Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR í þessu samaóvænta stoppi í Bremer-haven sem menn sóuðu fésínu heldur djarflega endahöfðu þeir ekki reiknað með svo langri legu í landi. Sumir voru með allar klær úti við að afla sér fjár til að geta tyllt sér inn á búllu og skóflað í sig einum eða tveimur bjór- um. Halli hafði rölt í bæinn og var þar á tilgangslausu rangli þegar hann rakst í flasið á kokknum, sem hélt á nokkuð digrum böggli undir hendinni. „Ég hitti vel á þig, lagsmaður,“ sagði hann fagnandi. Svo hallaði hann sér að Halla og hvíslaði lágt: „Ég er með tíu kaffipakka hérna í pokanum. Ég tók þá traustataki í búrinu og ætla að reyna að selja þá. Ég endurgreiði þá í kostinn þegar heim kemur. Það er ótækt að geta ekki gutlað í sig úr bjórkönnu í hit- anum vegna féleysis og vandræða.“ Hann benti Halla með handar- sveiflu að fylgja sér. Þeir voru komnir inn í gamla bæjarhlutann, á það litla svæði, sem slapp við eyðilegginguna í stríðinu. „Hér er kaffihús,“ sagði kokkurinn og snaraðist inn í kumbalda í sam- tengdri húsaröðinni. Halli fylgdi fast á eftir. Húsráðandi kom fram úr eld- húsi og spurði hvað þeir vildu. „Hér er kaffi,“ sagði kokkur óða- mála. „Kaupa kaffi. Borga, borga!“ Húsráðandi horfði á þá forviða og kjáklaði eitthvað með hendi sinni í pokann. Halli tók að sér að skýra mál- ið betur, en reyndi þó að sneiða hjá því í frásögninni að um gripdeildir væri að ræða. Hann bauð kaffihúsa- manni vöruna til kaups sem var held- ur tortrygginn og virtist gruna, að ekki myndi vara sú alveg heiðarlega fengin. Kokkurinn hvolfdi úr pokan- um á skenkiborðið, pataði út höndum, benti á kaffið og endurtók í sífellu: „Gúdd, gúdd koffí, verí gúdd.“ Það komu vöflur á húseiganda. Hann opnaði einn pakkann varlega, rannsakaði innihaldið og þefaði. Hon- um leist greinilega vel á vöruna. Hann bauð ákveðna upphæð til kaupanna. Prúttað var um stund, en að lokum var sæst á verð, sem seljendur töldu sig geta unað við þótt ekki væri það stór fjárhæð. Þeir gengu ánægðir út og kokkurinn hélt vandlega um seðla- vöndulinn í vasa sínum. „Á að fara að drýgja stórrán?“ „Við skulum koma í kjallarann,“ sagði kokkurinn. Það var veitinga- staður, sem gekk undir þessu nafni meðal sjóaranna, þótt hann væri á annarri hæð. Þeir voru rétt komnir þar að dyrum þegar Úlrik smyrjari slangraði fyrir hornið. „Komdu Úlrik minn og fáðu þér bjór!“ kallaði kokkurinn. Andlit Úlriks varð að einu brosi. „Hvað, eigið þið fyrir bjór? Þetta hljómar eins og fagnaðarerindi.“ Þeir gengu í salinn og þar reyndist enginn vera fyrir. Þeir pöntuðu bjór- inn og illilegur þjónn færði þeim hann á borðið. Síðan settist hann með mat- ardisk út í horn, en gaf gestum öðru hvoru illt auga. Honum virtist þykja afleitt að fá ekki frið í salnum til að narta í mat sinn um hádegi eða þá að honum virtist gestir þessir ekki æski- legir svo snemma að degi. Þeir komust fljótlega í góða stemn- ingu af drykknum ljúfa. „Þetta var alveg snilld að selja kaffið,“ sagði Úlrik og brosti með öllu beinaberu andlitinu. Hann var lang- ur, mjór og horaður. „Ég er reyndar búinn að uppgötva smávegis, sem ég ætla að selja. Það gæti gerst í kvöld, en þar verður að hafa allan varann á og gæta þess að lögreglan komist ekki í málið.“ „Á að fara að drýgja stórrán?“ spurði kokkur og leist ekki á blikuna. „Nei, nei, þetta er sárasaklaust. En allur er varinn góður. Ég vil ekki láta þetta uppskátt að svo komnu máli, en ég lofa að bjóða ykkur upp á bjór þeg- ar salan er um garð gengin.“ Þeir mösuðu og smjöttuðu á bjórn- um og urðu sífellt háværari. „Menn hafa svo sem selt ýmislegt í útlandinu þegar fé hefur þrotið,“ sagði Úlrik. „Ekki hafa menn samt alltaf orðið feitir af sölunni. Það var nú til dæmis hann vinur minn, Joe from Iceland. Hann erfði forláta hnakk eftir afa sinn og var með hann í geymslu um borð. Hann varð aura- laus í einhverri höfn og á krá nokkurri bað hann barþjóninn að koma sér í samband við hestamann, sem gæti keypt af sér hnakkinn. Hann taldi sig geta fengið mjög gott verð fyrir hann, því þetta var úrvals gripur. Barþjónn- inn hringdi í hrossamann, sem birtist fljótlega, horaður og væskilslegur eins og hann hefði ekki bragðað ætan bita vikum saman. Hann kvaðst ekki heldur vera það fjáður, að hann gæti greitt hátt verð fyrir hnakkinn, sem hann ágirntist þó mjög. Það endaði með því, að Joe vorkenndi honum svo mikið fyrir að vera svo væskilslegur og umkomulaus, að hann lét hann hafa hnakkinn á tíu mörk.“ „Það kemur margt fyrir í svona málum,“ sagði Halli. „Sjonni Run keypti sér einu sinni ný föt í Þýska- landi. Hann seldi þau á fornsölu eftir tvo tíma fyrir talsvert minna en hálf- virði.“ „Kiddi Már náði að selja breskum sjóurum alla garmana utan af sér ut- an eitt pungband, sem Tjallarnir vildu ekki,“ bætti kokkurinn við. „Einu sinni var óvænt farið að taka upp spilið á einum dallinum, sem eng- inn reiknaði með og varð af því tals- vert stopp í Þýskalandi,“ sagði Halli. „Allir voru orðnir blankir og þegar tveir skipverjar komu úr kojum sín- um, skrælnaðir af þorsta, sáu þeir gramsið úr spilinu breitt út um allt dekk og þar á meðal koparlegurnar um öxulinn. Þeir fóru með þær í land og seldu þær og það var veisla fram- undan.“ Úlrik hætti að brosa þegar hann heyrði um legurnar. Það var eins og eitthvað hvíldi á honum, sem þyngdi á sál hans. „Hvernig fór með það mál?“ spurði hann snöggt. „Hvort það komst upp eða ekki er mér ekki alveg ljóst, en þeir komust upp með þetta, strákarnir, þeir drukku bara sinn bjór út á draslið og málið var látið kyrrt liggja.“ Úlrik brosti breitt og fékk sér væn- an sopa úr bjórglasinu. Svo horfði hann til lofts og var hugsi um stund. Þeir héldu áfram að rifja upp ýms- ar sögur af furðulegum viðskiptum, kaupum og sölum og bjórinn rann ljúflega niður. Öxullegan „Heyrið þið mig,“ sagði Úlrik allt í einu. „Mig langar mikið til að biðja ykkur um eitt mark til að láta í pen- ingaspilakassann. Ég er nefnilega mjög snjall í að ná aurum út úr svona kössum og ég er ekki frá því, að þann- ig gætum við aukið nokkuð við bjór- peningana.“ „Á nú að fara að sóa aurunum í spilakassa?“ sagði kokkurinn hálf- gramur. „Jæja, þá.“ Hann rétti hon- um eitt mark í fússi. Úlrik skjögraði að kassanum, stakk í hann markinu og studdi á einhverja tölu. Hljóð dundu úr tækinu er maskínur þess ruddust í gang. Þjónninn renndi óhýru auga til friðarspillisins um leið og hann stakk upp í sig digrum bita af kjötsneiðinni, sem hann var með á diski sínum. Úlrik hrifsaði í handfang utan á kassanum og stöðvaði þar með ærslin og gauraganginn í maskínunni. Hann starði um stund á tækið í þeirri von að eitthvað myndi gerast, en hristi svo höfuðið og gekk af stað áleiðis að borði sínu. Þá heyrðust óg- urlegir skruðningar og peningar tóku að streyma niður í hólfið neðst í kass- anum. Úlrik brá svo mikið, að hann slengdist aftur á bak á gólfið og lá þar kylliflatur með útbreidda arma. Þjónninn skellti diski sínum á borðið með háum hvelli, spratt á fætur og strunsaði inn í eldhús. Úlrik dró ann- að augað í pung, en leit með hinu var- lega til kassans upp frá gólfinu, eins og hann tryði vart því, sem gerst hafði. Svo spratt hann á fætur og sóp- aði peningunum upp úr hólfinu. Hon- um hafði hlotnast dágóður skildingur. Þeir ákváðu að leita hófanna á annarri krá og vildu ekki lengur eiga ham- ingju sína undir hinum illyrmislega þjóni þegar hann kæmi enn skapverri til baka úr eldhúskompu sinni. Undir kvöld urðu þeir viðskila. Halli fór um borð og fékk sér bita af lærinu, sem kokkurinn hafði stungið í ofninn áður en hann fór í leiðangurinn með kaffið. Hann lagði sig í koju sína í káetunni og var rétt í þann veg að festa blund þegar Úlrik birtist skyndilega og hvíslaði lágt: „Það sem ég átti við í dag, en vildi ekki láta uppskátt svo fleiri heyrðu, var að ég veit um stóra öxullegu niðri í vélarúmi, sem einhvern tíma mun hafa verið keypt í Englandi, en hún passar ekki utan um öxulinn. Hún er of lítil. Hún er víst búin að vera í nokkur ár í skipinu og hennar verður varla saknað þótt hún hverfi. Ég hitti á mann uppi í borg, sem verslar með kopar og ég er búinn að semja við hann að vera hér á bryggjunni klukk- an átta í kvöld til að kaupa af mér leg- una. Ég hlýt að fá fyrir hana stóran pening. Ég vil endilega hafa þig með því mér finnst svo mikið öryggi að hafa svo stóran og sterkan mann með þegar stórræði eru á ferðinni. Ekki verður það síðra þegar verslun þessi verður um garð gengin og við förum upp í bæ í gleðina, því alls staðar geta hættur leynst af misindismönnum og reyfurum.“ Halli taldi að smyrjari hefði rétt fyrir sér með leguna, að hún yrði aldr- ei notuð á öxulinn og óhætt myndi því vera að þvælast með í þetta ævintýri. Ekki yrði svo amalegt að geta náð úr sér þorstanum með góðum bjór að viðskiptum loknum. Úlrik setti á höf- uð sér svarta húfu með glansderi og taldi það myndi skapa sér talsverðan virðuleika. Hann hljóp niður í vélar- úm og kom upp með leguna vafða inn í grisjupoka. Hann var ánægður og sposkur á svip og leit í hrifningu á Halla. „Ég finn til mikils öryggis að hafa þig með,“ sagði hann. „Það er engin hætta á að menn verði rændir með svona glæsimenni sér við hlið.“ Halla féll þessi lýsing vel, en svaraði því engu. Þeir gengu upp eftir höfninni og er vel var að gáð sást í höfuð á manni upp undan timburstafla nokkru ofar á bryggjunni. Úlrik þekkti, að þar beið koparmaðurinn. Þeir voru komnir langleiðina til hans þegar lögreglu- maður birtist út úr myrkrinu. Hann kom beina leið til þeirra og vatt sér að Úlrik og spurði: „Hvað ert þú með hér vafið í poka?“ Nokkur skjálfti hljóp í skrokk Úl- riks. Hann kaus að játa á sig glæpinn og að vera ekki með neinar vífilengj- ur. Lögreglumaðurinn sagði þeim að fara með gripinn um borð aftur og láta hann þar á sinn stað og skyldu þá ekki verða nein vandræði út af stuldi þessum. Lögreglumaðurinn rölti svo áleiðis upp í borgina og þegar þeir fé- lagar sneru til skips með hinn stolna grip kom koparkaupmaður hlaup- andi, titrandi af æsingi og spurði skjálfandi röddu: „Sögðuð þið lögreglumanninum frá minni hlutdeild í málinu?“ „Nei, nei, það gerðum við ekki,“ sagði Úlrik. Koparmanni varð greini- lega léttara við þær fréttir og strauk svita af enninu. „Ég hefði farið illa út úr því, ef þið hefðuð sagt til mín,“ stundi hann upp. „Þakka ykkur fyrir.“ Svo tók hann strikið frá höfninni og var horfinn inn- an skamms. Þegar þeir komu um borð gengu þeir í flasið á fyrsta vélstjóra. Úlrik taldi best að hreinsa málið algerlega, úr því sem komið var og sýndi honum öxulleguna í grisjupokanum. Hann tjáði honum með klökkri röddu hve litlu hefði munað, að hann hefði fallið á vald syndar og freistingar og fórnað þessum ágæta grip. Andlitið á vél- stjóra fór allt á ið, en að lokum gat hann stamað út úr sér: „Þú varst heppinn að vera stöðv- aður í þessu verki. Legan er rándýr, en hún var keypt í Englandi fyrir nokkrum árum. Hún var ekki fyrir réttan öxul og nú er beðið eftir að landað verði einhvern tíma í Englandi til að geta leiðrétt mistökin og sú rétta komi í staðinn.“ Úlrik þakkaði vélstjóra fyrir hversu mjúkum hönd- um hann fór um glæpinn, skaust svo niður í klefa sinn og kom upp með spariskó sína. „Ég hlýt að geta selt skóna fyrir eitthvað,“ sagði hann. Þeir röltu áleið- is upp í borgina og stönsuðu við fyrstu krá, sem varð á vegi þeirra. Þjóðverji einn keypti skóna fyrir eitt mark. Það nægði fyrir einum bjór og þeir skiptu honum bróðurlega á milli sín. Farandsöngvararnir Daginn eftir fékk Halli sér göngu- túr upp í gamla borgarhlutann þar sem margar krár voru í röð. Þar héldu skipsmenn sig gjarnan því þar voru drykkir ódýrari en á mörgum stöðum ofar í bænum. Þar gekk hann í flasið á kokknum, sem var enn í góðu stuði og bar gítar í fangi. Hann hafði Svarta prestinn með sér sér til full- tingis. „Þú leggur ekki upp laupana við fjáröflun,“ sagði Halli. „Eruð þið nú orðnir farandsöngvarar á kránum?“ „Það verður að reyna allt til að bjarga sér,“ svaraði kokkur. „Það er bara verst, að ég kann varla vinnu- konugripin hvað þá meira og svo þótti stúlkunum ekki ægifögur röddin í Svarta prestinum þegar hann hóf upp sönginn. En þú getur tekið rokkið, Halli. Komum hérna inn á Káetuna og tökum lagið!“ Þeir könnuðust við stúlkurnar sem unnu á Káetunni. Þeir tylltu sér við borð úti í horni og Halli tók við gít- arnum og sönglaði nýjasta rokklagið. Það tókst vonum framar þótt ekki væri hann neinn hátæknimaður á hljóðfærið. Þeim til undrunar var fljótlega sendur bjór á borðið. Þá óx þeim ásmegin og tóku annað lag og í sama mund rakst eigandi næstu búllu við hliðina inn á krána. Hann hlýddi á flutninginn hljóður um stund, en að laginu loknu vildi hann ráða þá til að skemmta á búllu sinni um kvöldið. Heldur þótti nú hafa vænkast hagur Strympu, en þegar á átti að herða lögðu þeir ekki í að gerast slíkir at- vinnusöngvarar fyrir fullu húsi gesta. Viðurkenningu mikla töldu þeir sig þó hafa hlotið að hafa fengið tilboðið í stað þess að verða grýttir með fúlum tómötum og skemmdum appelsínum eins og ýmsir óperumenn höfðu mátt þola fyrr á öldum ef fólki líkaði ekki flutningurinn. Þetta urðu endalokin á tilraunum þeirra til fjáröflunar í þess- ari ágætu borg. Um kvöldið var lagt af stað heim til Íslands. Stolna öxullegan Bókarkafli Á sjötta ára- tugnum þegar siglt var með fisk til Þýskalands og Eng- lands gat landlega stundum dregist lengur en menn ætl- uðu í upphafi. Hér er gripið niður í frásögn Hafliða Magnússonar af söng- ævintýri í Bremerhaven. Bókin Saltstorkin bros eftir Hafliða Magnússon er gefin út af Vestfirska for- laginu. Bókin er 195 bls. að lengd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.