Morgunblaðið - 23.05.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 43
DAGBÓK
Opið 21.00-01.00 virka daga
og 21.00-05.30 um helgar
Þessi gamli góði
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Sími 588 9900, fax 588 9901,
netfang: itferdir@itferdir.is www.itferdir.is
Afi og amma frítt til Costa Brava í 2-3 vikur!
Lágmark 10 manns, 8 borga.
* Djammferð með FM 95.7:
Lloret de Mar; stanslaust stuð í 2 vikur.
* Flug og bíll til Barcelona:
Verð aðeins frá kr. 49.900 í 2 vikur
ÍT ferðir - fyrir þig
28. júní í 2-3 vikur
Barcelona - Costa Brava
Nýjung
á íslenskum ferðamarkaði:
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú átt auðvelt með að aðlag-
ast breyttum aðstæðum og
kannt að notfæra þér breyt-
ingarnar til framdráttar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þegar mál geta farið á hvorn
veginn sem er verður maður
bara að taka sína ákvörðun
og láta slag standa. Að hika
er sama og að tapa.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Láttu það ekki skemma fyrir
þér, þótt einhverjir neiti að
taka þig alvarlega og vilji slá
öllu upp í grín. Haltu þínu
striki.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það yrði margt auðveldara ef
þú leyfðir vinum og vanda-
mönnum að rétta þér hjálp-
arhönd. Brjóttu því odd af
oflæti þínu og hleyptu þeim
að.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Samstarfsmenn þínir bíða
eftir því að einhver taki af
skarið svo þú skalt bara stíga
fram og taka að þér leiðtoga-
hlutverkið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú mátt finna til svolítið
meira sjálfstrausts því það
skemmir fyrir þér hversu
reikull og hikandi þú ert.
Taktu málin föstum tökum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Auðgaðu andann með því að
lesa eitthvað óvenjulegt sem
þú hefur ekki lagt þig eftir
áður. Láttu athugasemdir
annarra sem vind um eyru
þjóta.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú ættir að hlusta á ráð þér
eldri manna. Þeir geta kennt
þér ýmislegt, þó ekki væri
nema að forðast afdrifarík
mistök, sem öllum verða á.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hittir óvænt gamlan vin
sem getur komið þér til
hjálpar í erfiðu persónulegu
máli. Láttu hann samt ekki
taka öll völdin í sínar hendur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Flýttu þér hægt að kveða
upp dóm um menn og mál-
efni. Fæst er eins og virðist í
fljótu bragði svo það skiptir
sköpum að þú gefir þér næg-
an tíma.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert upp á þitt besta og
getur nánast samið um hvað
sem er því þú færð fólk svo
auðveldlega á þitt band.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hugurinn ber þig hálfa leið.
En stundum getur hugurinn
verið of langt á undan lík-
amanum og þá er nauðsyn-
legt að leita sér einveru til
íhugunar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er betra að eiga sér góð-
an trúnaðarvin en byrgja allt
innra með sér, því það getur
verið skaðlegt. Finndu þér
leið til að létta á þér.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Sæla
Niðar foss í djúpum dal
dimmum fram úr hamrasal
þar sem bláu blómin dreyma –
heyrðu, daggardropi skær,
dvöl hjá blómi var þér kær
þegar gullnir geislar streyma –
svo er ástar yndisró,
öll þar gleðiveröld hló,
hvítir svanir syngja,
leikur bæði líf og sál,
leikur tunga, hjarta, rödd og mál,
allt er fagurt eins og stál,
álfaskarar ástarklukkum hringja.
Benedikt Gröndal
LJÓÐABROT
„SENNILEGA er ég
eini maðurinn á jarðríki
sem gæti farið tvo niður á
þessu spili,“ játaði Zia
Mahmood. Suður gefur; AV
á hættu.
Norður
♠ ÁDG5
♥ 942
♦ 1063
♣D73
Vestur Austur
♠ 62 ♠ 94
♥ ÁK86 ♥ G10753
♦ G852 ♦ D
♣KG8 ♣Á9542
Suður
♠ K10873
♥ D
♦ ÁK974
♣106
Zia spilaði við Bob
Hamman í tvímenningi
Cavendish-keppninnar.
Þeir sáu í NS í þessu spili
og enduðu í fjórum spöðum,
eins og flestir aðrir:
Vestur Norður Austur Suður
Rodwell Hamman Dawson Zia
-- -- -- 1 spaði
Dobl 2 grönd * 3 hjörtu 4 spaðar
Pass Pass Pass
Eric Rodwell og Jeff
Meckstroth hvíldu sig hvor
á öðrum í þessu móti.
Meckstroth spilaði við kost-
ara sveitarinnar, Perry
Johnson, en Rodwell við
Dennis Dawson. Bæði pör
enduðu rétt fyrir ofan
miðju, en Zia og Hamman
urðu í fimmta sæti.
En aftur að spilinu.
Vörnin á augljóslega fjóra
slagi: einn á hjarta, tvo á
lauf og einn á tígul. Það
telst því eðlileg niðurstaða
að fara einn niður. Zia fór
hins vegar tvo niður.
Hvernig þá?
Rodwell kom út með
hjartakóng og skipti yfir í
smáan tígul í öðrum slag –
drottning frá austri og
LÍTIÐ frá Zia. Hugmyndin
var sú að lokka austur til
að spila aftur tígli og henda
svo tveimur laufum úr
borði í frítígla. Það var þó
engin leið að plata Dawson
til að spila aftur tígli; hann
átti ekki tígul til og skipti
yfir í laufás og meira lauf.
Rodwell fékk fjórða slag
varnarinnar á laufkóng og
gaf svo makker tíg-
ulstungu! Tveir niður.
Geir Helgemo vann fjóra
spaða á djarflegan máta.
Hann fékk út hjartaás og
kóng, sem hann trompaði.
Tók síðan spaða tvisvar og
spilaði tígli úr borði á
drottningu og ás. Síðan
LITLUM tígli að tíu blinds.
Vestur var hræddur um að
makker hans ætti hjónin
blönk og dúkkaði.
Það þarf töluverðan
kjark til að spila svona, því
auðvitað var ekki útilokað
að austur ætti DG tvíspil.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarsson
1. c4 e5 2. g3 d6 3. Bg2
Rc6 4. Rc3 Be6 5. d3 Dd7
6. e4 g6 7. Be3 Bg7 8.
Rge2 f5 9. b3 Rf6 10. O-O
O-O 11. f3 f4 12. gxf4 Rh5
13. Rd5 Rd4 14. f5 Rxe2+
15. Dxe2 gxf5 16. Bg5 f4
17. De1 Df7 18. Kh1 c6 19.
Rc3 Kh8 20. Re2
Hg8 21. Hg1 Bf6
22. Bxf6+ Dxf6 23.
Bf1 b6 24. Df2
Hxg1+ 25. Rxg1
Hg8 26. Re2 Hg5
27. Bg2 Dh6 28.
Dh4
Staðan kom upp
í bresku deilda-
keppninni sem lauk
fyrir skömmu.
Nigel Short (2686)
hafði svart gegn
Martin Taylor
(2300). 28... Rg3+!
29. hxg3 hvítur hefði einn-
ig tapað drottningunni
eftir 29. Rxg3 Dxh4. 29...
Hh5 30. Dxh5 Dxh5+ 31.
Kg1 fxg3 32. Rxg3 Dg5
og hvítur gafst upp. Meist-
aramót Skákskóla Íslands
hefst í dag, 23. maí, og
verður framhaldið 24. og
25. maí. Nánari upplýsing-
ar um mótið er að finna á
www.skak.is.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Þessar ungu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar
Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.274 krónur. Þær heita
Tinna Birgisdóttir og Hrafnhildur Ólafsdóttir.
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessir ungu piltar héldu á dögunum hlutaveltu og söfnuðu
kr. 2.210 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ás-
geir Björn Elíasson, Brynjar Skúlason og Jakob Stef-
ánsson.
Morgunblaðið/Ragnhildur
KIRKJUSTARF
SUNNUDAGINN 25.
maí nk. kl. 14 verður
haldin ensk messa í
Hallgrímskirkju. Prest-
ur sr. Bjarni Þór
Bjarnason. Organisti
Jón Bjarnason. Guðrún
Finnbjarnardóttir mun
leiða almennan safn-
aðarsöng.
Messukaffi að athöfn
lokinni. Annað árið í röð
er boðið upp á enska
messu í Hallgrímskirkju
síðasta sunnudag hvers
mánaðar.
Service in
English
SERVICE in English at the
Church of Hallgrímur (Hallgríms-
kirkja). Sunday 25th of May at 2
pm. Holy Communion. The Sixth
Sunday after Easter.
Celebrant and Preacher: The
Revd Bjarni Thor Bjarnason.
Organist: Jón Bjarnason. Lead-
ing singer: Guðrún Finnbjarn-
ardóttir. Refreshments after the
Service.
Ensk messa
í Hallgríms-
kirkju
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í
dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra
hæfi undir stjórn Jóhönnu Sigríðar.
Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn
kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður. Að
þessu sinni kemur Bjarni Karlsson
sóknarprestur í heimsókn, heldur
kyrrðarstund og leikur við börnin.
Gönguhópurinn Sólarmegin. Lagt af
stað frá kirkjunni kl. 10.30 alla miðv.
og föstud. næstu vikur. Allir vel-
komnir. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Breiðholtskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10–12. Kaffi og spjall.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10
ára drengi á laugardögum kl. 11.
Starf fyrir 11–12 ára drengi á laug-
ardögum kl. 12.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11. Bæna-
stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu-
fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp
Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel-
komnir.
Fríkirkjan Kefas. Í dag er 11–13 ára
starf kl. 19.30. Allir 11–13 ára eru
hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóa-
markaður frá kl. 10–18 í dag.
Fíladelfía. Unglingasamkoma kl.
20.30. Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Kl. 21
unglingaskemmtun.
Kirkja sjöunda dags aðventista.:
Laugardagur 24. maí 2003. Fjöl-
skyldudagur í Hlíðardalsskóla, kl. 10
biblíufræðsla, kl. 11.15 guðsþjón-
usta, kl. 15 saga kirkju Sjöunda
dags aðventista á Íslandi í tali og
tónum kl. 19.30 af vettvangi starfs-
ins.
Safnaðarstarf
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
Þessi tíska tryggir það
að maðurinn þinn verður
snöggur upp með veskið!
HLUTAVELTA