Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 45 Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hér sit ég og hlusta á tónlist með Bubba, lag sem þér fannst svo fallegt, „kveðjan“ með Bubba, að morgni lít ég út og sé sól að morgni en hugur minn er fullur af skuggum og tár mín streyma, ég bið guð að taka burt minn myrkva kvíða, það eina sem ég hugga mig við er bros þitt sem lifir í huga mínum. Anna Ragnheiður var ljúf stelpa sem blómstrandi rós. Hún var fal- leg, gefandi ung kona. Ég hef oft verið stolt að eiga svona duglega frænku, hún tók allri vinnu sem hún gat til að ná sér í pening. Í fyrra vann hún með námi í 10. bekk og þurfti hún að fara á vaktir á nóttunum um helgar, jafnvel vaða snjó til að komast, en hún lét sig hafa það. Oft komst þú til Reykjavíkur og dvaldir hjá mér og þá fórst þú að- eins að kíkja í búðir og stundum eyddir þú aðeins of miklu í Kringl- unni en við hlógum bara að því að þú værir bara stelpa, frekar mikil pjattrófa. Þú varst mikill námsmaður og órtúlega góð í ensku, enda vildir þú alltaf horfa á enskar teikni- myndir þegar þú varst lítil og stefndir á stúdentspróf. Ég var ótrúlega heppin að eiga frænku sem ætlaði síðar að læra snyrtifræði og naut ég góðs af þegar þú varst að æfa þig. Við gerðum mikið grín hversu lengi þú varst að hafa þig til, gast eytt mörgum klukkutímum í að snurfusa þig eins og á síðasta gamlársdag en ótrúlega varst þú falleg, þú varst bara pjattrófa eins og hún Ragnheiður amma. Fjölskyldan þín hefur alla tíð verið til fyrirmyndar, enda eftir að afi þinn og amma dóu sem þú hélst mikið upp á, þá héldu foreldranir bara þéttar utanum ykkur. Mér fannst nú mamma þín dekra þig en hún sagði „börnin mín eru mér allt“. Heppnari hefðir þú ekki get- að verið með foreldra og systkini. Ég man eftir hversu mikil pabba- stelpa þú varst og sast meira að segja enn í fanginu á honum á góð- um stundum og ég tala nú ekki um armbeygjukeppni og fleira sem þú manaðir hann í. Fjölskyldan þín hefur kennt mér mikla og góða lexíu: aldrei að fara ósátt að sofa, aldrei að fara út án þess að kveðja, aldrei að vera ósáttur, það er alltaf hægt að leysa hlutina með því að tala saman. Mamma þín vakti oft eftir þér þeg- ar þú fórst út bara til að segja „góða nótt vinan mín“. Elsku Badda mín, Ívar, Rakel Ýr, Palli og Sigga Þóra, ég get endalaust rifjað upp minningar um dásamlega dóttur og systur sem var allt sem ung stúlka getur feng- ið. Sorgin er ólýsanleg og ég bið góðan guð að styrkja ykkur og leiða ykkur í gegnum ókominn ANNA RAGNHEIÐUR ÍVARSDÓTTIR ✝ Anna Ragnheið-ur Ívarsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 4. des- ember 1986. Hún lést af slysförum að- faranótt 11. maí síð- astliðins og var út- för hennar gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 17. maí. tíma. Þið eruð ótrú- lega sterk öll og styrkurinn er af því að þið eruð svo góð fjölskylda. Samúðarkveðja. Elísabet Reyn- isdóttir (Beta frænka). Sofðu, ég unni þér. (Brot úr þjóðvísu.) Elsku besta Anna Ragnheiður. Þegar ég hugsa til þín minnist ég allra frábæru stundanna sem við áttum saman. Við gátum aldeil- is skemmt okkur vel og það hefði verið gaman að fá tækifæri til að hitta þig á þjóðhátíð í sumar eins og ég hafði lofað þér. Það var allt- af jafn gaman þegar þú komst í bæinn, þó það væri ekki nema nokkra daga í senn, og þú hringdir í mig svo við gætum örugglega hist. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að elsku frænka mín, sem var hvers manns hugljúfi,verði ekki samferða mér gegnum lífið. En eins og sagt er, þá deyja þeir ungir sem guðirnir elska, og það var greinilega tímabært að ein- hverjir aðrir fengju að njóta nær- veru þinnar, þó að okkur hinum hafi ekki fundist það sanngjarnt. Mér mun alltaf þykja jafn vænt um þig og vona að þú sofir vært og rótt, ljúfi engill, þar til við hitt- umst á ný. Tinna frænka. Okkur langar að fá að minnast góðrar vinkonu okkar, Önnu Ragn- heiðar Ívarsdóttur, í nokkrum orð- um. Elsku vinkona, takk fyrir alla þá yndislegu hluti sem við gerðum og áttum saman, allar minningarnar sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar. Við erum svo þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þér og taka þátt í lífi þínu. Er við sitjum hér saman, og rifj- um upp allar þær góðu stundir sem við áttum með þér, eru marg- ar minningar sem skjóta upp koll- inum. Einna helst bera að minnast á ást þína á tónlist og dansi. Okkur fannst alveg merkilegt, að ef þú heyrðir lag þá kunnir þú það strax, eða það hvað þú gast eytt miklum tíma fyrir framan spegilinn að dunda þér við sjálfa þig. Hver af okkur kannaðist ekki við það að hringja í þig á meðan þú varst að horfa á sjónvarpið, og ná engu sambandi við þig. Við vorum alltaf að tala um hvað við áttum bjart sumar framundan. Þjóðhátíðin var á næsta leiti og svo átti að fljúga beint út til Mall- orca. En á einu augnabliki breyttist besta sumar ævi okkar, úr því besta í það versta. Anna Ragn- heiður hafði sterkan og áhrifa- mikinn persónuleika. Hún hreif alla með sér hvert sem hún fór og bros hennar fór ekki fram hjá neinum. Hún var lífsglöð og kom okkur vinkonunum alltaf í gott skap. Anna var manneskja sem enginn mun gleyma og á hún alltaf sinn stað í hjörtum okkar allra. Elsku Badda, Ívar, Rakel Ýr, Palli, Sigga Þóra og aðrir aðstand- endur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð í þessari miklu sorg, missir ykkar er mikill. Megi guð vaka yfir ykkur á þessum erfiðu tímum. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku Anna okkar, með sorg og trega í hjörtum. Þínar bestu vinkonur að eilífu, Halla Ósk, Arna Björg, Helena Ósk, Dorothy Lísa, Ingibjörg, Hafdís, og Unnur Dóra. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Önnu Ragnheiðar, en ég trúi því ekki að þú sért ekki meðal okkur vin- kvennanna lengur. Yndislega bros- ið þitt og röddin þín hreif alla hvert sem þú fórst. Þú geislaðir öll af gleði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þín- um fallegu eiginleikum sem þú hafðir að geyma. Ég man eftir fyrstu kynnum okkar, sem voru á pæjumótinu hérna í Eyjum þegar við vorum um 11 ára aldur. Þetta voru frá- bærir tímar og uppfrá því urðum við bestu vinkonur, og vorum við alveg einsog samlokur, það var ekki hægt að slíta okkur í sundur. Svo liðu árin og önnur áhugamál komu í staðinn, á sumrin sleiktum við sólina og létum fjölga frekn- unum, það var það sem okkur fannst skemmtilegast, liggja í sól- baði og hlaupa í gegnum garð- úðann heima hjá þér. Og átti það ævintýri að halda áfram núna í sumar, strax eftir þjóðhátíðina átt- um við að fljúga út til Mallorca, við vinkonurnar saman, og það var nánast ekkert annað umræðuefni sem komst að. Elsku Anna mín, þetta er svo erfitt, en ég trúi því að þú sért komin á eitthvern fallegan stað þar sem þér á eftir að líða vel og þar sem þú munt alltaf vaka yfir okkur. Þú varst alltaf sú sem komst okkur til að brosa, og þakka ég þér fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman, þær munu ætíð lifa í hjarta mínu. Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli, öll mín samúð er hjá ykkur. Einnig bið ég guð að styrkja Kristjönu og Helgu Björk og þeirra fjölskyldur. Elsku vinkona, hvíl í friði. Guðrún Lena. Kæra vinkona. Það er svo mikið sem mig lang- ar að segja við þig og þakka þér fyrir að ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja. Þú varst yndisleg manneskja sem var góð við alla, alltaf snyrtileg og vel til höfð, allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vel gert, að ógleymdum persónu- leika þínum og brosi, sem þú hreifst alla með. Það er svo margt sem við höfum gert og svo ótelj- andi margt sem við áttum eftir að gera … sem ég mun og gera með þig efst í huga. Og þær eru margar góðu minn- ingarnar þegar maður hugsar til baka, þar sem síðustu vikur standa upp úr, en þær voru yndislegur tími, þar sem ég, þú og Kristjana vorum allar þrjár saman á rúnt- inum kvöld eftir kvöld, að hlusta á tónlist og spjalla saman. En nú þegar þú ert farin á eftir að verða tómlegt. Það er komið stórt gat á hjarta okkar allra sem enginn get- ur fyllt upp í. Þú varst svo góð og traust, það var alltaf hægt að koma til þín og tala við þig því þú varst alltaf tilbúin að hlusta, ég hálfvorkenndi þér bara stundum að þurfa að hlusta á mig! Ég á einnig eftir að sakna þess að vera ekki samferða þér heim úr skólanum og vera með þér í tíma, þar sem mestallur tíminn fór í að tala saman, skrifa bréf og ná í tón- list á netinu. Það er svo margt sem ég hefði viljað gera með þér, en það verður að bíða þangað til við hittumst aft- ur elsku vinkona. Þessar minningar verða seint gleymdar og ég skal lofa þér því að þær munu alltaf lifa í hjarta mínu. Með þessum orðum vil ég kveðja yndislega og frábæra vin- konu sem mun ávallt lifa í hjarta mínu. Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr, Palli og aðrir að- standendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Bless dúllan mín … og sjáumst seinna. Þín vinkona að eilífu, Arna Björg. Elsku Anna Ragnheiður. Takk fyrir alla þá yndislegu hluti sem við gerðum og eigum saman í fullt af góðum minningum enda varstu ekki vön að skilja eftir þig slæmar minningar. Það er sárt að þurfa að kveðja traustan vin svona löngu fyrir ald- ur fram. Þegar við töldum okkur vera í blóma lífsins að fara að upp- lifa besta sumar ævi okkar, stefnt var á að byrja að vinna og safna fyrir þjóðhátíð og þaðan daginn eftir var stefnan sett á Mallorca, en allt virðist geta breyst á einu augnabliki. Anna var sú manneskja að hvert sem hún fór ljómaði allt í kringum hana af hennar fallega brosi og þessum yndislega persónuleika. Hún var mjög einlæg og kurteis og framkoma hennar alltaf til fyr- irmyndar. Okkur vinkonunum þótti alltaf gaman að fylgjast með Önnu, hvað hún gat staðið lengi fyrir framan spegilinn og verið að gera sig fína. Eitt af því skemmti- legasta sem hún gerði var að dansa og syngja og ekki vantaði hana taktinn eða röddina. Anna var þessi feimna týpa í byrjun en um leið og maður kynntist henni varð ekki aftur snúið frá þessari yndislegu vinkonu minni. Margt höfum við ellefu vinkon- urnar brallað saman, til að mynda sumarbústaðarferð okkar, sem mun ávallt vera okkur minnisstæð. Missir okkar er mikill og hefur stórt skarð myndast við missi þinn sem seint mun gróa. Ég á eftir að sakna þín rosalega mikið og mér þykir alveg óendan- lega vænt um þig ástin mín, þú munt lifa í hjarta mínu að eilífu. Elsku Badda, Ívar, Sigga Þóra, Rakel Ýr og Palli, ég votta ykkur mína dýpstu samúð sem og öðrum ástvinum. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni. Horfin ertu héðan vina kæra hnigin ertu nú í svefninn væra. Sofðu vært uns sólin fagra skín á sælulandi gleðin aldrei dvín. (Lilja Guðmundsdóttir.) Þín vinkona að eilífu Helena Ósk Magnúsdóttir. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja, Ólöf, Kristján og börn. Elsku Anna Ragnheiður, þó að þú sért farin á ég þig enn í hjarta mínu. Hver einasta hreyfing, hver einasti hlátur og hvert einasta bros ... Þitt bros heillaði mig alltaf og þú varst alltaf snillingur í að fá fólk til að brosa og hlæja með þér. Ég vona að betri staðurinn sé ynd- islegur og fallegur eins og þú, en ég veit að þú verður alltaf með okkur. Takk fyrir að leyfa mér að taka þátt í þínu yndislega lífi og mundu að ég elska þig og mun aldrei gleyma þér. Þín vinkona Lísa. HINSTA KVEÐJA ✝ Hulda Ásbjarn-ardóttir fæddist í Holtsseli í Grund- arsókn 28. febrúar 1908. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Seli 10. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Mar- grét S. Friðriksdótt- ir, f. 7. nóvember 1887, d. 1940, og Ás- björn Árnason, f. 1. maí 1880, d. 1962. Systkini Huldu voru tólf. Hulda giftist 1954 Aðalsteini Bergdal lögreglu- þjóni á Akureyri, d. 2. desember 1963. Börn Huldu eru Freygerður Erla Svavarsdóttir, f. 18. júní 1935, Maggý Þorsteins- dóttir, f. 8. febrúar 1940, og Aðalsteinn Bergdal, f. 1. des- ember 1949. Hulda ólst upp frá þriggja ára aldri í föðurhúsum. 16 ára fór hún að vinna fyrir sér við ýmis störf. Árið 1931 lá leið hennar í Kvennaskólann á Blönduósi. Hulda bjó mestan hluta ævi sinnar á Akureyri og ól þar upp börnin sín. Útför Huldu fór fram í kyrr- þey 19. maí síðastliðinn. Elsku Hulda amma, nú er langri göngu þinni lokið hér á þessari jörðu, en eins og við erum vissar um tekur annað og betra við þegar henni lýkur. Nú ert þú í faðmi ástvina þinna, Aðalsteins, Jóns, pabba og margra fleiri sem biðu þín hinum megin. Já, þetta var löng ganga, alls 95 ár og margs að minnast. Ég man þegar ég var barn og kom til þín í heimsókn um helgar í Fjólugötuna, þar var nú gaman að leika sér. Kofi úti í garði, ribsberjarunn- arnir þungir af berjum og rab- arbarinn, jú, við fengum alltaf að smakka af kræsingum náttúrunnar í garðinum hennar ömmu. Þú inni að baka lummur með rús- ínum, eða pönnukökur, berandi á borð kræsingar og fylgdist grannt með að allir fengju nú nóg. Þú varst alltaf svo létt á þér, hljópst í heimsóknir út um allan bæ, og allir dáðust að því hvað þú værir létt á fæti. Það var ekki auðvelt þegar árin svo komu eitt af öðru og þú varðst að lúta því að komast varla úr rúmi síðustu árin og beiðst eftir að fá að fara þar sem þú gætir aftur hlaupið um. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum á sama tíma á Mallorca fyrir einum 15 árum, við skemmt- um okkur konunglega og á ég nokkrar myndir til minningar sem ég geymi vel. Með sökknuðu og þakklæti kveð ég þig, elsku amma. Sjáumst síðar. Umlukin sólargeislum sumars, og blómailmi sóleyjarinnar, þar sem eilífðin verður alltaf og öll tár og sorg verða að gleði. Þar sem ástvinir taka saman höndum og hláturinn bergmálar af hamingju, er yndisleg vera í himnaríki þar sem sorgin sekkur og hverfur í dýp- ið. (Sandra Clausen.) Kveðja, Freyja Dröfn. HULDA ÁSBJARNARDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.