Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 21

Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 21
hann var organisti þar. Hann valdi mig m.a. til að syngja í tríói í gagn- fræðaskólanum, þar átti ég frum- raun mína sem einsöngvari. Hann fékk mig einnig til þess að syngja í kirkjukórnum. Nú var Ragnar að koma frá námi í Þýskalandi og vildi fá mig með í Fóstbræður, kór sem hann var að byrja að stjórna. En ég sagði eins og var að ég hefði daginn áður verið prófaður inn í Karlakór Reykjavíkur, og þar við sat. Eigi að síður var alltaf mikill vinskapur á milli okkar Ragnars og þrjár dætur mínar fóru til hans í Nýja tónlistar- skólann til náms. Starfsmaður Iðnaðarbanka og bankastjóri Alþýðubankans Eftir að ég hætti í læknanámi fór ég að lesa stærðfræði og eðlisfræði til BA-prófs. En fljótlega var ljóst að ég yrði að fá mér vinnu til að afla fjár. Ég fór eftir auglýsingu frá Iðn- aðarbankanum, en þar var óskað fremur eftir manni í fullt starf. Ég sló til og var fyrst afgreiðslumaður í bankanum en svo veiktist skrifstofu- stjórinn, sem jafnframt var aðalbók- ari, og samstarfsmaður minn Jón Bergmann benti á mig til að leysa hann af. Ég bjó að góðri kennslu Sigurðar Matthíassonar heima á Siglufirði í bókhaldsfræðum, hann hafði lánað mér bækur um þau fræði langt umfram það sem kennt var í skólanum og ég hafði kynnt mér þær mér til ánægju, – bækur sem kennd- ar voru þá í Verslunarskóla Íslands. Nú kom mér sá fróðleikur og áhugi að gagni. Ég leysti aðalbókarann af um tals- vert langt skeið og var með bókhald- ið eftir að hann kom úr veikindaleyfi sínu og tók við skrifstofustjórastarf- inu. Ég fékk jafnframt í hendur bók- hald Iðnlánasjóðs. Eftir að Iðnaðar- bankinn fluttist til í Lækjargötunni hafði ég náið samstarf við Ara Ís- berg, lögfræðing bankans, sem sá um að ganga frá lánveitingum. Það leiddi til þess að ég leysti hann af í leyfum og fékk drjúga starfsreynslu í slíkum efnum. Svo kom að því að auglýst var laust starf sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði alþýðu sem verið var að stofna um þær mundir. Þetta var ár- ið 1966. Eftir langa bið var mér veitt það starf. Ég undirbjó stofnun Sparisjóðs alþýðu sem var í frum- undirbúningi þegar ég tók við starf- inu, en hann var opnaður 30. apríl 1967. Við undirbúninginn naut ég starfsreynslu minnar úr Iðnaðar- bankanum auk þess sem ég hafði til hliðsjónar samþykktir um starfsemi almennra sparisjóða. Ég gegndi starfi sparisjóðsstjóra þarna þar til sparisjóðnum var breytt í Alþýðu- bankann 1970. Þar var ég svo banka- stjóri þar til mál kom upp sem leiddi til þess að ég hætti þar störfum 1975. Innistæðulausar ávísanir urðu afdrifaríkar Þau atvik urðu, meðan ég var í kórferðalagi með Karlakór Reykja- víkur í Kanada og Bandaríkjunum, að forstjóri ferðaskrifstofu lagði inn ávísanir sem stílaðar voru á banka í Þýskalandi en ekki var til innistæða fyrir þegar til átti að taka. Forstjór- inn átti þá hlut að rekstri flugfélags og átti m.a. bankaviðskipti við Al- þýðubankann vegna þess félags en ferðaskrifstofan, sem hann rak einn- ig, hafði sín bankaviðskipti að mestu við Samvinnubankann. Við Alþýðu- bankann starfaði þegar þarna var komið sögu annar bankastjóri við mína hlið og hann afgreiddi þetta mál þar sem ég var í leyfi vegna fyrrgreinds söngferðalags. Ávísan- irnar voru því miður ekki sendar strax til innheimtu heldur geymdar. Ég fékk vitneskju um ávísanirnar frá lögfræðingi Alþýðubankans þeg- ar ég kom heim nokkru síðar og krafðist þess þá að þær yrðu um- svifalaust sendar til innheimtu. Það var gert. Í kringum þetta mál urðu blaðaskrif og í framhaldi af því gerði Seðlabankinn rannsókn á lánum og tryggingum Alþýðubankans. Um sama leyti var af hálfu Alþýðubank- ans óskað eftir frekari tryggingum frá forstjóranum, sem hann veitti. Ég vissi að fjárhagslegir erfiðleikar voru miklir hjá ferðaskrifstofunni um þessar mundir en ég vissi ekki til að sama máli gegndi um flugfélagið. Einhverra hluta vegna snerist málið hins vegar þannig að það var flug- félagið sem var gert gjaldþrota en ekki ferðaskrifstofan. Hvernig stóð á að þetta mál fór svona hef ég ekki hugmynd um. Hitt er svo annað að við bankastjórarnir vorum gerðir ábyrgir vegna þessara innistæðu- lausu ávísana sem ekki voru settar í innheimtu strax eins og hefði átt að gera. Þetta mál varð að dómsmáli og þar með vorum við leystir undan bankaleynd varðandi þá aðila sem til rannsóknar voru. Við vorum sýkn- aðir í þessu ávísanamáli en misstum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 21 Það getur allt gerst ... Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is á mann í tvíb‡li í 14 nætur í stúdíói. 79.470 kr.* Sta›grei›sluver› * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 13 32 05 /2 00 3 Gríska eyjan Krít er yndisleg í júní. fiægilegur hiti og sjórinn or›inn heitur. Gríptu tækifæri› og bóka›u tvær vikur á ver›i einnar á íbú›ahótelinu Helios. N‡legt íbú›ahótel me› gullfallegum íbú›um og persónulegri fljónustu, vel sta›sett og stutt frá strönd. Sérfer› - Örfá sæti laus í siglingu um Eyjahaf og dvöl á Krít 18. ágúst - 1. sept.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.