Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 26
VIÐ lok grunnskóla fara börn að velta fyrir sér í hvaða fram- haldsnám þau ætla. Alltof oft heyra foreldrar og kennarar óviss svör ungmenna eins og: „Æ, ég veit ekki hvað ég vil. Ætli sé ekki best að fara á bóknámsbraut í framhaldsskóla.“ Þetta er viðhorf of margra nemenda. Því má spyrja: Lokar starfsnám eða verk- nám í framhaldsskóla einhverjum leiðum til frekara náms? Sannleik- urinn er sá að það er hægt að stunda framhaldsnám eftir sveins- próf. Meistaraskóli kemur strax upp í hugann. Og ef nemendur hafa áhuga á að stunda háskóla- nám geta þeir tekið stúdentspróf úr verkmenntaskóla og þá er einn- ig hægt að stunda nám við frum- greinadeild Tækniháskóla Íslands. Eftir það nám geta nemendur far- ið í háskólanám eftir áhugasviði sínu. Hagnýtt nám og góður grunnur Verknám er góð leið fyrir nem- endur að stunda meðan þeir eru að átta sig á hvaða leið þeir ætla að fara í framtíðinni. Einnig læra þeir ákveðna iðngrein sem getur nýst sem sumarvinna á meðan þeir stunda námið. Ef nemendur vilja halda áfram í háskóla og fara í tæknifræði eða verkfræði er iðn- nám mjög góður undirbúningur fyrir það nám. Sú reynsla sem iðnaðarmenn fá við lestur teikn- inga, að læra að umgangast efni, smíði á hlutum og byggingum eyk- ur innsæi þeirra og hæfni til að leysa fjölbreytt viðfangsefni. Þetta nýtist við hverskonar háskólanám. Undirbúningur innan grunnskólans Undirbúningur grunnskólanem- enda fyrir framhaldsnám virðist að mestu miðast við bóknáms- brautirnar í framhaldsskólum. Að- alnámskrá grunnskóla (1999) til- greinir 37 kennslustundir á viku, þar af 10 kennslustundir í val- áfanga fyrir nemendur í 10. bekk. Síðan fá nemendur að velja þrjár valgreinar sem ná yfir þessar 10 kennslustundir. Þegar skoðuð eru áfangamarkmið tæknimenntar eiga nemendur að vera búnir að tileinka sér ýmsa hluti í 10. bekk. Þeir eiga t.d. að geta teiknað upp yfirlitsmynd af hverfaskipulagi og kunna skil á tölvustuddri hönn- unarframleiðslu og hvernig hún getur samþætt handverk og net- heima. Þeir eiga vera færir um að gera kostnaðar- og verkáætlun við að framleiða hluti hannaða eftir eigin hugmyndum og geta tengt námið við framhaldsnám eða þátt- töku í atvinnulífi. Þessi dæmi, sem eru tekin af handahófi úr aðal- námskrá grunnskóla, sýna að það er metnaður í skólakerfinu til að undirbúa nemendur sína sem best fyrir áframhaldandi nám. Þegar þessi dæmi eru skoðuð vaknar sú spurning hvort öllum nemendum séu kynntir kostir verknáms sem framhaldsnáms eða hvort mest sé horft á bóknáms- leiðina fyrir svokallaða „sterka“ nemendur í grunnskólanum. Gerð- ur G. Óskarsdóttir (2000) gagn- rýnir hluta af grunnskólanum fyr- ir hvernig hann stendur að náms- og starfsfræðslu fyrir nemendur sína en hátt í 2.000 nemendur brautskrást úr grunnskólanum á ári án þess að hafa grunn til að velja sér starf í atvinnulífinu eða í framhaldsskóla. Þetta þarf að bæta og auka kynningu fyrir alla nemendur í grunnskólanum. Námsleiðir framhaldsskólans Hvaða kosti býður framhalds- skólinn þeim nemendum sínum sem ákveða að fara í verknám að grunnskóla loknum til að undirbúa tiltekið framhaldsnám, t.d. arki- tektúr? Ef við skoðum trésmíði sem dæmi fá þeir kennslu í teikn- ingu, byggingatækni, efnisfræði, verktækni og viðgerða- og breyt- ingavinnu. Síðan kemur verknám á vinnustað, breytilegt eftir því hvort þeir eru á samningi hjá meistara eða verkmenntaskóla. Námsáfanginn viðgerða- og breyt- ingavinna býður upp á marga kosti sem undirbúningur fyrir þá sem hyggja á meira nám í arki- tektúr, verkfræði eða tæknifræði en í honum er tekin fyrir saga bygginga á Íslandi, helstu bygg- ingarstílar á hverjum tíma fyrir sig og kostir bygginga og gallar. Þá eru tæknilegar lausnir við við- gerðir útskýrðar fyrir nemendum og hvernig er best að koma þeim við svo vel fari í útliti á viðgerðum hlutum. Farnar eru vettvangs- ferðir með nemendur þar sem þeim eru sýnd hús í mismunandi stílum (t.d. timburhús í Sveitser- stíl eða hús í funkisstíl) og mis- munandi ástandi. Þetta nám getur verið mjög góður undirbúningur fyrir verðandi smiði, tæknifræð- inga, verkfræðinga, hönnuði og arkitekta. Iðnnám á verknámsbraut er 113 einingar (HÚ8) en bóknámsbraut í náttúrufræði er 140 einingar þannig að þeir sem ætla líka stúdentsprófsleiðina þurfa að bæta við sig nokkrum áföngum áður en þeim áfanga er náð. En kynnir framhaldsskólinn þessa leið fyrir öllum nemendum sínum, bæði stúlkum og drengjum, eða bendir hann bara á bóknámsgreinarnar? Gestur Guðmundsson (1993) fjallar um kennara og námsráð- gjafa og telur ekki ljóst hvort þeir hafi áhrif á námsval nemenda. Þó sé víst að langflestir hafi lang- skólanám að baki og stundum litla vitneskju um iðnnám og kosti þess. Framhaldsnám í háskóla Það er því misskilningur að iðn- og verknám loki leiðum að há- skólanámi, heldur getur það bein- línis verið hagnýt leið til fram- haldsnáms. Sú verklega þekking og vinnusemi sem nemendur fá í iðnnámi ásamt stúdentsprófi kem- ur nemendum til góða í háskóla- námi. Nemandi sem leggur stund á arkitektúr eða verkfræði og lok- ið hefur sveinsprófi á t.d. auðveld- ara með sjá verkefni í þrívídd en sá sem ekki hefur starfað við iðn- grein. Niðurstaðan hjá okkur er sú að verknám er góð og hagnýt leið til framhaldsnáms fyrir alla nem- endur, sérstaklega er þetta hag- nýt leið fyrir þá nemendur sem ætla í nám í arkitektúr, verkfræði og tæknifræði. Verknám – hagnýt leið til framhaldsnáms Eftir Rögnvald R. Símonarson, Kristján Davíðsson, Ólaf Viðar Hauksson og Jóhannes Áslaugsson Höfundar eru að ljúka kennararéttindanámi. Frá vinstri: Rögnvaldur R. Símonarson, Kristján Davíðsson, Ólafur Viðar Hauksson og Jóhannes Áslaugsson. UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENN hafa eðlilega mjög mis- jafnar skoðanir á orsökum eineltis, og þar með hvað hægt er að gera til að koma í veg að það eigi sér stað. Algeng skoðun er sú að einelti sé for- eldrum að kenna: ,,Foreldrar kunna ekki að aga börnin sín,“ ,,Börn læra ekki lengur góða siði heima hjá sér,“ o.s.frv. Um leið og ég lýsi mig sammála því að það er til fullt af óhæfum for- eldrum þá hefur mér þótt tilgangs- lítið að vera sífellt að tönglast á þessari augljósu staðreynd. Ein- faldlega vegna þess að í fyrsta lagi er lítið sem við sem samfélag get- um gert við vanhæfum foreldrum og í öðru lagi dregur sú umræða at- hyglina frá samfélagslegum orsök- um eineltis. Orsökum sem við sem samfélag getum brugðist við. Það er auðvitað þægilegt að kenna ein- stökum foreldrum um allt og ekk- ert. Það léttir ábyrgðinni af okkur hinum. Okkur líður betur ef við trúum því að ekkert sé að sam- félagi okkar, heldur megi kenna einstökum ,,gölluðum eintökum“ um vandann. Sagan, reynslan og rannsóknir kenna okkur hins vegar að ein- staklingurinn er afsprengi þess samfélags sem hann elst upp við. Því er nauðsynlegt að tekist sé á við alvarlega vanda, eins og einelti, með samfélagslegum aðgerðum. Því hlýtur spurningin að vera: ,,Hvað er það í umhverfi og sam- félagi barna sem veldur því að ein- elti á sér stað?“ Skólinn – samfélag barna Það er staðreynd að í skólum landsins, þessu stærsta samfélagi barna, er nánast ekkert lagt upp úr því að kenna börnum mannlega samskiptahæfileika. Hvernig þau eiga að umgangast annað fólk, hvernig þau eiga að tjá sig, hvernig þau eiga að hlusta á aðra og bera virðingu fyrir öðrum. Þetta hlýtur að teljast meira en lítið undarlegt. Sérstaklega í ljósi þess að það er yfirlýst stefna grunnskólans, sam- kvæmt grunnskólalögum, að undir- búa börn ,,undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi“. Hvað getur hugsanlega undir- búið börn undir líf og störf í lýð- ræðisþjóðfélagi betur en vönduð kennsla í mannlegum samskiptum? Þar sem nánast engin slík kennsla fyrirfinnst í skólakerfinu virðist vera sem menntamálayfirvöldum þyki kennsla í algebru, dönsku, kristinfræðslu og utanbókar ljóða- lærdómur mikilvægari en kennsla í samskiptahæfileikum þegar kemur að því að undirbúa ungt fólk undir að takast á við lífið. Ég ætla að kasta fram þeirri kenningu að orsök eineltis sé fyrst og fremst feimni, skortur á sam- skiptahæfileikum og almennt aga- leysi. Ég ætla í framhaldi af því að kasta fram annarri kenningu. Þeirri að þar sem nánast ekkert sé skipulega gert til að kenna börnum samskiptahæfileika og viðhalda aga í skólum sé einelti eðlileg og sjálf- sögð afleiðing skólakerfisins. En er þetta ekki mál foreldra og uppalenda? Nú veit ég að margir spyrja: „Já, en eiga ekki foreldrar að sjá um að kenna börnum sínum aga og mann- leg samskipti?“ Svarið við þeirri spurningu er auðvitað jú. Það væri óskandi ef foreldrar gætu séð um að kenna börnum sínum allt sem þau þurfa á að halda til að takast á við lífið. Flestir þeirra geta það hins vegar ekki. Ástæðurnar eru margar, þó eink- um tvær. Í fyrsta lagi hafa ekki all- ir foreldrar tíma til að kenna börn- um þessa hluti, til dæmis vegna mikils vinnuálags. Í öðru lagi skort- ir þá oft þekkingu til að miðla þess- um hæfileikum til barna sinna. Kennsla í mannlegum samskiptum krefst mikillar þekkingar og tíma, ekki síður en kennsla í stærðfræði eða tungumálum. Þetta gleymist oft, eða fólk álítur að allt sem teng- ist mannlegum samskiptum séu meðfæddir eiginleikar. Það er hins vegar ekki rétt. Ef eitthvað er, þá er flóknara að kenna samskipta- hæfileika en t.d. stærðfræði og það tekur líklegast einnig meiri tíma. Menntastofnanir eru því kjörinn vettvangur fyrir slíka þjálfun og fræðslu. Það er þó að sjálfsögðu ekki við kennara að sakast. Ein- faldlega vegna þess að kennarar fá ekki úthlutaðan tíma, né kennslu- gögn til að takast á við þetta mikil- væga viðfangsefni. Þar að auki er þjálfun kennara í samskiptahæfi- leikum, í því hvernig á að halda uppi aga í skólastofu og hvernig á að koma fram við börn vægast sagt af skornum skammti. Gallað skólakerfi Skólakerfið er beinlínis gallað, jafnvel stórgallað. Ef það á að berj- ast gegn einelti, og ekki bara ein- elti, heldur ofbeldi almennt, aga- leysi, áhugaleysi nemenda og áfengis- og fíkniefnavanda barna og unglinga, verður að gera stór- tækar breytingar. Hvorki átök, heimildarmyndir eða einstakir fyr- irlestrar eru raunhæfar langtíma- lausnir. Ég hef aldrei verið fyrir að finna einstaka blóraböggla til að varpa skuldinni á. Einelti er ekki kenn- urum, gerendum, skólastjórn- endum eða skólastjórum að kenna. Ekki persónulega (nema í slæmum undantekningartilvikum). Einelti er eðlileg afleiðing þess umhverfis sem við setjum börnin okkar í. Ef við setjum tugi og jafnvel hundruð barna á sama stað, stóran hluta úr degi þeirra, án þess að kenna þeim samskiptahæfileika og aga er ein- elti ekki aðeins eðlileg, heldur jafn- vel nauðsynleg afleiðing þess. Þetta er rót vandans. www.skodun.is/einelti Orsök eineltis Eftir Sigurð Hólm Gunnarsson Höfundur er annar framleiðenda heimildarþáttarins „Einelti – helvíti á jörð“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.