Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 47 GLÆPAMENN selja fíkni- efni – börn verða þeim að bráð. Við eigum börnin. Og fíkn veldur fátækt. Davíð Oddsson vill stuðla að menntun barna, drengja sem heltast úr námi. Stuðla að því að börn byggi upp heilsteypta sjálfsmynd – kunni að segja nei við fíkn – við sorg. Þess vegna styð ég Davíð. Jón Gunnar Hannesson Fíkn Höfundur er læknir. ÞAÐ voru orð í tíma töluð hjá Knúti Bruun í blaðagrein 2. maí s.l. þegar hann benti á að penninn væri vandmeðfarið vopn og fólk skyldi fara varlega í að senda frá sér blaða- grein meðan hatur og reiði yfirgnæfðu dómgreindina. Undanfarnar vikur og mánuði hafa stjórnarandstæð- ingar, þó einkum Samfylkingar- fólk, farið mikinn í því að svívirða Davíð Oddsson án þess að hafa til þess nokkur haldbær rök, en látið stjórnast af hatri og öfund. Sá sem lifað hefur langa ævi og fylgst með pólitískri þróun og tek- ið þátt í uppbyggingu íslensks þjóðlífs úr öskustónni til vel- sældar, veit að aldrei hefur ís- lenska þjóðin lifað við betri kjör en síðastliðinn áratug. Því verður heldur ekki á móti mælt að for- maður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hefur stýrt þjóðarskút- unni þennan áratug. Því er ekki úr vegi að skoða svolítið nánar inntak slagorða í greinum flestra Samfylkingar- manna undanfarið. Slagorðin eru til dæmis: almennar leikreglur, lýðræði, valdbeiting, hroki, jafn- rétti og hreinskiptni og dirfska Ingibjargar Sólrúnar, þegar í reynd hún er að færa stjórnmála- umræðuna niður á lægsta stig þjóðmenningarinnar. Skoðum ‘leikreglur’ og ‘hrein- skiptni’ Samfylkingarinnar. Ingi- björg Sólrún bauð sig fram til borgarstjóra síðastliðið vor með því loforði að vera óflokksbundinn borgarstjóri þriggja stjórn- málaflokka næstu fjögur ár og fékk þar með Framsókn og Vinstri græna til að kjósa sig á röngum forsendum. Það loforð sveik hún með léttum leik og sagðist ekki una því að vera bund- in vistarböndum í borginni. Þau vistarbönd reyrði hún sér sjálf og batt á marga rembihnúta sem síð- an reyndust sleppilykkjur og röknuðu upp við það eitt að toga í spotta. Þannig hnúta binda aðeins þeir sem ætla sér að hafa greiða útgönguleið. Heitir þetta ekki á ís- lensku að skrökva, véla og svíkja? Skoðum nú ‘lýðræði’ Samfylking- arinnar. Á þeim bæ var haldið prófkjör og þar börðust frambjóð- endur eins og vera ber, en kosn- ingin var að engu höfð. Sótt var kona úr borgarstjórastól til þess að leiða listann úr fimmta sæti Norður-Reykjavíkurkjördæmis og verða forsætisráðherraefni hvort sem hún næði inn á þing eða ekki. Er þetta lýðræði? Var allt fólkið sem tók þátt í prófkjörinu ónot- hæft þegar til kom? Það er greini- legt, enda hefur hingað til, þegar þetta er skrifað, enginn úr flokkn- um og allra síst konurnar, verið sýnilegur í auglýsingum Samfylk- ingarinnar. Þar trónir Ingibjörg Sólrún ein. Það sem ég furða mig mest á er lítilþægni kvennanna. Er öll sú kvennafjöld sem Sam- fylkingin státar af bara höfðatala? Aftur á móti var Ellert Schram uppgjafa fyrrverandi formanns- frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins leiddur til sætis við háborðið milli Ingibjargar og Össurar. Það að hann tók ekki þátt í prófkjörinu skipti engu máli. Er þetta jafn- rétti eða lýðræði? Hvað skyldi hafa verið sagt um ‘valdbeitingu’ ef Davíð Oddsson hefði ekki tekið þátt og unnið fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðismanna? Hversu hátt hefði ekki verið hrópað um foringjadýrkun og einræði ef heil- síðumyndir af honum hefðu birst í öllum dagblöðum upp á hvern ein- asta dag vikum saman? Þá er komið að ‘hreinskiptninni’ og ‘dirfskunni’ úr Borgarnesræð- um Ingibjargar. Það var auðvitað sorgarsaga að hún skyldi telja sig knúna til þess að færa stjórnmála- umræðuna niður á lægsta plan, en skiljanlegt í ljósi þess að hún var að leggja inn gott orð fyrir fjár- mögnun kosningabaráttunnar. Það gerði hún með því að klaga Davíð með dylgjum í kjaftasögustíl fyrir að vera vondur við þá Baugsfeðga, Jón Ólafsson og Kaupþing. Hún er ekki ódýr í rekstri þessa dagana hún Ingibjörg Sólrún. En hún fékk heilt fréttablað til einkaaf- nota frá Baugsfeðgum ásamt Stöð 2 með vinarkveðju frá Jóni Ólafs- syni & Co til að vinna gagngert fyrir sig. Æ sér gjöf til gjalda. Þá er fáheyrð smekkleysa að draga forseta Íslands og biskup inn á slíkt umræðuplan. Davíð Oddsson er maður hreinn og beinn, en fastur fyrir. Þegar hann segir skoðun sína á ein- hverju málefni þá talar hann af þekkingu, yfirvegun og rökstyður málflutning sinn. Hann hleypur ekki út um allar flóagrundir til að afla vinsælda, eitt í dag, annað á morgun. Það vita allir að hann er staðfastur og fyrst og fremst að orð hans halda, enda bregst það ekki að þegar hann talar hlusta allir og yfirleitt bregðast stjórn- arandstæðingar ókvæða við. Eitt dæmi: flestir hafa hingað til kvart- að yfir háum sköttum. Þegar Dav- íð boðaði skattalækkanir þá varð allt vitlaust. Verkalýðsforingjar, prófessorar, formaður BSRB, allir formenn stjórnarandstæðinga. Nú vilja þeir ekki skattalækkanir, þ.e.a.s. nema þeir fái sjálfir að ráða hvaða, hverjar og hvenær skattalækkanir eigi að koma til framkvæmda. Undanfarinn áratugur ber ljóst vitni um að það er hægt að búa vel í haginn fyrir fólkið í landinu með farælli stjórnarstefnu. Það þarf stöðugleika, heilindi og bjart- sýni til að skapa öllum þjóðfélags- þegnum skilyrði til velmegunar. Það tryggir Sjálfstæðisflokkurinn. Orð í tíma töluð Eftir Þuríði Pálsdóttur Höfundur er söngkona. ADAPTÎVE FARÐI SEM VEITIR BLANDAÐRI HÚÐ STÖÐUGT JAFN- VÆGI - SPF 10 heimsæktu lancome.com Einstaklega léttur farði sem aðlagar sig þörfum húðar- innar hverju sinni. Í formúlu Adaptive er að finna nýja tækni, ADAPTI-LAST:™ Hámarkar samtímis virkni mattandi púðurs á feitum svæðum og virkni rakagefandi efna á þurrum svæðum. Viðheldur fullkomnu jafnvægi í húðinni allan daginn. ÁRANGUR: Litarhátturinn helst ferskur, náttúrulegur, jafn og fallegur. Kynning í dag. Komdu og láttu snyrtifræðing Lancôme aðstoða þig við val á snyrtivörum. Margar spennandi nýjungar. Kaupaukar og ýmis tilboð. TRÚÐU Á FEGURÐ ADAPTÎVE N T T Austurver • Sími 581 2101 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 21 07 9 0 5/ 20 03 Kringlan er… …fjölbreyttari Afgreiðslutími verslana: Mánudag til miðvikudags 10.00 til 18.30 Fimmtudag 10.00 til 21.00 Föstudag 10.00 til 19.00 Laugardag 10.00 til 18.00 Sunnudag 13.00 til 17.00 Veitingastaðir og Kringlubíó eru með opið lengur á kvöldin. Kringlan er yfir 150 verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar. Gott vöruúrval og fjölþætt þjónusta eru lykilatriði í rekstri verslunar - miðstöðvar. Með nýju Focus-versluninni á 2. hæð í suðurhluta Kringlunnar er aukið enn á fjölbreytnina í Kringlunni. Focus er skóverslun fyrir karla og konur með úrval af götu- og strigaskóm. Við bjóðum skóverslunina Focus hjartanlega velkomna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.