Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 01.06.2003, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. X-ið 977 SG DV Cremaster 1 & 2 Sýnd kl. 4. Cremaster 3 Sýnd kl. 6. Cremaster 4 & 5 Sýnd kl. 9.15. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Hrikalega mögnuð mynd sem kemur óhugnarlega á óvart! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 ára  Kvikmyndir.com X-ið 977 Fórbeint á toppinní Bandaríkjunum! www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10. B.i. 16 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 kr.Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Tilboð 100 kr. Svakaleg spennumynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx. 100 kr FRUMSÝNING Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16 100 kr Ef þú ert svikahrappur, gættu að því hvern þú prettar! Frábær glæpaþriller! SAGA Film fagnar um þessar mundir 25 ára starfsafmæli og boð- ar af því tilefni til útsölu á leik- munum sem safnast hafa við ýmsa kvikmynda- og auglýsingagerð á vegum félagsins. „Það kom í ljós að allar geymslur voru úttroðnar af leikmunum og búningum,“ sagði Sæmundur Norðfjörð, einn af forsvars- mönnum fyrirtækisins, sem leiddi blaðamann um ranghala húsa- kynna Saga Film í Vatnagörðum 4. „Við ákváðum að selja þetta, bæði til að hreinsa til, og líka til að gefa fólki kost á að festa kaup á leik- munum og búningum fyrir slikk.“ Á útsölunni gefur að líta alls konar varning. Búningar og fatn- aður af ýmsu tagi eru áberandi: Síðkjólar og selskapsfatnaður, bol- ir, buxur og peysur, úlpur og hatt- ar og ekki síst búningar úr mynd- inni um Myrkrahöfðingjann, allt á ákaflega hófstilltu verði. „Hér hangir sjálfur myrkrahöfð- inginn,“ sagði virðuleg og lagleg eldri kona sem var í óðaönn að undirbúa útsöluna. „Og allir prest- ar og embættismenn myndarinnar hanga með honum. Ef ykkur vant- ar skó þá eigum við til dýrindis skinnskó.“ Í sama mund framreiðir hún kassa barmafullan af gam- aldags skinnskóm. Að auki má finna þarna ýmislegt smádót og stærra dót. Ferðatöskur, plötur, jólaskraut og hundakörfu, skó af ýmsum stærðum og gerðum, vegg- spjöld og eftirprentanir af frægum málverkum. Margt sem til sölu er hefur lítið sem ekkert verið notað: „Oft í framleiðslu neyðumst við til að kaupa allt nýtt. Svo er það undir hælinn lagt hvort við náum að losa okkur við það aftur eða ekki. Þá vilja hlutirnir oft geymast von úr viti,“ Segir Sæmundur, en meðal merkilegri muna á útsölunni eru forláta sjókajak og sérlega snoturt antík-skrifborð. Einnig er þarna að finna kassa með gervilimum úr myndinni Perl- um og svínum og brúðarkjól sem að sögn viðstaddra hefur vænt- anlega verið notaður við ófáar gift- ingar í ýmsum auglýsingum. „Gæti líka alveg verið úr Ungfrúnni góðu og húsinu,“ segir Sæmundur. Heilu kynstrin af bókum úr þátt- unum um Fornbókabúðina, park- etpakkar, bíladekk, síldartunnur, dýrindis pelsar, tjald, nestiskarfa, axlabönd – allt er þetta að finna, og meira til, á leikmunaútsölunni sem hófst í gær, laugardag, og heldur áfram í dag, sunnudag, frá 13 til 18 og sem fyrr segir í húsakynnum Saga Film í Vatnagörðum 4. Morgunblaðið/Árni Torfason Skór af öllum stærðum og gerðum eru til sölu. Bæði hefðbundnir – og svo óhefðbundnir, eins og þessir. Saga Film tæmir úr geymslunum á 25 ára afmæli Hluti af íslenskri kvik- myndasögu til sölu Morgunblaðið/Árni Torfason Í herradeildinni gat meðal annars að líta mikið úrval jakkafata og þessa skrautlegu og sumarlegu gínu. Morgunblaðið/Árni Torfason Eflaust hefur einhver þessara hatta prýtt fína dömu í myndum Saga Film.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.