Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 20.05.2003, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 39 Glæsilegir Smeg blástursofnar og helluborð á frábæru verði Einstök ítölsk hönnum og háþróuð tækni sameinast í þessum glæsilegu ofnum og helluborðum sem tryggja öryggi og gleði í eldhúsinu. Við bjóðum nokkrar gerðir af Smeg blástursofnum og helluborðum á einstöku verði á meðan birgðir endast. Einstakt tækifæri til að gera góð kaup. PÁLL Gíslason framkvæmdastjóri, sem varð fimmtugur í febrúar, kom þeim boðum til ættingja sinna og vina að hann vildi ekki fá afmæl- isgjafir sjálfur heldur láta þær renna til ákveðinna verkefna fyrir Krabbameinsfélagið. Málið er hon- um skylt vegna þess að hann greindist með nýrnakrabbamein á síðasta ári. Verkefnin sem hann valdi voru annars vegar prentun auglýsinga- spjalda fyrir Krabbameinsráðgjöf- ina og hins vegar búnaður fyrir námskeiðin „Að lifa með krabba- mein“. Hjá Krabbameinsráðgjöfinni svara hjúkrunarfræðingar í síma 800 4040 kl. 15–17 alla virka daga og veita upplýsingar og ráðgjöf. Nám- skeiðið „Að lifa með krabbamein“ er haldið á vegum Landspítala – há- skólasjúkrahúss og Krabbameins- félags Reykjavíkur og er ætlað fólki með krabbamein og aðstandendum þess. Þegar afmælisgjafirnar voru afhentar sögðu fulltrúar Krabba- meinsfélagsins að þeir fögnuðu þessu frumkvæði Páls og væru hon- um mjög þakklátir. Félagið væntir þess að fleiri feti í fótspor Páls. Hervör Pálsdóttir, Arnfríður Gísladóttir, Páll Gíslason, Nanna Friðriksdóttir frá námskeiðinu „Að lifa með krabbamein“ og Kristín Alexíusdóttir frá Krabbameinsráðgjöfinni. Afmælisgjafir runnu til Krabbameinsfélagsins AÐALFUNDUR Thorvaldsens- félagsins var haldinn nýlega og kom fram í skýrslu stjórnar að á síðasta starfsári gaf félagið tæplega þrjár milljónir til góðgerðar- og líknar- mála. Samtökin Vímulaus æska voru styrkt um eina milljón og barna- deildin á Landspítalanum í Fossvogi um eina milljón, aðrir styrkir voru til foreldra veikra barna, Lyngáss, Um- hyggju og fleiri aðila er láta sig góð málefni varða. Einnig kom fram hve sjálfboða- störf félagskvenna til fjáröflunar eru félaginu ómetanleg og var þakkað fyrir það mikla traust og góðvild sem einstaklingar og fyrirtæki hafa sýnt Thorvaldsensfélaginu. Á síðasta ári var opnuð heimasíða Thorvaldsensfélagsins. Þar eru upp- lýsingar um félagið, m.a. litmyndir af öllum jólamerkjum sem félagið hefur gefið út. Þar er einnig sagt lítillega frá öllum listamönnum sem hafa gert myndirnar á merkin. Heimasíða fé- lagsins er á slóðinni www.thorvald- sens.is. Gáfu tæpar 3 milljónir til góðgerðarmála KSÍ, ESSO og ÍBV hafa undirritað 3 ára samstarfssamning sem gerir ESSO að stærsta einstaka styrktaraðila knattspyrnudeildar ÍBV. Sam- starf ÍBV og ESSO er orðið langt og farsælt en fyrsti samningurinn var gerður árið 1988. Við undirritun samningsins var einnig kynntur nýr búningur félagsins. Nýja búningalínan kemur frá Hummel. Á myndinni handsala Auður Björk Guðmundsdóttir, kynningarstjóri ESSO, og Birgir Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍBV, samninginn. Liðs- menn ÍBV sem kynntu nýju búningana eru frá vinstri Elena Einisdóttir, leikmaður kvennaliðs ÍBV, Hjalti Jónsson og Bjarnólfur Lárusson, leik- menn karlaliðs ÍBV. ESSO aðalstyrktar- aðili ÍBV næstu 3 ár AcoTæknival sýnir nýjar fartölv- ur Fyrstu fartölvurnar byggðar á þráðlausu Centrino tækninni frá Intel verða kynntar á Grandhótel í Reykjavík á morgun, þriðjudaginn 20. maí, kl. 17. AcoTæknival sýnir tvær nýjar gerðir LifeBook far- tölva frá Fujitsu Siemens. Ör- gjörvafyrirtækið Intel kynnti Centrino tæknina fyrir fáeinum vikum en hún er sérsniðin að far- tölvum í því skyni að auka nota- gildi þeirra, þægindi og afköst. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.atv.is/skraning. Í DAG Oddastefna, árleg ráðstefna Oddafélagsins, verður haldin laugardaginn 24. maí kl. 14-18, í Frægarði, húsakynnum fræverk- unarstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Á þessari elleftu Oddastefnu verður hugað að sókn og sigrum í barátt- unni gegn sandfoki og gróðureyð- ingu, einkum í Rangárþingi. Allir eru velkomnir. Erindi halda: Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Magnús H. Jóhannsson líf- fræðingur og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Fundarstjóri verður Friðjón Guðröðarson, fyrrv. sýslumaður Rangárvalla- sýslu. Nánari upplýsingar gefur Þór Jakobsson veðurfræðingur, formaður Oddafélagsins, netfang: thor@vedur.is Lesið í skóginn – tálgað í tré, Grunnnámskeið verður haldið í Garðyrkjuskólanum 31. maí og 1. júní. Á námskeiðinu verður kennt að lesa í margbreytileg form trjánna og velja efni til ólíkra nota. Einnig verður fjallað um ein- kenni og eiginleika íslenskra við- artegunda og undirstöðuatriði við- arfræði, skógarvistfræði og skógarhirðu o.fl. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Ólafur Odds- son frá Skógræktinni og Guð- mundur Magnússon, handverks- maður á Flúðum. Námskeiðið stendur frá kl. 10-18, báða dagana. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans, www. reykir.is. Á NÆSTUNNI Félag nýrnasjúkra heldur fræðslufund á morgun, miðviku- daginn 21. maí, kl. 20 í Hátúni 10b, í kaffiteríunni á 1. hæð. Kolbrún Ein- arsdóttir næringaráðgjafi flytur er- indið: Næring og nýrnabilun. Það fjallar um mataræði nýrnasjúkra. Á MORGUN EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á stjórnarfundi Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 14. maí sl.: „Stjórn Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, fagnar þeim ár- angri sem náðist í síðustu viku þegar stjórn LÍN samþykkti nýjar úthlut- unarreglur. Stúdentaráð undir forystu Vöku, ásamt öðrum námsmannahreyfing- um, náði því fram að hækka grunn- framfærslu námslána umfram verð- bólguspár, hækka frítekjumark um 20.000 krónur og lækka skerðingar- hlutfall úr 40 % í 35 %. Ásamt þessu var 5 ára reglan rýmkuð í 6 ár fyrir þá sem eru að ljúka sínu öðru lokaprófi í lánshæfu námi og réttur þeirra stúdenta sem búa hjá efnalitlum foreldrum stað- festur. Stefna Vöku hefur ávallt verið sú að ekki eigi að refsa námsmönnum fyrir að vinna með námi og hafði það áhrif á þær áherslur sem fulltrúar stúdenta lögðu fram í viðræðunum um nýjar úthlutunarreglur. Meira en 90% stúdenta eru með tekjur yfir 300 þúsund krónum, sem er hið nýja frítekjumark, og kemur lækkun skerðingarhlutfallsins þeim stúdent- um mjög vel. Þær breytingar sem gerðar voru á úthlutunarreglunum í ár eru í fullu samræmi við þá stefnu sem Vaka lagði fram í síðustu kosningum. Frá því að Vaka tók við forystu í Stúd- entaráði hafa ráðstöfunartekjur námsmanna á námslánum hækkað um 12.000 krónur að meðaltali á mánuði. Hér má þó ekki láta staðar numið og mun Vaka fls. halda áfram að berjast fyrir bættum hag stúd- enta í lánasjóðsmálum.“ Fagnar nýjum út- hlutunarreglum Rangt föðurnafn Föðurnafn Guðrúnar Óskars- dóttur misritaðist í myndatexta við grein um fimmtíu ára afmæli List- dansskóla Íslands í Lesbókinni 17. maí. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.