Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Café Opera
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Vorum að fá í sölu þetta lands-
þekkta og vel rekna veitingahús í
hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða
fyrirtæki, sem er vel tækjum búið
og er starfrækt í einu elsta og mest
sjarmerandi húsi miðborgarinnar.
Reksturinn hefur verið mjög jafn og
góður undanfarin ár og hefur verið
vel hugsað um endurnýjun og við-
hald bæði tækja og búnaðar. Nýlegur leigusamningur til 10 ára og er hús-
næðið í góðu standi að utan sem innan. Reksturinn er í 365 fm og er um
að ræða framleigu á hluta, þ.e. Cafe Romance. Sæti eru fyrir 100 matar-
gesti og er það fyrir utan bar og risloft sem rúmar um 70 manns.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur B. Blöndal hjá fasteign.is
Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030.
Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar
564 1500
25 ára
EIGNABORG
FASTEIGNASALA
Opið hús á sunnudag frá kl. 14-16
MIÐSALIR – PARHÚS
Miðsalir - Parhús í byggingu 177
fm á tveimur hæðum. Þrjú svefn-
herb. Afhent tilbúið að utan en
fokhelt að innan. Innbyggður bíl-
skúr fylgir hvorri eign.
Í einkasölu falleg og rúmgóð 102 fm
íbúð á 2. hæð í litlu fjölb., suðursval-
ir. Parket og flísar á gólfum. Baðher-
bergi endurnýjað. Frábær staðsetn-
ing og útsýni í dalinn. Verð 15,9 millj.
Magnús og Hildur taka á móti
ykkur.
SIGURÐUR ÖRN SIGURÐARSON, LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 15 OG 17
GAUTLAND 1, 2. HÆÐ
Snyrtileg 4ra herb. íbúð, 96 fm, í
góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í 2 rúm-
góð barnaherb., hjónah., baðherb.,
eldhús, stofu og góða geymslu.
Dúkar og flísar á gólfum. Góðar innr.
Verð 14,3 millj.
Helga tekur á móti ykkur með
bros á vör og kaffi á könnunni.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16 OG 18
GULLSMÁRI 3, 2. HÆÐ
Í einkasölu tvær gullfallegar sér-
hæðir ásamt bílskúrum í nýju tvíbýli
á Nesinu góða. Íbúðirnar eru þær
vönduðustu á markaðnum í dag
með sérsmíðuðum innréttingum og
massífu parketi á gólfum.
NESVEGUR - SELTJARNARNESI
www.eigna.is – eigna@eigna.is – sími 530 4600
Álfheimar 9 - OPIÐ HÚS Í DAG
Virkilega góð 123 fm, 4-5 herbergja
sérhæð á 1. hæð í þríbýlishúsi.
Þvottah. inni í íbúð. Mjög rúmgóð
stofa og borðstofa. Suð-vestursvalir.
Þrjú góð svefnh. auk sérherbergis í
kj. Góð sameign. Bílskúrsréttur. Hús
allt tekið í gegn að utan.
Verð 15,9 m. Ármann og Fríða
taka vel á móti ykkur.
WWW.EIGNAVAL.IS
HÚN hefur verið nokkuð sér-
kennileg, umræðan sem skolaði upp
nokkuð óvænt hér á dögunum, tengd
nýju listasafni,
einkasafni Péturs
Arasonar. Mér finnst
menn hafi verið
nokkuð óvarkárir í
orðum og yfirlýs-
ingum á báða bóga,
þó að það sé hægt að
skilja efasemdarraddir. Það er nokk-
uð athyglivert hvernig menn reyna
með einhverjum hætti að gera sem
minnst úr Pétri sjálfum með því að
kalla hann gallabuxnasalann og
minatúrsafnarann við Laugaveginn,
o.s.frv. og svo hvernig andsvar, vörp-
uðu til baka, dettur í skítkast og óp í
garð Hannesar Lárussonar, sem oft
hittir þó naglann á höfuðið í pistlum
sínum um menningarástandið, og Ás-
mundar Ásmundssonar sem skrifaði
ágætan pistil í Morgunblaðið. Það er
alls ekki hægt að sakfella Pétur í
þessu tilfelli, hann hefur komið sér
upp virðingarverðu og áhugaverðu
einkasafni og við ættum að gleðjast
yfir því að til séu menn á meðal okk-
ar, hvort sem þeir eru gallabuxnasal-
ar eða annað, sem ánetjast söfnunar-
áráttunni.
Spurningin er frekar frá hinni hlið-
inni, þ.e.a.s. hvers vegna Reykjavík-
urborg sá ástæðu til að stofngera
þetta safn og færa það inn á rekstr-
arreikning sinn. Meginástæðan fyrir
óánægjunni er það mikla fjársvelti
sem myndlistin lifir við í heild sinni.
Ársrekstur þessa nýja safns virðist
vera svipaður að upphæð og söfnin fá
til innkaupa á nýjum verkum. Hefði
einfaldlega verið betra að fá þetta fé
til að kaupa verk alþjóðlegra lista-
manna erlendis að eigin ósk þeirra
listasafna sem þegar eru til og
byggja þar með upp varanlega og
skipulega listaverkaeign með þeim
hætti? Þetta er jú einkasafn og
markað smekk eins manns eins og
Pétur hefur sjálfur sagt í blaða-
viðtölum. Nýlistasafnið er í fjársvelti
og það hefði jafnvel verið hægt að
hugsa sér að það fengi ákveðna upp-
hæð til listaverkakaupa auk þess sem
það þarf nauðsynlega aukið rekstr-
arfé. Eins og Ásmundur segir þá er
markmið Nýlistasafnsins það sama
og hins nýja listasafns, hann segir
reyndar að stofnskrártekstinn sé
tekinn upp orðrétt frá því. Gallerí
Hlemmur.is á í miklum rekstrarerf-
iðleikum og þannig mætti lengi halda
áfram.
Allt yfirbragð þessarar ákvörð-
unar virðist vera svipað og þegar rík-
isstjórnin ákveður að kasta hinum og
þessum aukamilljónum í vegafram-
kvæmdir, þegar aukapeningar finn-
ast í útbelgdum kassa sem óvænt er
sviptur hulinshjálminum. Menning-
arhúsum virðist stráð eftir hringvegi
Matadorsspilsins og maður veltir því
fyrir sér hvort það verði eins og með
félagsheimilin forðum, full hús tóm.
Þeir eru sigurvegarar sem fá upp
réttu töluna á teningnum og geta
rukkað umferðaraurinn.
Í þessu tilfelli er eins og þetta
einkasafn reki upp í hendur ráða-
manna. Svör sem spurulir og von-
sviknir listamenn fá, og þeir eru ansi
margir, sérstaklega af yngri kynslóð-
inni, er að þarna sé um fé að ræða
sem hefði alls ekki komið fram ef
ekki hefði komið til þessarar tilteknu
ákvörðunar. Þetta gangi því á engan
hátt gegn öðrum fjárveitingum til
myndlistamála. Þetta er náttúrulega
ekkert svar við spurningunni um
þessa ákvörðun. Varla er stofnað til
safns vegna þess að það eru óvart til
peningar einhvers staðar, sem hefðu
alls ekki verið notaðir í listrænum til-
gangi og því alls ekkert samkeppn-
isfjármagn, ef ekki hefði einmitt
dúkkað upp hugmynd um nýtt nú-
tímalistasafn sem einmitt var svo
heppilega rétt í seilingarfjarlægð.
Það er ekkert sérstaklega virðuleg
undirstaða undir safn. Það hlýtur að
hafa verið gild ástæða fyrir því að
það vantaði einmitt svona safn sam-
kvæmt áætlaðri þörf okkar fyrir
bætta menningu og listaumhverfi.
Þegar maður hefur skattpeninginn í
höndunum þarf maður að fara jafn
vel með hann og um fjölskyldupening
í búðarferð væri að ræða, segir kunn-
ingi minn í heita pottinum yfirleitt
þegar óvarlega er farið með skatt-
peninginn. Ég myndi aldrei leggja
aur í þetta, fylgir svo á eftir. Hitt
svarið er svipað eðlis, en það er að
þessi peningur sé aðeins húsaleiga
sem sé borguð fyrir svona húsnæði
við Laugaveginn og því sé safnið eig-
inlega ókeypis. Það er varla gott svar
heldur, fyrir ástæðu þess að stofna
nýtt safn. Þetta hvort tveggja eru al-
menn svör sem geta á engan hátt
staðið sem vitsmunalegir menning-
arstólpar undir safni og því ekkert
undarlegt að spurningum listamanna
sé velt upp.
Þær spurningar sem þarf að
spyrja eru auðvitað hverju nýtt safn
bætir við í safnaumhverfið, hvort
önnur söfn sem þegar eru til uppfylli
að einhverju leyti það markmið sem
felst í stefnuyfirlýsingu nýs safns eða
eigi ef til vill og sýni verk eftir sömu
listamenn eða liststefnur, o.s.frv.
Þegar búið er að finna út sérstöðuna
þá þarf að vega og meta hvort hún sé
þess virði að úr verði ný stofnun.
Á sínum tíma var Pétri Arasyni
boðið að vera sýningastjóri í Ný-
listasafninu. Ég held að það hafi ver-
ið fyrsta skipti sem hann fékk slíkt
hlutverk. Menn voru farnir að veita
honum athygli fyrir mikinn og ein-
lægan listáhuga og hann var þegar
farinn að kaupa myndlist og hafði
keypt m.a. allnokkuð af myndlist sem
sýnd var í mínu prívat-galleríi, Gang-
inum. Hann bað mig að vera með sér
í skipulagningunni, en ég hafnaði því
á þeirri forsendu að ég teldi að
Donald Judd og Richard Long, sem
hann hafði kosið sem sýnendur, þó
góðir listamenn væru, væru lista-
menn fyrir hefðbundin söfn þar sem
þeir væru þegar komnir í listasög-
una. Eða eins og Lawrence Weiner
sagði í fyrirlestri í MHÍ, að um leið
og listamenn væru komnir í hina
hversdagslegu listasögu væru þeir
hættir að bíta og í raun og veru farnir
að framleiða list sem vöru í söfn og til
safnara. Ég veit ekki hvort þetta var
meinhæðni um hann sjálfan, vegna
þess að hann var jú fyrir löngu kom-
inn í almennar listasögur, eða bara
samþykkt fyrir ágætu hlutskipti.
Það er orðið nokkuð langt síðan ég
skrifaði að stofni til þessa grein, en
þurfti að bregða mér til útlanda og
fara svo á kaf í aðra vinnu, en ákvað
þó að klára hana þegar ég sá að málið
er enn á dagskrá. Hún er ekkert
endilega um þetta nýja safn, hún er
almenn dæmisaga um pólitíkina.
Hún er um ný sendiráð, pólitískt tafl,
hugmyndir um virkjanir o.s.frv.
Fyrrgreindur pottfélagi minn sagði
um Steingrím J. Sigfússon í Vinstri
grænum, að hann væri kommi í sauð-
argæru. Ég sagði að mér virtist
Steingrímur frekar heiðarlegur póli-
tíkus og við vorum svo sammála um
að það væri mótsögn í þessu, sem
samt sem áður gæti staðist. Hann
væri kannski kommi í sauðargæru,
en allir vissu það, þannig að merk-
ingin um feluleikinn væri fallin. Þetta
er annars ágætur málsháttur, þ.e.a.s.
úlfurinn í sauðargærunni. Úlfurinn
og reyndar komminn eru báðir eins-
konar útlendingar og við hérna í
meintum heiðarleikanum og tærleik-
anum, sauðirnir (sbr. sauðirnir í bibl-
íumyndinni), vitum ekki fyrr en við
höfum úlfinn á meðal vor, sem kom
sér í sauðahópinn með lævísum
kænskubrögðum; er allt í einu orðinn
hluti af samfélaginu eins og mink-
urinn. Minkinn köllum við alltaf út-
lending vegna þess að hann er vond-
ur, en upphaflega kom hann hingað
vegna þess að við höfðum ágirnd á
mjúkum og hlýjum feldi hans. Árás-
argirnin er meðal annars falin í sauð-
argærunni. Guð býr í garðslöngunni,
Amma, en amman var amman í
Rauðhettu, sem gleypti litlu sætu
stúlkuna, en þá kom veiðimaðurinn
og bjargaði henni. Spurningin er
hver var Rauðhetta eftir þessa lífs-
reynslu.
Ég held að menn eigi ekki að níða
niður safnarann við Laugaveginn en
ég held að það sé heldur engin
ástæða til að bregðast illa við og níða
þá niður sem setja fram spurningar
við þessa ákvörðun, eins og Halldór
Björn Runólfsson gerir. Það gleym-
ist oft að tveir menn geta haldið fram
andstæðum skoðunum og samt sem
áður báðir haft á réttu að standa mið-
að við gefnar forsendur, ekki síst í
listum. Andstæður og mótsagnir
geta verið drifkraftur í listum. Flytur
ekki Sigurður Guðmundsson grjót í
olíuspúandi flutningaskipi til Kína og
lætur þriðja heims vinnuafl pússa og
pólera og svo er verkið flutt til baka
til Íslands og sett upp á barnaspítala
manninum til örvunar og göfgunar?
Það er venjulega sameiginlegur
flötur þar sem hringir skarast. Eitt
er víst að það er eitthvað dulmagn á
bak við það hvernig þetta safn varð
til. Á það ekki að vera þannig í þessu
landi álfanna? Við skulum segja sem
svo að þetta hafi verið hreinir auka-
peningar sem þarna fundust og að
þeir fari hvort sem er ekki í annað en
að greiða húsaleigu við Laugaveginn.
Safnið er gott einkasafn og útgangs-
punkturinn í því er fyrst og fremst
Sixtís eins og sagt er, seinni verkin
virðast í flestum tilfellum hafa sjón-
ræna tengingu við sixtís og oft eins
og til þess að létta á aðaláherslunni á
minimalískri list. Þegar þetta er jafn
tært og sauðargæra Steingríms, þá
verður að segjast að þetta er heið-
arlegt og gott einkasafn, en alls ekki í
neitt áberandi tengslum við það sem
er akkúrat að gerast núna – en þar
sem peningarnir voru hvort sem er
ekki til, þá er það ekkert mál.
Hins vegar þarf að huga að hinu.
Núna þegar ég lýk þessari grein er
búið að setja upp glæsilega sýningu á
verkum Matthew Barney í Ný-
listasafninu. Þarna kemur enn ein
mótsögnin, því hann er þegar kominn
í listasögubækurnar, en þær eru svo
helvíti fljótar að spýtast út úr prent-
smiðjunum á þessum fjölmiðla- og
popptímum. Hann er hins vegar ein-
hvers konar miðja í mörgu sem
boblar í suðupottinum núna og þrátt
fyrir allt er ég ekki sammála því sem
ég hafði eftir Lawrence Weiner.
Ég vil stinga upp á því að það verði
fundnar nokkrar milljónir fyrir
tveimur til fjórum svona dýrum og
fínum sýningum fyrir Nýlistasafnið á
ári, auk styrkja til reglulegs sýning-
arhalds og reksturs. Svona góðar
sýningar, sem eru settar upp á sama
tíma og verkin eru að verða til, skila
sér inn í æðakerfi samfélagsins, svo
við hljótum að finna einhverjar millj-
ónir til að halda blóðrásinni ferskri.
Nýlistasafnið tekur lítið af umrædd-
um skattpeningi, þegar litið er til
mikilvægis þess, og ég hugsa að um-
ræddur félagi minn í heita pottinum
væri sammála mér að vel mætti
sleppa einhverju bruðlinu og láta
eitthvað sem sparaðist í rekstur
safnsins. Þá mætti líka hugsa til ann-
arrar nýstarfsemi eins og Hlemm-
ur.is á meðan verið er að þróa jarð-
veginn fyrir unga list í landinu.
Safn
Eftir Helga Þorgils Friðjónsson
Höfundur er myndlistarmaður.
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Til brúðargjafa
Úrval af
fallegum
rúmfatnaði
!