Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FIMM manns voru stungnir með hnífi í íbúð í blokk í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan átta á laugardagsmorg- uninn. Þeir sem fyrir árásinni urðu voru allir fluttir á sjúkrahús og voru mismikið særðir að sögn lögreglu, enginn þó lífshættulega. Vopnið sem talið er líklegt að árásarmaðurinn hafi notað fannst úti við á vettvangi. Að sögn lögreglu eru málavextir enn óljósir. Beinist grunur að einum einstaklingi sem færður var á lög- reglustöð en málið var enn í rannsókn um hádegi. Morgunblaðið/Júlíus Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík að störfum á vettvangi í Mosfellsbæ í gærmorgun. Fimm stungnir með hnífi EINS og staðan er núna er ekki út- lit fyrir að hægt verði að útvega nær 1.200 einstaklingum, á aldrin- um sautján til 25 ára, sem eru á skrá hjá Vinnumiðlun skólafólks í Hinu húsinu í Reykjavík, vinnu í gegnum miðlunina í sumar, að sögn Auðar Kristínar Welding, verkefnastjóra Vinnumiðlunarinn- ar. Umsóknarfrestur um að skrá sig hjá Vinnumiðluninni rann út um mánaðamótin. Alls 2.588 einstak- lingar skráðu sig hjá miðluninni en að sögn Auðar eru um 1.400 störf í boði; þar af eru um 950 störf hjá stofnunum Reykjavíkurborgar og um 450 störf til viðbótar sem „búin eru til“ vegna 150 milljóna fram- lags borgarinnar til þessa mála- flokks. Að sögn Auðar er staðan í at- vinnumálum ungmennanna svipuð nú og í fyrra nema hvað umsókn- arfrestur um störf í gegnum miðl- unina rann út mánuði fyrr núna. Það var gert, að sögn Auðar, til þess að hægt yrði að átta sig á stöð- unni fyrr; nú hafi námsmenn t.d. meiri tíma til að leita fyrir sér á fleiri stöðum. „Staðan er ekki góð,“ segir hún „og því hvetjum við fólk til þess að leita að vinnu sem víð- ast.“ Auður segist verða vör við að margir hafi áhyggjur af stöðunni. Hanna María Jónsdóttir, rekstr- arstjóri Atvinnumiðstöðvar stúd- enta, segir að þar séu um 600 há- skólastúdentar á skrá eftir vinnu; flestir séu að bíða eftir sumarstörf- um. Hún segir að færri störf séu í boði nú en í fyrra en kveðst þó von- ast til þess að ástandið eigi eftir að batna í maímánuði. Erfitt fyrir námsfólk að fá sumarvinnu RÚMLEGA tvítugur maður lést þegar hann féll fram af klettum á Hellissandi skömmu eftir miðnætti á föstudag. Talið er að ungi maðurinn hafi hrapað um 11 metra og látist samstundis. Gerðar voru ráðstafanir til að senda þyrlu vestur, en til þess kom ekki. Banaslys á Hellissandi EINHVERJIR gerðu sér að leik aðfaranótt laugardags að færa framboðsfána á milli kosninga- skrifstofa á Akranesi. Þannig hékk m.a. fáni Sjálfstæðisflokksins á kosningaskrifstofu Frjálslyndra og Samfylkingarfáninn hjá Framsókn á laugardagsmorguninn. Lögregl- an á Akranesi sá til þess að snar- lega yrði skipt um fána og hver þeirra settur á réttan stað en málið er ekki litið alvarlegum augum. Skiptu á fánum UMSLÖG utan um utankjörfundar- atkvæði, sem hafði verið sent frá Tékklandi með hraðflutningafyrir- tækinu DHL og barst yfirkjör- stjórn Reykjavíkurkjördæmis suð- ur í gærmorgun, höfðu verið rifin upp, bæði hið innra og ytra, og ytra umslagið verið límt aftur með lím- bandi merktu DHL. Sveinn Sveinsson, oddviti yfir- kjörstjórnar í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, sagði við Morgunblað- ið að málið væri litið mjög alvarlegum augum. Væri umslag ut- an um utankjörfundaratkvæði opn- að áður en það bærist kjörstjórn væri það úrskurðað ógilt. Hann sagði að samband hefði verið haft strax við DHL og skýringa óskað. Sveinn Bergmann í þjónustudeild DHL hér á landi sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vita með hvaða hætti nákvæmlega þetta hefði gerst. Líklegast væri að þetta hefði gerst við öryggistékk starfs- manna DHL eða tollvarða erlendis. Umslög með atkvæði rifin upp SÚ neyslustýring, sem birtist í skattastefnu stjórnvalda, er mjög óeðlileg þegar kemur að drykkjar- vörumarkaðnum, að mati Jóns Dið- riks Jónssonar, forstjóra Ölgerðar- innar Egils Skallagrímssonar, þar sem svokallaður „sykurskattur“ er ekki aðeins lagður á sykraða gos- drykki heldur einnig á vatn og aðra sykurlausa drykki. Sykurskattinn, sem er í formi vörugjalds, má rekja allt aftur til ársins 1971, en gjaldið var lagt á gosdrykki og sælgæti m.a. í því augnamiði að sporna gegn syk- urneyslu. Þá gagnrýnir Jón Diðrik að á með- an 24,5% virðisaukaskattur sé af vatni, beri sykraðir goslausir svala- drykkir og djús ekki nema 14% virð- isaukaskatt. Vatn vinsælasti drykkurinn „Allt neyslumynstur hefur breyst mjög mikið frá því að sykurskatt- urinn var settur á gosdrykki og sæl- gæti fyrir fjölmörgum árum, en nærri lætur að um 35% af gos- drykkjasölu okkar sé nú í formi syk- urlausra gosdrykkja,“ segir Jón Dið- rik. Þróunin sýni að neysla sykurlausra drykkja hefur aukist gíf- urlega á síðustu árum auk þess sem sérstök ástæða sé til að fagna vin- sældum vatnsins, hvort sem það er keypt eða úr krana, að mati Jóns Diðriks, en samkvæmt nýlegri könn- un Manneldisráðs er vatn nú orðið vinsælasti drykkur landsmanna. Maríanna Jónasdóttir, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í upphafi hafi staðan væntanlega ver- ið sú að erfitt hafi verið að greina á milli gosdrykkja og annarra kol- sýrðra drykkja, eins og vatns, spurð um ástæður þess að vatn beri syk- urskatt. Óeðlilegt að vatn beri „syk- urskatt“  Maltið verður/14 Forstjóri Ölgerðarinnar Sigur Rós tilnefnd  Þjóðleg/30 Jón Þór, söngvari Sigur Rósar. arins og popptónlist og eitt stærsta atriði Listahátíðar í Reykjavík á síð- asta ári var uppfærsla þeirra á Hrafnagaldri Óðins. Sigurður Flosa- son og Pétur Grétarsson kynntu verkefni á Listahátíð sem þeir köll- uðu Raddir þjóðar. Þar spunnu þeir saman gamlar hljóðritanir með ís- lenskum kveðskap og eigin tónlist. HLJÓMSVEITIN Sigur Rós, Stein- dór Andersen og Hilmar Örn Hilm- arsson annars vegar og Sigurður Flosason og Pétur Grétarsson hins vegar eru tilnefnd af hálfu Íslands til Tónlistarverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Sigur Rós, Steindór og Hilmar hafa vakið athygli á undanförnum árum fyrir að tvinna saman þjóð- legan tónlistararf rímnakveðskap- Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.