Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 27 Í TILEFNI dagsins rifjast upp fyrir mér saga af sjóferð affjarlægum slóðum. Fleyið hét því bjarta nafni Daylight ogvar eitthvað um þrjátíu fet eins og það heitir í heimi skútu-siglara. Eigandinn og skipstjórinn, sem var og er eina tón-skáld í heimi sem hefur bæði flogið sólóflug og siglt á skútu yfir Atlantshafið, svo mér sé kunnugt um, hafði búið um borð í henni í ár þegar þessi saga gerist. Hann hafði haft fast aðsetur í stórri smábátahöfn, sem Frónbúarnir höfðu gaman af að segja að væri engin smá bátahöfn, í borg heilags Diegós í Suður-Kali- forníu. Hinir tveir í áhöfninni, þ.e. hásetarnir, voru annars vegar dálítið nefstór og stundum þungbrýnn rithöfundur, en hins vegar þúsundþjalasmiður og fyrrverandi rótari sem hafði einhvern tíma verið á fragtara. Ferðaáætlunin gerði ráð fyrir siglingu frá San Diego til eyjunnar Catalinu einhverja sjómílnatugi undan strönd- inni. Á fyrsta degi komust leiðangursmenn til hafnar í bænum Avalon, syðst á eynni, seinni part dags. Í dagsbirtunni var þetta fremur einfalt, því auðvelt var að halda réttri stefnu, vindátt og vindhraði hvort tveggja heppilegt og engin hætta af þeim fjöl- mörgu risavöxnu flutningaskipum sem áttu leið um. Vegna þrengslanna í höfninni ákvað skipstjórinn að stytta land- gönguleyfi áhafnarinnar og sigla um kvöldið norður í aðra höfn á eynni í von um að þar fengist tryggara skipalægi. Ferðin sjálf gekk að óskum, en á áfangastað lenti áhöfnin í miklum hrakningum við að koma Dagsbirtu fyrir við stjóra. Splunkuný akkeriskeðjan var svo þung að ógjörningur var að merkja hvenær akkerið eitt snerti botninn, en keðjan ekki. Hún rann hrein- lega endalaust út undan eigin þunga. Vitaskuld voru engin vísindatæki um borð til að sýna dýpið. Það gekk því á ýmsu lengi kvölds og brast oft á með skömmum og þjósti frá nálægum skútum þegar Dagsbirtan æddi þvers og kruss yfir festar þeirra og línur. Loks steytti hún á illilegu blindskeri og þurftu hinir knáu sjó- menn að gera alls kyns kúnstir undir styrkri stjórn skipstjórans áður en hún losnaði aftur. Undir miðnætti var loks búið að gera allt fast og klárt og þá gátu leiðangursmenn loks snúið sér að þeim mikilvæga þætti ferðarinnar sem sneri að því að nærast. Daginn eftir var skotist í land og litast um og þá fengust þær upplýsingar að blindskerið væri fastur liður í móttöku nýrra báta í þessari höfn og þótti heimamönnum sem íslensku víkingarnir hefðu staðist prófið með stakri prýði, en iðulega þyrfti að bjarga óvönum sæförum af skerinu með rándýrum björgunaraðgerðum. Kvöldið eftir var komið að því að taka stefnuna á meginlandið að nýju eftir nokkuð tímafreka siglingu í beitivindi norðurfyrir eyjaroddann. Þetta hefði verið einfalt, ef ekki hefði verið skollið á svartamyrkur og þoka í ofanálag. Hásetarnir tveir höfðu nokkrar áhyggjur af stóru fragtskip- unum og risaolíuskipunum sem líklegt var að yrðu enn sem fyrr á ferðinni og ekki minnkuðu áhyggjurnar þegar skipperinn tilkynnti að hann væri lúinn og hygðist fara í koju og fól þeim stjórnina. Þessa nótt varð þúsundþjalasmiðnum og nefstóra skáldinu ekki ýkja svefnsamt, en skipstjórinn vaknaði blessunarlega nokkrum tímum síðar og tók við stýrinu. Þá sofnuðu þeir vært út frá drungalegum söng ósýnilegra þokulúðra og stöku skellum, þegar flugfiskar skullu á káetugluggunum. Þegar ferðalangarnir komust daginn eftir í sturturnar í snyrti- aðstöðu smábátahafnar heilags Díegós rann lúi og spenna af mönnum og allt í einu ómaði „Suður um höfin“ þríraddað og afar innlifað milli flísalagðra veggjanna. Ásiglingahætta á einni fjöl- förnustu siglingaleið á heimshöfunum, sjávarháski á blindskeri, fljúgandi fiskar byljandi á lúkarnum. Allt breyttist í hrikalega æv- intýramynd í sínemaskóp, sem var að enda vel og fallega með kór- söng og ukulele. En áður en menn gleymdu sér alveg í uppblásinni sjálfsánægju og ranghugmyndum um sjávarháska og sjómennskuafrek var þeim þó kippt snarlega niður á jörðina, þegar roskinn og veð- urbarinn sægarpur sté út úr einum klósettbásnum, þar sem hann hafði greinilega dvalið allan tímann. Hann spurði einskis um ferð- ir og afrek, en sagði aðeins: „Margt hef ég reynt um ævina og marga fjöruna sopið, en þetta er þó í fyrsta sinn sem það hefur verið sungið þríraddað fyrir mig á dollunni. Svei mér þá ef þið gætuð ekki bara unnið fyrir ykkur með þessu.“ Þremenningarnir hafa hvorki siglt né sungið saman síðan. Suður um höfin HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson FILMU- og ljósmyndavöruframleið- andinn Agfa stendur fyrir ljós- myndasamkeppni í svarthvítum myndum, sem hefur þemað „hreyf- ing, tilfinningar og minningar“. Keppnin, sem er opin öllum, atvinnu- ljósmyndurum sem og ljósmynda- nemum og áhugaljósmyndurum, er alþjóðleg og eru verðlaun í boði. Tólf bestu myndirnar verða valdar til að prýða dagatal Agfa fyrir árið 2004. Þrjár bestu myndirnar verða auk þess valdar til að skreyta um- búðir utan um Agfa Multicontrast- ljósmyndapappír. Ljósmyndarar þeirra mynda fá jafnframt hver að launum Leica M7-myndavél. Þeir sem verða í 4. til 6. sæti fá Leica R9- myndavél í verðlaun og fyrir 7. til 12. sæti verða Leica C1-myndavélar í verðlaun. Auk ofangreindra verð- launa verða 2.000 aukaverðlaun, sem dregin verða úr nöfnum allra þátt- takenda. Aukaverðlaunin verða Agfa Multicontrast-pappír og -framköll- unarefni. Hver þátttakandi má senda inn fimm hefðbundnar svarthvítar ljós- myndir unnar eftir filmu til keppn- innar að stærð milli 13X18 cm og 20X25 cm, en skyggnur eru ekki leyfðar og heldur ekki myndaseríur. Frestur til skila inn myndum íkeppnina er til 15. ágúst nk. Nánari upplýsingar og viðeigandi skráning- arblað má finna á vef Agfa, www.agfa.com, eða hjá Heimsmynd- um / Myndunum beint heim ehf., um- boðsaðila Agfa á Íslandi. Ljósmyndasamkeppni í svarthvítu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.