt námskeið um daginn í Tónlistarskóla FÍH og tónleika um kvöldið ásamt Tómasi R. bassaleikara og Matthíasi M.D. trommara. Þeir hittust stuttu fyrir tónleika og fóru yfir efnisskrána og svo var spilað. Þetta er einn af töfrum djassins – þrír tónlistarmenn hittast, velja þekkta söngdansa og leika svo saman einsog ekkert sé. Það gefur auga leið að ekki var neitt af tónverkum Levines á efn- isskránni eða þeirra Tómasar eða Matthíasar. Lögin voru allt þekktir söngdansar ásamt tveimur djassó- pusum sígildum: Satin Doll Duke Ell- ingtons og Blue Monk Theloniusar. Tríóið var ekki upp á marga fiska í upphafsdansinum; Have You Met Miss Jones, sem Agnar Már hefur glímt skemmtilega við með B3 tríóinu, en í þriðja laginu, Alone To- gether, var tríóið farið að smella sam- an og ekki laust við að kviknaði í sam- spilinu. Night in Tunisia var leikið á klassískan máta þar sem latínkaflar og hrein sveifla skiptust á, en tríóið náði aldrei flugi í Satin Doll. Það er ótrúlega erfitt að ná listrænu flugi í þessum Ellingonópusi. Svo komu tveir ópusar sem Guðmundur Ing- ólfsson spilaði gjarnan: I’m Gettin Sentimental Over You, kynningarlag Tommy Dorseys og Blue Monk. Þá var nú farið að færast fjör í leikinn og allt sentimental ballöðuspil fokið út í veður og vind og smáævintýri í blúsn- um. Það er erfitt að dæma píanista á borð við Mark Levine af tónleikum sem þessum. Hann er mikill hljóma- kall án þess að ganga á vit blokkar- anna og smekklegur er hann með af- brigðum. Hann er bæði expressj- ónískur og impressjónískur – svífur einhvers staðar milli Bill Evans og Oscars Petersons í leik sínum á kvöldi sem þessu. Tómas og Matthías kom- ust vel frá sínu í stuttum sólóum, Matthías yfirleitt í fjórum á móti Lev- ine, sem kompaði skemmtilega undir sólóum hrynhljóðfæranna og færði sólóana frá þeim leiðindum sem oft setja mark sitt á píanótríó þar sem bassi og tromma leika sóló í nær hverju lagi og oftast helst til langa. Þetta var skemmtileg kvöldstund og ekki ætlað annað. Tíðindalítið en ljúft DJASS Tónleikasalur FÍH Mark Levine píanó, Tómas R. Einarsson kontrabassa og Matthías M. D. Hem- stock trommur. Mánudagskvöldið 5.5. 2003. LEVINE, TRE OG HEMSTOCK Vernharður Linnet JÖKLALEIKHÚSIÐ eftir Steinunni Sigurðardóttur hefur verið gefið út á sænsku undir heitinu Jökel- teatern. Útgáfa bókarinnar varð sænska dag- blaðinu Kristian- stadsbladet að umfjöllunarefni í vikunni og sagði blaðið Steinunni hafa skemmt sænskum les- endum með óhefðbundnum skrifum sínum hátt í tíu ár. „Hún hefur með djörfum og árangurs- ríkum hætti háð smástríð gegn of- ríki listgreinanna og sent frá sér sínar skáldsögur með ljóðum, bréf og dagbókarsamantektir,“ segir í Kristianstadsbladet sem telur Jöklaleikhúsið ekki síður einkenn- ast af húmor, kaldhæðni og sér- kennilegheitum en fyrri verk Stein- unnar. „Það er mögulegt að hinn snubbótti endir sé meðvituð stríðni af hálfu höfundar en maður hefur engu að síður sterkan grun um að bókin sé, þrátt fyrir sín íronísku sniðugheit og árásirnar á íslensku sérkennilegheitin, umfram allt eins konar öfugsnúin ástarjátning til Ís- lands,“ segir gagnrýnandi blaðsins og bætir við að skáldsögur Stein- unnar séu eins konar spéspegill í bókarformi. Undir fáránlegu yf- irborði sem bendi á sérkennilegheit þjóðarinnar leynist nefnilega einn- ig hið veraldarvana og menning- arlega sem einkenni Ísland. Jöklaleikhús Steinunnar Sigurðardóttur Öfugsnúin ástarjátning Steinunn Sigurðardóttir HÁTT á annað hundrað gestir fylltu aðalsal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar haldin var á vegum Menor vaka til heið- urs skáldinu Hannesi Péturssyni síðastliðinn sunnudag. Með þessari samkomu lauk Sæluviku að þessu sinni. Skagfirðingar sýndu enn hug sinn til þessa ástsæla skálds með því að fjölmenna á vökuna, en því miður gat Hannes ekki komið og tekið þátt í samkomunni svo sem áætlað var. Samkoman hófst með því að sr. Ólafur Hallgrímsson á Mælifelli setti samkomuna og bauð gesti vel- komna en einnig kynnti hann þau atriði sem flutt voru. Sölvi Sveinsson skólameistari fjallaði í erindi um skáldið Hannes Pétursson og verk hans, en inn í flutning Sölva var fléttað lestri fé- laga í Leikfélagi Sauðárkróks úr verkum skáldsins. Þá voru flutt tónlistaratriði, sungin lög við ljóð skáldsins, en einnig var lesið úr verkum hans, Úr hugskoti, Misskipt er manna láni og smásagan Ferð inn í fjalla- myrkur. Þessu næst flutti sr. Gísli Gunn- arsson lokaorð og ræddi þann sess sem skáldið og verk hans skipa í hugum Skagfirðinga og hvers virði tengsl hans við átthagana og hér- aðið væru báðum. Benti hann á að sá fjöldi sem hér hefði komið til að njóta verka hans bæri þessu glöggt vitni. Að lokum kallaði kynnir til þau frú Ingibjörgu Hauksdóttur og Hauk Hannesson og færði þeim blóm og bókina Slóðir mannanna sem gefin var út á 20 ára afmæli Menor á liðnu vori, sem þakklæt- isvott fyrir komuna en Haukur þakkaði þann heiður sem föður hans var sýndur með vökunni. Morgunblaðið/Björn Björnsson Ólafur Hallgrímsson, Ingibjörg Hauksdóttir og Haukur Hannesson. Vaka Hannesar Péturs- sonar við lok Sæluviku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.