Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
g hef alltaf haft sér-
stakt dálæti á ís-
lenskum nöfnum.
Hugsa sér, þvílíkt
úrval.
Stefán er til dæmis magnað
orð. Stefán. Stefán. Stefán. Hrein
unun að endurtaka það.
Sigrún. Sigrún. Sigrún. S-i-g-
r-ú-n. Ég gæti sagt orðið Sigrún
þangað til ég sofnaði.
Bjarni. Bjarni. Bjarni. Prófaðu
að segja það hægt; B-j-a-r-n-i.
Mergjað nafn.
Best eru þó nöfn einstaklinga,
ef faðerni þeirra er nefnt á eftir
þeim. Ólöf Kjartansdóttir. Ólöf
Kjartansdóttir. Ó-l-ö-f K-j-a-r-t-
a-n-s-d-ó-t-t-i-r. Ég fæ gæsahúð
við tilhugsunina.
Marinó Baldursson. Marinó
Baldursson. M-a-r-i-n-ó B-a-l-d-
u-r-s-s-o-n.
Er hægt að
hugsa sér
meiri Marinó
en Marinó
Baldursson?
Svo er
gaman að ímynda sér þær per-
sónur sem liggja að baki nöfn-
unum. Ólöf Kjartansdóttir er
ábyggilega tvígift húsmóðir sem
á heima í blokk í Álfheimunum.
Hún er núna gift Eyjólfi Þorláks-
syni heildsala, sem hún kynntist í
Vestmannaeyjum árið 1986. Þá
var hún gift Unndóri Olgeirssyni
rafvirkja.
Skilnaðurinn var að vonum erf-
iður. Guðrún María, dóttir
þeirra, var aðeins tveggja ára
þegar pabbi hennar flutti að
heiman. „Karer babbi?“ spurði
hún, stundum oft á dag, vikurnar
eftir skilnaðinn.
Svona er lífið. Samlíf Ólafar og
Eyjólfs hefur heldur ekki verið
eintómur dans á rósum. Enda er
ekkert eftirsóknarvert að dansa
á rósum. Er ekki óþægilegt að
dansa á rósum? Maður ímyndar
sér það. Engin er rós án þyrna,
eins og þar stendur.
En hvað um það, í hjónabandi
þeirra hafa skipst á skin og skúr-
ir. Þau hittust í Vestmanna-
eyjum, eins og fyrr segir. Það
var ást við fyrstu sýn. Eyjólfur
var eins og gengur á rölti með
vinahópnum við höfnina, þegar
hann kom auga á Ólöfu og vin-
konu hennar, Védísi, þar sem
þær hoppuðu skringilega á gang-
stéttinni.
„Hvað eruð þið að gera?“ kall-
aði Eyjólfur á þær stöllur yfir
götuna. „Við erum að reyna að
stíga ekki á strik,“ svaraði Védís
að bragði. Upp úr þessu spunn-
ust samræður, sem enduðu með
því að Ólöf, sem var nýorðin fer-
tug, bauð Eyjólfi í 41 árs afmælið
sitt, sem haldið yrði innan eins
árs. Eyjólfur þáði boðið.
Svo leið tíminn, Ólöf fór til síns
heima og Eyjólfur til Akureyrar,
þar sem hann stofnaði verslun
með hjólbörur. Verslunin hafði
umboð fyrir bandarísku Steal-
wood-hjólbörurnar, gæðasmíði
frá Washington-fylki. Ólöf, sem
var nýbúin að eiga Guðrúnu Mar-
íu, vann sem húsmóðir og hafði
nóg að gera. Eyjólfur Þorláksson
var ekki efst í huga hennar, þótt
henni hefði oft orðið hugsað til
myndarlega sextuga heildsalans
sem hún hafði hitt úti í Eyjum.
Svo kom afmælisdagurinn fyrr
en varði; 27. júní 1987. Sólin
vakti Ólöfu, enda var svo sem
enginn tilgangur í því að draga
fyrir þegar bjart var allan sólar-
hringinn. Reyndar hefði það
kannski verið betra, en látum
það liggja milli hluta. Unndór Ol-
geirsson, eiginmaður hennar,
hafði þurft að rjúka í vinnuna
fyrir allar aldir. „Ég verð víst að
óska þér til hamingju núna, ástin
mín,“ hafði hann sagt kvöldið áð-
ur. Hann þurfti að ná flugi til
Ísafjarðar, til að gera við raf-
magnstöfluna á bæjarskrifstof-
unum.
Ólöf fór á fætur, labbaði fram í
eldhús og setti tvær sneiðar í
brauðristina. Guðrún María svaf
eins og engill og það var algjör
kyrrð í íbúðinni.
Þá hringdi dyrabjallan. „Hver
skyldi þetta vera?“ hugsaði Ólöf
með sér. „Hver skyldi eiga erindi
hingað svo árla morguns?“ Hún
tiplaði fram ganginn, en ekki
vildi betur til en að hún steig á
hristu sem Guðrún María hafði
verið að leika sér með á gang-
inum kvöldið áður. Ölöf hentist á
dyrnar, svo small í.
Hún vankaðist við höggið og
var svolitla stund að átta sig á
því hvað hefði gerst. Loksins
hafði hún rænu á að opna dyrnar,
blóðug í andlitinu, með skurð á
augabrún svo fossblæddi.
Með heila auganu sá hún að
þarna var Eyjólfur Þorláksson
heildsali mættur, í sínu fínasta
pússi, með blómvönd. „Til ham-
ingju með afmælið, Ólöf mín,“
ætlaði Eyjólfur að segja, en hon-
um krossbrá við að sjá hana
svona útleikna. Eftir svolitla
stund náði hann þó að segja: „Við
verðum að koma þér á slysavarð-
stofuna, Ólöf.“
Eyjólfur studdi Ólöfu niður
stigann og út í bíl, sem var gam-
all Mitsubishi Lancer, nýbónaður
í tilefni dagsins. Þegar Ólöf hafði
lagst í aftursætið og Eyjólfur var
búinn að ræsa bifreiðina í fjórðu
tilraun, mundi hún allt í einu eft-
ir Guðrúnu Maríu. „Guðrún
María!“ hrópaði hún, skelkuð.
„Hver er Guðrún María?“ spurði
Eyjólfur. „Dóttir mín! Dóttir
mín!“ svaraði Ólöf. „Við verðum
að sækja hana. Hún er sofandi
uppi.“
Eyjólfur, sextugur heildsalinn,
hljóp sem fætur toguðu upp
stigaganginn, að íbúðinni. Ólöf
beið í blóði sínu í bílnum. Þegar
upp var komið uppgötvaði Eyj-
ólfur að íbúðin var læst og hann
hafði ekki lykil. Hann tók því til-
hlaup og henti sér á hurðina.
Ekki dugði það. Eyjólfur rotaðist
við höggið, en nágranni Ólafar og
Unndórs á fimmtu hæðinni,
Þórður, varð var við lætin og
kom fram á gang.
Eyjólfur náði með herkjum að
skýra málavexti fyrir honum og
Þórður hringdi tafarlaust á
sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kom eftir
átta mínútur. Sjúkraliðarnir
komu Ólöfu og Eyjólfi á börum
inn í sjúkrabílinn, brutu upp
dyrnar og náðu í Guðrúnu Maríu,
sem nú var vöknuð og lá hjalandi
í vöggu sinni. Þegar á Borgar-
spítala var komið tók á móti þeim
læknir að nafni Stefán.
Stefán er magnað orð. Stefán.
Stefán. Stefán. Hrein unun að
endurtaka það.
Ólöf og
Eyjólfur
Svo leið tíminn, Ólöf fór til síns heima
og Eyjólfur til Akureyrar, þar sem hann
stofnaði verslun með hjólbörur.
VIÐHORF
Eftir Ívar Pál
Jónsson
ivarpall@mbl.is
✝ Sigríður Breið-fjörð fæddist í
Reykjavík 30. ágúst
1928. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi
fimmtudaginn 15.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Margrét Guðmunds-
dóttir Breiðfjörð
fulltrúi, f. í Reykjavík
25.6. 1903, d. 6.9.
1973, og Axel Thor-
steinsson útvarps-
maður, f. 5.3. 1895, d.
3.12. 1984. Fóstur-
faðir Sigríðar, sem gekk henni í
föðurstað, var Sigurður Breið-
fjörð Jónsson stýrimaður, f. á
Brunnastöðum í Vatnsleysu-
strandarhreppi í Gullbringusýslu
14.10. 1896, d. 20.8. 1936. Systkini
Sigríðar sammæðra voru Krist-
jana B. Dimon, f. 25.12. 1930, bú-
sett í Bandaríkjunum, og Sigurð-
ur Guðmundur, f. 21.4. 1932, d.
13.11. 1997, prentari í Reykjavík.
Bræður samfeðra voru Steingrím-
ur Harry, f. 15.10. 1920, d. 11.8.
2002, Axel, f. 13.9. 1922, Halldór,
f. 4.3. 1930, og Birgir, f. 24.8.
1941.
Hinn 28. desember 1957 giftist
Sigríður eftirlifandi eiginmanni
sínum, Kjartani Guðjónssyni list-
málara, f. 21.4. 1921. Foreldrar
hans voru Sigríður Bjarnadóttir
húsmóðir, f. 13.7. 1892, d. 29.3.
1967, og Guðjón Jónsson bryti, f.
28.6. 1889, d. 13.10. 1948.
Synir Sigríðar og
Kjartans eru: 1)
Bjarni arkitekt, f.
5.6 1958, eiginkona
hans er Lilja Grét-
arsdóttir arkitekt, f.
13.6.1961. Synir
þeirra eru Fjölnir, f.
6.12. 1994, Freyr, f.
6.12. 1994, og Sindri,
f. 6.12. 2000. 2) Sig-
urður, grafískur
hönnuður, f.
8.9.1967, eiginkona
hans er Hólmfríður
Erla Finnsdóttir við-
skiptafræðingur, f.
10.1. 1970. Dóttir þeirra er Guð-
rún Gígja, f. 9.12. 1997. Fyrir
hjónaband eignaðist Kjartan son-
inn Gunnar tónlistarmann, f. 5.6.
1957, eiginkona hans er Sólveig
Baldursdóttir ritstjóri, f. 27.7.
1957. Börn þeirra eru Baldur
Hrafn, f. 8.1. 1983, Ragnhildur, f.
5.1. 1989, og Gunnhildur, f. 17.9.
1996.
Sigríður ólst upp í Reykjavík.
Að loknu barnaskólaprófi hóf hún
nám við Menntaskólann í Reykja-
vík og útskrifaðist þaðan sem
stúdent árið 1947. Eftir það lá
leiðin til Noregs þar sem hún
stundaði nám í tungumálum í tæp
tvö ár. Sigríður vann allan sinn
starfsaldur sem bankaritari við
Útvegsbanka Íslands, sem síðar
sameinaðist Íslandsbanka.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elskuleg tengdamóðir mín, Sig-
ríður Breiðfjörð, eða Labba eins og
hún var ætíð kölluð af ástvinum,
lést 15. maí sl. Langri baráttu við
illvígan sjúkdóm er nú lokið. Trú-
lega finnum við aldrei betur en við
dauðsfall hve mikilvæg við erum
hvert öðru. Við fjölskyldan höfum
verið beygð síðustu daga en lifum á
dýrmætum og ljúfum minningum
um fallega konu. Söknuður brýst
fram og tilhugsunin um að hitta
hana ekki aftur er sár.
Sigríður var fædd í Reykjavík 30.
ágúst árið 1928 og var því á 75. ald-
ursári þegar hún lést. Hún ólst upp
á Lokastígnum með móður sinni,
Margréti Guðmundsdóttur og fóst-
urföður, Sigurði Breiðfjörð, sem
gekk henni í föðurstað. Hálfsystkini
hennar, sammæðra, voru Sigurður
Guðmundur og Kristjana. Á unga
aldri missti Labba stjúpföður sinn í
sjóslysi. Margrét, móðir hennar,
stóð þá ein uppi með þrjú ung börn.
En með seiglu og góðri aðstoð móð-
urömmu, kom hún börnum sínum
til mennta og manns.
Labba var greind kona og átti
auðvelt með nám. Hún gekk
menntaveginn, sem var ekki al-
gengt fyrir konur á þeim tíma, og
útskrifaðist frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1947, þá aðeins nítj-
an ára gömul. Fljótlega eftir stúd-
entspróf fór hún utan til Noregs og
lagði stund á tungumálanám í tæp
tvo ár. Eftir heimkomuna réð hún
sig til starfa hjá Útvegsbanka Ís-
lands þar sem hún vann allan sinn
starfsaldur. Labba giftist tengda-
föður mínum, Kjartani Guðjónssyni
listmálara, 28. desember 1957.
Hjónaband þeirra var fallegt, það
einkenndist af ást og sannri virð-
ingu. Þau eignuðust tvo syni,
Bjarna og Sigurð, eiginmann minn.
Það er ekki sjálfgefið að eiga
góða að. Sú hugsun leitar á mig nú
þegar að kveðjustund er komið.
Mér er minnisstætt þegar ég kom
fyrst með Sigga mínum til foreldra
hans. Ég var óörugg og feimin en
fann fljótt að engin ástæða var til
þess. Mér var strax tekið eins og ég
væri þeirra eigin dóttir. Hlýtt
faðmlag og sönn væntumþykja tók
á móti mér á heimili þeirra frá
fyrstu stundu. Ófá matarboð og
heimsóknir hafa verið á Vallar-
brautina og svo síðan á Snorra-
brautina síðustu árin. Oft var glatt
á hjalla og skrafað um menn og
málefni. Labba var víðlesin kona og
gott að leita í viskubrunn hennar.
Hún var mikið fyrir fagurbók-
menntir og leikhúsferðir voru þeim
hjónum unaðsstundir.
Tengdamóðir mín var í eðli sínu
hæglát, umhyggjusöm og glaðlynd
kona sem gott var að hafa í kring-
um sig. Hún sýndi fjölskyldu sinni
og vinum mikið trygglyndi og
gladdist af heilum hug yfir velferð
þeirra. Fjölskyldan var henni mik-
ils virði og voru ömmubörnin djásn-
in í lífi hennar. Hún var skipulögð
kona og vildi hafa öll sín mál á
reiðum höndum. Hún gat stundum
miklað smámuni fyrir sér en þegar
á reyndi tók hún vandamálum með
svo miklu æðruleysi að mann setti
hljóðan. Í veikindum sínum sýndi
hún mikið hugrekki og tókst á við
þau af kjarki og viljastyrk. Labba
var aldrei ein í veikindum sínum,
Kjartan tengdafaðir minn stóð allt-
af við hlið hennar og gerði henni
kleift að vera heima fram á síðustu
daga. Það var henni ómetanlegt.
Það er sárt til þess að hugsa að
Löbbu nýtur ekki lengur við. En
minningin um góða móður, tengda-
móður og ömmu er ljúf.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Hólmfríður Erla Finnsdóttir.
Í dag kveðjum við föðursystur
okkar, Sigríði Breiðfjörð eða Löbbu
frænku eins og við kölluðum hana.
Labba frænka var hálfsystir pabba
heitins og var mikill samgangur
milli heimilana allt frá því að við
munum eftir okkur. Við minnumst
Löbbu með virðingu og vinsemd.
Tilhlökkun okkar var mikil þegar
eitt af ótal matar- og kaffiboðum
var framundan. Þau hjónin voru
höfðingjar heima að sækja. Labba
tók glöð á móti okkur og hjá þeim
áttum við ótal ánægjulegar stundir.
Einnig skjótast upp í hugann
skemmtilegar minningar úr sum-
arleyfisferðum sem fjölskyldurnar
fóru saman um landið. Labba var
góðhjörtuð og frændrækin. Hún
fylgdist með okkur vaxa úr grasi og
svo börnum okkar. Góðsemi hennar
kom vel fram við fráfall föður okkar
og var það móður okkar ómetanleg-
ur stuðningur. Við þökkum fyrir að
hafa átt hana að öll þessi ár og
geymum hlýjar minningar.
Með þessu ljóði kveðjum við
elskulega frænku okkar:
Fellur sorgartár
í byrjun sumars
ofan í frjósama mold
svo upp vex yndislegt blóm
sannkölluð blómarós
sem við festum í barminn
höfum nálægt hjartanu
alltaf og að eilífu
SIGRÍÐUR
BREIÐFJÖRÐ
✝ Ólafur Jónssonfæddist í Holts-
múla í Landsveit 21.
júní 1910. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík
14. maí síðastliðinn
Foreldrar Ólafs voru
Jón Einarsson bóndi í
Holtsmúla, f. í Eystri-
Tungu í Landbroti,
16. júní 1860, d. í
Holtsmúla 2. júní
1915, og Gíslunn
Árnadóttir, f. á Lúm-
ansholti 22. ágúst
1866, d. 11. sept.
1950. Ólafur var
yngstur tíu systkina, sem nú eru öll
látin. Þau voru Páll Þórarinn, f. 1.
sept. 1893, Einar, f. 11. júlí 1895,
Árni, f. 17. júní 1896, Helgi, f. 7. júlí
1897, Theodór, f. 17. ágúst 1898,
Gíslunn, f. 17. júlí 1899, Jón, f. 7.
júní 1901, Guðný, f. 22. sept. 1902,
Guðrún, f. 25. febr. 1906, og Ólafur,
sem hér er kvaddur.
Ólafur kvæntist 8. janúar 1938
Kára, f. 8. nóv. 2002, d. 12. nóv.
2002. 4) Lilja, f. 22. sept. 1967, mað-
ur hennar Friðþjófur Eysteinsson,
þau eiga þrjár dætur, Sólveigu
Auði, f. 24. maí 1991, Ingibjörgu, f.
14. júní 1995, og Bergdísi Björk, f.
11. ágúst 2000. Auk þess voru í
fóstri hjá Ólafi og Lilju, um lengri
og skemmri tíma, Ragnheiður
Benidiktsdóttir. sem kom fyrst til
sumardvalar og Sigurður Sigurðs-
son bróðursonur Lilju.
Ólafur naut barnaskólakennslu í
fjóra vetur að þeirra tíma hætti.
Hann tók snemma þátt í bústörfum
heima við og var í kaupavinnu hjá
bræðrum sínum og öðrum, hann
réri tvær vertíðir í Grindavík og
sex í Vestmannaeyjum, þá síðustu
veturinn 1938. Vorið 1938 fluttu
Ólafur og Lilja í Árbæjarhjáleigu í
Rangárvallasýslu og bjuggu þar til
1960 en þá fluttu þau aftur til
Reykjavíkur. Þar vann Ólafur al-
menna verkamannavinnu fyrst hjá
Lýsi hf. og síðan hjá Reykjavíkur-
borg. Ólafur og Lilja bjuggu á
Bræðraborgarstíg 13, allt til er
Lilja andaðist 1995. Eftir það hefur
Ólafur búið á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Ólafs verður gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Lilju Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, f. 1. júlí 1915,
d. 10. ágúst 1995. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Guðmunds-
son og Málfríður Jóns-
dóttir sem bjuggu um
tíma á Nesjum í Grafn-
ingi. Sonur Ólafs og
Lilju er Baldur, f. 27.
nóv. 1937, kona hans
er Ingibjörg J. Jónas-
dóttir, f. 21. jan. 1937,
börn þeirra eru: 1)
Stúlka óskírð, f. 13.
ágúst 1964, d. 17. ág.
1964, 2) Ólafur, f. 15.
sept. 1965, kona hans Þórunn
Sverrisdóttir, f. 29. okt. 1968, þau
eiga fjóra syni, Egil, f. 29. júlí 1994,
Baldur, f. 25. apríl 1996, og þá Arn-
ór og Bjarka, f. 22. febr. 2002. 3)
Björk, f. 22. sept. 1967, maður
hennar Helgi Magnús Her-
mannsson, þau eiga þrjá syni, Ólaf
Örn, f. 28. mars 1991, Guðbrand
Óla, f. 9. maí 1998, og Hermann
ÓLAFUR
JÓNSSON