Morgunblaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 47
sem þessari – minningar renna í
gegnum hugann og maður veit ekki
alveg hvar á að staldra við því allt í
kringum þig var svo sérstakt og
skemmtilegt – oft varstu nú svolítið á
undan sjálfri þér en það var allt í lagi
því þú varst svo meðvituð um sjálfa
þig og þín persónulegu einkenni – og
það var svo skemmtilegt við þig því
þú gast alveg farið í marga hringi en
sagðir svo: „Ætti ég kannski bara að-
eins að slaka á...“ það er þó eitt sem
kemur upp í hugann sem mér finnst
alveg lýsandi fyrir þig. Það var ein-
hverntíma að ég var í nuddi hjá þér
og hafði fengið þetta líka svakalega
fína slökunarnudd í restina, ég hafði
orð á því að ég hefði slakað svo vel á
að ég hefði nú bara næstum verið
farin að slefa... það stóð ekki á við-
brögðum frá þér: „Á ekki bara að
skilja allt eftir útslefað hérna ha? Og
viltu svo ekki fá þetta frítt og að
borða og tilbaka í seðlum...“ og svo
þessi skemmtilegi hlátur.
Ef þú hefðir getað fengið ættar-
nafn þá hefði það átt að vera
Pollýanna því þú varst dugleg í þeim
leik og að sjálfsögðu varstu best í
honum eins og í flestu sem þú tókst
þér fyrir hendur. Þú varst líka svo
hrein og bein og komst eins fram við
alla, því hjá þér voru allir jafnir.
Ég vil þakka þér elsku Guðrún
Helga mín fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman. Ég kveð þig
með sorg í hjarta en reyni samt að
gleðjast með þér vitandi það að þú
ert komin á betri stað til að leysa ein-
hver mikilvæg verkefni ...
Elsku Geir, Arnar Sveinn og
Ragnheiður Katrín, ég votta ykkar
samúð mín og veit að vakað verður
yfir ykkur.
Sigurbjörg Traustadóttir.
Elskuleg vinkona er látin.
Það er deginum ljósara að Guð-
rúnu Helgu var ætlað eitthvert mikið
og stórt verkefni fyrir handan, sem
kemur okkur ekki á óvart, mest-
megnis vegna hæfileika hennar til að
miðla til okkar hinna endalausum
fróðleiksmolum um lífið og tilveruna.
Okkur fannst hún vera okkur fremri,
svo þroskuð sál í glæsilegum líkama.
Ef eitthvað bjátaði á var hún fyrst á
staðinn, ,,best í áföllum“ enda hafði
töluvert gengið á í hennar lífi. Guð-
rún var óhrædd að grípa inn í að-
stæður, beðin eða óbeðin. Hún var
yndislegust og ,,bestust“ og þannig
mun minningin lifa áfram í hugum
okkar. Nú þurfum við heldur betur
að taka okkur á og munum gera það
því það var Guðrún sem kallaði okk-
ur saman, skipulagði og fram-
kvæmdi, hélt okkur saman eins og
stórri fjölskyldu. Það var akkúrat
þannig sem hún vildi hafa það, ein
stór hamingjusöm fjölskylda.
Það er ljóst að við verðum að sætta
okkur við að elskuleg vinkona okkar
er farin úr þessum heimi en vissu-
lega væri gaman ef við fengjum eina
undanþágu hjá Guði og gætum
hringt í hana og sagt henni enn og
aftur að okkur þykir vænt um hana
fyrir ,,allan peninginn“.
Við þökkum fyrir öll endalausu
boðin, fyrir góðu ráðin, þökkum fyrir
stuðninginn, þökkum fyrir allt og
allt.
Elsku Geiri, Arnar Sveinn og
Ragnheiður Katrín Rós, Guð styrki
ykkur í þessum harmi, missir ykkar
er mikill, meiri en orð fá lýst. Við er-
um hér fyrir ykkur, alltaf.
Helga, Júlíus, Kristín
og Valdimar.
Guðrún Helga er látin langt fyrir
aldur fram. Ekki grunaði mig þegar
ég festi kaup á íbúð í sama húsi og
Guðrún Helga í ágúst sl. að ég þyrfti
að horfa á eftir henni burt úr þessari
jarðvist að svo skömmum tíma liðn-
um.
Við ræddum um vágestinn sem
kvaddi dyra hjá henni en vonin var
að hann hefði hörfað undan.
Guðrún Helga var baráttukona og
hetja í lífi og dauða. Hún gaf öðrum
með bjartsýni sinni, kjarki og lífs-
vilja. Hún horfði fram á við og hopaði
hvergi. Hún var fríð kona með geisl-
andi útgeislun. Hún hreif aðra með
sér og gaf mikið af sér. Hún stóð
meðan stætt var og jafnvel lengur.
Öllu er afmörkuð stund.
Þó að erfitt sé að sætta sig við
ótímabæran dauða ungrar konu
verðum við að beygja okkur fyrir því.
Hún naut þess tíma sem hún fékk
með fjölskyldu sinni og öðrum í líf-
inu. Guðrúnu Helgu fylgdi svo mikið
líf. Hún var sterkur hluti á Háteigs-
vegi 32. Það er mikið tekið, þegar
hún er farin og erfitt að sætta sig við
það.
Við syrgjum, grátum, söknum og
spyrjum hvers vegna ung móðir er
hrifin burt frá eiginmanni, ungum
börnum, foreldrum og systkinum.
Bjarta brosið hennar er sterkt í
minningunni svo og baráttuviljinn og
jákvæða viðhorfið til lífsins. Af henni
mátti margt læra. Samúðin er sterk
með Geir, eiginmanni hennar, Arnari
Sveini og Ragnheiði litlu. Þau eru
hetjur í þeim þunga harmi sem að
þeim er kveðinn við fráfall fágætrar
konu.
Ég kveð Guðrúnu Helgu með mik-
illi eftirsjá og sorg í sinni og sendi öll-
um aðstandendum hennar samúðar-
kveðjur og styrk í þungri raun.
Sigríður Eyþórsdóttir.
Viku fyrir sautján ára afmælið
mitt greindist ég með krabbamein,
svo ung að aldri og hrædd við orðið
sjálft, hvað þá baráttuna sem því
fylgdi. Það var því þess vegna sem ég
fann sjálfa mig standa á tröppum
Guðrúnar bankandi á útidyrahurð
þessa fallega stóra húss í leit að fyr-
irmynd. Bankinu svaraði gullfalleg
kona á besta aldri, með stórt bros og
útgeislun sem átti sér enga líka og
opinn faðm. Þennan dag lauk leitinni
að fyrirmynd og hana hafði ég fundið
ásamt átrúnaðargoði, vinkonu og
baráttufélaga. Þann sama dag bauð
hún mér húsaskjól vegna fjarlægðar
frá heimili mínu á Akureyri meðan á
veikindum mínum stóð. Ég og móðir
mín afþökkuðum þó með hlýhug og
því hugarfari að ekki vildum við of-
nota nýjan vinskap við þessa góð-
hjörtuðu konu og fjölskyldu hennar.
Við samræður okkar Guðrúnar
fylltist ég baráttuhug og vilja til að
takast á við sjúkdóminn og jafnvel
bjóða honum birginn með brosum og
hlátri sérhvern dag.
Til að lýsa svo stórri og sterkri
persónu sem Guðrún var þarf ég að-
eins fáein orð; fegurð, hlýja, styrkur
og vilji var það sem einkenndi hana.
Megi allir okkar hvítu englar vaka
yfir þér Guðrún og fjölskyldu þinni.
Þínar baráttuvinkonur,
Lilja Guðmundsdóttir og
Kristjana Kristjánsdóttir,
Birkilundi 18 á Akureyri.
Það var átakanlegt að frétta af því
að Guðrún Helga hefði verið lögð inn
á sjúkrahús. Ég viðurkenni að í
fyrstu hélt ég í vonina, Guðrún hafði
enda glímt við veikindi áður og sýnt
fádæma kraft, kjark og dugnað við
að vinna bug á hverri orrustunni á
fætur annarri. Hún var fæddur sig-
urvegari, sem lét mótlætið aldrei
taka völdin. Sjúkdómur þessi er
lævís og undirförull. Hann er grimm-
ur. Hann er ósanngjarn. Hann er
ranglátur. Hann fer ekki í mann-
greinarálit, heldur velur sér fórnar-
lömb sem síst skyldi. Fólk eins og
Guðrúnu Helgu sem færði öllum sem
þekktu gleði og líf, kjark og kærleik,
innblástur og ást.
Ég kynntist Guðrúnu Helgu í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Hún var árinu eldri, en engu að síður
atvikaðist það að við sátum saman í
einhverjum tímum og útskrifuðumst
saman 1984. Við áttum þó ekki von á
að verða svo miklir vinir löngu síðar,
enda skildu leiðir og lágu ekki saman
næstu árin. Ástina miklu í lífi Guð-
rúnar, hið einstaka gæðablóð og göf-
ugmenni Geir Sveinsson, þekkti ég
þó áfram í gegnum handboltann, fjöl-
miðla og fleira.
Ég og fjölskylda mín vorum svo
lánsöm að Guðrún og Geiri fluttu í
húsið okkar 1998 og tókst með okkur
fjórum sérstaklega innilegur vin-
skapur, enda áhugasvið svipuð og
hver myndi ekki hrífast af nágrönn-
um eins og þeim? Í fyrstu var Geiri
enn erlendis og Guðrún Helga og
Arnar Sveinn ein á hæðinni. Guðrún
var falleg félagsvera og öllum leið vel
í návist hennar. Mjög fljótlega urðu
hagir þannig að íbúðirnar tvær urðu
nánast að einni, enda sambúðin bæði
fjörleg og þægileg. Þegar álag var
mikið í mínu starfi var Guðrún jafn-
vel meira á heimili mínu en ég sjálf-
ur. Synir okkar urðu bestu vinir og
Guðrún varð mínum sonum stoð og
stytta. Stundirnar í þessari einstöku
sambúð eru endalausar og ógleym-
anlegar, sérstaklega höfðum við
Guðrún gaman af því að elda mat
hvort ofan í annað, enda ástríða sem
við deildum innilega.
Guðrún Helga hafði einstakt lag á
því að takast á við veikindi sín. Hef
ég aldrei kynnst jafn jákvæðri skoð-
un á eigin sjálfi né jafn staðfastri trú
á því sem mikilvægast er í lífinu. Hún
ræddi veikindin opinskátt, en aldrei
þannig að ætlast til meðaumkunar
ástvina sinna. Henni tókst hið
ómögulega, að sigrast á sjúkdómn-
um trekk í trekk, þó að á endanum
hafi sá illi fjandi haft betur, enda vit-
laust gefið og ranglætið algert.
Eftir að ég flutti úr húsinu felldi
ég hug til einnar nánustu vinkonu
Guðrúnar allt frá unglingsárum.
Þannig var það einstök gæfa að
tengsl við Guðrúnu héldu áfram. Áð-
ur en kallið kom svo skyndilega höfð-
um við þrjú endurvakið ævarandi
tryggðabönd okkar og fyrirhugaðar
voru miklar gleðistundir með til-
heyrandi kræsingum lífsins, sem
Guðrún kunni allra best að með-
höndla. Þær gleðistundir munum við
endurvekja á öðrum vettvangi. Engu
að síður er óréttlætið algert, að
draga burt lífsins gleðigjafa sem
hafði rétt hafið nýjan og hamingju-
ríkan kapítula í lífi sínu með dótt-
urinni Ragnheiði.
Elsku Geiri og Arnar Sveinn:
Takk fyrir allar góðu stundirnar og
verði þær áfram sem bjartastar, þótt
nú sé þungskýjað í henni veröld.
Elsku Geir, Arnar Sveinn, Ragn-
heiður, Arnar, Þórhildur, systkinin
öll, og allir aðrir ættingjar og vinir,
sem nú eru almættinu sem reiðastir:
Megið þið hljóta styrk til að sigrast á
sorginni og láta minninguna um ein-
staka konu lifa að elífu. Nærveru
hennar er nú krafist á öðrum víg-
stöðvum.
Líf og dauði eru eitt eins og fljótið og særinn.
Hvað er það að deyja annað en standa nakinn
í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífs-
ins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs síns?
Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst
munt þú hefja fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu
dansa í fyrsta sinn.
(Úr Spámanninum.)
Þorfinnur Ómarsson.
Ég minnist Guðrúnar Helgu
dansandi, fljúgandi, gefandi –
geislandi af lífi og krafti. Hún
miðlaði skoðunum sínum af festu
og gleði og brennandi áhugi henn-
ar á faggreinum sínum, fjölskyldu
og lífsverkefnum snerti alla sem
til hennar þekktu. Hún hvatti vini
og vandamenn áfram og deildi
með óeigingjörnum og verðmæt-
um hætti ríkum skilningi sínum á
sinni lífsreynslu. Endalaus ást,
stolt og umhyggja Guðrúnar
Helgu til Geirs og barna þeirra lif-
ir, þótt henni hafi verið ætlað ann-
að hlutverk annars staðar.
Megi minning og lífskraftur
góðrar stúlku búa með okkur um
ókomna eilífð.
Guðrún Högnadóttir.
Fráfall Guðrúnar Helgu var öll-
um leikmönnum liðsins mikið
áfall. Geir hefur ekki aðeins verið
þjálfarinn okkar. Hann hefur
reynst okkur afar vel og gegnt
föðurlegu hlutverki þau fjögur ár
sem hann hefur tekið þátt í upp-
vexti okkar. Ætli við höfum ekki
borið móðurlegar tilfinningar til
Guðrúnar, konunnar sem stóð að
baki þjálfarans. Hún var okkur af-
ar kær, ávallt jákvæð og innileg.
Við sendum vini okkar honum
Geira og fjölskyldu hans innilegar
samúðarkveðjur.
Mfl. karla handknatt-
leiksdeildar Vals.
HINSTA KVEÐJA
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
LEGSTEINAR
Mikið úrval af legsteinum
og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Þegar við hugsum til
þín og stundanna með
þér kemur upp í hug-
ann hlýjan og væntum-
þykjan sem þú sýndir
okkur og hversu stolt og ánægð þú
varst með okkur og allt sem við tók-
um okkur fyrir hendur, bæði stórt og
smátt. Við þökkum þér samleiðina
SIGRÍÐUR
BREIÐFJÖRÐ
✝ Sigríður Breið-fjörð fæddist í
Reykjavík 30. ágúst
1928. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans í Kópavogi
fimmtudaginn 15.
maí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Háteigs-
kirkju 23. maí.
og víst er að við eigum
eftir að sakna þín og
þinna góðu eiginleika.
Kæri tengdapabbi og
afi, þú sem hefur staðið
eins og klettur við hlið
ömmu í veikindunum,
við vottum þér okkar
dýpstu samúð.
Okkar kæra, við
kveðjum þig með bæn-
inni sem þú kenndir
ömmustrákunum þín-
um.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Lilja, Fjölnir, Freyr og Sindri.
Í dag skein sól á sundin blá
og seiddi þá,
er sæinn þrá
HAFSTEINN
TÓMASSON
✝ Hafsteinn Tóm-asson fæddist í
Hafsteini á Stokks-
eyri 1. nóvember
1960. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 3. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Stokkseyrarkirkju
10. maí.
og skipið lagði landi frá.
Hvað mundi fremur farmann
gleðja?
Það syrtir að, er sumir kveðja.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Hafsteinn, takk
fyrir alla gleðina og
hláturinn sem lifir
ásamt minningu um þig
í hjörtum okkar. Guð
geymi þig.
Margrét Harpa,
Hermundur,
Benna Laufey
og Tómas Karl.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður okkar og bróður
HAUKS CLAUSEN,
tannlæknis.
Einnig viljum við þakka læknum, hjúkrunarfólki
og öðru starfsfólki fyrir einstaka umönnun og
hlýhug á meðan veikindum Hauks stóð.
Sérstakar þakkir viljum við færa Runólfi Pálssyni lækni fyrir vinarhug
hans, hlýju og stuðning
Elín Hrefna Thorarensen,
Ragnheiður Elín Clausen,
Þórunn Erna Clausen,
Örn Clausen og fjölskylda.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.