Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 16
16 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RAUÐI DREGILLINN: Fyrir miðri
lífæð Cannes-hátíðar, á La Croisette-
strandgötunni, er sjálft hjartað, Há-
tíðarhöllin, og margumræddur rauður
dregill, sem liggur upp tröppurnar inn
í Lumiére-sýningarsalinn reisulega.
Öngþveitið er jafnan mikið þegar
stjörnurnar renna í hlað og ganga
dregilinn, veifa til aðdáenda sinna og
ljósmyndara, sem umlykja allt, eftir
fyrirfram ákveðnum tilskipunum.
FASTIR LIÐIR EINS OG VENJU-
LEGA:Þeir sem venja komu sína á há-
tíðina taka eftir ýmsu sem seint ætlar
að breytast. Seint verður opinbert
veggspjald hátíðarinnar t.d. smekklegt.
Alltaf eru þeir á sínum stað sömu
götulistamennirnir og svo eru jú alltaf
einstaka heimamenn sem gera heið-
arlega en vonlitla tilraun til að þess að
leiða hjá sér allt húllumhæið.
MEGUM VIÐ VERA MEÐ: Dag hvern er skipulögð sérstök myndataka af stjörnunum sem keppa um Gullpálmann. Hér slá
ljósmyndarar á létta strengi með breska leikstjóranum Peter Greenaway sem gerði þau „reginmistök“ að stilla sér upp
þar sem vaninn er að sigurvegari sýni verðlaunagripi sína.
LJÓSMYNDAKOSS:Enn þykir það mikil upphefð að vera boðinn á Cannes-hátíðina
og gjarnan má sjá stjörnurnar gera sitt til þess að varðveita minningarnar. Hin
spænska Pénelope Cruz var aðalstjarna opnunarmyndarinnar Fanfan La Tulip og
hlaut mikla athygli fyrir er hún mætti til sýningarinnar. Sjálf veitti hún ljósmyndara
Morgunblaðsins athygli er þau smelltu hvort á annað þessum „ljósmyndakossi“.
SVARTIR MÁGAR: Á hátíðinni eru jafnan allnokkrir Íslendingar að sinna ýmsum
erindagjörðum. Ingvar E. Sigurðsson kom vegna frumsýningar Stormy Weather,
sem hann leikur í, en með honum í för var mágur hans Sigurður Arnljótsson.
Cannes – Cannes – Cannes
Hvar verður þessi Cannes-kvik-
myndahátíð haldin í ár? á popp-
stjarnan Christina Aguilera að hafa
spurt. Kannski heimskuleg spurn-
ing. Og þó ekki, því hugtakið Cann-
es er orðið svo órjúfanlegur hluti
kvikmyndalistarinnar, en ekki beint
sjálfur bærinn litli í Provence-héraði
í Suður-Frakklandi heldur hátíðin
sem þar er haldin, einmitt árlega
eins og Aguilera blessunin gat sér
rétt til um. Halldór Kolbeins
ljósmyndari og Skarphéðinn
Guðmundsson blaðamaður sóttu
bæinn heim og hátíðina sem lauk
um síðustu helgi og fylgdust
hugfangnir með þessum skrautlega
darraðardansi.
MANNLÍFIÐ HJÁ MIÐSTÖÐINNI: Aðsetur nýstofnaðrar Kvik-
myndamiðstöðvar Íslands var samkomustaður norrænu þátt-
takendanna á hátíðinni, kvikmyndagerðarmanna, sýning-
armanna og blaðamanna. Hér ræðir Laufey Guðjónsdóttir
framkvæmdastjóri við Börk Gunnarsson kvikmyndagerðar-
mann og framleiðanda fyrstu myndar hans Vratislav Slajer.
HITTU EKKI: Jackie Chan og Steve Coogan, aðalleikarar nýrr-
ar útgáfu á Umhverfis jörðina á 80 dögum, gerðu heiðarlega
tilraun en misheppnaða til þess að smella kossi á mótleikkonu
sína, hið forkunnarfagra franska fljóð Cécile de France, sem
forðaði sér í tæka tíð, við mikla kátínu viðstaddra.