Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 26

Morgunblaðið - 01.06.2003, Page 26
26 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ getur verið þrautinþyngri að koma öllu nauð-synlegu inn í dagskrá vik-unnar: standa sig í starf-inu, eyða tíma með börnunum, hreyfa sig, elda hollan mat, sinna áhugamálum, hitta vini og sinna heimilinu. Hvernig á að sinna þessu öllu þegar ekki eru nema 24 klukkustundir í sólarhringnum? Undanfarin misseri hafa ýmis fyr- irtæki hér á landi verið að innleiða sveigjanlega starfsmannastefnu und- ir formerkjum verkefnisins: Hið gullna jafnvægi. 35 reykvísk fyrirtæki tóku þátt í þessu samstarfsverkefni Gallup og Reykjavíkurborgar sem fram fór á árunum 2000 og 2001. Þátttakendur fengu fræðslu um hugmyndafræði hins gullna jafnvægis og hvernig fyr- irtæki gætu komið því á. „Hugmyndafræðin gengur út á aukinn sveigjanleika í lengd og tilhög- un vinnutíma og því hvar störfin eru innt af hendi. Hún gengur út á að auka áhrif starfsmannsins á hvenær hann vinnur vinnuna sína, ákveða til dæmis hvenær dagsins hann vinnur, hvort hann klári vinnuskylduna á fjórum dögum í stað fimm og fleira í þessum dúr,“ segir Linda Rut Bene- diktsdóttir, staðgengill starfsmanna- stjóra IMG og ritstjóri nýs vefsvæðis Hollvina hins gullna jafnvægis. Hún segir að um leið og starfsfólk hafi kost á sveigjanlegu starfsumhverfi eigi það auðveldara með að samræma vinnu og fjölskyldulíf, nám, fé- lagsstörf eða tímafrek áhugamál. „Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað. Við þurfum að viðurkenna að starfsfólk eigi líf utan vinnu og gera því kleift að sinna þeim þáttum tilver- unnar sem skipta það máli. Rann- sóknir hafa leitt í ljós að ánægðir starfsmenn afkasta meiru í starfinu og ávinningur fyrirtækjanna er eftir því,“ segir Linda. Líkamsrækt í vinnunni Sveigjanlegur vinnutími er ekki að- eins til þess gerður að koma til móts við fjölskyldufólk heldur einnig hópa starfsmanna sem þurfa sérstakan stuðning og skilning hverjar svo sem þarfir þeirra eru. Um er að ræða fjöl- marga hópa með ólíkar þarfir; ein- staklinga með geðræn vandamál, námsmenn, björgunarsveitarliða, íþróttafólk, foreldra sjúkra barna og fleiri og fleiri. Sveigjanlegur vinnu- tími og viðurkenning á mismunandi þörfum og aðstæðum starfsmanna er þróun sem átt hefur sér stað erlendis. Starfsfólk gerir meiri kröfur til vinnu- veitenda og fyrirtæki hafa skynjað sóknarfærin í því að bjóða gott starfs- umhverfi og vera eftirsóknarverður vinnustaður. Í Bandaríkjunum hefur þessi þróun gengið hvað lengst. Hug- búnaðarfyrirtækið SAS undir forystu Jims Goodnights er frumkvöðull á þessu sviði. Starfsfólki fyrirtækisins er boðið upp á dagvist fyrir börnin, ókeypis aðgang að líkamsræktar- stöðvum fyrirtækisins og algerlega sveigjanlegan vinnutíma. Foreldrar geta borðað hádegisverð með börnum sínum undir ljúfum tónum píanóleiks eða nýtt sér ókeypis læknisþjónustu fyrirtækisins. Hugmyndin á bak við þessi fríðindi er aukin ánægja starfs- manna að sögn Goodnights. Það spar- ast meira fé af lágri starfsmannaveltu en kostnaði við dagvistun, heilsu- gæslu og líkamsræktarsali. Linda segir að í Bandaríkjunum hafi ákveðin fyrirtæki farið að bjóða starfsfólki upp á þjónustu sem hér á landi heyrir til opinberrar þjónustu eins og dagvistun og læknisþjónustu. Þar sem opinbera þjónustan hér á landi er víðtækari sé nærtækara fyrir íslensk fyrirtæki að bjóða starfsfólki sveigjanleika. Hún segir að þrátt fyrir að hugmyndafræðin um sveigjanleg- an vinnutíma og mikilvægi starfs- ánægju sé tiltölulega nýleg hér á landi hafi sveigjanleiki tíðkast lengi í sumum fyrirtækjum hér á landi þó um óformlega stefnu hafi verið að ræða. „Tökum sem dæmi Félagsþjón- ustuna í Reykjavík sem hefur til þessa verið kvennavinnustaður að mestu. Stjórnendur stofnunarinnar hafa löngum tekið tillit til þarfa kvenna sem hafa þurft að sinna heim- ili og börnum. Með verkefninu Hinu gullna jafnvægi var hins vegar verið að setja sveigjanleikann í formlegri búning þannig að stefnan væri gerð aðgengileg öllum,“ segir Linda. Nýtt vefsvæði með fjölbreyttum upplýsingum Með því að innleiða sveigjanlegan vinnutíma er vinnumarkaðurinn að laga sig að kröfum fólks og breyttum viðhorfum, að sögn Lindu. Breytt við- horf birtast meðal annars í nýju fæð- ingarorlofslögunum og háværari kröfum um jafnrétti. „Að koma á sveigjanleika tengist jafnréttisbarátt- unni. Krafan er að allir standi jafn- fætis á vinnumarkaði hverjar svo sem þarfir þeirra og aðstæður eru,“ segir Linda. Nýlega var vefsvæði Hollvina hins gullna jafnvægis opnað og þar er um- ræðu um jafnvægið milli vinnu og einkalífs haldið á lofti. Þar er að finna upplýsingar og ýmsan fróðleik fyrir þá sem eiga í basli með að samræma þetta tvennt auk þess sem þar er að finna upplýsingar sem er sérstaklega beint til þeirra sem geta unnið að bættu starfsumhverfi, svo sem stjórn- enda, starfsmannastjóra og jafnrétt- isráðgjafa. „Það er nauðsynlegt að halda um- ræðunni á lofti því fyrirtækin tileinka sér ekki þessa hugmyndafræði eins og hendi sé veifað. Það tekur tíma að fá þetta samþykkt í þjóðfélaginu. Ég hvet alla þá sem vilja leggja sitt af mörkum til umræðunnar að hafa samband við mig,“ segir Linda að lok- um en þess má geta að fjölmörg fyr- irtæki, stofnanir og launþegasamtök eru nú þegar hollvinir verkefnisins. Það hlýtur að auka líkurnar á öflugri umræðu og breytingum. „VEIKINDI, of mörg hlutverk utan vinnu og fötlun hafa áhrif á at- vinnugetu og atvinnuþátttöku. Nútímasamfélag byggist á hraða og kröfum. Ef við stöndumst ekki kröfurnar á vinnumarkaðinum er hætta á að við dettum út af hring- ekjunni. Það er enn í fullu gildi að sá hæfasti lifi af. Nú til dags er það reyndar ekki svo að við séum skilin eftir eða látin deyja, heldur er hættan á að við einangrumst eða verðum fá- tæk. Fordómar gagnvart sjúk- dómum sem leggjast á heilann lifa góðu lífi innra með okkur sjálfum, meðal heilbrigðisstarfsfólks og innan samfélagsins. Mikilvægt er að undirstrika það að fólk velur sér ekki sjúkdóma, þar kemur erfðafræðiþátturinn inn. Ef dæmi eru tekin af tveimur einstaklingum sem ráða ekki við vinnu sökum veikinda, eru við- brögð umhverfisins mismunandi eftir því hvort þeir t.d. greinast með bakveiki eða geðröskun. Þegar þeir skila sér aftur til vinnu þurfa báðir aðlögun á vinnutíma. Umhverfið skilur þetta með bakið; að ekki megi lyfta þungum hlut- um, ekki sitja of lengi og að vinna þurfi styttri vinnutíma. Hvað með þann þunglynda, skiljum við ein- beitingarskort, úthaldsleysi, eirð- arleysi, vandkvæði með að vinna úr áreiti eða samskiptum. Sýnum við þessum einstaklingi umburð- arlyndi og stuðning á sama hátt?“ Textinn er af vefsvæði Hollvina hins gullna jafnvægis og er úr greininni „At- vinnuþátttaka – aðlögun vinnutíma“ eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur, for- stöðuiðjuþjálfa geðsviðs LHS og lektor við HA. Sveigjanleg og sátt í starfi Að samræma vinnu og einkalíf getur reynst mörg- um erfitt. Starfið, börnin, makinn og vinir þurfa öll brot af tíma þínum en einhvern veginn er aldr- ei tími fyrir alla. Sveigjanleiki í starfi er nýjung sem fjölmörg fyrirtæki eru farin að bjóða upp á hérlendis til að koma til móts við starfsfólk. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um þetta þjóðþrifamál. Morgunblaðið/Sverrir Linda Rut Benediktsdóttir er ritstjóri vefsvæðisins Hollvinir hins gullna jafnvægis en þar fer fram umræða um að samræma vinnu og einkalíf. Morgunblaðið/Kristinn Sveigjanlegur vinnutími kemur til móts við fjölmarga hópa samfélagsins. Ekki aðeins þá sem þurfa að sinna börnum held- ur líka einstaklinga með tímafrek áhugamál, námsmenn og sjúklinga. rsj@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.hgj.is Skilningur á geð- rænum veikindum „Á stjórnun starfsmannamála ekki eft- ir að taka lengri tíma? Að vera til staðar á skrifstofunni eða með starfsmönnum öllum stundum er ekki árangursríkasta leiðin til stjórnunar. Þú verður að meta frammistöðu starfs- manna m.t.t. árangurs og sem stjórn- andi verður þú að líta á þig sem stuðn- ingsaðila/leiðbeinanda. Ef við samþykkjum beiðni starfs- manns um sveigjanleika kemur hann þá ekki til með að gera ráð fyrir að fyrir- komulagið sé til frambúðar? Sveigjanleiki er forréttindi, ekki rétt- indi. Sveigjanleiki gerir starfsfólki betur kleift að sinna þörfum innri og ytri við- skiptavina fyrirtækisins og að ná til- skildum árangri. Ef þarfir fyrirtækisins breytast getur einnig þurft að breyta því fyrirkomulagi sem áður hefur verið samþykkt. Hvað ef starfsmenn koma seint til vinnu og hætta snemma án þess að vinna upp tapaðar vinnustundir? Sveigjanleiki í tilhögun vinnutíma er forréttindi, ekki réttindi. Ef starfsmenn misnota kerfið verður þú að ræða það þá eða áminna þá. Ef misnotkunin held- ur áfram í kjölfarið getur þú krafist þess að þeir haldi sig við hefðbundinn vinnu- tíma.“ Af vefsvæðinu www.hgj.is Algengar spurningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.