Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 25
úruverndaráætlun, sem er í vinnslu,
byggist á sömu hugmynda- og að-
ferðafræði. Náttúrufræðistofnun Ís-
lands er einnig að fylgjast með og
vakta ýmsa dýrastofna. Þar er örn-
inn í mestri gjörgæslu enda þekkjum
við hvern einstakling í stofninum.
Samningurinn leggur einnig
áherslu á endurheimt náttúrulegra
vistkerfa þar sem því verður við kom-
ið og höfum við t.d. gert átak í end-
urheimt votlendis með því að moka
ofan í framræsluskurði, sem ýmsum
finnst skondið uppátæki. Land-
græðsla ríkisins beitir í vaxandi mæli
vistheimtaraðferðum, sem byggjast
á því lífríki og þeim náttúrulegu ferl-
um, sem fyrir eru í landinu, í stað
þess að nota erlendar tegundir í
bland við tilbúinn áburð. Á sviði land-
búnaðar er unnið að verndun búfjár-
kynja og plöntuafbrigða, sem komin
eru úr almennri ræktun. Íslensk
stjórnvöld hafa einnig nýlega sett
reglugerð um takmarkanir á inn-
flutningi og ræktun erlendra teg-
unda, en því miður eru enn deilur um
framkvæmd þessarar reglugerðar.“
Enn langt í land
Snorri segir aðspurður að íslenskir
ráðamenn standi svo sem ekki á þess-
um tímapunkti frammi fyrir neinum
„drastískum“ ákvörðunum í þessu
efni. „Okkur fannst hins vegar upp-
lagt að efna til ráðstefnunnar í kjölfar
alþingiskosninga með því að vekja at-
hygli á málefninu og hvetja nýjan eða
endurnýjaðan umhverfisráðherra til
dáða.
Þrátt fyrir að samningurinn hafi
haft jákvæð áhrif á forgangsröðun og
vinnulag ýmissa stofnana er á hinn
bóginn margt eftir. Að því leytinu til
erum við almennt skammt á veg
komin varðandi framkvæmd samn-
ingsins og mjög aftarlega á merinni
miðað við aðrar Evrópuþjóðir að
minnsta kosti. Ísland er t.d. meðal ör-
fárra þjóða, sem ekki hefur enn skil-
að inn framkvæmdaáætlun um vernd
líffræðilegrar fjölbreytni landsins
auk þess sem við höfum heldur ekki
gert landsáætlun um vöktun líffræði-
legrar fjölbreytni.
Við eigum enn langt í land með að
kortleggja líffræðilega fjölbreytni
landsins og gera þessa þekkingu að-
gengilega í opnum gagnagrunnum.
Vistgerðir hafa til dæmis aðeins verið
skilgreindar og kortlagðar á hluta
hálendisins, en það bókstaflega verð-
ur að ljúka þessari grunnskráningu
og kortlagningu íslenska lífríkisins
og náttúrunnar sem allra fyrst, enda
myndi slík vinna óðara skila sér aftur
til baka í minni vinnu við mat á um-
hverfisáhrifum og við alla skipulags-
vinnu.
Afar lítið er farið að huga að kerfis-
bundinni langtíma verndun lífríkis
sjávar með válistum eða neti vernd-
arsvæða. Þetta er mikil þversögn
miðað við mikilvægi hafsins fyrir
okkur. Flestar aðrar þjóðir eiga sjáv-
arþjóðgarða og sjávarfriðlönd í um-
sjón umhverfisráðuneyta viðkomandi
landa.“
Erum alltof kærulaus
„Við erum að sama skapi alltof
kærulaus með innflutning og ræktun
innfluttra ágengra tegunda, sem
taldar eru einhver mesta ógn við líf-
fræðilega fjölbreytni á heimsvísu.
Hér virðist hægt að „selja“ Alþingi
hugmyndir um og fá gríðarlega fjár-
muni í „umhverfisvæna“ skógrækt,
sem sögð er til að endurheimta forn
landgæði, en byggist að stórum hluta
á innfluttum tegundum.
Það, sem er þó allra brýnast, er að
íslensk stjórnvöld geri framkvæmda-
áætlun um vernd líffræðilegrar fjöl-
breytni landsins eins og samningur-
inn kveður skýrt á um. Með slíkri
áætlun yrði öllu lífríki landsins gefin
grundvallar verndarstaða, en ekki
aðeins þeim hluta þess sem fellur inn-
an friðlýstra svæða. Megintilgangur
slíkrar áætlunar er þó að fella hug-
myndafræði um vernd líffræðilegrar
fjölbreytni inn í alla atvinnuvegi, í
fiskveiðar og vinnslu, í landbúnað, í
skógrækt og í orkuvinnslu, svo
nokkrir atvinnuvegir séu nefndir, til
að tryggja megi að allar aðgerðir
þessara aðila vinni með lífríkinu en
ekki á móti. Á sama hátt þyrfti að
gera samræmda áætlun um vöktun
líffræðilegrar fjölbreytni landsins.
Sumir óttast „áætlanafargan“ og
ofstjórn. Eins og víðar er þó ekki um
það að ræða að banna allar athafnir
heldur beita skynsemi og langtíma
hugsun. Það kemur í ljós að friðlönd í
sjó skila sér í betri afla. Þegar mark-
mið skógræktar er fyrst og fremst að
endurheimta forna skóga og náttúr-
leg landgæði Íslands ber að nota inn-
lendar tegundir, helst upprunnar
sem næst svæðinu, en við t.d. end-
urheimtum ekki birkiskóga með
sitkagreni. Þegar markmiðið er
timburframleiðsla er nauðsynlegt að
nota erlendar hraðvaxta tegundir og
þar á sitkagrenið heima. Svona ein-
falt er það.“
Meiri víðsýni en áður
Þó að hugtakið „líffræðileg fjöl-
breytni“ kunni að hljóma ankanna-
lega í eyrum íslensks almennings er
hugtakið fyrir löngu orðið inngróið í
vitund almennings í löndunum í
kringum okkur, að sögn Snorra, sem
betur hafa sinnt ákvæðum samnings-
ins um uppfræðslu almennings. Geta
má þess að eina skýrslan, sem Ísland
hefur skilað til samningsins, grunn-
skýrsla um líffræðilega fjölbreytni
landsins, er aðeins til á ensku. „Við
höfum hins vegar góðar vonir um að
betur verði tekið á þessum málum í
náinni framtíð. Hingað til hefur meg-
ináhersla umhverfisráðuneytisins
verið lögð á mengunarmál enda
margt afar vel gert á því sviði. Í ný-
legri stefnu umhverfisráðuneytisins
er hins vegar lögð áhersla á náttúru-
vernd sem forgangsmál á næstu ár-
um og á ráðstefnunni, sem haldin var
22. maí sl., lýsti Siv Friðleifsdóttir
umhverfisráðherra vilja til að láta
vinna títtnefnda framkvæmdaáætlun
á næstu misserum.“
Þegar litið er til baka má segja að
aðeins örfá ár séu liðin frá því að Ís-
lendingar fóru almennt að láta sig
umhverfismál varða. Þegar Snorri er
að lokum inntur álits á ástæðum stór-
aukins áhuga Íslendinga á umhverf-
isvernd nú á allra síðustu árum svar-
ar hann því til að sennilega sé ekkert
einfalt svar til við því. „Að hluta til
felst skýringin kannski í meiri víð-
sýni. Íslendingar ferðast og starfa
víða um lönd og sjá þar að það er
hægt að standa vel að umhverfis-
málum, þar með talinni náttúru-
vernd, án þess að það múlbindi at-
hafnaskáld eða setji þjóðfélagið á
hausinn. Við stöndum líka núna
frammi fyrir mestu framkvæmdum
Íslandssögunnar með tilheyrandi
gríðarlegum umhverfisáhrifum. Þar
vegast annars vegar á hugmynda-
fræði skjótfengins hagvaxtar og
hinsvegar sígandi lukka náttúru-
verndarinnar.“
islu lífríkisins
join@mbl.is
Vegkantar skarta oft miklum og fjölbreyttum gróðri eins og í Eyjafjarðarsveit.
Sums staðar erlendis eru vegkantar eina athvarf tiltekinna sjaldgæfra tegunda
og gegna því lykilhlutverki í vernd þeirra.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 25