Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Dröfn, Akraberg,
Katla og Hermanos
Gandon Quatro koma í
dag. Helgafell, Klakk-
ur, Dettifoss og Freri
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Katla kom í gær.
Haukur og Olshana
fara í dag. Kleifarberg
kemur og fer í dag.
Ludvig Andersen fór í
gær,
Mannamót
Aflagrandi 40. Bingó í
dag kl. 14.
Árskógar 4. Bingó fell-
ur niður í dag vegna
handverkssýningar
sem er í dag, föstudag-
inn 23. maí, og laug-
ardaginn 24. maí frá kl.
13.30–16.30.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–16
handavinna, kl. 9–17
fótaaðgerð, kl. 13–16
spilað í sal.
Eldri borgarar, Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Áður auglýstur
sumarfagnaður 23. maí
fellur niður.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað,
og opin handa-
vinnustofa.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–12 applikering, kl.
10–13 opin verslunin.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9–12
bað, kl. 9–16.30 opin
vinnustofa, myndlist,
gifs o.fl., kl. 9.30
gönguhópurinn Gönu-
hlaup leggur af stað,
kaffi á eftir göngunni,
kl. 14 brids og almenn
spilamennska.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara. Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug á
föstudögum kl. 14.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 „opið
hús“, spilað á spil.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Félags-
heimilið lokað í dag
vegna uppsetningar
handverkssýningar.
Púttvöllurinn á Hrafn-
istu lokaður vegna við-
gerðar.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf, kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, m.a.
kortagerð og servíettu-
myndir, frá hádegi
spilasalur opinn, kl. 14.
æfing hjá Gerðuberg-
skórnum í Fella- og
Hólakirkju S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bók-
band.
Gullsmári, Gullsmára
13. Opið frá kl. 9–17,
heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
bað, handavinna, út-
skurður, fótaaðgerð og
hárgreiðsla, kl. 11
spurt og spjallað. Kl.
14 bingó. Kaffiveit-
ingar. Allir velkomnir.
Hvassaleiti 58–60.
Hársnyrting, fótaað-
gerðir.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
13 tréskurður, kl. 9–17,
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrídans, kl. 11–12
stepp, kl. 13.30–14.30
Sungið við flygilinn, kl.
14.30–16 dansað í að-
alsal. Mánudaginn 26.
maí kl. 13 verður farið
á handverkssýningu í
Félags- og þjónustu-
miðstöðina Hraunsel í
Hafnarfirði. Kaffiveit-
ingar. Skráning í síma
562 7077.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. leikfimi og
10 fótaðgerð, kl. 12.30
leirmótun, kl. 13.30
bingó.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Brids kl. 13.15 í
dag.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára
13, kl. 10 á laug-
ardögum.
Bourn Hall-sjúkrahús.
26. júlí verður haldin
samkoma fyrir börn
frá Bourn Hall clinic og
foreldra þeirra og
verður hún haldin þar
á staðnum. Vonast
starfsfólkið til að sjá
sem flest af þessu fólki.
Upplýsingar í síma: 00
44 1954 717 221 eða 717
219 eða party@bourn-
hall.co.uk. Einnig gefa
upplýsinar Lára og
Sigurður s. 566 6621
eða 617 6214 Sigurður.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavog-
ur: Kópavogs Apótek,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfja, Set-
bergi. Sparisjóðurinn,
Strandgötu 8–10,
Keflavík: Apótek
Keflavíkur, Suðurgötu
2, Landsbankinn,
Hafnargötu 55–57.
Í dag er föstudagur 23. maí,
143. dagur ársins 2003. Orð
dagsins: Himnarnir segja
frá Guðs dýrð og festingin
kunngjörir verkin hans handa.
(Sálm. 19, 2.)
Ég geng í hring í kring-um allt sem er,“ orti
Steinn Steinarr og hefði
eflaust tekið á sig stóran
sveig til að sneiða hjá
Pentagon ef hann hefði
haft spurnir af fyrirætl-
unum húsbænda á þeim
bæ.
Stjórnvöld í Bandaríkj-unum hafa sett sér að
fylgjast með hverju skrefi
hryðjuverkamanna og
sitja ekki við orðin tóm. Í
Pentagon er unnið að
þróun eftirlitskerfis með
innbyggðu radarkerfi
sem ætlað er að greina
göngulag fólks. Tilgang-
urinn er sá að hafa uppi á
hryðjuverkamönnum,
jafnvel þeim sem eru í
dulargervi, áður en þeir
komast of nálægt banda-
rískum stofnunum.
Ef til vill var það ekkifjarri lagi hjá breska
gamanleikhópnum Monty
Python að setja á svið
ráðuneyti um „kjánalegt
göngulag“. Þá fékk ráðu-
neytið njósnir af því að
Japanir hefðu mann á sín-
um snærum sem gæti
sveiflað fætinum aftur
fyrir höfuðið á sér í
hverju skrefi. Hvernig
ætli yfirvöld brygðust við
ef slíkur maður nálgaðist
Pentagon?
Niðurstöður úr rann-sóknum benda til
þess að í um 90% tilfella
takist að bera kennsl á
fólk út frá göngulaginu,
jafnvel þó að það sveifli
ekki fætinum yfir höfuðið
á sér.
Mannréttindasamtökeru uggandi. Þau
hafa barist árangurslaust
fyrir því að rétta hlut
fólks sem sett er á lista yf-
ir grunaða út af því einu
að vera með svipuð nöfn
og þekktir hryðjuverka-
menn. Það er stöðvað sér-
staklega og leitað gaum-
gæfilega á því í hvert
skipti sem það ætlar að
stíga upp í flugvél. Nú
verður ef til vill til nýr
hópur fólks, sem ekki
verður látinn í friði, – út
af göngulaginu.
Tölvukerfið á einnig að
fylgjast með augum og
andlitsdráttum. Og bera
saman kaup á flugmiðum,
umsóknir um dvalarleyfi,
sem og fjármála-, heilsu-
fars- og menntaskrár til
að hafa uppi á mönnum
sem eru að undirbúa
hryðjuverk.
Á bandaríska þinginuhafa menn áhyggjur
af því að þetta umfangs-
mikla tölvukerfi verði
misnotað í því skyni að
skrásetja persónulegar
upplýsingar um almenn-
ing. Demókratinn Ron
Wyden hefur raunar beitt
sér fyrir því að sett verði
ný löggjöf til að hafa eft-
irlit með eftirlitskerfinu.
Ef til vill þarf að hanna
nýtt tölvukerfi til að hafa
eftirlit með tölvukerfinu.
Og eftirlitsiðnaðurinn
blómstrar. Steinn Stein-
arr hringsólar áfram í
kringum Pentagon.
STAKSTEINAR
Eftirlitsiðnaðurinn
blómstrar vestanhafs
Víkverji skrifar...
AÐ undanförnu hafa birst fjölmörglesendabréf hér í blaðinu þar sem
því er mótmælt að RÚV útvarpi
þættinum Morgunvaktinni á báðum
rásum útvarpsins á morgnana. Bréf-
ritarar vilja að gamla góða Gufan
verði færð í sitt upprunalega horf,
þ.e. þægileg lög sem gott er að vakna
við og létt spjall þular inni á milli.
Svo mörg eru bréfin orðin að
álykta má að þetta sé mjög almenn
skoðun í þjóðfélaginu.
Víkverji er á þeim aldri að hann er
alinn upp við aðeins eina útvarpsrás.
Hann man þá tíð þegar gömlu góðu
lögin voru sungin og leikin á morgn-
ana, Axel Thorsteinsson sagði frétt-
irnar og Jón Múli Árnason spjallaði
um Kolbeinshausinn (sem nú er kom-
inn undir malbik) og önnur merkileg
fyrirbæri milli laga.
Það er skoðun Víkverja að þessi
tegund útvarps hafi unnið sér hefð-
arrétt hjá Ríkisútvarpinu. Þeir sem
vilja hlusta á þann ágæta þátt Morg-
unvaktina geta náð henni áfram á
Rás 2 en hlustendur Rásar 1 eiga að
endurheimta Vilhelm G. Kristinsson
og ljúfu lögin. Til hvers að vera með
tvær rásir ef sama efnið er á báðum?
Útvarpsstjóri á að hlusta á rödd eig-
enda útvarpsins, þ.e. almennings í
landinu.
x x x
SÍÐAST þegar svona holskeflamótmæla reið yfir vegna efnis
RÚV brást stofnunin við, hraðar en
margan grunaði að hún ætti til. Það
var þegar Leiðarljós var tekið af dag-
skrá Ríkissjónvarpsins. Nágranni
Víkverja, Velvakandi, var dag eftir
dag fullur af bréfum frá reiðum aðdá-
endum þáttarins og Ríkissjónvarpið
sá þann kost vænstan að setja Leið-
arljós aftur á dagskrá.
EVRÓVISJÓN-keppnin hefurlöngum verið gagnrýnd og þótt
útþynnt og leiðinlegt sjónvarpsefni. Í
ár er þó a.m.k. tvennt að hlakka til.
Í fyrsta lagi er fulltrúi Íslands,
Birgitta Haukdal, í svo miklum met-
um hjá ungum sem öldnum að þjóðin
mun flykkjast að sjónvarpstækjunum
til að fylgjast með frammistöðu henn-
ar í Ríga. Víkverji tekur eftir því að
spenningurinn hjá yngstu kynslóð-
inni er að verða óbærilegur og smá-
fólkið á heimili Víkverja er með allt
um Evróvisjón á hreinu, þótt Víkverji
hafi stundað mjög takmarkaða kynn-
ingarstarfsemi á fyrirbærinu heima
fyrir.
Í öðru lagi verður spennandi að
fylgjast með uppátækjum rússneska
stúlknadúettsins Tatú, sem sumir spá
að muni slá út sjálfan Pál Óskar og
dansmeyjar hans hér um árið, með
djörfum dansi og klæðaburði. Ekki
efast Víkverji þó um að hin háttprúða
Birgitta mun bera af hinum rúss-
nesku starfssystrum sínum og verða
landi og þjóð til sóma. Hann hefur
helzt áhyggjur af því hvernig hann á
að koma smáfólkinu frá sjónvarpinu,
fari svo að þær rússnesku stígi yfir
velsæmismörkin í sviðsframkomu.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Birgitta mun standa sig vel og götur
Reykjavíkur verða auðar á meðan.
Lausir
hundar í
Heiðmörkinni
ÞAÐ er ólíðandi að hundar
fái að leika lausum hala í
Heiðmörkinni. Útivistar-
fólk er margt hrætt við
hunda og er ekki hrifið af
því að þeir snuðri í kringum
það. Merkingar sem banna
hunda hafa verið brotnar
niður og hundaeigendur
þráast við að hafa hunda
sína í bandi. Núverandi
ástand verður að bæta.
Útivistarkona
í Garðabæ.
Dýrahald
Magni er týndur
MAGNI týndist frá Vall-
engi 4 í Grafarvogi hinn 11.
maí sl. Hann er eins og
hálfs árs norskur skógar-
köttur, rauðbröndóttur og
hálfsíðhærður. Hann var
með rauða og gráa ól með
nafni og símanúmeri. Þeir
sem luma á einhverjum vís-
bendingum um ferðir
Magna geta haft samband
við Guðrúnu í síma
820 3708. Fundarlaun eru í
boði.
Snælda leitar
að heimili
LÆÐUNA Snældu vantar
nýtt heimili. Hún er sjö ára,
mjög gæf og blíð. Hún er
afskaplega falleg, fjórlit og
flekkótt.
Það er búið að gelda
Snældu.
Þeir sem hafa áhuga á að
taka Snældu að sér geta
nálgast upplýsingar í síma
867 4757 eða á kvöldin í
síma 564 1605.
Fótbrotinn köttur
ÞESSI gulbröndótti og
hvíti fressköttur fannst í
vegkanti við Bláfjöll. Hann
reyndist fótbrotinn og var
settur í spelkur. Kötturinn
dvelur nú í góðu yfirlæti í
Kattholti og bíður eiganda
síns.
Fjórir kettlingar
fást gefins
FJÓRIR yndislegir, kassa-
vanir kettlingar fást gefins
á gott heimili. Upplýsingar
í síma 697 3761.
Loki er horfinn
LOKI, svartur eins og hálfs
árs gamall köttur, hvarf frá
Bakkagerði 6 í Reykjavík,
laugardagsmorguninn 17.
maí. Hann er með rauða
hálsól með áfestu merki-
spjaldi og bjöllu, auk þess
að vera með númerið 622
flúrað í annað eyrað. Loki
er gæfur og á það til að
laumast inn í bílskúra sem
eru opnir. Ef einhverjir
hafa orðið hans varir eru
þeir beðnir um að hafa
samband í síma 581 1129
eða 848 2883.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Krakkar á leikskólanum Krógabóli á Akureyri í sveitaferð
föstudaginn 16. maí. Farið var að Stóra-Dunhaga í Skriðu-
hreppi í Hörgárdal. Þessi ungi herramaður stóð sig eins og
hetja á hestbaki, eins og krakkarnir allir. Hin biðu prúð en
spennt í röð eftir að kæmi að þeim að fá að fara á bak.
LÁRÉTT
1 þvættingur, 8 blómum,
9 garpur, 10 hreyfingu,
11 matvands manns,
13 kvabba um, 15 jór, 18
tröppu, 21 ástfólgin, 22
ákæra, 23 ólyfjan, 24
vistir.
LÓÐRÉTT
2 ástæða, 3 rúms, 4 skáld-
ar, 5 mergð, 6 bikkja, 7
varningur, 12 velur,
14 málmur, 15 ósoðinn,
16 klampana, 17 fiskur,
18 kippti í, 19 baunin, 20
harmur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 drýli, 4 bossa, 7 grimm, 8 ímynd, 9 ask,
11 rota, 13 ódýr, 14 frauð, 15 stól, 17 afmá, 20 mak,
22 græða, 23 rýran, 24 rytja, 25 móður.
Lóðrétt: 1 dugar, 2 ýmist, 3 ilma, 4 brík, 5 skyld, 6 and-
ar, 10 skaka, 12 afl, 13 óða, 15 súgur, 16 ófætt, 18 fáráð,
19 árnar, 20 mata, 21 kram.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16