Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
B
ÍLASTÓÐIÐ við bæinn Ystafell í Kinn vekur athygli veg-
farenda. Þetta eru skrýtnar skepnur í hæðum og lautum
og á dreif um alla móa. Það ægir saman kunnuglegum
tegundum, eins og Ford-vörubíl, Fordson Major-
dráttarvél og Rússajeppa. Hjá mykjudreifara standa
Lundúnaleigubíll og virðulegur Oldsmobile-ráðherrabíll frá Wash-
ington. Skepnurnar eru svo margar að ætla mætti að tónleikar stæðu
yfir með Húsavíkurmærinni Birgittu Haukdal.
Við nánari skoðun er Birgitta úr myndinni, því árgerð bifreiðanna
bendir til tónleika fyrr á síðustu öld. Ef til vill í upphafi áttunda ára-
tugarins. Þá væri Húsavíkursveitin Forhúð nær lagi. Nú eða enn fyrr.
Þá væri Ingimar Eydal að glamra á píanóið. Vitið þér það, en hitt vissi
ég, að Skódinn hans er heima. Á meðal skepnanna er einn af fimmtán
Skódum sem Ingimar átti á lífsleiðinni. Í honum hossaðist hann um
landið með hljómsveit og hljóðfærum. Og ferðinni
lauk í bæjarhlaðinu á Ystafelli.
Friðgeir Andri, sem fermist á hvítasunnudag,
tekur á móti blaðamanni og segist halda með
Chelsea. Ekkert skrýtið við það. Eiður Smári er
nú einu sinni frá Húsavík að langfeðgatali. Í einni
af mörgum skemmum á Ystafelli er raunar verið
að gera upp peningaskáp sem var í eigu Þórðar Guðjohnsens langa-
langalangafa Eiðs Smára, eins og blaðamaður fræðist um þegar hann
fær sér sjávarréttasúpu á Gamla Bauk við Húsavíkurhöfn.
Hann er kominn af Arnóri, Eiði, Þórði, Stefáni og svo gamla Þórði
Guðjohnsen, segir gestrisinn heimamaður og verkalýðsleiðtogi á næsta
borði og stendur upp frá matardisknum til þess að rekja ættir Eiðs
Smára.
Peningaskápurinn a’tarna var notaður í Guðjohnsensverslun, sem
fjölskylda Eiðs Smára rak. Þar fengust helstu nauðsynjar. Ef til vill
líka fótbolti. Og það vantar ekki grasvellina í Köldukinnina, þótt mörk-
in séu stopul. Á völlunum er búfénaður á beit, – kýr, rollur, holdanaut
og hestar. En búfénaðurinn er úr járni á Ystafelli. Og boltarnir líka.
Einu sinni var það bílakirkjugarður. Nú heitir það Samgöngu-
minjasafn.
Allt gamalt er haldið í heiðri á Ystafelli. Jafnvel Samband íslenskra
samvinnufélaga, sem þar var stofnað árið 1902, tilheyrir horfinni öld.
Flestir bílarnir standa undir berum himni og bera aldurinn með sér,
sumir ryðbrúnir, í marga vantar hurðir, rúður, sæti og enn aðra vél-
arnar. Í stærstu skemmunni eru flestir bílarnir hins vegar sem nýir.
Og bílarnir á Ystafelli veita innsýn í mannlíf liðinnar tíðar.
Eflaust hefur Jóhannes Hermundarson líkkistusmiður verið stoltur
af Fordinum, sem kom til landsins árið 1929. Ingólfur Kristjánsson,
sem hóf búskapinn með bílana árið 1946, ætlaði að vísu að breyta hon-
um í heyvagn þegar hann keypti bifreiðina tíu árum síðar, en einn af
sonum hans lagðist gegn því. Og nú er uppgerður bíllinn sem nýr, –
eins og hann stóð á bryggjunni fyrir rúmum sjötíu árum.
Þarna er líka fyrsti snjóbíll Guðmundar Jónassonar. Hann fór út í
búð til að kaupa ísskáp fyrir konuna en kom heim með snjóbíl. Við suð-
urvegginn er eini gangfæri skriðdrekinn á landinu.
Það er til hræ af skriðdreka sömu gerðar í Berufirði, segir Sverrir
Ingólfsson, forstöðumaður Samgönguminjasafnsins, sem býr á Ysta-
felli með eiginkonunni Guðrúnu Petreu Gunnarsdóttur og syninum
Friðgeiri Andra.
Hafið þið ekki reynt að verða ykkur úti um skriðdrekann? spyr
blaðamaður.
– Jú, en hann eiga fimm bræður og þeir eru aldrei sammála allir í
einu, svarar Sverrir og brosir elskulega.
Hann sýnir blaðamanni skemmurnar á Ystafelli, sem eru eins og úr
ævintýramynd Disney. Ef Disney hefði aðeins nógu fjörlegt ímynd-
unarafl. Það sést ekki í veggina fyrir bílapörtum af öllum stærðum og
gerðum, blöndungar, kúplingsdiskar, hásingar, stýrismaskínur, gír-
kassar, ýtuhús og fleira og fleira og svo miklu fleira. Ætli ekki væri
hægt að hnýta viftureimarnar um jörðina – svo margar eru þær. Hver
skemman tekur við af annarri, ranghalarnir margir og um völundar-
húsið ratar aðeins Sverrir – hann einn þekkir hvað flokkað er í gömlu
mjólkurfernurnar. Það er mjólkin á þessum bæ sem nefndur hefur ver-
ið Mekka bifvélavirkjanna.
– Það stoppaði einu sinni bíll á hlaðinu, maður steig út, kraup og
kyssti jörðina, segir Sverrir brosandi og bætir við: Maðurinn var far-
þegi og greinilega búinn að fá sér neðan í því. Þetta kostaði svo mikið
átak að hann datt aftur fyrir sig þegar hann reis upp. Svo steig hann
aftur upp í bílinn og hvarf á braut. Viðmótið er hlýtt á Ystafelli. Öllum
er tekið opnum örmum á einstæðu og lifandi safni, – því enn er unnið
að viðgerðum og bætt við bílum og varahlutum. Sá fjárstuðningur sem
borist hefur frá stjórnvöldum sýnir hverju má áorka í grasrótinni þeg-
ar frumkvæðið er einstaklinganna; nýting fjármunanna er aldrei betri.
Ryðguð rúta er á beit við Ystafell. Ef til vill heyrist einhvern tíma
flautið í þessum stæðilega búpeningi innan um vellandi spóa, hneggj-
andi hrossagauk og syngjandi lóu. Sérkennilegar skepnur a’tarna.
Morgunblaðið/Pétur Blöndal
Bílastóðið í
Köldukinn
SKISSA
Pétur Blöndal
kynntist skrýtn-
um skepnum í
Köldukinn
EFTIR að háskólum á Íslandi
fjölgaði og stúdentum bauðst fjöl-
breyttara nám þurfa skólarnir að
hafa meira fyrir því að kynna
starfsemi sína fyrir öllu því unga
fólki sem hyggur á háskólanám í
haust.
„Við höfum hannað kynningar-
og auglýsingaefni og höfum sýnt
okkur með nýjum hætti undanfar-
ið,“ segir Stefanía K. Karlsdóttir,
rektor Tækniháskóla Íslands.
Ár er liðið síðan Tækniháskólinn
var stofnaður á grunni Tækniskól-
ans. Stefanía segir því nauðsynlegt
að ná til hugsanlegra nemenda til
að fá góða námsmenn, sérstaklega
í tæknigreinar. Fleiri umsóknir
berast í viðskiptafræðigreinarnar.
Hún segir skólann hafa auglýst
mun meira í ár en nokkru sinni áð-
ur, t.d. með sérblaði sem fylgdi
Morgunblaðinu. Allt kynningarefn-
ið sé nú markvissara og betra að
gæðum og dreift víðar en áður.
„Það hefur vakið eftirtekt mína
að háskólarnir eru að auglýsa gríð-
arlega mikið. Einnig vekur athygli
að háskólar sem eru sjálfseign-
arstofnanir auglýsa mun meira en
ríkisháskólarnir. Þeir geta veitt
meira fjármagni í þennan mála-
flokk heldur en við,“ segir Stef-
anía.
Hún segir dýrt að herja á mark-
aðinn og Tækniháskólinn þurfi að
nýta þá fjármuni sem skólinn hef-
ur til umráða mjög vel. „Við erum
í hörkusamkeppni, sem er nýtt
fyrir margar menntastofnanir, og
leggst mjög vel í mig. Ég vil meina
að samkeppni leiði af sér betri
verk og meiri metnað. Hún kemur
þeirri hugsun að hjá stjórnendum
skólans að við þurfum að vera
betri í dag en í gær og betri en
hinir,“ segir Stefanía.
Leggja áherslu
á sérstöðu
A. Agnes Gunnarsdóttir, sem
starfar að kynnningar- og mark-
aðsmálum hjá Viðskiptaháskólan-
um á Bifröst, segir augljóst að há-
skólar auglýsi meira í fjölmiðlum
nú en áður. Aukin samkeppni
hvetji skólana til að ná til nem-
enda á sem fjölbreyttasta hátt.
Hún segir Viðskiptaháskólann á
Bifröst leggja ríka áherslu á sér-
stöðu sína meðal háskóla á Íslandi.
Staðsetning skólans, kennsluhætt-
ir og háskólaþorpið, þar sem nem-
endur og starfsfólk bæði býr og
starfar, gefi kost á annars konar
umhverfi og menntun en í stórum
skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Samskipti við nám og störf verða
persónulegri og alltaf er miðað við
að vera með nýjasta námsefnið og
sem bestan aðbúnað.
Agnes hefur eins og kynning-
arstjórar annarra háskóla dreift
bæklingum til stúdentsefna í vor,
farið í heimsókn í flesta fram-
haldsskóla landsins til að kynna
námið á Bifröst, auk þess að taka
á móti einstaklingum sem koma í
heimsókn.
Listaháskólinn
kynnir sig sjálfur
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor
Listaháskóla Íslands, segir skól-
ann í raun kynna sig sjálfur. „Það
eru nemendurnir sem kynna skól-
ann með sínum verkefnum,“ segir
hann. Stjórnendur Listahaskólans
starfi við þá sérstöðu að þurfa að
velja um 130 nemendur úr hópi
mörg hundruð umsókna.
Hann segir ekki hlaupið að því
að sækja um í nám í listaháskóla
og margir hafi undirbúið sig í
mörg ár og safnað saman efni til
að leggja fram til grundvallar um-
sókninni. Því sé skólinn í góðu
samstarfi við framhaldsskólastigið.
Hann segir flesta sem sækja um
vera búna að stefna að því mjög
lengi.
„Okkar hlutverk er að vinna
með framhaldsskólastiginu svo
skólarnir viti hvers við krefjumst
og við vitum hvernig þeir hegða
undirbúningi nemenda,“ segir
Hjálmar. Þetta samstarf þurfi að
þróa frekar til að kynna starfið
fyrir áhugasömum nemendum.
Samhliða þessu tekur skólinn þátt
í kynningardegi í Háskóla Íslands
ár hvert og fjölmargir nemendur
heimsækja skólann.
Gott nám
lykillinn
Þórir Hrafnsson, forstöðumaður
viðskiptatengsla Háskólans í
Reykjavík, segir að fyrst og síðast
þurfi að bjóða upp á gott nám til
að fá ungt og efnilegt fólk í skól-
ann. Engin galdrameðöl gildi ef
námið standist ekki kröfur sem
nemendurnir setji.
Þórir segir Háskólann í Reykja-
vík auglýsa í fjölmiðlum en einnig
heimsækir starfsfólk framhalds-
skóla og sendir kynningarbæk-
linga til stúdentsefna. Hann segist
finna fyrir því að fleiri keppi nú
um góða nemendur en samkeppni
sé af hinu góða og leyfi engum að
halla sér aftur og slaka á gæða-
kröfum.
Auglýsingar
nauðsynlegar
Jóna Jónsdóttir, kynningarstjóri
Háskólans á Akureyri, segir nú
auglýst í stærri miðlum sem ná til
stærri hóps en áður. Einnig sé
stúdentum sendur kynningarbæk-
lingur og vel flestir framhaldsskól-
ar heimsóttir.
Hún segir Háskólann á Akur-
eyri hafa reglulega opið hús fyrir
þá sem vilja kynna sér skólann
betur og þess á milli komi hópar í
heimsókn.
Nemendur alls staðar að af
landinu sækja nám á Akureyri.
Jóna segir það eftirsóknarvert fyr-
ir marga nemendur að komast í
nýtt umhverfi og kynnast nýjum
hlutum. Þá bjóðist nám á Akureyri
sem ekki býðst annars staðar og
þó skólinn telji sex deildir er fjöl-
mennið ekki mikið. Það gefur færi
á persónulegri samskiptum og fjöl-
breyttari verkefnavinnu sem teng-
ist raunhæfum vandamálum at-
vinnulífsins.
Jóna segir meiri auglýsinga-
mennsku vera í takt við þróun sem
á sér stað á öllum sviðum þjóð-
félagsins. Háskólar séu þar ekki
undanskildir. Þeir sem ekki fylgi
þessari þróun eigi það á hættu að
sitja eftir og heltast úr lestinni.
Hún segir brautskráða nemendur
bestu leiðina til að ná til hugs-
anlegra nemenda en alltaf séu ein-
hverjir sem þekki ekki einstakling
sem hafi upplifað nám á Akureyri.
Því þurfi Háskólinn á Akureyri að
auglýsa eins og aðrir skólar.
Alþjóðleg
samkeppni
Guðrún Bachmann, kynningar-
stjóri Háskóla Íslands, segir sam-
keppni milli háskóla um nemendur
löngu til komna. Hún segir mik-
ilvægt að tilvonandi nemendur fái
sem réttasta mynd af því námi
sem í boði er, innihaldi þess og
gæðum og geti gert raunverulegan
samanburð.
Guðrún segir Háskólann ekki
síst vera í alþjóðlegri samkeppni
um nemendur og kennara. Sér-
staða Háskóla Íslands sé hin mikla
fjölbreytni í námsframboði og
samsetningu námsins. Þá sé hann
öflugur rannsóknaháskóli með
sterk alþjóðleg tengsl og þjónusta
við nemendur sé mikil. Aldur skól-
ans og gildi fyrir samfélagið og at-
vinnulífið skapihonum einnig sér-
stöðu.
Tilvonandi nemendur fara ekki
lengur sjálfkrafa í Háskóla Íslands
í háskólanám. Skólinn leggur því
áherslu á öflugt kynningar- og
tengslastarf sem er unnið með
margvíslegum hætti, innanlands
og utan. Auglýsingar eru aðeins
einn liður í kynningarstarfi skól-
ans og ekki mikið notaðar. Fyrst
og fremst er það orðspor Háskóla
Íslands, gæði námsins og sýnileiki
Háskólans í samfélaginu sem
skiptir máli, að sögn Guðrúnar.
Háskólar á Íslandi auglýsa í fjölmiðlum eftir nemendum
Enginn háskóli
getur setið hjá
Forsvarsmenn háskóla
á Íslandi eru sammála
um að meira sé auglýst
eftir nemendum nú en
undanfarin ár. Enginn
geti setið hjá og sam-
keppni sé af hinu góða.
Brautskráðir nemendur
og samkeppnishæft nám
er eftir sem áður besta
auglýsingin. Í kynning-
arstarfi sínu leggja skól-
arnir áherslu á sérstöðu
sína í samanburði við
aðra háskóla.
Morgunblaðið/Golli
Háskólar á Íslandi standa fyrir kynningardögum fyrir stúdenta ár hvert.
Þá gefst fólki kostur á að kynnast skólunum og því námi sem í boði er.