Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 16

Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti loks í gær ályktun sem felur í sér að viðskiptabanni á Írak verði aflétt og veitir Bretum og Bandaríkjamönnum víðtækt umboð til að móta framtíð landsins í efna- hagslegu og pólitísku tilliti. Fjórtán af fimmtán ríkjum, sem sæti eiga í öryggisráðinu, samþykktu álykt- unina, en hún er númer 1483, og voru Frakkland, Rússland og Þýskaland þeirra á meðal. Fulltrúi Sýrlands, sem er eina arabaríkið sem nú á sæti í öryggisráðinu, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Í ályktuninni er gert ráð fyrir því að viðskiptabanninu, sem verið hef- ur í gildi síðan í árslok 1990, verði af- létt tafarlaust og tekjurnar af olíu- lindum Íraks renni í þróunarsjóð, sem hýstur verði hjá seðlabanka Íraks. Hernámsstjórnin stýri því svo hvernig útgjöldum úr sjóðnum verði varið. Þá er hernámsþjóðunum falið að koma á fót bráðabirgðastjórn, sem Írakar færu fyrir, „þar til lýð- ræðisleg ríkisstjórn, sem nyti við- urkenningar annarra ríkja, hefur verið mynduð af hálfu írösku þjóð- arinnar“. Engin tímamörk eru sett á her- nám Íraks, eins og sumar þjóðir höfðu þó krafist, en í staðinn sam- þykkti öryggisráðið að það myndi að tólf mánuðum liðnum hittast til að leggja mat á stöðu mála. Samþykktu Bandaríkjamenn á síðustu stundu þetta ákvæði. Ekki er kveðið á um það í álykt- uninni að vopnaeftirlitsmenn SÞ haldi aftur til Íraks til að leita ger- eyðingarvopnanna, sem fullyrt hefur verið að sé þar að finna. Sir Jeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá SÞ, sagði hins vegar að umboð þeirra til starfa í Írak yrði endurnýj- að á næstu vikum. SÞ „komnar aftur til leiks“ Frakkar og Rússar höfðu ýmis- legt að athuga við fyrstu drög að ályktuninni en þeim fannst SÞ vera ætlað of veigalítið hlutverk í Írak. Dominique de Villepin, utanríkisráð- herra Frakklands, lýsti hins vegar ánægju sinni í gær með endanlegt orðalag ályktunarinnar og lét þau orð falla að nú væru SÞ „komnar aftur til leiks“. De Villepin neitaði því að sú ákvörðun Frakka að greiða atkvæði með samþykkt ályktunarinnar væri í ósamræmi við fyrri afstöðu þeirra, að vera á móti herförinni í Írak. Hann sagði orðalag ályktunarinnar ekki með þeim hætti að líta mætti svo á að með samþykkt hennar væru SÞ að leggja blessun sína yfir stríðið í Írak. Á hinn bóginn fælist í álykt- uninni vísir að samstarfi um frið. Þá benti de Villepin á að ályktunin kvæði á um að sérlegur erindreki framkvæmdastjóra SÞ fari til starfa í Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, vildi ekki tjá sig um það í gær hvort öryggisráðið væri með sam- þykkt þessarar ályktunar í reynd að leggja blessun sína yfir árásina á Írak eftir á. Lagði hann hins vegar áherslu á að með þessu væri kominn lagalegur grunnur fyrir því að SÞ starfi að uppbyggingu Íraks og myndun bráðabirgðastjórnar í land- inu. Annan sagðist ætla að skipa er- indreka sinn, sem kveðið er á um að fari til starfa í Írak, „án tafar“. Ekki er vitað hvern hann hyggst skipa en vitað er að Bandaríkjamenn vilja gjarnan að Brasilíumaðurinn Sergio Vieira de Mello, núverandi fram- kvæmdastjóri Mannréttindastofn- unar SÞ, verði fyrir valinu. De Mello var á sínum tíma æðsti embættis- maður SÞ í Austur-Tímor. Kveður ályktunin á um að erind- rekinn taki þátt í að koma íraskri bráðabirgðastjórn á laggirnar, auk þess sem hann á að sitja í ráðgjaf- arnefnd sem fylgist með því að olíu- þróunarsjóðnum áðurnefnda verði stýrt með eðlilegum hætti. Powell ánægður með Frakka Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þá ákvörðun Frakka að styðja ályktunina skref í rétta átt hvað varðar samskipti ríkjanna tveggja. Grunnt hefur verið á því góða milli ríkjanna undanfarna mánuði en Frakkar komu á sínum tíma í veg fyrir samþykkt ályktunar í öryggisráðinu sem hefði heimilað hernaðaraðgerðir í Írak. Bretar og Bandaríkjamenn létu engu að síður til skarar skríða, sem kunnugt er. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir að létta viðskiptabanni af Írak Fá víðtækt umboð til að móta framtíð Íraks Sameinuðu þjóðunum, París. AFP. Ályktunin sam- þykkt með fjór- tán atkvæðum gegn engu Reuters Jeremy Greenstock, sendiherra Bretlands hjá SÞ (fyrir miðju), hlýðir á mál bandarísks starfsbróður síns, Johns Negropontes (t.h.), í gær. Fulltrúi Sýrlands var fjarverandi og því var stóll hans auður við atkvæðagreiðsluna. NORÐMENN, sem eru vanir að sjá sig í hlutverki friðelskandi sáttasemjara, reyndu í gær að finna einhverja skýringu á því hvers vegna í ósköpunum þeir væru lentir á lista yfir aðal- skotmörk al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Á miðvikudag var send út hljóðrituð upptaka, þar sem Ayman Al-Zawahiri, einn að- alsamverkamanna Osama bin Ladens, hvatti múslíma um allan heim til að gera sjálfsmorðs- árásir gegn vestrænum skot- mörkum og nefndi í þessu sam- bandi Noreg, ásamt Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Þar sem Noregur stóð alger- lega utan við Íraksstríðið veltu sérfræðingar því helzt fyrir sér að þátttaka Norðmanna í stríðinu gegn talibanastjórninni í Afgan- istan hefði „unnið landinu inn“ þennan sess á skotmarkalista al- Qaeda, ásamt vinfengi Norð- manna við Bandaríkin og Ísrael. En það er ofar flestra Norð- manna skilningi að nokkur heil- vita maður geti séð rökrétt sam- hengi í því að Noregur sé nefndur sem einn höfuðóvinur hinna íslömsku öfgamanna sem fara fyrir al-Qaeda. „Það kemur mjög á óvart að Noregur sé nefndur í upptaln- ingu yfir aðeins fjögur lönd,“ sagði Brynjar Lia, sérfræðingur um málefni Mið-Austurlanda við öryggismálarannsóknastofnun Noregs. Ruglaðist Al-Zawahiri í landafræðinni? Danskur sérfræðingur í alþjóð- legum hryðjuverkamálum, Lars Erslev Andersen, blandaði sér í þessa umræðu í gær með því að lýsa efasemdum um að Al- Zawahiri skuli í raun hafa ætlað sér að nefna Noreg; líklegt sé að hann hafi ruglazt í landafræðinni og ætlað að nefna Danmörku vegna virkrar þátttöku Dana í hernaðaríhlutun bandamanna í Írak. „Ég held það hljóti að vera að (sá sem talar í upptökunni) hafi haft Danmörku eða Pólland í huga, sem tóku þátt í stríðinu í Írak, en ekki Noreg, sem þar kom hvergi nærri,“ sagði And- ersen. Andersen efast um að á upp- tökunni heyrist í raun rödd Al- Zawahiris. „Al-Zawahiri þekkir þessi tvö lönd (Noreg og Dan- mörku) vel. Að hann rugli þeim saman getur aðeins bent til að á þessari al-Qaeda-upptöku heyrist rödd annars manns,“ sagði hann. Vitað er að Al-Zawahiri hafi oft komið til Danmerkur, í tengslum við hlutverk sitt, fram til 1996, sem ritstjóri Al Moujahidoun, fréttarits herskárra múslíma sem gefið er út í Kaupmannahöfn. Hann kvað þó aldrei hafa verið búsettur í Danmörku. Liggur betur við höggi Svartsýnustu kenninguna um það hví Noregur er nefndur í al- Qaeda-upptökunni setti fram Stein Tønnesson, yfirmaður Al- þjóðlegu friðarrannsóknastofn- unarinnar í Noregi. „Noregur er nefndur vegna þess að al-Qaeda- liðar vita að verið er að undirbúa árás. Í baráttu [al-Qaeda- samtakanna] gegn vestrænum skotmörkum blasir við að okkar land liggur betur við höggi en Bandaríkin, þar sem örygg- isráðstafanir eru gríðarlegar,“ sagði Tønnesson. Við þessar fréttir hafa örygg- isráðstafanir verið stórauknar við sendiráð og önnur hugsanleg skotmörk hryðjuverkamanna bæði í Ósló og Kaupmannahöfn. Bandaríska sendiráðinu í Ósló var lokað í gær og í brezka utan- ríkisráðuneytinu var verið að íhuga hvort gefin skyldi út op- inber viðvörun gegn ferðum brezkra borgara til Noregs. Norsk stjórnvöld ráðlögðu starfsfólki norskra sendiráða og fyrirtækja erlendis að vera á varðbergi, og réðu norskum borgurum sem hygðu á ferðalög frá því að taka neina áhættu. Odd Einar Dörum, dómsmála- og lögreglumálaráðherra Noregs, gerði lítið úr hættunni. „Við telj- um ekki að ógnin við innra ör- yggi landsins hafi vaxið til neinna muna,“ sagði hann. Norðmenn leita skýringa Sérfræðingar varpa fram ýmsum kenningum um ástæður þess að Noregur skyldi nefndur sem skotmark al-Qaeda Ósló, Kaupmannahöfn. AFP. ÍRAKI gengur hjá brjóstmynd af Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, í ónotaðri verksmiðju í Bagdad í gær. Búið er að safna saman tugum, ef ekki hundruðum, sambærilegra brjóstmynda og styttna af Saddam og ýmsum írösk- um herforingjum og er stefnt að því að farga þeim fyrr en síðar. Í stjórnartíð Saddams gat hvarvetna að líta styttur eða myndir af hon- um. Nú fara Bretar og Bandaríkja- menn hins vegar með stjórn mála. Reuters Styttur bíða förgunar BRETLAND hefur gert stjórnvöldum í Íran fullkom- lega ljóst að þau megi ekki skjóta skjólshúsi yfir liðs- menn al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Þessu lýsti Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, yfir í gær og tók þar með undir með bandarískum embættismönnum sem á mið- vikudag höfðu sakað Írana um að veita hryðjuverka- mönnum liðsinni. „Við vonum innilega að ef það er rétt að þeir [Íranar] hafi skotið skjólshúsi yfir al- Qaeda-liða þá framselji þeir þá því þessir menn eru, eins og við höfum séð, afar hættu- legar og illar mannverur,“ sagði Blair á fundi með blaða- mönnum í London. Krefjast þess að Banda- ríkjamenn sanni mál sitt Fyrr um daginn höfðu írönsk stjórnvöld krafist þess að Bandaríkjamenn færðu sönnur á staðhæfingar sínar þess efnis að Íranar hefðu veitt al-Qaeda-mönnum að- stoð. Hafði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, m.a. sagt á miðviku- dag að liðsmenn al-Qaeda væru „á fullu“ í Íran. Hafa borist fregnir um að menn- irnir sem lögðu á ráðin um hryðjuverkaárásina í Sádí-Ar- abíu fyrir rúmri viku hafi skipulagt hana í Íran. „Al-Qaeda eru hryðju- verkasamtök sem ógna hags- munum Írans, öfgakennd túlkun þeirra á Íslam er í mótsögn við þá íslömsku lýð- ræðishefð sem er verið að reyna að móta í Íran. Við eig- um ekkert sameiginlegt,“ sagði Saeed Pourazizi, náinn ráðgjafi Mohammads Khat- amis Íransforseta, hins vegar í gær. Írönum ráðið frá því að hjálpa al-Qaeda London, Teheran. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.