Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 32

Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 32
32 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 5. júní 1993: „Mikilvægt skref var stigið um síðustu mánaðamót til aukins frelsis í verzlun og viðskiptum landsmanna. Þá voru felldar úr gildi opinberar ákvarðanir á verðlagningu fjölmargra þjónustugreina. Er nú loks svo komið, að nær öll verð- lagshöft hafa verið aflögð í landinu. Mikilvægasta und- antekningin þar á er verð- lagning búvara. Fyrir mán- aðamótin var einnig gerð breyting á gengisskráningu, sem á að leiða til aukinnar samkeppni banka og spari- sjóða í gjaldeyrisverzlun. Seðlabankinn hætti að skrá gengið einhliða og ræðst það nú á eins konar markaði banka og sparisjóða. Seðla- bankinn mun þó tryggja að gengið haldist innan viðmið- unarmarka með eigin kaup- um og sölum og öðrum stjórntækjum.“ . . . . . . . . . . 4. júní 1983: „Það skiptir miklu – máski mestu – fyrir nýskipaða ríkisstjórn að byggja þegar í upphafi ferils síns brú skilnings og trausts milli sín og almennings í landinu. Það þarf ekki sízt að koma því rækilega til skila, hver er staða helztu efna- hags- og atvinnuþátta; og hvaða aðgerðir séu nauðsyn- legar til að forða hruni í þjóðarbúskapnum. For- sendur aðgerða, framkvæmd og tilgang þarf að tíunda gaumgæfilega til almenn- ings.“ . . . . . . . . . . 2. júní 1973: „Í viðræðum þeirra Nixons og Pompidous, sem lauk í Reykjavík í gær, lagði Frakklandsforseti meg- in áherzlu á, að Bandaríkja- menn mættu ekki, með ein- hliða aðgerðum draga úr herafla sínum í Evrópu og vakti hann athygli Nixons á þeim hættum, sem því væru samfara. Jafnframt mun Frakklandsforseti hafa sett fram þá skoðun við Nixon, að ef um samdrátt herafla í Evrópu yrði að ræða, yrði hann að gerast samtímis bæði í A- og V-Evrópu. Þessi yfirlýsing Pompidous er afar athyglisverð vegna þess, að Frakkar hafa síðustu árin ekki tekið þátt í varnarsam- starfinu innan Atlantshafs- bandalagsins og þeir hafa haft forystu fyrir þeim Evr- ópubúum, sem hafa talið áhrif Bandaríkjanna vera alltof mikil.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V IÐSKIPTASIÐFERÐI hefur verið mikið til um- ræðu síðastliðin misseri, ekki síst í Bandaríkjunum þar sem hvert hneykslis- málið á fætur öðru kom upp í viðskiptalífinu á síð- asta ári. Sérfræðingar og fræðimenn hafa velt því fyrir sér hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í sjálfu viðskiptakerfinu og hvort nauðsynlegt sé að stemma stigu við þess- ari þróun með sértækum aðgerðum. Margir telja mikilvægt að setja strangari reglur um hegðun á markaði og fylgja þeim eftir af festu. Aðrir vilja horfa til framtíðar og til dæmis leggja aukna áherslu á siðfræði viðskiptanna strax í viðskipta- námi í háskóla. Þegar Jack Welch, fyrrverandi forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Electric, kom til Íslands í maí var hann spurður á fundi í Háskólanum í Reykjavík hvort hann teldi rétt að viðskiptasiðfræði fengi veglegri sess í viðskipta- námi. Welch sagðist telja að of seint væri að kenna fólki í háskólanámi á þrítugsaldi muninn á réttu og röngu. Það yrði aldrei hægt að koma í veg fyrir að óheiðarlegt fólk, eitt og eitt skemmt epli, réðist til starfa í viðskiptalífinu og það væri að hans mati rangt að ætla að refsa fyrirtækjum þegar hneykslismál kæmu upp innan þeirra. Sem dæmi nefndi hann er upp komst fyrir skömmu að blaðamaður á New York Times hefði um langt skeið stundað blaðamennsku er byggð- ist á skáldskap og tilbúningi. Hann benti á að blaðið hefði einmitt verið í fararbroddi þeirra sem hefðu sett sig á háan hest og ráðist harka- lega á einstök fyrirtæki vegna afglapa einstakra starfsmanna. Sagði Welch að nú fengi blaðið sjálft að kenna á því að ekki væri hægt að hafa alla starfsmenn undir stöðugu eftirliti. Eplin eða epla- kassinn? Í þeim umræðum er átt hafa sér stað að undanförnu hefur ein- mitt verið mikið rætt um hvort hneykslismál síðustu ára megi rekja til einstakra „skemmdra epla“ eða hvort það sé hreinlega „eplakassinn“, sem sé gallaður. Í grein á veftímariti Wharton-skólans, viðskiptaháskóla Pennsylvaníu-háskóla, er tekið dæmi af fyrir- tækjunum Enron og Andersen er tengdust bæði stóru hneykslismáli. Bandaríska dómsmálaráðu- neytið ákvað að lögsækja endurskoðunarfyrir- tækið Andersen og var það að endingu sakfellt. Hins vegar var ekki lögð fram kæra á hendur Enron. Tímaritið spyr: „Getur verið að heilt endurskoðunarfyrirtæki beri sök vegna afbrots er framið var í tengslum við endurskoðunarverk- efni en að viðskiptavinurinn, sem verið var að vinna verkefnið fyrir, eigi enga sök í málinu?“ Hvernig stendur á því að í öðru málinu beinast aðgerðir yfirvalda að fyrirtækinu sjálfu en í hinu að einstaka starfsmönnum þess? Thomas Dunfee, lögfræðiprófessor við Wharton, segir að í viðskiptasiðfræði sé oft gerð- ur greinarmunur á skemmdu epli og skemmdum eplakassa. Spurningin snúist um það hvenær fyrirtæki breytist úr góðu fyrirtæki með ein- staka illa innrætta starfsmenn yfir í gallaðan eplakassa, vegna þess hve skemmdu eplin eru mörg eða vegna þess að utanaðkomandi aðstæð- ur hafi haft slæm áhrif á kassann. Dunfee telur að hugsanlega hafi bandarísk dómsmálayfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að lögsækja Andersen sem fyrirtæki vegna þess að það hefði brugðist í hverju málinu á fætur öðru. Þetta hafi ekki snúist um hvernig fyrirtækið hélt á málum Enron heldur einnig bókhaldi fyrirtækjanna Waste Management Inc., Global Crossing og Sunbeam svo dæmi séu nefnd. Dunfee segir að á einhverjum tímapunkti kunni Andersen að hafa breyst úr fyrirtæki sem var talið bera af öðrum vegna gilda sinna í fyrir- tæki sem Enron gat beitt þrýstingi til að fá óþægilegan endurskoðanda, er gerði athuga- semdir við ákveðin ferli, fjarlægðan. „Niðurstað- an var sú að yfirvöld fóru að líta á Andersen sem gallaðan eplakassa,“ segir Dunfee. Annar lögfræðiprófessor við Wharton, Will- iam Laufer, sem er forstöðumaður Zicklin- miðstöðvarinnar, rannsóknastofnunar á sviði viðskiptasiðfræði, telur að einstaka ákvarðanir Andersen kunni að hafa haft áhrif í þessu máli. Fyrirtækið hafi þannig neitað að horfast í augu við gjörðir sínar, bera á þeim ábyrgð og eiga samstarf við stjórnvöld. Slík hegðun væri líkleg til að auka líkur á að saksóknarar réðust til at- lögu við fyrirtækið sjálft. Laufer segir Andersen vera dæmi um fyrir- tæki er neiti að fara að ráðum margra sérfræð- inga í lögfræði er hvetji fyrirtæki til að veita yfirvöldum upplýsingar um þá einstaklinga inn- an raða þeirra er mesta ábyrgð beri á hneykslis- málum gegn því að fyrirtækjunum sjálfum verði hlíft að einhverju marki. Sumir sérfræðingar eru þó þeirrar skoðunar að aðrar ástæður liggi að baki því að Enron var ekki sótt til saka strax líkt og Andersen. Það hafi hreinlega verið vegna þess að fyrirtækið var í raun gjaldþrota og því ekki eftir miklu að slægj- ast með málsókn. Tortímandi áhrif spillingar Kim B. Clark, rektor Harvard Business School, viðskiptahá- skóla Harvard-há- skóla, gerði siðferði í viðskiptum einnig að um- talsefni í erindi er hann flutti nýlega hjá National Press Club í Washington. Í erindinu, sem bar yfirskriftina „Fyrirtækjahneyksli: Eru skemmdu eplin vandamálin eða eplakassinn“, segir Clark að hann hafi mikið velt vöngum yfir þeim fjölmörgu hneykslismálum er hafi sett svip sinn á bandarískt viðskiptalíf að undanförnu. Hann segir að hann hafi hugsað um þessi mál jafnt sem einstaklingur, sem fræðimaður og sem yfirmaður stofnunar er hefur það hlutverk ár hvert að búa hundruð einstaklinga undir for- ystuhlutverk í viðskiptalífinu. „Ég verð að segja eins og er að mér þykja atburðir síðastliðins árs vera mjög uggvænlegir, hvernig sem á málið er litið. Ég er hneykslaður á því hvernig flett hefur verið ofan af græðgi og misferli innan fyrirtækja og stofnana er áður voru fyrirmynd manna og dæmi um árangur. Ég ber kvíða í brjósti vegna þeirra tortímandi áhrifa sem spilling og siðferði- legir misbrestir hafa á samfélag okkar og efna- hagslíf,“ segir Clark. Hann segist gera sér grein fyrir því að margt hafi verið gert til að taka á þessum málum. Hins vegar sé það sitt mat að þær aðgerðir séu ófull- nægjandi. Of mikið af umræðunni hafi einungis snúist um yfirborð vandans. Nauðsynlegt sé að kafa dýpra og ráðast að rótum vandans. „Ég tel að viðskiptaháskólum beri skylda til að taka á þessum málum og þetta er því verkefni sem ég tek mjög nærri mér. Þetta er ekki fræðilegt verkefni. Þetta eru mál sem ég verð að takast á við dag hvern.“ Hann segir samlíkinguna um eplin og epla- kassann endurspegla ólík viðhorf til vandans. Annars vegar séu þeir sem telji málið snúast um einstaklinga sem verði að hafa uppi á, ákæra og sakfella. Á hinum endanum séu þeir sem telji eplakassann sjálfan stórlega gallaðann. Því verði að hanna hann upp á nýtt með nýjum lögum og nýjum reglum. „Ég tel sannleikskorn í báðum þessum nálg- unum. Það eru til skemmd epli og vissulega er kassinn ekki gallalaus. Þær lausnir sem settar eru fram eru hins vegar í báðum tilvikum ófull- komnar. Ég tel að okkur skorti dýpri skilning á því sem gerðist og víðari skilgreiningu á því sem verði að gera. Slíkur skilningur er ekki síst mikilvægur vegna þeirrar þróunar sem átt hefur sér stað á sviði viðskipta á síðustu árum. Við- skipti eru einstaklega sveigjanlegur og aflmikill drifkraftur í samfélaginu og þeir sem ráða þar ferðinni gegna sífellt víðtækara hlutverki,“ segir Clark. Hann segir gangverk efnahagslífsins vera orð- ið það flókið og öflugt að stjórnkerfið sem var hannað í kringum það á sínum tíma ráði ekki við það lengur að öllu leyti. Markaðir hafi verið gerðir sveigjanlegri og það hafi haft jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Á sama tíma hafi hins vegar mikilvægar stofnanir orðið veikari og það sama eigi við um reglur og viðmið er tengjast dómgreind og eiga að koma í veg fyrir hags- munaárekstra. Vandanum má að mati Clarks skipta í þrennt. Í fyrsta lagi séu markaðir farnir að gegnsýra fleiri svið þjóðlífsins og fyrirtæki hafi nýtt sér þá þróun á neikvæðan hátt. Í öðru lagi hafi leiðtog- ar notað hvata markaðskerfisins í stað dóm- greindar og grundvallarreglna á sviðum þar sem slíkir hvatar eigi ekki við. Í þriðja lagi hafi stofn- anir þær er stjórna kerfinu varpað grundvallar- atriðum fyrir róða í leitinni að markaðstækifær- um. Hann segir að ekki megi skilja hann svo að hann vilji hverfa aftur til einhvers konar „sveita- sælu“-fortíðar þar sem markaðirnir höfðu minni völd og voru ekki jafn skilvirkir. Hann vilji halda áfram á sömu braut en taka verði á ákveðnum vandamálum. Clark nefnir laun æðstu stjórn- enda sem skýrt dæmi um það hvernig stofnanir er eigi að veita leiðsögn er hagsmunaárekstrar koma upp hafi brugðist. „Markaðir byggjast á trú. Þeir krefjast þess að menn trúi og treysti heiðarleika upplýsinga og því að orð muni standa. Ekki síður eru þeir háðir því að fyrir hendi séu grundvallarreglur, MORGUNBLAÐIÐ Á AUSTURLANDI SJÓMANNADAGUR Sjómannadagurinn er hátíðlegurhaldinn í dag. Þrátt fyrir mikl-ar breytingar í þjóðlífi okkar hefur engin breyting orðið á þeim sess, sem sjómannadagurinn skipar í huga okkar Íslendinga. Hann er einn mesti hátíðisdagur þjóðarinnar. Á þeim degi hyllum við íslenzka sjó- menn og vottum þeim virðingu okk- ar. Og ekki að ástæðulausu. Nútíma- þjóðfélag á Íslandi hefur verið byggt upp á hundrað árum fyrst og fremst á þeim afrakstri, sem við höfum haft af vinnu sjómannsins. Sjómennskan er enn undirstaða atvinnulífs okkar og afkomu okkar. Þótt útgerðarfyrir- tækin hafi stækkað og séu orðin fjár- hagslega mjög öflug byggist öll starf- semi þeirra á vinnu sjómannsins. Vinnuaðstaða og aðbúnaður sjó- manna er allt annar en áður var. Þannig á það að vera. Útgerðarmenn eiga hrós skilið fyrir það hvað þeir hafa lagt mikla áherzlu á að búa vel að sjómönnum í þeim fiskiskipum, sem byggð hafa verið undanfarna áratugi. Tími mikilla sjóslysa virðist að mestu liðinn. Þó verða alltaf við og við slys á hafi úti sem minna okkur á hversu lífshættulegt starf sjómanns- ins er. Hver svo sem þróun samfélags okkar verður megum við aldrei gleyma hlut þeirra manna, sem sóttu sjóinn. Morgunblaðið færir íslenzk- um sjómönnum árnaðaróskir á þess- um hátíðisdegi þeirra og þjóðarinn- ar. Morgunblaðið er þessa daganaað opna starfsstöð á Egils- stöðum og hefur fréttaritari blaðs- ins þar, Steinunn Ásmundsdóttir, verið ráðin fastur starfsmaður blaðsins. Markmiðið með þessum ráðstöfunum er að efla mjög frétta- flutning blaðsins frá Austurlandi. Morgunblaðið hefur hátt á annan áratug rekið skrifstofu á Akureyri, þar sem nú starfa þrír blaðamenn auk þeirra starfsmanna, sem sjá um dreifingu blaðsins, sölu auglýs- inga og aðra þjónustu við kaupend- ur og aðra viðskiptavini. Með opn- un starfsstöðvar á Egilsstöðum og ráðningu blaðmanns þar er stigið nýtt skref í átt til þess að auka fréttaþjónustu Morgunblaðsins um land allt. Nú er framundan mikið fram- kvæmdatímabil á Austurlandi. Þær framkvæmdir skipta miklu máli fyrir Austfirðinga en einnig fyrir landsmenn alla. Morgunblaðið mun leggja áherzlu á að flytja lesendum sínum ítarlegar fréttir af þessum miklu framkvæmdum svo og að bregða upp mynd af þeim breyt- ingum, sem verða á samfélaginu á Austurlandi vegna þeirra og í kjöl- far þeirra. Með því vill blaðið leggja sitt af mörkum til þeirrar uppbyggingar, sem framundan er í þessum lands- hluta. Það er mjög ákveðin skoðun fréttaritara Morgunblaðsins um land allt, sem ítrekað hefur komið fram á fundum þeirra í höfuðstöðv- um blaðsins í Reykjavík, að ítarleg- ur, reglulegur og jákvæður frétta- flutningur skipti byggðir landsins miklu máli. Blað allra landsmanna vill eiga þátt í þeirri uppbyggingu. Þess vegna m.a. hefur verið lögð vaxandi áherzla á birtingu stað- bundinna frétta frá Norðurlandi, Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, nú Austurlandi, auk sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. Sú samgöngubylting, sem varð með opnun Hvalfjarðarganganna, mun leiða til þess að þéttbýlið á suð- vesturhorninu teygir sig upp í Borgarfjörð og vestur á Snæfells- nes og mun Morgunblaðið einnig fylgja þeirri þróun eftir í frétta- þjónustu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.