Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 35
✝ Halldóra Hall-dórsdóttir fædd-
ist á Húsavík 6. jan-
úar 1913. Hún lést 15.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hólmfríður Sigur-
geirsdóttir, f. á Þverá
í Öxarfjarðarhreppi í
N-Þing. 9. okt. 1880,
d. 4. des. 1967, og
Halldór Jóhannesson,
f. á Þorsteinsstöðum í
Laufássókn í S-Þing.
22. febr. 1879, d. 17.
júní 1948. Systkini
Halldóru sammæðra eru Sigmar,
Kristín og Guðrún Sigtryggsbörn
og Tryggvi og Jóhann Dalberg
Sigurðssynir. Samfeðra eru Magn-
ús, Ingibjörg, Páll, Jóhannes og
Sigurlaug Guðrún. Öll systkini
Halldóru eru látin nema Sigurlaug
Guðrún.
Eiginmaður Halldóru var Magn-
ús Hlíðdal Magnússon, f. í Vest-
mannaeyjum 11. júlí 1910, d. 13.
maí 1995. Þau eignuðust tíu börn.
Þau eru: Stúlka sem lést fárra
daga gömul; Baldur, f. 3. febr.
1932, d. 5. júní 1967, hann á fjögur
börn, var kvæntur
Láru Haraldsdóttur;
Stefanía, f. 8. okt.
1934, á þrjú börn,
gift Einari Bach-
mann; Sveinn, f. 17.
apríl 1936, á tvö
börn, kvæntur Gunn-
hildi Valtýsdóttur;
Anna Margrét, f. 12.
nóv. 1939, á sex börn;
Hólmfríður, f. 18.
ágúst 1941, á tvö
börn, gift Júlíusi Sig-
marssyni; Þórarinn,
f. 12. júlí 1943, á fjög-
ur börn, kvæntur Júlíönu Gríms-
dóttur; Sigríður, f. 19. okt. 1946, á
tvö börn, gift Róberti Lauridsen;
Súsanna, f. 25. jan. 1949, á eitt
barn, gift Sævari Guðmundssyni;
Magnús, f. 15. okt. 1950, á þrjú
börn, kvæntur Ólöfu Oddgeirsdótt-
ur. Einnig ólu Halldóra og Magnús
upp dótturson sinn Svan Hlíðdal, f.
25. ágúst 1958. Afkomendur Hall-
dóru og Magnúsar eru í dag komn-
ir yfir 100.
Útför Halldóru verður gerð frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elskuleg tengdamóðir mín Hall-
dóra Halldórsdóttir eða Dóra eins og
hún var alltaf kölluð hefur nú kvatt
þennan heim. Það er óhætt að segja
að hún hafi verið södd lífdaga og alveg
tilbúin að kveðja. Ég var ung að árum
er ég kom inn í fjölskylduna aðeins
sextán ára gömul að Sveinsstöðum í
Mosfellsveit og var á heimili hennar
um tíma með mitt fyrsta barn. Sjálf
var hún með stórt heimili, nýlega búin
að missa allt í eldsvoða þar sem hún
stóð á hlaðinu með barn í fanginu og
horfði á heimilið verða eldi að bráð, og
ekki svo langt síðan hún fluttist suður
en áður hafði hún búið á Þórshöfn á
Langanesi. Svo sjálf var hún að koma
sér upp nýju heimili.
Já, ég átti því láni að fagna að vera
samferða þessari konu í 40 ár sem
hafa gefið mér mikið og þó allra mest
nú síðustu árin og við mikið rætt sam-
an og ég í raun kynnst henni á allt
annan hátt en fyrstu árin, og var mjög
kært á milli okkar.
Mörg voru ferðalögin okkar og oft
farið á æskuslóðir hennar og þær
slóðir sem tengdaforeldrar mínir
bjuggu norður á Langanesi bæði á
Skálum og á Þórshöfn og eru þær
ferðir alveg ógleymanlegar þar sem
þær ferðir voru mjög skemmtilegar
og fræðandi ferðir enda voru þessar
slóðir þeim mjög kærar. Þar kynntust
þau og þar byrjuðu sinn búskap og
upplifðu bæði gleði og sorg, þar fædd-
ust börnin, og þar misstu þau eitt
ungt sem er jarðsett þar. Þær voru
margar ferðirnar sem farnar voru
bæði með tjald og allt sem því fylgdi
og eins í orlofshúsin, en það var alveg
sama hvar eða hvert við fórum með
þeim, það var alltaf gaman hjá okkur.
Þessar minningar og margar, margar
fleiri er ég svo lánsöm að eiga og geta
geymt í hjarta mínu. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt með henni síðustu
stundirnar bæði í vöku og draumi.
Þakklát fyrir að hún þurfti ekki að
upplifa það sem hún óttaðist mest
sjálf, að vera öðrum byrði og ósjálf-
bjarga, þakklát fyrir að börnin mín og
barnabörn fengu að kynnast þér,
þakklát fyrir að hafa átt þig að
tengdamóður.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
Þín tengdadóttir
Júlíana Grímsdóttir.
Amma hefur kvatt þennan heim.
Hún var búin að skila sínu eins og hún
sagði sjálf og var hvíldinni fegin. Við
vissum að kallið kæmi fljótlega og
hún vissi það líka. Það var samt sárt
þegar að því kom. Ég horfi til baka og
minningarnar hellast yfir mig. Um
leið og þær veita hlýju og gleði finn ég
líka fyrir sárum söknuði. Ég sakna
ömmu. Hún vílaði fátt fyrir sér, eign-
aðist tíu börn við erfiðar aðstæður og
fór létt með. Hún var hörkutól og eld-
klár og féll aldrei verk úr hendi. Dug-
legasta kona í heimi sagði ég stundum
við hana. Amma vissi upp á hár hve-
nær börn, barnabörn og barnabarna-
börn áttu afmæli – fæðingardagur og
ár yfir eitthundrað afkomenda var á
hreinu, allt fram á síðasta dag. Amma
hefði dúxað ef tækifæri til menntunar
hefði verið fyrir hendi. Hún var heil
og sönn og lagði metnað sinni í að
rækta og bera umhyggju fyrir sínu
fólki. Svo innilega barngóð og hlý. Ég
man hvað það var gott að komast úr
amstri dagsins inn í notalegheitin hjá
ömmu. Hún bjó fallegt heimili þar
sem sérstök ró ríkti og það var ekki
svo sjaldan sem ég sofnaði við hljóðið
frá prjónunum hennar. Það mátti
heldur aldrei stinga inn fæti án þess
að hún framkallaði veisluborð á auga-
bragði, nei það fór enginn svangur frá
ömmu.
Það eru forréttindi að fá að kynn-
ast og umgangast manneskju af slík-
um kalíber. Mér eru ógleymanlegar
ferðirnar okkar saman til Ameríku.
Amma var frábær ferðafélagi, alltaf
hress og kát og þakkaði af heilum hug
og öllu hjarta fyrir allt saman. Mér er
löngu orðið ljóst að það var ekki af
skyldurækni sem ég heimsótti ömmu,
heldur vorum við vinkonur. Við rædd-
um alla hluti og alltaf var amma með á
nótunum. Hún var ráðagóð og skyn-
söm og hafði sterkar skoðanir.
Nokkrum dögum áður en hún dó
spurði ég hana hvað hún ætlaði að
kjósa? Hún sagði að það varðaði eng-
an um það – það væri hennar einka-
mál og hana nú! Amma var ákveðin
og stóð föst á sínu. Hún var stór
manneskja. Mikið lifandis skelfing á
ég eftir að sakna hennar. Ég vil
kveðja elskulega ömmu mína með
þessum ljóðlínum sem ég setti saman
þegar hún varð 85 ára og þakka fyrir
allt sem hún gaf mér og mínum:
Ég á minningar um þig, góðar, fallegar,
skemmtilegar. Minningar sem ég geymi í
huga mínum – alltaf. Þær eru myndir sem
geymast eins og perlur í skel. Minningar
sem aldrei gleymast.
Því þú átt þinn stað í mínu hjarta.
Elísabet.
Yndislega amman mín, þá er þinni
löngu lífsgöngu hérna megin heims
lokið. Minningarnar um þig eiga eftir
að ylja mér um hjartaræturnar um
ókomna tíð, því frá þér streymdi alltaf
mikill kærleikur og hlýja. Þér þótti
vænt um alla, unga sem aldna, og
aldrei sagðirðu styggðaryrði um
nokkurn mann, það var einfaldlega
ekki til í þinni orðabók. Mínar falleg-
ustu æskuminningar eru frá þeim
tíma þegar þið afi bjugguð á Sveins-
stöðum, og ég fékk að skruddast með
þér, sinna hænsnunum, fara niður að
lind að ná í vatn, tína blóðberg á meln-
um, sem þú svo bjóst til úr te handa
mér.
Það var líka yndislegt að koma til
ykkar afa í Kópavoginn og á „elló“, og
alltaf dróstu fram kaffi og krásir, það
var ekki við annað komandi. Þú varst
síprjónandi, á meðan þú hafðir ein-
hverja sjón, og varst svo glöð ef ein-
hver þáði það sem þú hafðir búið til.
Gaman var að hlusta á þig segja frá
gamla tímanum, og þá sérstaklega
þegar þú bjóst á Þórshöfn á Langa-
nesi, það kom alltaf einhver glampi í
augun á þér við þá upprifjun.
Fallegt gamalt fólk er listaverk og
það má með sanni segja að þú hafir
verið listaverk.
Nú ertu komin í sólskinslandið,
amman mín, og ég veit að afi, pabbi og
litla stúlkan þín hafa beðið þín við
landamærin.
Hvíl í guðs friði, fallega sál.
Margrét Þóra.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Halldóru Halldórsdóttur með
fáum orðum.
Elsku amma mín, mér finnst við
hæfi að hefja kveðjuna til þín á þess-
ari bæn.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði.
Guð þér nú fylgi.
Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Það eru ótalmargar minningar sem
koma upp í hugann á þessari kveðju-
stund, já, minningar frá Sveinsstöð-
um þar sem amma og afi bjuggu á
mínum uppvaxtarárum. Afi í fína
ruggustólnum og amma að sýsla í eld-
húsinu, svo að fara og sækja vatn í
lækinn, gefa hænunum, spjalla eða að
spila á spil, amma kenndi mér að spila
á spil. Amma hafði alla tíð gaman af
því að spila og minnist ég þess er hún
kom einu sinni í heimsókn austur í
sumarbústað tengdaforeldra minna,
hvað henni þótti gaman að grípa í spil
með okkur þó sjónin væri léleg. Það
var alltaf vel tekið á móti öllum sem til
þeirra komu, amma var alltaf með
kræsingar á borðum og svo átti hún
líka alltaf nammi fyrir litlu börnin,
það fór enginn frá henni með tóman
maga.
Amma hafði alla tíð gaman af því að
prjóna og nutu börn, barnabörn og
barnabarnabörn þess óspart. Það eru
margar peysurnar, vettlingarnir og
sokkapörin sem hún hefur prjónað
um ævina. Það urðu átta ár og fjórir
dagar á milli þeirra afa og ömmu en
afi lést 11. maí 1995. Amma var orðin
þreytt og södd lífdaga og þráði að fá
hvíldina. Ég trúi því að pabbi og afi
hafi tekið á móti henni. Elsku amma,
þín verður sárt saknað, þú sem öllum
varst svo góð, en við sem þekktum þig
og vorum svo lánsöm að kynnast þér,
yljum okkur við minningu um ein-
staka konu.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Niðjum, ættingjum og vinum bið
ég guðs blessunar.
Halldóra Magný Baldursdóttir
og fjölskylda.
Elskulega amma mín.
Sumarblærinn blíði,
hann beri til þín inn
frá mér kærstu kveðju,
og koss á vanga þinn.
Það má með sanni segja að þessar
ljóðlínur Guðrúnar Jóhannsdóttur
eigi vel við frá mér til þín, elsku amma
mín, þar sem ég var svo lánsamur að
fá að vera með þér og halda í höndina
á þér, kyssa þig á kinnina þegar þú
kvaddir og er ég sá síðasti sem talaði
við þig, og varst þú með allt á hreinu
og ekki í vandræðum með þegar þú
varst spurð hvað fimm sinnum fimm
eru, tuttugu og fimm svaraðir þú
strax, spurðir mig hvort ég væri bú-
inn að ákveða hvað ég ætlaði að kjósa
því það voru jú kosningar á morgun.
Síðan sofnaðir þú og yfir þig færðist
svo undurfagur friður og gerði ég mér
einhvern veginn svo vel grein fyrir að
þú varst að kveðja.
Auðvitað erum við aldrei tilbúin að
kveðja og er söknuðurinn alltaf sár,
en mikið getum við verið þakklát, af-
komendurnir, sem erum orðin vel á
annað hundrað, fyrir að hafa átt því
láni að fagna að hafa fengið að hafa
þig svo lengi, og hittumst við einmitt
öll á 90 ára afmælinu þínu í janúar síð-
astliðnum.
Þegar ég hugsa til baka þá er ansi
margt sem ég gæti sett á blað úr
minningasjóðnum mínum, svo efni
gæti verið í heila bók, mínar fyrstu
minningar um þig eru auðvitað frá
Sveinsstöðum hjá ykkur afa þar sem
alltaf var gott koma, og þar var ég
einmitt skírður á stofugólfinu hjá þér,
í faðmi þínum og þar sleit ég örugg-
lega fyrstu skónum sem Sigga föð-
ursystir mín gaf mér og ég er nú með
á náttborðinu mínu, og þar lærði ég
að spila, og leggja kapal. Það eina sem
ég kann að spila enn í dag er það sem
þú kenndir mér. Þær voru nokkrar
ferðirnar sem ég fór niður í lind að
sækja vatn því kalt vatn hafðir þú
ekki úr krana, aðeins sjóðandi heitt
eins og faðmurinn þinn var alltaf.
Fyrstu leikföngin mín fékk ég líka hjá
þér, öll dýrin sem þú komst með ofan
úr Reykjalundi og ég á mikið af enn í
dag og þótti svo ósköp gaman að.
Þegar ég hugsa til baka til þessa
tíma þá hlýtur þetta að hafa verið erf-
itt, þú nýlega flutt suður norðan af
Skálum á Langanesi og rétt búin að
koma þér fyrir þegar Sveinsstaðir
brunnu og þú þurftir að koma þér upp
nýju heimili, en þið afi byggðuð upp
Sveinsstaði aftur og voruð með bú-
skap þar. Alltaf voru hænur þar og
einhverjir hestar, allavega gleymi ég
aldrei Klæng.
Síðar fluttuð þið í Kópavoginn og
ekki langt frá heimili mínu svo það
var ekki langt fyrir mig að labba til
ykkar og var það alveg ómetanlegt og
aldrei komið að tómum kofa þar, og
eftir að ég fluttist svo með foreldrum
mínum í Mosfellssveitina og byrjaði
sjálfur að búa var alltaf gott að fá að
gista í Kópavoginum ef svo bar undir
sem ekki var svo sjaldan. Var þó
nokkuð langt upp í Mosó.
En þið áttuð eftir að koma aftur í
Mosfellssveitina þegar þið fluttust að
Hlaðhömrum og bjugguð um ykkur
þar og var að sjálfsögðu aldrei komið
að tómum kofa. Þú þurftir helst alltaf
að vera að uppvarta og hefði þig ekk-
ert munað um að sjá um mötuneytið
þar ef svo hefði borið undir. Nei, það
fór sko enginn svangur frá þér, svo
mikið er víst.
Við sátum oft, en ekki nógu oft og
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar og oftar en ekki um andleg
málefni en þau voru þér alltaf svolítið
hugleikin, svo ég get ekki annað en
hugsað til þín núna því þú hefur
örugglega fengið svör við mörgu sem
við vorum að spá í.
Nú nýlega varstu að kveðja ást-
kæra systur þína með þeim orðum að
„þar til við hittumst á ný“.
Og var það nú styttra en okkur
hefði grunað. Svo ég tali nú ekki um
þá systur þína sem þú varst nýbúin að
hitta í fyrsta sinn 90 ára og varst svo
glöð yfir.
Elsku amma, það eiga eftir að
koma svo margar stundir sem ég á
eftir að sitja og sakna þín og minnast,
en um leið er ég svo þakklátur fyrir að
hafa átt þig að og svo stoltur af að
vera barnabarn þitt.
Og kveð þig með þessum orðum:
Margt ég vildi þakka þér,
og þess er gott að minnast,
að þú ert ein af þeim sem mér,
þótti gott að kynnast.
Þitt elskandi barnabarn,
Sigþór Hólm Þórarinsson.
HALLDÓRA
HALLDÓRSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar
um Halldóru Halldórsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN PÁLSSON
fyrrverandi aðalbókari,
Aðallandi 1,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut miðviku-
daginn 21. maí.
Helga Þórðardóttir,
Bolli Björnsson, Constanze Björnsson,
Björn Vignir Björnsson, Guðrún Nikulásdóttir,
Þóra Ragnheiður Björnsdóttir,
Ágúst Kr. Björnsson, Hildigunnur Guðmundsdóttir,
Þórunn Gyða Björnsdóttir, Stefán S. Stefánsson,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi,
THEODÓR LAXDAL SVEINBERGSSON,
Túnsbergi,
Svalbarðsströnd,
sem lést föstudaginn 16. maí, verður jarðsung-
inn frá Svalbarðskirkju, Svalbarðsströnd, laug-
ardaginn 24. maí kl. 14.30.
Guðrún Fjóla Helgadóttir, Sveinberg Laxdal,
Helgi Laxdal,
Líney Laxdal, Steinar Bragi Norðfjörð
og frændsystkini.
Sambýlismaður minn og faðir okkar,
LÍNBERG HJÁLMARSSON,
til heimilis í Árskógum 6,
lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn
9. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
Jóna Aðalheiður Hannesdóttir,
Sigrún Birna Línbergsdóttir,
Hafsteinn Már Línbergsson.