Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 39 Glæsilegir Smeg blástursofnar og helluborð á frábæru verði Einstök ítölsk hönnum og háþróuð tækni sameinast í þessum glæsilegu ofnum og helluborðum sem tryggja öryggi og gleði í eldhúsinu. Við bjóðum nokkrar gerðir af Smeg blástursofnum og helluborðum á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. PÁLL Gíslason framkvæmdastjóri, sem varð fimmtugur í febrúar, kom þeim boðum til ættingja sinna og vina að hann vildi ekki fá afmæl- isgjafir sjálfur heldur láta þær renna til ákveðinna verkefna fyrir Krabbameinsfélagið. Málið er hon- um skylt vegna þess að hann greindist með nýrnakrabbamein á síðasta ári. Verkefnin sem hann valdi voru annars vegar prentun auglýsinga- spjalda fyrir Krabbameinsráðgjöf- ina og hins vegar búnaður fyrir námskeiðin „Að lifa með krabba- mein“. Hjá Krabbameinsráðgjöfinni svara hjúkrunarfræðingar í síma 800 4040 kl. 15–17 alla virka daga og veita upplýsingar og ráðgjöf. Nám- skeiðið „Að lifa með krabbamein“ er haldið á vegum Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Krabbameins- félags Reykjavíkur og er ætlað fólki með krabbamein og aðstandendum þess. Þegar afmælisgjafirnar voru afhentar sögðu fulltrúar Krabba- meinsfélagsins að þeir fögnuðu þessu frumkvæði Páls og væru hon- um mjög þakklátir. Félagið væntir þess að fleiri feti í fótspor Páls. Hervör Pálsdóttir, Arnfríður Gísladóttir, Páll Gíslason, Nanna Friðriksdóttir frá námskeiðinu „Að lifa með krabbamein“ og Kristín Alexíusdóttir frá Krabbameinsráðgjöfinni. Afmælisgjafir runnu til Krabbameinsfélagsins AÐALFUNDUR Thorvaldsens- félagsins var haldinn nýlega og kom fram í skýrslu stjórnar að á síðasta starfsári gaf félagið tæplega þrjár milljónir til góðgerðar- og líknar- mála. Samtökin Vímulaus æska voru styrkt um eina milljón og barna- deildin á Landspítalanum í Fossvogi um eina milljón, aðrir styrkir voru til foreldra veikra barna, Lyngáss, Um- hyggju og fleiri aðila er láta sig góð málefni varða. Einnig kom fram hve sjálfboða- störf félagskvenna til fjáröflunar eru félaginu ómetanleg og var þakkað fyrir það mikla traust og góðvild sem einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt Thorvaldsensfélaginu. Á síðasta ári var opnuð heimasíða Thorvaldsensfélagsins. Þar eru upp- lýsingar um félagið, m.a. litmyndir af öllum jólamerkjum sem félagið hefur gefið út. Þar er einnig sagt lítillega frá öllum listamönnum sem hafa gert myndirnar á merkin. Heimasíða fé- lagsins er á slóðinni www.thorvald- sens.is. Gáfu tæpar 3 milljónir til góðgerðarmála KSÍ, ESSO og ÍBV hafa undirritað 3 ára samstarfssamning sem gerir ESSO að stærsta einstaka styrktaraðila knattspyrnudeildar ÍBV. Sam- starf ÍBV og ESSO er orðið langt og farsælt en fyrsti samningurinn var gerður árið 1988. Við undirritun samningsins var einnig kynntur nýr búningur félagsins. Nýja búningalínan kemur frá Hummel. Á myndinni handsala Auður Björk Guðmundsdóttir, kynningarstjóri ESSO, og Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍBV, samninginn. Liðs- menn ÍBV sem kynntu nýju búningana eru frá vinstri Elena Einisdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV, Hjalti Jónsson og Bjarnólfur Lárusson, leik- menn karlaliðs ÍBV. ESSO aðalstyrktar- aðili ÍBV næstu 3 ár AcoTæknival sýnir nýjar fartölv- ur Fyrstu fartölvurnar byggðar á þráðlausu Centrino tækninni frá Intel verða kynntar á Grandhótel í Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 20. maí, kl. 17. AcoTæknival sýnir tvær nýjar gerðir LifeBook far- tölva frá Fujitsu Siemens. Ör- gjörvafyrirtækið Intel kynnti Centrino tæknina fyrir fáeinum vikum en hún er sérsniðin að far- tölvum í því skyni að auka nota- gildi þeirra, þægindi og afköst. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.atv.is/skraning. Í DAG Oddastefna, árleg ráðstefna Oddafélagsins, verður haldin laugardaginn 24. maí kl. 14-18, í Frægarði, húsakynnum fræverk- unarstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Á þessari elleftu Oddastefnu verður hugað að sókn og sigrum í barátt- unni gegn sandfoki og gróðureyð- ingu, einkum í Rangárþingi. Allir eru velkomnir. Erindi halda: Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Magnús H. Jóhannsson líf- fræðingur og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðarson, fyrrv. sýslumaður Rangárvalla- sýslu. Nánari upplýsingar gefur Þór Jakobsson veðurfræðingur, formaður Oddafélagsins, netfang: thor@vedur.is Lesið í skóginn – tálgað í tré, Grunnnámskeið verður haldið í Garðyrkjuskólanum 31. maí og 1. júní. Á námskeiðinu verður kennt að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Einnig verður fjallað um ein- kenni og eiginleika íslenskra við- artegunda og undirstöðuatriði við- arfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ólafur Odds- son frá Skógræktinni og Guð- mundur Magnússon, handverks- maður á Flúðum. Námskeiðið stendur frá kl. 10-18, báða dagana. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Á NÆSTUNNI Félag nýrnasjúkra heldur fræðslufund á morgun, miðviku- daginn 21. maí, kl. 20 í Hátúni 10b, í kaffiteríunni á 1. hæð. Kolbrún Ein- arsdóttir næringaráðgjafi flytur er- indið: Næring og nýrnabilun. Það fjallar um mataræði nýrnasjúkra. Á MORGUN EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 14. maí sl.: „Stjórn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, fagnar þeim ár- angri sem náðist í síðustu viku þegar stjórn LÍN samþykkti nýjar úthlut- unarreglur. Stúdentaráð undir forystu Vöku, ásamt öðrum námsmannahreyfing- um, náði því fram að hækka grunn- framfærslu námslána umfram verð- bólguspár, hækka frítekjumark um 20.000 krónur og lækka skerðingar- hlutfall úr 40 % í 35 %. Ásamt þessu var 5 ára reglan rýmkuð í 6 ár fyrir þá sem eru að ljúka sínu öðru lokaprófi í lánshæfu námi og réttur þeirra stúdenta sem búa hjá efnalitlum foreldrum stað- festur. Stefna Vöku hefur ávallt verið sú að ekki eigi að refsa námsmönnum fyrir að vinna með námi og hafði það áhrif á þær áherslur sem fulltrúar stúdenta lögðu fram í viðræðunum um nýjar úthlutunarreglur. Meira en 90% stúdenta eru með tekjur yfir 300 þúsund krónum, sem er hið nýja frítekjumark, og kemur lækkun skerðingarhlutfallsins þeim stúdent- um mjög vel. Þær breytingar sem gerðar voru á úthlutunarreglunum í ár eru í fullu samræmi við þá stefnu sem Vaka lagði fram í síðustu kosningum. Frá því að Vaka tók við forystu í Stúd- entaráði hafa ráðstöfunartekjur námsmanna á námslánum hækkað um 12.000 krónur að meðaltali á mánuði. Hér má þó ekki láta staðar numið og mun Vaka fls. halda áfram að berjast fyrir bættum hag stúd- enta í lánasjóðsmálum.“ Fagnar nýjum út- hlutunarreglum Rangt föðurnafn Föðurnafn Guðrúnar Óskars- dóttur misritaðist í myndatexta við grein um fimmtíu ára afmæli List- dansskóla Íslands í Lesbókinni 17. maí. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.