Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 64

Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FIMM manns voru stungnir með hnífi í íbúð í blokk í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan átta á laugardagsmorg- uninn. Þeir sem fyrir árásinni urðu voru allir fluttir á sjúkrahús og voru mismikið særðir að sögn lögreglu, enginn þó lífshættulega. Vopnið sem talið er líklegt að árásarmaðurinn hafi notað fannst úti við á vettvangi. Að sögn lögreglu eru málavextir enn óljósir. Beinist grunur að einum einstaklingi sem færður var á lög- reglustöð en málið var enn í rannsókn um hádegi. Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík að störfum á vettvangi í Mosfellsbæ í gærmorgun. Fimm stungnir með hnífi EINS og staðan er núna er ekki út- lit fyrir að hægt verði að útvega nær 1.200 einstaklingum, á aldrin- um sautján til 25 ára, sem eru á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks í Hinu húsinu í Reykjavík, vinnu í gegnum miðlunina í sumar, að sögn Auðar Kristínar Welding, verkefnastjóra Vinnumiðlunarinn- ar. Umsóknarfrestur um að skrá sig hjá Vinnumiðluninni rann út um mánaðamótin. Alls 2.588 einstak- lingar skráðu sig hjá miðluninni en að sögn Auðar eru um 1.400 störf í boði; þar af eru um 950 störf hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og um 450 störf til viðbótar sem „búin eru til“ vegna 150 milljóna fram- lags borgarinnar til þessa mála- flokks. Að sögn Auðar er staðan í at- vinnumálum ungmennanna svipuð nú og í fyrra nema hvað umsókn- arfrestur um störf í gegnum miðl- unina rann út mánuði fyrr núna. Það var gert, að sögn Auðar, til þess að hægt yrði að átta sig á stöð- unni fyrr; nú hafi námsmenn t.d. meiri tíma til að leita fyrir sér á fleiri stöðum. „Staðan er ekki góð,“ segir hún „og því hvetjum við fólk til þess að leita að vinnu sem víð- ast.“ Auður segist verða vör við að margir hafi áhyggjur af stöðunni. Hanna María Jónsdóttir, rekstr- arstjóri Atvinnumiðstöðvar stúd- enta, segir að þar séu um 600 há- skólastúdentar á skrá eftir vinnu; flestir séu að bíða eftir sumarstörf- um. Hún segir að færri störf séu í boði nú en í fyrra en kveðst þó von- ast til þess að ástandið eigi eftir að batna í maímánuði. Erfitt fyrir námsfólk að fá sumarvinnu RÚMLEGA tvítugur maður lést þegar hann féll fram af klettum á Hellissandi skömmu eftir miðnætti á föstudag. Talið er að ungi maðurinn hafi hrapað um 11 metra og látist samstundis. Gerðar voru ráðstafanir til að senda þyrlu vestur, en til þess kom ekki. Banaslys á Hellissandi EINHVERJIR gerðu sér að leik aðfaranótt laugardags að færa framboðsfána á milli kosninga- skrifstofa á Akranesi. Þannig hékk m.a. fáni Sjálfstæðisflokksins á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og Samfylkingarfáninn hjá Framsókn á laugardagsmorguninn. Lögregl- an á Akranesi sá til þess að snar- lega yrði skipt um fána og hver þeirra settur á réttan stað en málið er ekki litið alvarlegum augum. Skiptu á fánum UMSLÖG utan um utankjörfundar- atkvæði, sem hafði verið sent frá Tékklandi með hraðflutningafyrir- tækinu DHL og barst yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjördæmis suð- ur í gærmorgun, höfðu verið rifin upp, bæði hið innra og ytra, og ytra umslagið verið límt aftur með lím- bandi merktu DHL. Sveinn Sveinsson, oddviti yfir- kjörstjórnar í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, sagði við Morgunblað- ið að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Væri umslag ut- an um utankjörfundaratkvæði opn- að áður en það bærist kjörstjórn væri það úrskurðað ógilt. Hann sagði að samband hefði verið haft strax við DHL og skýringa óskað. Sveinn Bergmann í þjónustudeild DHL hér á landi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita með hvaða hætti nákvæmlega þetta hefði gerst. Líklegast væri að þetta hefði gerst við öryggistékk starfs- manna DHL eða tollvarða erlendis. Umslög með atkvæði rifin upp SÚ neyslustýring, sem birtist í skattastefnu stjórnvalda, er mjög óeðlileg þegar kemur að drykkjar- vörumarkaðnum, að mati Jóns Dið- riks Jónssonar, forstjóra Ölgerðar- innar Egils Skallagrímssonar, þar sem svokallaður „sykurskattur“ er ekki aðeins lagður á sykraða gos- drykki heldur einnig á vatn og aðra sykurlausa drykki. Sykurskattinn, sem er í formi vörugjalds, má rekja allt aftur til ársins 1971, en gjaldið var lagt á gosdrykki og sælgæti m.a. í því augnamiði að sporna gegn syk- urneyslu. Þá gagnrýnir Jón Diðrik að á með- an 24,5% virðisaukaskattur sé af vatni, beri sykraðir goslausir svala- drykkir og djús ekki nema 14% virð- isaukaskatt. Vatn vinsælasti drykkurinn „Allt neyslumynstur hefur breyst mjög mikið frá því að sykurskatt- urinn var settur á gosdrykki og sæl- gæti fyrir fjölmörgum árum, en nærri lætur að um 35% af gos- drykkjasölu okkar sé nú í formi syk- urlausra gosdrykkja,“ segir Jón Dið- rik. Þróunin sýni að neysla sykurlausra drykkja hefur aukist gíf- urlega á síðustu árum auk þess sem sérstök ástæða sé til að fagna vin- sældum vatnsins, hvort sem það er keypt eða úr krana, að mati Jóns Diðriks, en samkvæmt nýlegri könn- un Manneldisráðs er vatn nú orðið vinsælasti drykkur landsmanna. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í upphafi hafi staðan væntanlega ver- ið sú að erfitt hafi verið að greina á milli gosdrykkja og annarra kol- sýrðra drykkja, eins og vatns, spurð um ástæður þess að vatn beri syk- urskatt. Óeðlilegt að vatn beri „syk- urskatt“  Maltið verður/14 Forstjóri Ölgerðarinnar Sigur Rós tilnefnd  Þjóðleg/30 Jón Þór, söngvari Sigur Rósar. arins og popptónlist og eitt stærsta atriði Listahátíðar í Reykjavík á síð- asta ári var uppfærsla þeirra á Hrafnagaldri Óðins. Sigurður Flosa- son og Pétur Grétarsson kynntu verkefni á Listahátíð sem þeir köll- uðu Raddir þjóðar. Þar spunnu þeir saman gamlar hljóðritanir með ís- lenskum kveðskap og eigin tónlist. HLJÓMSVEITIN Sigur Rós, Stein- dór Andersen og Hilmar Örn Hilm- arsson annars vegar og Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson hins vegar eru tilnefnd af hálfu Íslands til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Sigur Rós, Steindór og Hilmar hafa vakið athygli á undanförnum árum fyrir að tvinna saman þjóð- legan tónlistararf rímnakveðskap- Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.