Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 56
Audio Bullys er heitasta dans-rokk-stuð- pönksveit Bretlands um þessar mundir. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við hljóð-hrekkjusvínið Tom Dinsdale. STEREO MC’s og The Streets saman í villtu partíi... Einhvern vegin þannig eru hug- hrifin þegar maður heyrir frábæra plötu breska dúettsins Audio Bullys, Ego War, sem jafnframt er frum- burður þeirra. Audio Bullys sam- anstendur af þeim Simon Franks og Tom Dinsdale og er álitlegasta „dans-pönk“ sem fram hefur komið lengi. Líkt og Daft Punk og Dirty Vegas eru danstaktarnir handfjatl- aðir með höndum hins sveitta rokk- ara og það er einhver óræður – og svalur – suddaháttur sem umleikur Audio Bullys, líkt og Marlon Brando hafi stjórnað upptökum. Hin einstaka samsuða Specials á pönki og ska, í enda áttunda áratugarins, kemur jafnvel upp í hugann. -Jæja, er þá allt að gerast hjá ykk- ur núna eða... „Nei, það er svo sem ekkert meiri keyrsla núna en hefur verið und- anfarið.“ -Þið eruð ekkert orðnir spilltir af frægðinni? „Nei nei, alls ekki. Allavegana ekki ennþá.“ Audio Bullys gefa út Ego War Stoltir í stríði FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRGEFÐU töfina, égþurfti að ná í diet-kókiðmitt – ég er orðinn háð-ur,“ segir James Foley eftir að hafa látið mig bíða eftir sér andartak í símanum. Hann er hálfgerður hvítur hrafn í Hollywood-heiminum og hefur farið lítið fyrir honum síðustu fjögur árin. „Það kom mér reynd- ar á óvart þegar einhver benti mér á þetta í einu viðtalinu. Ég leit á starfsferilsskrána og hugsaði með mér: hvað í áranum er ég bú- inn að vera að gera? Mér finnst eins og nokkur ár hafi stokkið mér úr greipum. Eftir að ég gerði myndina The Corruptor (árið 1999 með Mark Wahlberg og Chow Yun-Fat í aðalhlutverkum) tók ég meðvitaða ákvörðun um að mig langaði ekki til að leikstýra mynd í bili. Hún er ánægjuleg, minn- ingin um það þegar ég sá að ég hefði efni á því að taka mér frí frá vinnu og gæti staðnæmst aðeins, dregið andann og velt vöngum yfir hvaðan ég væri að koma og hvert ég stefndi. En þeir segja í eðl- isfræðinni að hlutir sem ekki eru á hreyfingu haldist kyrrir og þannig var það með mig að hléið mitt dróst úr hófi og einn daginn sló það mig: Fjárinn! Ég verð að fara að gera kvikmynd og mig langaði virkilega að gera kvikmynd,“ segir Foley með áherslu. „Og svo heppi- lega vildi til að handritið að Con- fidence rak á fjörur mínar og það laðaði mig að sér enda heillast ég oft af sögum um hóp fólks sem tengist í sameiginlegri leit sinni að peningum, og samspilinu sem verður á milli þeirra tilfinn- ingalega og sálrænt og samkeppn- ina milli þeirra. Mér fannst sagan hafa allt þetta, en samt fást við það með vissu jákvæðu móti.“ Ég spyr James hvort hann líti þá á það sem slæman hlut að sækjast eftir peningum: „Nei, það er alls ekki það sem ég er að segja. Þvert á móti þá er ég ósam- mála þeirri skoðun að peninga- ásælni sé yfirborðskennd og bjánaleg. Þetta snýst í raun um að komast af. Enginn gagnrýndi hellisbúana fyrir að sanka að sér eins mörgum vísundum og þeir gátu fangað. Peningarnir hafa bara komið í stað vísundanna og því meira af þeim sem við eign- umst, því auðveldara eigum við Af svikahröppum og enn meiri svikahröppum James Foley leiðbeinir Dustin Hoffman við tökur á mynd sinni Confidence. Í fyrsta skipti í fjögur ár lætur James Foley frá sér mynd. Ásgeir Ingvarsson hringdi til Hollywood og ræddi við hann um mann- skepnuna, peningaþrá og kynferðislega áreitni sem kúgunarvopn. Stóra svið Nýja svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/6 kl 20, Fi 5/6 kl 20, Fö 6/6 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Í kvöld kl 20, Fö 6/6 kl 20, Fö 13/6 kl 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. Gildir á ÖFUGU MEGIN UPPÍ, GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Í kvöld kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐASTA SINN fim 5. júní kl. 21, SJALLINN AKUREYRI lau 7. júní kl. 21, Félagsheimilið Blöndósi sun 15. júní kl. 21, Hótel Borgarnes fim 19. júní kl. 21, Eskifjörður Forsala á Akureyri fer fram í Pennanum Eymundsson Glerártorg. Forsala á Blöndósi í Byggingav. KH, Húnabraut Forsala í Borgarnesi í versluninni Fínu fólki, Borgarbraut www.sellofon.is TVÖ HÚS eftir Lorca í kvöld, sun. 1. júní kl. 20 fim. 5. júní kl. 20 fös. 6. júní kl. 20 Síðasta sýning AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR 552 1971 - nemendaleikhus@lhi.is VÖLUSPÁ eftir Þórarin Eldjárn 150. sýning sunnudag 1. júní kl. 20. Einstakt tækifæri til að sjá þessa rómuðu sýningu. 10. júní hefst 3ja vikna leikhúsnám- skeið fyrir 9-12 ára börn. Enn eru nokkur pláss laus. Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml Sunnudagur 1. júní kl. 20.00 Ljóðatónleikar á Kirkjulistahátíð Andreas Schmidt og Helmut Deutsch flytja fjóra ljóðaflokka eftir Beethoven, Brahms, Dvorák og Hugo Wolf. Miðaverð kr. 2.500/2.000. Mánudagur 2. júní kl. 20.00 „Til gamans gert”. Söngtónleikar. Kristján Þ. Halldórsson, bariton og Aladár Rácz, píanóleikari, flytja íslensk sönglög, erlend söngljóð og óperu- aríur. Miðaverð kr. 1.000/800. Laugardagur 7. júní kl. 17.00 Stórsveit frá Backnang Stj. Volkmar Schwozer og Salon hljóm- sveit frá Metzingen, stj. Heinrich Großmann. Gestaflytjendur: Lúðrasveit- in Svanurinn. Miðaverð kr. 800/500. Kirkjulistahátíð 2003 29. maí - 9. júní SUNNUDAGURINN 1. JÚNÍ 20.00 Ljóðatónleikar: Trúarlegir ljóða- söngvar. Andreas Schmidt og píanóleikarinn Helmut Deutsch flytja Gellert-ljóð eftir Beethoven, Vier ernste Gesänge eftir Brahms, Biblíuljóð eftir Dvorák og Michelangelo-ljóð eftir Wolf. Staður: Salurinn í Kópavogi. MÁNUDAGURINN 2. JÚNÍ 12.00 Tónlistarandakt Prestur: Sr. Kristján Valur Ingólfsson. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson spinna á saxófón og orgel. Léttur málsverður í Kaffihúsi Kirkjulistahátíðar 20.00 Quattro Stagioni og Karlakórinn Fóstbræður Kvartettinn Quattro Stagioni frá Noregi og Karlakórinn Fóstbræður undir stjórn Árna Harðarsonar flytja verk eftir Perotinus, Tallis, Gesualdo, Poulenc, Snorra S. Birgisson og Stabat mater dolorosa fyrir karlakvartett og karlakór eftir norska tónskáldið Kjell Habbestad. Ennfremur verður Missa brevis eftir Wolfgang Plagge frumflutt á tónleikunum. alltaf á föstudögum Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.