Morgunblaðið - 23.05.2003, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
0
9
5
5
3
/ S
IA
EFNAHAGSBROTADEILD Ríkis-
lögreglustjóra hóf í gær víðtæka
rannsókn á grunsemdum um stór-
felldan fjárdrátt starfsmanns Lands-
síma Íslands.
Í tilkynningu frá Símanum segir:
„Landssími Íslands hf. óskaði í gær
eftir því við efnahagsbrotadeild Rík-
islögreglustjóra, að embættið tæki til
opinberrar rannsóknar grunsemdir
félagsins um stórfelld auðgunarbrot.
Upp komst um málið þegar innri
endurskoðun félagsins tók út
ákveðna þætti bókhalds þess. Rök-
studdur grunur er um kerfisbundnar
rangfærslur í bókhaldshugbúnaði
fyrirtækisins.“
Við nánari eftirgrennslan innan
fyrirtækisins beindust böndin að ein-
um starfsmanni þess. Að sögn Sím-
ans hefur viðkomandi starfsmanni
þegar verið sagt upp störfum, en
engar vísbendingar eru um að fleiri
starfsmenn Símans séu viðriðnir mál-
ið.
„Rannsóknin mun ná nokkur ár
aftur í tímann og ljóst er að um um-
talsverðar fjárhæðir er að ræða.
Rannsókninni hefur einkum verið
beint að árunum 1999–2000,“ segir í
tilkynningu Símans. „Rannsóknin er
á frumstigi og atvik máls eru ekki
ljós. Ríkir rannsóknarhagsmunir eru
í vegi þess að frekar verði upplýst um
atvik málsins. Málið er nú statt hjá
efnahagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra, en auk þess vinnur innri end-
urskoðun félagsins að gagnaöflun.“
Grunur um „stórfelld auðg-
unarbrot“ hjá Símanum
Einn starfsmaður grunaður –
víðtæk lögreglurannsókn hafin
„ÉG er bara þjálfarinn þeirra,“ seg-
ir Egill Steinar Fjeldsted, yfir-
þjálfari yngri flokka körfuknatt-
leiksdeildar Breiðabliks. Hann
lætur ekki fötlun sína hindra sig í að
sinna starfi sínu en Egill hefur verið
bundinn við hjólastól í níu ár eftir
umferðarslys. Hann þjálfar sjálfur
7. og 8. flokk og á ríkan þátt í að
iðkendum hefur fjölgað úr 80 í rúm-
lega 300 á nokkrum misserum.
„Það eru allt að 40 krakkar í
yngstu flokkunum og við erum
ánægðir með hvernig til hefur tek-
ist. Krakkarnir hafa nóg fyrir stafni
og sem dæmi má nefna að A-liðið í 8.
flokki lék 70 leiki á sl. ári og æfði að
meðaltali 5 sinnum í viku,“ segir
Egill. Hann vill hins vegar ekki gera
mikið úr sérstöðu sinni sem þjálfara
og segist komast á flesta staði sjálf-
ur en að hann fari aftur á móti ekki
oft út á land með flokkum sínum.
Egill segist hafa aðstoðarmenn til
þess að sýna æfingar og tækniatriði.
Egill Steinar Fjeldsted ræðir við lærisveina sína á æfingu hjá Breiðabliki.
Fötlunin
er lítil
hindrun
Ég er bara þjálfarinn/44
Morgunblaðið/Kristinn
ingu barnabóta. Lánshlutfall al-
mennra íbúðalána verður hækkað í
áföngum á kjörtímabilinu í allt að
90% af verðgildi eigna, „að ákveðnu
hámarki“. Þetta er á meðal þess sem
fram kemur í stefnuyfirlýsingu rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks, sem samþykkt
var í stofnunum flokkanna í gær-
kvöldi.
Í stefnuyfirlýsingunni kemur fram
að aukið svigrúm ríkissjóðs verður
nýtt til að tryggja aukinn kaupmátt
þjóðarinnar með „markvissum að-
gerðum í skattamálum“. Þannig verð-
ur tekjuskattsprósenta á einstaklinga
lækkuð um allt að 4%, eignarskattur
felldur niður, erfðafjárskattur sam-
ræmdur og lækkaður og „virðisauka-
skattkerfið tekið til endurskoðunar
með það í huga að bæta kjör almenn-
ings“. Þá er ætlunin að auka mögu-
leika almennings á skattfrjálsum líf-
eyrissparnaði. Skattalækkanirnar á
BEINN stuðningur við barnafjöl-
skyldur verður aukinn með hækkun
barnabóta og frítekjumarks þeirra og
áfram verður dregið úr tekjuteng-
að ákveða nánar í tengslum við gerð
kjarasamninga.
Endurskoða og einfalda á al-
mannatryggingakerfið og sérstak-
lega skoða samspil þess við skattkerf-
ið og lífeyrissjóðina. Kanna á hag-
kvæmni þess að fela lífeyrissjóðunum
að sjá um greiðslu elli- og örorkulíf-
eyris almannatrygginga.
Draga á úr skerðingum á bótum
öryrkja vegna atvinnutekna og
hækka örorkulífeyri yngri öryrkja
sérstaklega. Þá verður lögð áherzla á
að tryggja sérstaklega hag þeirra ör-
yrkja, fatlaðra og aldraðra sem
lægstar tekjur hafa.
Huga á að því að lækka endur-
greiðslubyrði námslána og endur-
skoða lög um Lánasjóð íslenskra
námsmanna.
Stjórnarflokkarnir hyggjast nýta
kosti breyttra rekstrarforma og þjón-
ustusamninga um einstaka þætti í
heilbrigðiskerfinu, „án þess að dregið
verði úr rétti allra til að nota heil-
brigðisþjónustu“. Vinna á að aukinni
þjónustu við geðfatlaða og huga sér-
staklega að börnum og unglingum
með geðraskanir og þroskafrávik.
Treysta á stuðning við fatlaða og geð-
sjúka, m.a. með auknu framboði á
skammtímavistun og stoðþjónustu.
Þá verði langveikum „gert kleift að
takast á við veikindi sín með fjárhags-
legum og félagslegum stuðningi“.
Ríkisstjórnin hyggst ljúka við
rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma. „Orkulindir hvers
svæðis verði nýttar af skynsemi til að
byggja upp atvinnu og efla mannlíf.
Áherzla verði lögð á að saman fari
nýting auðlindanna og náttúru-
vernd,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er
jafnframt kveðið á um að áformum
um þjóðgarð norðan Vatnajökuls
verði fylgt eftir.
Ríkisstjórn hyggst hækka
barnabætur og íbúðalán
Aukin velmegun/29
Greiðslubyrði námslána lækkuð – minni tekjutenging barna- og örorkubóta
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur
ákveðið að fella niður sýningu á
stóra sviði leikhússins á laug-
ardag vegna Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva sem
þá fer fram. Til stóð að sýna
leikritið Allir á svið en eftir að
afpantanir á miðum tóku að
berast var ákveðið að aflýsa
sýningunni.
„Það var svolítið um að fólk
væri búið að kaupa miða þetta
kvöld en áttaði sig svo á að
söngvakeppnin væri þetta
sama kvöld,“ segir Björg
Björnsdóttir, kynningarstjóri
leikhússins. Leikritið sem átti
að sýna er farsi og segir Björg
að það hafi skipt höfuðmáli þeg-
ar ákveðið var að hætta við. „Í
farsa eru áhorfendur lykilatriði
í því að rétt stemning skapist,
en hún næst síður ef verið er að
leika fyrir fáa og því var ákveð-
ið að fara þessa leið.“
Borgarleikhúsið ætlar að
bregðast við söngvakeppninni
með sérstöku tilboði.
Sýning felld
niður vegna
söngva-
keppni
SEINNI HLUTA niðurstaðna Sam-
keppnisstofnunar úr athugun á
meintu samráði milli olíufélaganna
er að vænta síðar á þessu ári. Þetta
var meðal þess sem fram kom í máli
Kristjáns Loftssonar, formanns
stjórnar Kers hf., á aðalfundi félags-
ins í gær.
Hann sagði félagið hafa unnið
áfram með Samkeppnisstofnun að
því að upplýsa málavexti um meint
samráð olíufélaganna og að fyrir
lægju nú þegar drög að fyrri hluta
niðurstöðu rannsóknarinnar.
Olíufélögin þrjú, Olíufélagið ehf.,
sem er dótturfélag Kers, Olís hf. og
Skeljungur hf., hafa á annað ár verið
í rannsókn hjá Samkeppnisstofnun,
eða frá því stofnunin gerði húsleit
hjá félögunum í desember 2001.
Kristján greindi frá því að búast
mætti við að niðurstaða Kauphallar
Íslands vegna óskar Kers um af-
skráningu félagsins myndi liggja
fyrir innan skamms. Þá sagði hann
að tæplega 98,8% hlutafjár í Keri
væru nú í höndum tveggja hluthafa,
Vörðubergs ehf. og Gerðis ehf.
Niðurstöður
væntanlegar
síðar á árinu
Tveir hluthafar/12
Olíufélögin og
Samkeppnisstofnun