Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 38
UMRÆÐAN
38 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRSREIKNINGUR Kópavogsbæjar fyrir árið 2002 var lagður fram í bæj-
arstjórn þriðjudaginn 27. maí síðastliðinn. Í honum kemur fram að skuldir
Kópavogsbæjar hafa aukist verulega. Heildarskuldir bæjarins í árslok 2002
voru tæplega 11 milljarðar en voru í árslok 2001 9,66 millj-
arðar. Þær hafa því hækkað um röska 1,3 milljarða eða um
rúmlega 13 prósent. Skuldir á hvern íbúa bæjarins aukast úr
399 þúsund í 439 þúsund. Hér er miðað við heildarskuldir án
lífeyrissjóðsskuldbindinga en ef þær eru teknar með er stað-
an talsvert verri.
Tekjur minni en áætlað var
Í ársreikningnum kemur einnig fram að tekjur bæjarins
voru 143 milljónum minni en gert var ráð fyrir og framkvæmdir og fjárfest-
ingar fóru fram úr áætlun um 765 milljónir. Áætlanir gerðu ráð fyrir fjár-
festingum fyrir 1,8 milljarða en fjárfest var fyrir 2,54 milljarða eða 43%
meira en áætlun gerði ráð fyrir.
Sveitarstjórnarlög þverbrotin
Ársreikningurinn kemur of seint fram og það er skýrt brot á sveitarstjórn-
arlögum en í þeim segir í 72. gr.: „Ársreikningur sveitarfélags skal full-
gerður, endurskoðaður og tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir lok apr-
ílmánaðar.“ Auk þess vantar veigamiklar upplýsingar, þar eru til að mynda
ekki lagðar fram skuldbindingar og reikningar vegna Tónlistarhúss Kópa-
vogs. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa margsinnis kallað eftir þessum
reikningum. Samkvæmt okkar upplýsingum eru skuldir bæjarins vegna Tón-
listarhússins 312 milljónir. Við getum ekki tekið þátt í afgreiðslu reiknings-
ins nema skuldbindingar vegna Tónlistarhússins komi inn í reikninga bæj-
arins.
Þeir eru að missa tökin
Af ársreikningnum 2002 er ljóst að skuldir bæjarins vaxa verulega og að
virðist nokkuð stjórnlaust og fjárfestingar fara verulega fram úr áætlun. Öll
meðferð og umfjöllun um ársreikninginn sýnir að sjálfstæðismenn og fram-
sóknarmenn eru að missa tökin á fjármálum bæjarins. Það kom skýrt fram í
umræðunum í bæjarstjórn að bæjarfulltrúar meirihlutans átta sig ekki á
stöðunni og hafa enga hugmynd um til hvaða nauðsynlegu aðgerða þarf að
grípa. Slíkir menn eiga ekki að stjórna stóru bæjarfélagi eins og okkar.
Skuldir Kópavogs
aukast um 1,3 milljarða
Eftir Flosa Eiríksson
Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
GUÐJÓN Jensson bókasafns-
fræðingur reifar í Morgunblaðinu
20. maí sl. hugmyndir sínar um nýtt
hlutverk gömlu
Toppstöðvarinnar
eða Varastöðv-
arinnar í Elliðaár-
dal. Í stuttu máli
ganga þær út á að
nýta húsnæðið sem
geymslusafn fyrir
hin ýmsu söfn á höfuðborgarsvæð-
inu, s.s. Þjóðminjasafn, Lands-
bókasafn og Árbæjarsafn. Þótt
vissulega sé þörf þessara safna brýn
er sitthvað við tillöguna að athuga.
Toppstöð Landsvirkjunar var
reist af Rafmagnsveitu Reykjavíkur
og tekin í notkun árið 1947. Hún
þjónaði höfuðborgarsvæðinu um
áratuga skeið, jafnt sem toppstöð og
varastöð, auk þess sem hún var um
skeið notuð til að skerpa á heita
vatninu frá Reykjum. Stöðin var
síðast notuð í lok níunda áratug-
arins og hefur upp frá því verið nýtt
sem geymsluhúsnæði Landsvirkj-
unar.
Fáum dylst hversu mikið lýti
Toppstöðin er á hinu fallega um-
hverfi Elliðaárdalsins. Langt er síð-
an tekin var um það ákvörðun að
rífa skyldi bygginguna, en það hefur
dregist á langinn, enda niðurrifs-
kostnaðurinn ærinn eins og Guðjón
bendir á í grein sinni. Eftir stendur
að það að fjarlægja stöðina hlýtur
að teljast eitt brýnasta umhverf-
ismálið sem snýr að Elliðarárdaln-
um.
Hugmyndin um nýtt hlutverk
Toppstöðvarinnar hefur tvo meg-
ingalla. Hún brýtur gegn þeirri
stefnu borgarinnar að heimila ekki
nýbyggingar og starfsemi á bökkum
Elliðaánna, en svo miklar breyt-
ingar þyrfti að gera á húsinu að
jafna mætti við að um nýbyggingu
væri að ræða. Þá er ástæða til að
ætla að Toppstöðin yrði hinum að-
þrengdu söfnum mikill bjarn-
argreiði.
Hverjum þeim sem skoðað hefur
Toppstöðina vandlega að innan sem
utan má vera ljóst að geysimiklar
breytingar þyrfti að gera á húsinu
til að unnt væri að nýta það. Í raun
má segja að Toppstöðin sé ekki ann-
að en stálgrind og asbestklumpur
með þunnri klæðningu. Sem stend-
ur er það óhentugt geymsluhúsnæði
fyrir vélahluti og gamlan tækjabún-
að Landsvirkjunar, hvað þá við-
kvæmar þjóðargersemar eða gömul
skjöl. Að koma húsinu í skikkanlegt
horf kostaði margfalt meira en þær
tugmilljónir sem ætlaðar eru í nið-
urrifskostnað og líklega yrði mun
dýrara að breyta byggingunni en að
reisa nýtt hús frá grunni.
Alltof oft hafa það verið örlög ís-
lenskra safna að þurfa að sætta sig
við óhentugt húsnæði sem upp-
haflega var reist til annarra nota.
Slíkur húsakostur er óhentugur,
honum fylgja margskonar aukaút-
gjöld og hætta á skemmdum á skjöl-
um og gripum eykst verulega. Sem
betur fer virðast augu ráðamanna
vera að opnast fyrir þessum stað-
reyndum og síðustu misseri hafa
ýmis söfn fengið aðgang að hentugu
og góðu geymsluhúsnæði. Þannig
komu Íslensku safnverðlaunin 2002
í hlut Byggðasafns Árnesinga fyrir
nýtt og glæsilegt þjónustu- og
geymsluhúsnæði. Unnendur lyk-
ilsafna þjóðarinnar ættu fremur að
horfa til slíkra mannvirkja en að
leita uppi aflóga hjalla sem
geymslur undir menningararfinn.
Toppstöðina
burt!
Eftir Stefán Pálsson
Höfundur er forstöðumaður Minja-
safns Orkuveitu Reykjavíkur.
Um er að ræða fallegt 131 fm
raðhús á 2 hæðum byggt úr
steinsteypu árið 1991. Í húsinu
eru góðar stofur, 3 svefnher-
bergi, eldhús, bað o.fl. Góðar
innréttingar. Suðurgarður. Stutt
í alla þjónustu. Verð 17,1 millj.
Gjörið svo vel að líta inn.
Sigtryggur tekur vel
móti ykkur.
Sími 568 5556
FÍFURIMI 24 - OPIÐ HÚS Í DAG,
SUNNUDAG, Á MILLI KL. 13 OG 16
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Mjög vel staðsett einbýlishús, um
240 fm, með bílskúr og lítilli stúdíó-
íbúð. Húsið er byggt 1980 og er
einstaklega vel umgengið. Í húsinu
eru m.a. 4 góð svefnherbergi og
góðar stofur - stór timburverönd -
góður bílskúr, stúdíó-íbúð og sér-
staklega falleg lóð. Húsið er mikið
endurnýjað. Verð kr. 25,0 millj.
Til afhendingar mjög fljótt.
HÆÐARSEL 7
- OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 -
Íbúðin er 191 fm á þriðju og fjórðu
hæð ásamt stæði í lokuðu bílskýli.
Tvennar góðar suð/vestursvalir, 4
mjög stór svefnherbergi, stórar
stofur, sérþvottahús í íbúðinni, tvö
baðherbergi o.fl.
Bjalla merkt Guðni og Ester.
Verð kr. 22,9 millj.
NAUSTABRYGGJA 23
OPIÐ HÚS Í BRYGGJUHVERFINU Í DAG FRÁ KL. 14-17
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Norðurbrún 12
Opið hús frá kl. 14-16
Glæsilegt og vandað 232 fm par-
hús á tveimur hæðum með inn-
byggðum bílskúr. Á efri hæð eru
stórar stofur með sérhönnuðum
glugga eftir Leif Breiðfjörð og rúm-
gott eldhús, á neðri hæð eru fjögur
svefnherbergi, flísalagt baðherbergi
auk gesta w.c. Falleg ræktuð lóð og fallegt útsýni til Esjunnar og út á
sundin. Ræktuð lóð. Laust fljótlega. Verð 27,8 millj.
Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Raðhús eða einbýlishús í Fossvogi óskast
Áreiðanlegur og fjársterkur aðili
óskar eftir einbýlis- eða raðhúsi í
Fossvogi. Skipti möguleg á þess-
ari glæsilegu 120 fm íbúð ásamt
20 fm bílskúr í góðu húsi við Dala-
land. Íbúðin, sem er með glæsi-
legu útsýni, var öll endurnýjuð á
afar smekklegan hátt fyrir örfáum árum.
Góðar greiðslur í boði.
Opið hús
Hjaltabakki 22
4ra herb. 104 fm íbúð á 3. hæð
Til sýnis og sölu glæsileg, björt og mikið endurnýjuð
4ra herbergja útsýnisíbúð á þriðju og efstu hæð í góðu
fjölbýli á þessum sérlega barnvæna stað. Vestursvalir.
Verð 11,5 millj. Áhv. 6,9 millj. Brunabmat 11,0
millj.
Sigríður verður með heitt á könnunni og tekur vel
á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 13—18
Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar,
sími 511 1555.
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Í dag milli kl. 13 og 15 ætlar Selma að sýna
glæsilega íbúð á 2. hæð auk séríbúðar í risi í
fallegu steinhúsi á besta stað í miðbænum.
Gegnheilt parket á gólfum. Stórar og glæsileg-
ar stofur, borðstofa með fallegum skála. Arinn
í stofu. Nýtt eldhús með fallegri innréttingu.
Endurnýjað baðherbergi. 2 svefnherbergi. Í risi
eru 2 svefherbergi, stofa, baðherbergi og eld-
hús. Fallegt útsýni yfir Tjörnina.
Garðastræti 39 - OPIÐ HÚS
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.