Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Justiniano „Ning“ de Jesus hefur kynnt asíska mat-
argerð fyrir Íslendingum sl. 30 ár. Anna G. Ólafsdóttir
fræddist um viðburðaríka ævi Nings.
Mun sakna margs úr boltanum
Guðni Bergsson leggur skóna á hilluna eftir leikina við
Færeyjar og Litháen í júnímánuði. Hann segir Guðmundi
Hilmarssyni að hann muni sakna margs úr boltanum.
Komið til hjálpar
Auðn og mannlegt niðurbrot eftir áratugar ribbaldastríð
blasir víða við í Síerra Leóne. Elín Pálmadóttir kynntist
manngæsku í þessu stríðshrjáða landi.
Nings ekki án Nings
á sunnudaginn
NÝ RÁÐHERRASKIPAN
Töluverðar breytingar verða á
ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins
í næstu ríkisstjórn. Björn Bjarnason
kemur í stað Sólveigar Pétursdóttur,
dóms- og kirkjumálaráðherra, sem
lætur af embætti og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir tekur við
embætti menntamálaráðherra af
Tómasi Inga Olrich um áramótin.
Sigríður Anna Þórðardóttir tekur við
sem nýr umhverfisráðherra haustið
2004. Davíð Oddsson verður for-
sætisráðherra til 15. september 2004
þegar Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra tekur við því embætti.
Hjá Framsóknarflokki kemur
Árni Magnússon, nýr þingmaður
flokksins, í stað Páls Péturssonar
sem félagsmálaráðherra.
Eitt þúsund fórst í Alsír
Að minnsta kosti þúsund manns
fórst í jarðskjálftanum í Alsír á mið-
vikudag og nær sjö þúsund eru slös-
uð. Hundraða manna er enn saknað
og björgunarmenn leita myrkranna
á milli í rústunum.
Hærri lán og bætur
Stefnt er að því að lækka endur-
greiðslubyrði námslána, draga úr
tekjutengingu barna- og örorkubóta
og hækka lánshlutfall almennra
íbúðalána í áföngum á kjörtíma-
bilinu, að því er fram kemur í stefnu-
yfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks sem samþykkt
var í gærkvöld. Í stefnuyfirlýsing-
unni kemur fram að aukið svigrúm
ríkissjóðs verður nýtt til að tryggja
aukinn kaupmátt þjóðarinnar með
„markvissum aðgerðum í skatta-
málum“.
Viðskiptabanni á Írak aflétt
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í gær ályktun sem felur í
sér að viðskiptabanni á Írak verði
aflétt og veitir Bandaríkjamönnum
og Bretum víðtækt umboð til að
móta framtíð landsins í efnahagslegu
og pólitísku tilliti.
F Ö S T U D A G U R 2 3 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð C
F-BEKKURINN Í HÓFI/2 ATLAGA AÐ ÍMYNDUM/4
SNÚIÐ ÚT ÚR STAÐALÍMYNDUM/5 BORGARBARN EÐA
GEIMALDARGLYÐRA?/6 AUÐLESIÐ EFNI/8
STRANDFATNAÐUR er tekinn aðseljast í íslenskum verslunum,enda landinn þegar í maí farinn að
spóka sig á erlendum sólarströndum. Á
næsta leiti er svo íslenska sumarið í allri
sinni dýrð og sundlaugar í sveit og
byggð fyllast af fólki.
Í baðfatnaði gætir tískustrauma eins
og annars staðar á hönnunarsviði.
Stundum tekur litaúrval mið af því sem
gerist almennt í kvenfatnaði og svo er
einnig í ár. Hermannagræn bikiní eru ný
af nálinni og sundfatnaður í felulitum
einnig. Þá eru skær, einlit bikiní
áberandi, í sömu gulu, bleiku, rauðu,
grænu og túrkísbláu litunum og flík-
urnar sem nú sjást í gluggum tísku-
verslana. Enn fremur ratar röndótta
bylgjan inn í baðfatahillurnar.
Talsvert færist í vöxt að ungar konur
komi sér upp tveimur settum af sundfatn-
aði, annars vegar til þess að synda í og hins
vegar til þess að sleikja sólina. „Ef ætlunin
er að vera bara í heita pottinum með vin-
unum, þá virðast stúlkurnar kjósa efn-
isminni baðföt,“ segja stúlkurnar í Útilífi.
Þær benda á að bikiní-buxur, lágar í mittið,
njóti vinsælda hjá unglingsstúlkum og þá
annaðhvort mynstraðar eða einlitar. Þá séu
brjóstahöld með púðum einnig talsvert eftir-
sótt. „Bikiníin frá Seafolly eru svo þannig að
hægt er að raða saman mismunandi númerum
eða sniðum eftir þörfum,“ segir Guðlaug Þórð-
ardóttir, deildarstjóri í sportdeildinni, og á við
að toppar og buxur séu seld stök. Það kemur
sér vel fyrir margan viðskiptavininn, enda hver
með sitt sköpulag. Seafolly-strandfatnaðurinn
er einnig nýstárlegur að því leyti að hægt er að
fá töskur og hatta í stíl við sum bikiníin, að
ógleymdum fagurlega litum sandölum.
Sænsku sundfötin frá Firefly og Etriel, sem
fást í Intersport, gefa einnig möguleika á að
raðað sé saman mismunandi númerum. Þar á
bæ njóta sterku litirnir einnig vinsælda, en
sniðin eru mismunandi. „Það eru annars vegar
tíglarnir – þríhyrnd brjóstahöld með böndum –
og hins vegar fylltir púðar,“ segir Ollý Ólafs-
dóttir, deildarstjóri í dömudeild, spurð um það
helsta. „Svo eru buxurnar frekar hátt skornar.
Það eru reyndar alltaf einhverjar sem spyrja
um bikiní-buxur með skálmum, en eftirspurnin
eftir þeim hefur þó minnkað mjög.“
Þá er enn ónefnd ein heitasta nýjungin á
markaðnum, svonefnt tankini, sem er eins kon-
ar sambland af sundbol og bikiníi. Um er að
ræða hefðbundnar bikiní-buxur og topp sem
nær niður að nafla, þannig að hlutarnir ná
nærri því saman. Í sumum tilfellum er hægt
að fá slíkan topp og brjóstahald við sömu
buxurnar, og víxla svo eftir veðri eða skapi.
Tankini-settin koma í ýmsum litum og snið-
um, oft er toppurinn bundinn fyrir aftan háls
og í flestum tilvikum eru buxurnar hátt
skornar.
Í báðum verslunum eru Speedo-vörur ann-
ars vinsælastar til bókstaflegra sundferða og
æfinga, og þá sérstaklega nýja línan sem
merkt er Endurance, úr efni sem talið er
sérlega endingargott í klórbættum laugum.
Og þá er bara spurningin; er ferðinni heit-
ið í sund, eða einungis á sundlaugarbakkann
sjálfan?
Saltbragð af strandtísku
Morgunblaðið/Árni Torfason
Bikiní – Röndótta bylgjan ratar inn í baðfatahillur búðanna sem og einlit
bikiní með ýmsu sniði; skærlituð, hermannagræn eða í felulitum. T.v. eru
tvær gerðir af bikiníi frá Intersport en t.h. tvær frá Útilífi. S
U
M
A
R
IÐ
2
0
0
3
Samfestingar í ýmsum útfærslum. Franskt póstkort 1905.
B
A
Ð
FA
TN
A
Ð
U
R
Á sandi, í sundi, á landi
7
Húsgagnahöllin
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Minningar 32/37
Viðskipti 12 Bréf 56
Erlent 16/18 Dagbók 42/43
Höfuðborgin 20 Staksteinar 42
Akureyri 21 Brids 43
Suðurnes 22 Sport 44/47
Landið 22/23 Leikhús 48
Listir 24/25 Fólk 48/53
Umræðan 26/27 Bíó 50/53
Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54
Viðhorf 32 Veður 55
* * *
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
blaðið Garður frá Garðyrkjufélagi Ís-
lands. Blaðinu er dreift um allt land.
SÝNING á verkum bandaríska
myndlistarmannsins Matthews
Barneys verður opnuð í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg á morgun.
Barney er einn af þekktustu mynd-
listarmönnum samtímans en aðal-
gagnrýnandi The New York Times
sagði nýverið að hann væri mikil-
vægasti bandaríski listamaður
sinnar kynslóðar.
Barney kallar sýninguna
Cremaster Plate og vísar titillinn til
þess að verkin á sýningunni, sem
unnin er sérstaklega fyrir safnið,
eru sótt í hið umfangsmikla
Cremaster-verkefni, sem Barney
lauk við í fyrra og tók hann átta ár
að gera.
Cremaster-verkin mynda fimm
kvikmyndir, auk skúlptúra og ljós-
mynda. Heiti verksins er sótt til
vöðvans „cremaster“ sem er í
kviðarholi karla og lyftir eistunum
eða lætur þau síga, eftir ytra áreiti
eða hitastigi. Út frá hugmyndum um
æxlunarfæri manna hefur Barney
skapað einstakan myndheim, und-
irbyggðan af ævintýralegum tákn-
um og persónulegri frásögn.
Cremaster-kvikmyndirnar fimm
verða allar sýndar á sýningunni í
Nýlistasafninu, en einnig í Regnbog-
anum.
Morgunblaðið/Einar Falur
Matthew Barney vinnur að steypu annars af tveimur skúlptúrum sem hann hefur gert í Nýlistasafninu, en þeir eru
úr vaselíni, vaxi og plasti. Fyrir ofan skúlptúrinn eru ljósmyndir úr tveimur af fimm Cremaster-kvikmyndum
Barneys og sýna þær hann og Ursulu Andress í hlutverkum sínum í Cremaster 4 og 5.
Einstakur myndheimur Matt-
hews Barneys í Nýlistasafninu
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
Orkuveitu Reykjavíkur til að greiða
Guðmundi Felix Grétarssyni, sem
missti báða handleggi eftir gífurlegt
raflost í háspennulínu fyrir fimm
árum, 16,6 milljónir króna í skaða-
bætur. Í héraði fékk hann 15 millj-
ónir króna en Hæstarétti þótti rétt-
lætanlegt að hækka bæturnar.
Guðmundur var að lagfæra bilun í
svonefndri Grafarholtslínu 12. jan-
úar 1998 og gekk að viðgerð lokinni
meðfram línunni til að athuga um
frekari skemmdir. Klifra þurfti upp í
hvern staur til að framkvæma þá
athugun og varð slysið þegar Guð-
mundur fór grunlaus upp í staur í
annarri línu, Úlfarsfellslínu, með 11
þúsund volta spennu. Staur í línunni
var næstum í beinni sjónlínu við
Grafarholtslínu.
Hæstiréttur taldi að gera þyrfti
ríkar kröfur til OR varðandi öryggis-
ráðstafanir og var sök OR metin svo
yfirgnæfandi í samanburði við
aðgæsluleysið sem Guðmundur
kynni að hafa sýnt, að ekki þætti
ástæða til að leggja hluta sakar á
hann, eins og deilt var um.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar
Gíslason, Haraldur Henrysson, Ingi-
björg Benediktsdóttir og Pétur Kr.
Hafstein. Lögmaður Guðmundar var
Gísli Baldur Garðarsson hrl. og lög-
maður OR Jakob R. Möller hrl.
Missti báða handleggi eftir vinnuslys í háspennulínu
Dæmdar 16,6 milljónir
króna í skaðabætur
„ÉG er alsæll með niðurstöðu
Hæstaréttar og feginn að málið
skuli vera búið,“ segir Guðmundur
Felix Grétarsson.
„Það var ágætt að málinu skyldi
hafa verið áfrýjað og að Hæsti-
réttur skyldi hækka bæturnar. Mér
heilsast ágætlega og ég er í hluta-
starfi í hönnunardeild hjá Orku-
veitu Reykjavíkur við að teikna raf-
lagnir og þess háttar. Ég hef einnig
hug á að fara í frekara nám,“ sagði
Guðmundur Felix í gærkvöldi.
Alsæll með
dóminn
OPNUN miða-
sölu á tónleika
óperusöngkon-
unnar Kiri Te
Kanawa hefur
verið flýtt um
eina viku og
hefst hún á
mánudag kl. 9 á
skrifstofu Sin-
fóníuhljómsveit-
ar Íslands. Aðeins eru 950 miðar í
boði en miðaverð er á bilinu 9.900 til
14.900 kr.
Að sögn Einars Bárðarsonar,
sem skipuleggur tónleikana, verður
ekki tekið við miðapöntunum,
hvorki í síma, með netpósti né
öðrum hætti, fyrr en á mánudag.
Tónleikar verða í Háskólabíói
laugardagskvöldið 15. nóvember.
Julian Reynolds leikur með á píanó.
Kiri Te Kanawa
Miðasala
að hefjast
Kiri Te Kanawa