Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hrefna Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
desember 1930. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans á
Landakoti 2. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Aðalheiður Þorvarð-
ardóttir húsfreyja, f.
4.12. 1907, d. 27.5.
1984, og Kristján
Gunnarsson, húsa-
smíðameistari og
stofnandi Stíganda á
Blönduósi, f. 13.2.
1903, d. 30.6. 1986. Systkini
Hrefnu eru Þórir, f. 21.7. 1932,
Hreinn, f. 4.11. 1933, og Hanna
Gyða, f. 1.3. 1937. Samfeðra
bræður Hrefnu eru Þormar, f.
18.3. 1945, Hilmar, f. 16.5. 1948,
og Sigurður, f. 10.10. 1950.
Hrefna giftist í febrúar árið
1962 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Sigurði Ásbjörnssyni leigu-
bílstjóra, f. 12. apríl 1923 í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Ásbjörn Guðmundsson strætóbíl-
stjóri, f. 23.11. 1894, d. 12.7. 1988,
og Guðríður Ísaksdóttir hús-
freyja, f. 4.12. 1895, d. 26.5. 1964.
Börn Hrefnu og Sigurðar eru tvö:
a) Kristján, f. 11.4.
1958, í sambúð með
Gestheiði Fjólu Jó-
hannesdóttur, f.
12.11. 1971. Synir
Kristjáns eru Sig-
urður Hrafn, f. 25.6.
1978, og Daníel Æg-
ir, f. 1.1. 1990. b)
Þórunn, f. 20.4.
1960, gift Hreini
Pálmasyni, f. 29.6.
1959. Börn þeirra
eru Brynjar Þór, f.
1.7. 1982, Elvar
Orri, f. 10.11. 1987,
og Íris Hrönn, f.
17.12. 1991.
Hrefna ólst upp hjá foreldrum í
Reykjavík. Hún gekk í grunn-
skóla í Reykjavík og stundaði eft-
ir það nám í Kvennaskólanum á
Blönduósi, sem hún lauk 1948.
Um tvítugt fluttist hún til Reykja-
víkur. Þau Sigurður bjuggu
lengst af á Háaleitisbraut. Hrefna
var heimavinnandi húsmóðir
meðan börnin voru lítil og starf-
aði svo lengst af við umönnunar-
störf, bæði á Reykjalundi og í
Skjóli uns hún hætti störfum árið
2000, sjötug að aldri.
Útför Hrefnu var gerð frá
Fossvogskapellu 16. maí.
Elsku mamma.
Þá er stríðinu lokið, eftir erfiða
veikindabaráttu. Margt finnst manni
óréttlátt, þegar ástvinur er tekinn frá
manni svona skyndilega. En ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að vera
nálægt þér síðustu árin og einnig
þegar þú kvaddir þetta líf. Ég fékk að
halda í hönd þína og styðja þig eins
vel og ég gat.
Við þig gat ég talað eins og vin-
konu, alltaf var gott að leita til þín. Þú
varst svo góður viðræðufélagi og ég
veit að margir eiga eftir að sakna þín.
Þú tókst á við lífið með jákvæðni og
hógværð. Margar sögurnar sagðir þú
mér úr þinni æsku og rifja ég þær oft
upp aftur og aftur. Margt fannst mér,
sem þú upplifðir, eins og ævintýri.
Í dag átta ég mig á hversu sterk,
nægjusöm og drífandi manneskja þú
varst. Sama hvað á gekk, þú sást allt-
af jákvæðu hliðarnar á öllu.
Þú kenndir mér að bera virðingu
fyrir fólki, skoðunum þess og að gef-
ast aldrei upp.
Ég minnist margra ánægjustunda
með þér þegar við bjuggum úti á
landi.
Það brást ekki að þú varst mætt á
hverju ári eins og vorboðinn ljúfi, til
þess að taka til hendinni og fá að
vinna í garðinum okkar fyrir norðan,
hreinsa, setja niður gróður og blóm.
Því að í garðinum, hvort heldur var
fyrir norðan eða sunnan, kunnir þú
alltaf vel við þig.
Á veturna fannst þér gott að lesa
bækur, leggja kapal og ráða kross-
gátur. Þú varst lánsöm að geta starf-
að fram til sjötugs, síðast á Skjóli við
umönnunarstörf. Það starf átti líka
vel við þig. Þú hafðir mikinn áhuga á
andlegum málum og hafðir gaman af
að spá í bolla fyrir samstarfskonur
þínar. Man ég eftir því, að oft var ég
hálf afbrýðisöm yfir því að þú vildir
ekki spá fyrir mér, en þegar við
ræddum svona mál varðst þú oft al-
vörugefin og baðst mig um að trúa á
Guð og allt hið góða.
Mamma, ég veit að þér fannst þú
rík, að hafa eignast fimm barnabörn
og fylgdist þú vel með þeim öllum. Þú
hvattir þau til að vera dugleg að læra
og eiga sér áhugamál, sem þau öll eru
svo lánsöm að eiga.
Það fá engin orð því lýst hvað ég og
börnin mín eigum eftir að sakna þín.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
minningin um þig lifir um alla tíð í
hugskoti mínu.
Guð geymi þig og verndi.
Þín dóttir
Þórunn Sigurðardóttir.
Það var alltaf gott að fá tengda-
mömmu í heimsókn norður, við gát-
um alltaf spjallað um það sem var efst
á baugi hverju sinni, hvort heldur var
um pólitík eða heimsmálin almennt.
Það var alveg fastur liður á vorin, að
tengdamamma kom, til að geta verið
hjá dóttur sinni Þórunni og barna-
börnunum sínum, Brynjari, Elvari og
Írisi.
Hún naut þess að fara í bæinn með
dóttur sinni til að kaupa eitthvað fal-
legt handa henni og barnabörnunum
sínum, þegar hún kom norður.
Hrefna var þróttmikil og dugleg
kona, hógvær og nægjusöm en um-
fram allt traust og góð tengda-
mamma sem mér þótti afskaplega
vænt um.
Þegar við Þórunn komum með
börnin suður í heimsókn var tengda-
mamma alltaf klár með eitthvað gott
að borða hvort heldur það voru nýjar
kleinur eða vöfflur með kaffinu og
hver í fjölskyldunni man ekki eftir
Hrefnu útbúa meðlæti með lamba-
lærinu sem kraumaði í ofninum á
sunnudögum, það var góður tími með
fjölskyldunni saman og Hrefna naut
þess að stjana við okkur allan tímann.
Ég vissi fyrir víst, að þegar ég kom
suður, þá lá fyrir að vinna verk af við-
haldslistanum sem tengdamóðir mín
geymdi í hugskoti sínu, og var það
mér mikið kappsmál að geta minnkað
þann lista fyrir hana í hvert skipti
sem ég kom en það var alltaf af nógu
að taka.
Hrefna mín, þakka þér fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman,
minningin um góða konu lifir í hjört-
um okkar allra.
Hreinn Pálmason.
Elsku amma.
Við fórum oft saman í búðir og
göngutúra og þegar við gerðum það
fórum við oftast með hundana, Lady
og Terry. En þegar við fórum ekki
með þá urðu þeir leiðir. Síðan þegar
við amma komum aftur heim hopp-
uðu þeir um allt húsið, vegna þess að
hundarnir voru svo glaðir að sjá
ömmu aftur. Þetta lýsir ömmu svo
vel, vegna þess hvað hún var góð við
hundana sína. Ég og amma spiluðum
oft rommí. Líka þegar ég var lítil, en
þá vann ég alltaf, útaf því að amma
leyfði mér alltaf að vinna. Ég gisti
mjög oft hjá ömmu og þá var ótrúlega
gaman, útaf því að við vorum oft að
spila og segja brandara, en amma
sagði bara eitthvað svona gamaldags
og það var óvenjulega fyndið.
Mikið á ég eftir að sakna þín,
amma mín. Ég sendi þér ljóð sem
mér finnst passa þér.
Lítill fugl sem flýgur til
himins.
Minnir okkur á eilífðina.
Lækurinn sem líður niður
hlíðina.
Minnir okkur á sannleikann.
Blómin springa út
fyrir þig.
Þytur trjánna segir þér frá
leyndardómi lífsins.
Að lifa er að finna til.
Að gráta yfir vegvilltum fugli,
eða visnuðu laufi.
Að gleðjast yfir útsprungnu blómi,
eða lífgandi dögg.
Að lifa er að finna til.
(Halla Jónsdóttir.)
Þín
Íris Hrönn.
Elsku amma.
Á stund sem þessari reikar hug-
urinn til baka til þess er ég var yngri í
heimsókn í Arnartanga. Þú varst allt-
af svo góð og örlát og ég man hversu
gott það var að vera hjá þér og afa.
Þegar ég kom í keppnisferðir suður
var ég nánast alltaf hjá þér. Þau
skipti vorum við oft í eldhúsinu að
spila rommí, olsen-olsen og veiði-
mann. Þess á milli varst þú að stjana
við mig með sætabrauði og kleinun-
um þínum. Á þessum stundum var
ávallt stutt í hláturinn og brosið. Það
er ósanngjarnt hversu fljótt maður
getur misst ástvini sína en þú munt
alltaf lifa í minningunni.
Elsku amma mín megir þú hvíla í
friði. Ég sakna þín. Þinn,
Brynjar Þór Hreinsson.
Elsku amma mín.
Ég man ein jólin eftir að við vorum
flutt suður, þá fórum við til þín vegna
þess að íbúðin sem við leigðum var
svo lítil. Við fengum hangikjöt í aðal-
rétt, það var mjög gott vegna þess að
þú varst svo góður kokkur og í eft-
irrétt fengum við bananaís með daim-
kúlum að hætti ömmu. Svo opnuðum
við gjafirnar, amma var alltaf svo góð
og hress, við skemmtum okkur kon-
unglega þessi jól. Elsku amma, ég
mun sakna þín. Guð geymi þig. Þinn,
Elvar Orri Hreinsson.
Elsku amma.
Þú varst alltaf góð og blíð kona. Þú
vildir alltaf hafa hreint og fínt. Þú
kenndir mér alla nauðsynlega siði,
eins og kurteisi. Það var alltaf gott og
gaman að vera hjá ömmu og mér
leiddist aldrei. Ég sakna þín mjög og
gæfi allt til að fá þig aftur. En þú
munt alltaf vera í hjarta mínu og
þakka ég þér af öllu hjarta fyrir að
vera góða amma mín.
Guð blessi minningu hennar.
Þinn,
Daníel Ægir Kristjánsson.
Elsku amma. Þú varst alltaf góð og
traust, sem klettur í hafi. Þú varst
með allt á hreinu og af þér lærði ég
margt. Öll grundvallaratriði voru í
hávegum höfð, bæði hvað varðaði
mannleg samskipti og annað í dags-
daglegu lífinu. Amma var athafnasöm
og dugleg, hún vann á Reykjalundi og
seinna á Skjóli og sá um heimili sitt
og fjölskyldu af stakri prýði. Að koma
til ömmu var alltaf afar gott, bæði ró-
legt og hlýlegt og var návist hennar
ávallt mjög þægileg. Árin með ömmu
Hrefnu þakka ég af öllu hjarta.
Guð blessi minningu hennar.
Þinn,
Sigurður Hrafn Kristjánsson.
HREFNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem
sýndu mér og fjölskyldu minni samúð og
vinarhug við andlát dóttur minnar,
ÖNNU SÆMUNDSDÓTTUR,
Merkurgötu 3,
Hafnarfirði.
Guðlaug Karlsdóttir
og fjölskylda.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
BIRGIS KARLSSONAR
flugþjóns,
Reynilundi 11,
Garðabæ.
Svava A. Ólafsdóttir,
Georg Birgisson, Ólafur Birgisson,
Laufey B. Friðjónsdóttir, Robyn Redman,
Kári Georgsson,
Haukur Georgsson.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæra,
MATTHÍASAR KRISTJÁNSSONAR,
Hábrekku 6,
Ólafsvík.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Íris Ósk Jóhannsdóttir,
Arnheiður Matthíasdóttir, Kristján Jónsson,
Erla Hrönn Snorradóttir, Jóhann Steinsson.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ARNFRÍÐAR ÍSAKSDÓTTUR,
Bakkavör 32,
Seltjarnarnesi.
Óskar Ólason,
Óli Þ. Óskarsson, Jónína Sigurjónsdóttir,
Björg Óskarsdóttir, Sigurður Jakobsson,
Lára Óskarsdóttir, Ólafur Þór Jóelsson,
Helgi Rúnar Óskarsson, Ásdís Ósk Erlingsdóttir
og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við frá-
fall ástkærrar eiginkonu minnar og móður,
BIRNU JÓNSDÓTTUR,
Garðastræti 9.
Pétur Pétursson,
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
Skagfirðingabraut 43,
Sauðárkróki.
Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested,
Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer,
ömmubörn og langömmubörn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.