Morgunblaðið - 01.06.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 01.06.2003, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VITAÐ var að gríðarlegarframkvæmdir þyrftu aðeiga sér stað í Aþenu áð-ur en að stóra deginumkæmi á setningarhátíð- inni hinn 13. ágúst árið 2004, en leik- unum lýkur 29. ágúst. Hugarfar íbúa í Suður-Evrópu hefur oftar en ekki einkennst af ró- legheitum og flest er gert á allra síð- ustu stundu. Nú þegar rúmt ár er þar til leikarnir eiga að hefjast eru blikur á lofti hvað varðar keppnisað- stöðuna í Aþenu, samgöngur og síð- ast en ekki síst er skortur á gistirými gríðarlegur – í dag skortir um 10 þúsund herbergi í Aþenu fyrir blaða- menn og gesti á leikunum. Forseti IOC, Jacques Rogge, hef- ur ítrekað sent framkvæmdanefnd leikanna tóninn á undanförnum mán- uðum og lýst yfir áhyggjum sínum af seinagangi í framkvæmdum. Denis Oswald, meðlimur í IOC, er sérstak- ur eftirlitsmaður í Aþenu og hefur hann látið hafa eftir sér að nokkur mannvirki séu nú þegar þremur mánuðum á eftir áætlun og þar á meðal eru knattspyrnuvöllurinn, og gríðarlega flókið glerþak sem á að vera yfir áhorfendastúkunni á aðal- keppnisvellinum í frjálsíþróttum. Þak sem á að geta skýlt fyrir rign- ingu á öllum vellinum ef svo ber und- ir. Oswald er samt sem áður bjart- sýnn og vongóður um að allt verði tilbúið á réttum tíma. Þrefað um flesta hluti Í febrúar ritaði Rogge fram- kvæmdanefnd leikanna bréf þar sem hann krafðist þess að framkvæmd- um yrði hraðað og öllu þrefi um að- gerðir í borgarstjórn Aþenu yrði hætt. Þetta var í annað sinn á þrem- ur árum sem IOC sendi fram- kvæmdaaðilum formlega kvörtun um gang mála og árið 2000 var leitt að því getum að ekkert yrði af leik- unum í Aþenu vegna tafa á fram- kvæmdum. „Á fyrstu átján mánuð- unum eftir að leikunum var úthlutað til Aþenu var innra skipulag þeirra sem þurftu að starfa saman í molum. Það er ekki gert ráð fyrir varaáætlun hvað varðar Ólympíuleika og allt verður að vera á áætlun frá upphafi til enda. Ólympíuleikar verða ekki fluttir til á síðustu stundu – það er óhugsandi,“ sagði Rogge í upphafi ársins 2000. Oswald hefur staðið í ströngu við að „yfirheyra“ byggingaverktaka sem eru að reisa ýmis mannvirki. Fjölnota íþróttamannvirki á gamla flugvellinum í Aþenu fór mjög seint af stað. Jarðvísindarannsóknir töfðu framkvæmdir við júdóhöllina í Liosia, vitað er að kostnaðaráætlanir munu ekki standast, en verktakar vita hinsvegar að gríska ríkisstjórnin mun greiða aukakostnaðinn til þess að sýna heimsbyggðinni að landið er í stakk búið að takast á við slíkt risa- verkefni. Framkvæmdanefndin í vörn Leikarnir fóru síðast fram í Aþenu árið 1896 og á fundi IOC hinn 5. sept- ember árið 1997 var Aþenu falið að halda leikana en Buenos Aires í Arg- entínu, Höfðaborg í S-Afríku, Róm á Ítalíu og Stokkhólmur í Svíþjóð sótt- ust einnig eftir hnossinu. Oswald segir við þýska tímaritið Der Spiegel að líklega þurfi að draga úr íburði í mörgum mannvirkjum og þá aðallega því sem snýr að aðstöðu áhorfenda til þess að auka líkurnar á því að allt verði tilbúið á réttum tíma. Framkvæmdaaðilar leikanna, borgarstjórn Aþenu sem og gríska ríkisstjórnin, hafa verið í varnar- stöðu allt frá árinu 1997. Þessir að- ilar hafa staðið í ströngu og segja að töfum vegna undirbúningsvinnu við framkvæmdir á mannvirkjum verði mætt með því að hraða framkvæmd- unum. Mikið hefur mætt á Gianna Ang- elopoulos sem stýrir framkvæmda- nefnd leikanna en hún hefur sagt að Aþena sé á viðkvæmu stigi en að takturinn sé hraðari í öllum fram- kvæmdum þessa stundina. Gríska ríkisstjórnin hefur höfðað til samkenndar í landinu enda tók öll undirbúningsvinna gríðarlega lang- an tíma vegna verkfalla, pólitískra deilna, lögsókna, umhverfismats og síðast en ekki síst – 3.000 ára gam- alla fornleifa sem ávallt finnast þeg- ar stungið er niður skóflu í Aþenu. Angelopoulos er bjartsýn Grikkir hafa þó ekki setið með hendur í skauti frá árinu 1997 þegar þeir fengu ÓL í hendurnar því árið 2000 var fyrsti hluti af neðanjarðar- lestakerfi borgarinnar tekinn í notk- un, auk þess sem nýr alþjóðlegur flugvöllur var settur á laggirnar ári síðar. Gianna Angelopoulos sendi frá sér fréttatilkynningu 16. maí eftir að IOC hafði fundað með framkvæmda- nefnd leikanna. Þar segir m.a. að engan tíma megi missa á næstu 15 mánuðum en að hún sé sannfærð um að öllum framkvæmdum verði lokið á réttum tíma. Þar nefnir hún að búið sé að setja upp aðstöðu fyrir sjón- varpsútsendingar og aðstöðu fyrir lyfjaprófanir. Þá geti neðanjarðar- lestakerfið tekið við allt að 80.000 farþegum á dag en eins og áður segir er aðeins fyrsti hluti af fjórum í notk- un í dag, 80.000 hafi sótt um að ger- ast sjálfboðaliðar og miðasala hófst 12. maí sl. Tjaldað á umferðareyju? Á þingi íþróttafréttamanna frá Norðurlöndum í Rovaniemi í Finn- landi á dögunum var mikið rætt um aðstöðu fréttamanna í Aþenu. Vitað er að skortur er á gistirými og er eft- irspurnin svo mikil að gistinótt á þokkalegu hóteli mun seljast á allt að 50 þúsund ísl. kr. Rætt var um að blaðamenn myndu margir hverjir leita á önnur mið, í herbragga og heimagistingu. Sumir sögðu að ef allt um þryti væri alltaf hægt að tjalda á umferðareyju í sumarhitunum í Aþenu. Í apríl sl. voru framkvæmdir við hótel sem ætluð voru fyrir blaða- menn stöðvaðar þar sem í ljós kom að framkvæmdin var ólögleg. Einnig er fyrirséð að margar þjóð- ir geta ekki sent eins marga blaða- menn til Aþenu og þær vildu. Styrkt- araðilar Ólympíusambanda víðs- vegar um heim eru einnig í vand- ræðum með gistirými en það hefur tíðkast að bjóða fulltrúum þeirra á ÓL. Fjölmörg skemmtiferðaskip verða í höfninni í Aþenu í þeim til- gangi að taka við slíkum gestum en einnig á þessum stöðum er erfitt að fá gistingu. Eins og gefur að skilja eru margir sem hafa verulegar áhyggjur af ástandinu í Aþenu en Grikkirnir slá létt á öxlina á þeim sem hafa um þá efasemdir, brosa og segja að þetta muni allt saman „reddast“ á síðustu stundu að sjálfsögðu. ÞAÐ er í mörg horn að líta þegar kemur að því að skipuleggja stærsta íþróttaviðburð veraldar. Hér eru nokkrar staðreyndir um hve stór þessi atburður er í raun og veru.  301 verðlaunaafhending fer fram á 16 dögum.  28 keppnisgreinar eru á dag- skrá og fara fram á 38 keppni- stöðum.  10.500 keppendur og 3.000 þjálfarar og fararstjórar frá 199 löndum.  16.000 starfsmenn frá ljós- vakamiðlum verða á svæðinu auk 5.500 blaðamanna og ljósmyndara  Í Ólympíuþorpinu verða 16.000 íþróttamenn og þjálf- arar.  Allt að 45.000 manns munu starfa við öryggisgæslu í Aþenu. 25.000 lögreglumenn, 7.000 hermenn, 3.000 frá strandgæslunni, 5.000 örygg- isverðir og 1.500 slökkviliðs- menn auk 5.000 sjálfboðaliða. Mikið um að vera STEFÁN Snær Konráðsson framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands var á dögunum á fundi í Eist- landi þar sem málefni Aþenu voru rædd af fulltrúum Ól- ympíunefnda í Evrópu. Stefán sagði að Grikkirnir bæru sig vel og lofuðu því að allt yrði til reiðu í ágúst á næsta ári en þrátt fyrir það hefðu fulltrúar framkvæmdanefndar Aþenu ekki náð að sannfæra alla um að allt yrði til reiðu. „Það hefur verið mikill hægagangur í byggingu lykil- íþróttamannvirkja á svæðinu og það er nokkur óvissa um hvernig til tekst. Sem dæmi má nefna að ári áður en leik- arnir fóru fram í Sydney var búið að „prufukeyra“ mót á flestum keppnistöðunum. Þannig var hægt að sjá hvort eitthvað rækist á miðað við þá dagskrá sem búið var að skipuleggja. Ég get ekki séð að slíkt verði gert áður en leikarnir hefjast í Aþenu,“ sagði Stefán en samgöngu- málin í borginni eru einnig lykilatriði í hugum flestra. „Það var gríðarlega gott samgöngukerfi í Sydney og við sjáum það nú þegar að Aþena býður ekki uppá jafn gott kerfi og þá sérstaklega á milli keppnisstaða. Eða til og frá Ólympíuþorpinu þar sem keppendurnir dvelja. Það er búið að taka í notkun hluta af neðarjarðarlestarkerfi í borginni en það er ljóst að samgöngumálin verða vandamál.“ Stefán bætti því við að flestir reyndu að sjá hlutina í Aþenu með jákvæðum hætti en vissulega væri ástandið ekki eins og það ætti að vera. „Fulltrúar leikanna sem fram fara í Peking árið 2008 segja að þeir gætu í raun haldið Ólympíuleika þegar á næsta ári. Þannig að Grikkirnir þurfa að spýta í lófana og láta verkin tala á næstu mánuðum,“ sagði Stefán. Stefán Snær Konráðsson Samgöngurnar verða vandamál Ringulreið í Aþenu Ólympíuleikarnir sem fram fara í Aþenu í ágúst á næsta ári eru tilhlökkunarefni fyrir flesta sem þangað hafa stefnt sem afreksmenn í íþróttum, enda um að ræða stærsta íþróttaviðburð heims. Grikkir eru stoltir yfir að hafa fengið þetta verkefni frá Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, en landið státar af fágætri menningu og arfleifð sem margir vilja heimsækja. Sigurður Elvar Þórólfsson segir þó að nú þegar nær dregur leikunum sé ekki laust við að margir hafi verulegar áhyggjur af ástandinu í Aþenu. Reuters Jacques Rogge, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, og Gianna Angelopoul- os, sem stýrir framkvæmdanefnd leikanna í Aþenu, afhjúpa ólympíukyndilinn. Morgunblaðið/Kristinn Akrópólishæð í Aþenu. Ólympíuleikarnir 2004 verða haldnir í Grikklandi, en nú þegar rúmt ár er til stefnu eru blikur á lofti hvað varðar keppnisaðstöðuna í Aþenu, samgöngur og skort á gistirými. seth@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.