Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 49

Morgunblaðið - 23.05.2003, Side 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 49 www.casa.is KEPPNIN um titilinn ungfrú Ísland verður haldin á Broadway í kvöld, föstudagskvöld. Alls tekur 21 stúlka þátt í keppninni og segir Elín Gestsdóttir, fram- kvæmdastjóri hennar, að stúlkurnar hafi staðið í ströngu undanfarna daga. „Frá því í mars hafa verið undankeppnir um allt land en æfingar fyrir aðalkeppnina hófust um síðustu mán- aðamót og hafa stúlkurnar verið stanslaust að síðan þá, á þönum milli líkamsæfinga, í ljósmyndun, í sjónvarps- upptökur, í æfingar á sviðinu, farið saman út að borða og í óvissuferð og nánast hver einasti dagur þaulskipu- lagður.“ Í keppninni sjálfri munu stúlkurnar koma fram í undirfatnaði, sundfatnaði og tískufatnaði, auk þess sem þær koma fram í hefðbundnum síðkjólum. Þeim til liðsinnis verða nokkrir af þátttakendum keppninnar Herra Ísland. Tíu stúlkur verða valdar úr hópnum, og úr þeim hópi krýndar drottningar, meðal annars vin- sælasta stúlkan og ljósmyndafyrirsæta keppninnar, auk þess sem sjónvarpsáhorfendur fá að kjósa sér- staklega þá stúlku sem þeim þykir bera af. Loks verður fegurðardrottningin sjálf krýnd, en allir þátttakendur eru leystir út með veglegum verðlaunum og gjöfum. „Aðalverðlaunin fyrir sigurvegarana er þó kannski tækifærið til að fá að ferðast og taka þátt í fegurð- arsamkeppnum erlendis,“ sagði Elín Gestsdóttir. Ungfrú Ísland í kvöld Manúela Ósk Harðardóttir er núverandi ungfrú Ísland. Scott Weiland, söngvari Stone Temple Pilots, var látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum. Laganna verðir stöðvuðu hann á sunnudags- morgun fyrir að aka ljóslaus, og komu þá auga á fíkniefnin. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemst í kast við lögin, en hann á að baki einhverja dóma fyrir vörslu fíkniefna og ofbeld- isverk. … Drengirnir í Pearl Jam segjast hafa sagt skilið við plötu- fyrirtæki sitt til margra ára, Epic- útgáfufyrirtækið. Eru þeir piltar ekki allskostar hressir með frá- gang mála þar á bæ, en hljóm- sveitin hefur verið bundin útgáf- unni, og hlakka að eigin sögn til að njóta frelsis og vera hjá útgáfu sem kann betur að meta þá. … Bassaleikarinn Flea úr Red Hot Chilli Peppers, réttu nafni Mich- ael Blazary, hyggst söðla um í teiknimyndabransanum en hann hefur verið fenginn til að tala inn á næstu kvikmyndina um krakka- ormana sem kenndir eru við þætt- ina Rug- rats. … Söngvarinn bjartróma Michael Jack- son var lagður inn á spítala á dögunum. Jackson veikt- ist hastarlega, og hefur enn ekki verið upplýst hvað amar að honum, en hann veiktist skömmu áður en hann átti að mæta fyrir rétt í höfundarréttarmáli og segja aðstandendur hans málið hafa tek- ið mjög á hann. …Söngkonunni Britney Spears brá í brún þegar móðir hennar var í skyndi flutt á spítala eftir að hafa hnigið niður. Þær mæðgurnar sátu ásamt fleir- um að snæðingi þegar móðirin fékk aðsvif. Britney ótt- aðist fyrst að einhver hefði byrlað móður sinni ólyfjan, en seinna kom í ljós að um var að ræða hastarleg við- brögð við of- næmislyfi. …Sjaldan er ein bár- an stök í heimi stjarnanna, og varð Elizabet Taylor svo ólánsöm að fá aðsvif við sérstaka heið- urssýningu á mynd hennar Ris- anum („Giant“) á Cannes- kvikmyndahátíðinni. Viðstöddum sýndist El- ísabet vera í einhverju ójafnvægi og virtist snökt- andi að ástæðulausu og virtist bæði áhyggjufull og óróleg. …Hin hæfileikaríka Gwyneth Paltrow hefur ákveðið að mennta sig í eldamennsku, og gerir hún þetta til að gleðja elsk- huga sinn, Chris Martin, sem seg- ist þreyttur á hótelfæði og dreym- ir um heimilislegan mat á enska vísu, – langar mest í góða böku eða væn bjúgu með eggi. … FÓLK Ífréttum NEMENDALEIKHÚS Listahá- skólans frumsýndi á dögunum verkið Tvö hús. Hér er á ferð leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Magnúsar Þórs Þorbergssonar á tveimur verkum Federico Garcia Lorca: Blóðbrullaupi og Heimili Vernhörðu Alba, en Kjartan fer einnig með leikstjórn sýningarinnar. „Þessi leikrit eru keimlík,“ sagði Kjartan í samtali við blaðið. „Þau fjalla bæði um bældar ástir og þjóðfélagsgerð hefndar og karlmennsku sem kúgar allt und- ir sig. Það eru fimm stelpur í út- skriftarbekknum og vandi að finna verk með góðum kven- hlutverkum fyrir svo stóran hóp, en Hús Vernhörðu Alba er með eintómar kvenrullur á meðan Blóðbrullaup er með spennandi karlhlutverk.“ Kjartan segir sýninguna falla vel í kramið hjá áhorfendum, uppselt hafi verið á fyrstu sýn- ingarnar, stemningin góð og fólk hrifið. Sýning Nemendaleikhússins fer fram í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 og eru næstu sýningar á miðviku- dag og fimmtudag og hefjast báð- ar kl. 20. Blóðhiti og bældar ástir Morgunblaðið/Arnaldur Teit þá tjaldið fellur: Björn Thors, Davíð Guðbrands- son, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Esther Talía Cas- ey og Ilmur Kristjánsdóttir. Ögmundur Þór Jóhannesson ljósameistari, Gretar Reynarsson leikmyndahönnuður, Margrét Jónsdóttir búningahönnuður, Sverrir Guðjónsson tónskáld og Kjartan Ragnarsson leikstjóri, keik að sýningu lokinni. Nemendaleikhúsið sýnir Tvö hús, leikgerð á verkum Federico García Lorca Hver tónn/tákn kostar 99 kr. Tónar Tákn TOPP5 Þú finnur rétta tóninn á mbl.is. Yfir 10.000 tónar og tákn. Pantaðu með SMS í 1910. MB david MB island MB manu MB halldor MB mbl Segðu mér allt Birgitta Haukdal MB 21707 Scooter Scooter MB weekend Ne Ver, Ne Bojsia Eurovision: Rússland (t.A.T.u) MB 21717 Jennifer Lopez Eurovision: Austurríki (Alf Poier) MB 21699 Justin Timberlake Eurovision: Þýskaland (Lou) MB 21705 Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.