Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 18
!"
""
#
$
%#
""
&
'(
)*
+,
'
-
"
Maður við hrunið hús í Reghaia, um 30 kílómetra austan við Algeirsborg.
AP
ENN er ekki vitað með vissu hve
margir létu lífið í jarðskjálftanum í
Alsír á miðvikudag en embættis-
menn sögðu í gærkvöldi að þeir séu
a.m.k. 1.092 auk þess sem nær sjö
þúsund slösuðust. Talsmenn stjórn-
valda sögðu að óttast væri að tala
látinna ætti eftir að hækka mikið
vegna þess að enn væri fjöldi manna
grafinn undir húsarústum.
Sums staðar hrundu allt að tíu
hæða íbúðarblokkir til grunna eins
og spilaborg. Hamfarirnar urðu um
stundarfjórðung fyrir sjö um kvöld-
ið og sátu þá flestir að snæðingi.
Grátandi fólk ráfaði í gær um rúst-
irnar og leitaði að horfnum ástvin-
um, sumir reyndu að grafa með ber-
um höndunum, að sögn breska
útvarpsins, BBC.
Nokkrir eftirskjálftar urðu í gær
en ollu engu manntjóni að því er tal-
ið var. Fjöldi manna svaf úti undir
beru lofti nóttina eftir hamfarirnar
af ótta við eftirskjálfta, einnig eru
sum hús svo illa skemmd eftir ham-
farirnar á miðvikudag að menn þora
ekki að dvelja þar. Leituðu sumir
húsaskjóls í skólum, aðrir flúðu út í
sveit í bílum sínum. Svo mikið gekk
á að sums staðar féllu tré, háar
byggingar sveifluðust fram og aftur
í hamförunum, múrhúð hristist af
húsveggjum ef þeir þá ekki féllu al-
veg.
Beðið um blóðgjafa
Víða slitnuðu rafmagnslínur sem
jók enn á ringulreiðina og tafði fyrir
hjálparstarfi, óttast var að tjón
hefði orðið á vatnsleiðslum og öðr-
um mikilvægum innviðum. Síma-
kerfi voru undir miklu álagi vegna
hringinga fólks sem leitaði frétta af
ættingjum.
Sjúkrahús á skjálftasvæðinu voru
yfirfull í gær en stjórnvöld sögðu al-
menningi að þau myndu ráða við að
liðsinna slösuðum og nægar birgðir
væru auk þess af tjöldum og öðrum
neyðarbúnaði. Hins vegar var fólk
beðið um að gefa blóð.
Margar þjóðir og hjálparsamtök,
þ. á m. Rauði krossinn og Rauði
hálfmáninn, buðu þegar aðstoð og
leiðtogar sendu Abdelaziz Boutefl-
ika, forseta Alsír, samúðaróskir. Jó-
hannes Páll II páfi lýsti harmi sín-
um í skeyti til aðstandenda og
sagðist vona að þeir fyndu hjá sér
nægilega samkennd til að takast á
við áfallið. Frakkar réðu yfir Alsír í
meira en öld og eiga mikil viðskipti
við ríkið. Þeir sendu í gær 110
manna hóp sérþjálfaðra manna með
leitarhunda og ýmsan búnað til að
finna fólk í húsarústum.
„Fremur en nokkru sinni fyrr
standa Frakkar með Alsír og vinum
sínum, alsírsku þjóðinni, í þessum
ægilegu hörmungum,“ sagði Jacq-
ues Chirac Frakklandsforseti í
skeyti til Bouteflika. Sérþjálfuð
sveit björgunarmanna lagði einnig
af stað frá Þýskalandi í gær til Als-
ír. Íslenskir björgunarmenn voru í
viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að
kallað yrði út alþjóðlegt lið sérfræð-
inga í leit í húsarústum.
Upptök skjálftans voru við
Thenia, um 60 kílómetra austan við
höfuðstaðinn Algeirsborg. Banda-
ríkjamenn, sem fylgjast með jarð-
hræringum um allan heim, töldu að
hann hefði verið um 6,7 stig á Richt-
er-kvarða en alsírskir vísindamenn
að hann hefði ekki verið nema 5,8
stig. Frakkar töldu hann hafa verið
6 stig. Ekki er vitað hvað olli þess-
um mun á mælinganiðurstöðum.
Mest varð manntjónið í borginni
Boumerdes og fleiri borgum í
grennd við hana en vitað var um
minnst 624 látna í Boumerdes og
um 457 í Algeirsborg.
Alsír er mikið jarðskjálftaland
enda mætast á svæðinu svonefndur
Evrasíufleki og Afríkufleki sem
nuddast saman í undirdjúpunum og
valda spennu í berginu og jarðhrær-
ingum. Mannskæður skjálfti varð í
landinu 1954 og 1980 fórust um
3.000 manns í skjálfta er mældist
7,5 stig.
Reuters
Björgunarmenn að störfum í Boumerdes í gær. Óttast var að yfir 300 manns hefðu grafist undir rústum hússins.
Algeirsborg. AFP, AP.
Fjöldi fólks enn grafinn
undir rústum í Alsír
Að minnsta kosti 1.092 manns fórust og mörg þúsund slösuðust í jarðskjálfta
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hefur sakað Evrópuríki um að
torvelda baráttuna gegn hungri í Afr-
íku með því að hunsa erfðabreyttar
landbúnaðarafurðir. Líklegt þykir að
þessi ásökun
auki spennuna í
samskiptum
Bandaríkjanna
og Evrópusam-
bandslanda fyrir
leiðtogafund
átta helstu iðn-
ríkja heims í
Frakklandi í
byrjun næsta
mánaðar.
„Ríkisstjórnir Evrópu ættu að taka
þátt í baráttunni fyrir þeim góða
málstað að binda enda á hungrið í
Afríku – ekki hindra hana,“ sagði
Bush í ræðu sem hann flutti í liðs-
foringjaskóla bandarísku strandgæsl-
unnar í New London, Connecticut, í
fyrradag. Hann sagði að andstaða
Evrópuríkjanna við erfðabreyttar
landbúnaðarafurðir byggðist á
„ástæðulausum, óvísindalegum ótta“.
Bush og leiðtogar Frakklands og
Þýskalands hafa reynt að bæta sam-
skipti landanna að undanförnu eftir
harðar deilur um stríðið í Írak en um-
mæli bandaríska forsetans kunna að
vera fyrirboði harkalegra deilna um
viðskiptamál. Nokkrir fréttaskýrend-
ur sögðu að Bush hefði mikið til síns
máls hvað varðar andstöðuna við
erfðabreytt matvæli en vöruðu við því
að berorð ásökun hans gæti orðið til
þess að óvildin milli Bandaríkjanna og
Evrópulandanna vegna Íraksstríðs-
ins færðist yfir á viðskiptatengslin.
Bandaríkjamenn hafa gengið
lengst í framleiðslu erfðabreyttra
matvæla en Frakkar og Þjóðverjar
eru á meðal hörðustu andstæðinga
slíkrar framleiðslu og þeir lögðust
einnig eindregið gegn því að örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna styddi
hernaðinn í Írak.
„Ábyrgðarlaust
orðagjálfur“
Evrópusambandið bannaði sölu á
erfðabreyttum landbúnaðarafurðum
árið 1998 vegna ótta meðal margra
neytenda um að þær kynnu að vera
skaðlegar heilsu manna og umhverf-
inu. Robert B. Zoellick, viðskipta-
fulltrúi Bandaríkjastjórnar, hélt því
hins vegar fram í grein í Wall Street
Journal á miðvikudag að erfðabreytt-
ar nytjaplöntur væru ónæmari fyrir
sjúkdómum, þurrkum og skaðlegum
skordýrum, auk þess sem þær gætu
hindrað jarðvegseyðingu og minnkað
mjög þörfina á skordýraeitri.
Hann sagði að „ábyrgðarlaust
orðagjálfur“ ráðamanna í Evrópu
hefði skaðað viðskiptahagsmuni Afr-
íkuríkja og stuðlað að aukinni fátækt í
álfunni.
Allt að þriðjungur kornplantna og
nær 80% sojabauna, sem framleiddar
eru í Bandaríkjunum, innihalda gen
sem hefur verið breytt. Bann Evrópu-
sambandsins hefur kostað bandarísk
fyrirtæki hundruð milljóna dala á ári.
Bandaríkin og Evrópusambandið
hafa deilt um málið í viðræðum um
heimsviðskipti í að minnsta kosti fjög-
ur ár og Bandaríkjastjórn skaut deil-
unni til Heimsviðskiptastofnunarinn-
ar í vikunni sem leið.
Segir Evrópuríki
hindra baráttuna
gegn hungri
New London. Los Angeles Times.
George W. Bush
BJÖRGUNARMENN og sjálf-
boðaliðar héldu í gær áfram
leit að fólki í húsarústum í
Alsír en harður jarðskjálfti,
líklega 6,7 stig, skók landið á
miðvikudag. Mikil skelfing
greip um sig er hamfarirnar
hófust og fólk þusti út á götur
er öflugar byggingar riðuðu í
átökunum. Víða hrundu hús
til grunna, þök hrundu í borg-
um og bæjum í grennd við
upptök skjálftans.
„Ég sá jörðina hristast. Ég
sá fólk stökkva út um glugga
á hótelinu,“ sagði einn við-
mælenda frönsku sjónvarps-
stöðvarinnar LCI, Ichar
Mouiss. „Þetta var mikið
áfall,“ sagði Mochine Douali,
sem býr í miðborg Algeirs-
borgar. „Ég hljóp út á götu
með konunni minni og tveim
dætrum og enginn hefur get-
að sofnað enn þá vegna eft-
irskjálftanna.“ Annar borg-
arbúi, sem býr í hárri blokk,
lýsti því sem gerðist. „Ég var
á svölunum, horfði yfir mið-
borg Algeirsborgar þegar ég
sá eitthvað sem minnti á risa-
stórt rykský. Mig svimaði þeg-
ar húsið fór að sveiflast fram
og aftur eins og reyr í vindi.“
Tugir íbúðarhúsa og ann-
arra mannvirkja féllu í Al-
geirsborg. Björgunarmenn
fundu unga konu, Latifu, á lífi
í rústum þriggja hæða húss í
Rouiba, háskólahverfi höf-
uðborgarinnar, en fóru var-
lega við að reyna að ná henni
upp. „Hún er kraftaverk, hún
er á lífi. Við settum teppi yfir
fæturna á henni og hún talar
við björgunarmennina, þeir
ættu að ná henni út,“ sagði
íbúi á staðnum. Svo fór að
Latifu var bjargað en eig-
inmaður hennar fórst í jarð-
skjálftanum.
Víða heyrðust hróp og vein
þegar fólk hélt aftur inn í hí-
býli sín og kannaði skemmd-
irnar, húsgögn voru brotin,
búslóðin í haug á gólfinu. Aðr-
ir þökkuðu Guði fyrir að hafa
sloppið lifandi frá hörmung-
unum.
Einkum urðu skemmdir á
illa byggðum gömlum húsum í
þéttbýlum íbúðarhverfum í
höfuðborginni og elsta hlut-
anum, Casbah, þar sem mark-
aðstorgið er. Sumir töldu þó
að gömlu húsin hefðu staðið
sig ótrúlega vel. Reiðir íbúar
gagnrýndu hins vegar stjórn-
völd fyrir að halda ekki við
húsunum og trassa að láta
skipta um gamlar vatns- og
gasleiðslur sem víða sprungu.
Athygli vakti að í sumum
tilfellum hrundu eða stór-
skemmdust tiltölulega ný hús
þótt næstu hús af svipaðri
gerð stæðust átökin. Gerðist
þetta meðal annars í einu út-
hverfanna, Reghaia, þar
grófst fólk sem bjó í 10 hæða
blokk undir rústunum er hús-
ið hrundi til grunna. Taldi
íbúi á staðnum að orsökin fyr-
ir því að húsin stóðu sig mis-
jafnlega gæti verið að ekki
hafi verið nægilega vandað til
smíðinnar og byggingareglur
brotnar.
Verst var ástandið í Boum-
erdes-héraði austur af Al-
geirsborg, höfuðborg Alsír.
Fólk var illa tækjum búið en
reyndi þó eftir fremsta megni
að grafa lifandi úr rústunum.
„Við erum hérna vegna þess
að þetta eru nágrannar okk-
ar, vinir okkar, og við verðum
að gera allt sem við getum,“
sagði maður nokkur, sem kall-
aði sig Ali. Hann var þó von-
daufur um árangurinn enda
ekki líklegt að menn fyndust á
lífi undir rústum húsanna.
„Minnti á
risastórt
rykský“