Morgunblaðið - 01.06.2003, Side 60
60 SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Frábær
rómantísk
gamanmynd
sem hefur
allstaðar
slegið
í gegn.
Sýnd kl. 8. B.i.14.
Sýnd kl. 4, 5, 7, 8 og 10. B. i. 12 ára.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is
SV MBL
HK DV
SG Rás 2
Radio X
ÞÞ Frétta-
blaðið
ÓHT Rás 2
„Grípandi og gefandi með
óborganlega bardaga“
AF HVERJU HAGA
MENN SÉR EINS OG
STRÁKAR?
AF ÞVÍ ÞEIR GETA ÞAÐ
Sýnd kl. 4.
Sýnd kl. 10.05. B.i.12 ára.
Sýnd kl. 6.
Sýnd
í stóra
salnum
kl. 5 og 8.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4.
Frábær
rómantísk
gamanmynd
sem hefur
allstaðar
slegið
í gegn.
KVIKMYNDIR.COM ÓHT Rás 2
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20.
KRINGLAN
Sýnd kl. 7.
Það borgar sig að
kynnast fólki vel áður
en þú ferð á blint
stefnumót á netinu.
Queen Latifahfer á
kostum og Steve Martin
slær í gegn í sinni
stærstu gamanmynd frá
upphafi!
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2. Tilboð 500 kr.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6 og 8.
KEFLAVÍK
kl. 3.45 og 8.
AKUREYRI
kl. 4 og 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.10. B.i. 14 ára
Kvikmyndir.is
KRINGLAN
kl. 5.30. Ísl. tal.
ÁLFABAKKI
kl. 2 og 4. ísl. tal.
SVARTÞUNGAROKKIÐ hef-ur í meira en áratug veriðeinn sællegasti vaxtarbrodd-urinn í þungarokki. Og það
gnístir stundum sannan áhugamann
um tónlist að dufl þeirra sem svarta
rokkið stunda við heiðnar ímyndir,
vísanir í djöfulgang og drunga og
leikhúsleg látalæti hefur átt sinn þátt
í að fæla fólk frá þessari athygl-
isverðu stefnu fremur en að laða það
að. Þessir hlutir eru vissulega órofa
partur af listsköpuninni en stöku
offar í þeim efnum má ekki – og ætti
ekki – að hræða forvitið tónlistar-
áhugafólk frá því sem er og hefur
verið meginstyrkur svartþunga-
rokksins; sjálf tónlistin. Svartþunga-
rokkið telur ýmsa undirflokka og
getur sveiflast frá argasta hávaða yf-
ir í melódíska, sinfóníska, næstum
aðgengilega tóna. Sveitir eins og
Emperor og Immortal sýndu fram á
það um miðjan síðasta áratug hvern-
ig ætti að framþróa formið með tíma-
mótaverkum eins og In the Night-
side Eclipse og Pure Holocaust.
Síðan hefur listformið verið opið fyr-
ir ýmiss konar áhrifum; frá þjóðlaga-
tónlist og raftónlist til nýklassíkur og
hreinlega popps.
Hér á Íslandi hafa starfað nokkrar
svartþungarokksveitir, en nær allar
farið fremur lágt. Þær sem eru virk-
astar í dag eru Sólstafir, Myrk,
Potentiam og Múspell en aðrar sveit-
ir, bæði lífs og liðnar, eru t.d. Úlfur,
Skörungur, Svartamyrkur, Böl-
vættur, Níðhöggur, Ámsvartnir,
Myrkviður, Demoralize, Curse,
Myrkraöfl, Hel, Thule, Darkness
Devoid og Demogorgon.
Bálsýn
Potentiam var stofnuð árið 1997 af
þeim Eldi og Forn, en fram að því
hafði Eldur verið í Thule og þeir
tveir saman í Hel. Tíu laga prufu-
snælda, Bálsýn, var gefin út í febrúar
árið 1998 í aðeins 50 eintökum.
Ítalska fyrirtækið Avantgardemusic/
Wounded Love Records gaf þá
snældunni gaum og hún var gefin út
á diski í nokkuð breyttu formi árið
eftir. Um þetta leyti sá trymbill Sól-
stafa, G.Ó. Pálmason, um trommu-
leik í bandinu. Potentiam hafa verið
nokkuð lánlausir með trommuleikara
í gegnum tíðina og Kristján nokkur,
sem hefur gert garðinn frægan með
Shiva og Changer, trommaði með
Potentiam á plötunni Orka í myrkri,
sem enn bíður útgáfu. Kristján hætti
svo í bandinu til að einbeita sér betur
að Changer og í dag sér nafni hans
Guðmundsson um trommuleikinn, en
hann er og trommari Myrk.
Potentiam eru nú að gera sig klára
fyrir þriðju breiðskífuna og prufu-
platan Elysium er farin í dreifingu.
Þess má að lokum geta að Eldur gaf
sjálfur út tíu laga plötu undir nafninu
Curse árið 1999 og gerði í kjölfarið
samning við þýsku útgáfuna No
Colours Records sem hefur gefið út
eina smáskífu og eina breiðskífu með
þessu hliðarverkefni hans. Hér ein-
beitir Eldur sér að svokallaðri myrk-
bylgjutónlist (dark wave) þar sem
meiri áhersla er á hljómborð, hrein-
an söng og gotneskan blæ.
Sólstafir hafa verið starfandi í ca.
tíu ár og árið 1995 gáfu þeir út fjög-
urra laga prufusnældu sem kallast Í
norðri, þar sem ásatrúin var upp-
spretta yrkinganna (lög eins og „Í
helli Loka“ og „Fenrisúlfur“ segja
sitt). Árið eftir kom svo út fjögurra
laga geisladiskur, Til Valhallar. Sá
diskur er orðinn hálf goðsagna-
kenndur og hefur víst selst í um 1500
eintökum víðsvegar um Evrópu.
Hugsanleg endurútgáfa á honum í
Rússlandi stendur nú fyrir dyrum.
Fyrsta breiðskífan, Í blóði og anda,
kom hins vegar ekki út fyrr en á síð-
asta ári, á vegum þýska fyrirtækisins
Ars Metalli. Á þeirri plötu köstuðu
Sólstafir að hluta til hinni hefð-
bundnu svartmálmsskikkju og læddu
inn áhrifum frá suddarokkurum eins
og Motorhead, auk þess sem örlaði á
tilrauna- og nýbylgjukenndu rokki.
Nýjasta verk Sólstafa er þriggja
laga sjötomma sem nefnist Black
Death, til heiðurs hinum eina og
sanna þjóðardrykk, brennivíninu.
Platan er gefin út af þýska fyrirtæk-
inu Ketzer Records sem einnig
hyggst gefa út fyrstu breiðskífu
Myrk, Icons of the Dark, í sumar.
Sólstafir eru nú klárir með efni á
nýja plötu og reyna um þessar mund-
ir að fá útgáfusamning.
Líkfarði
Hljómsveitin Myrk hét áður
Mictian og gaf sem slík út eina prufu-
upptöku, The Way to Mictian. Eftir
Myrk liggur ein prufuplata, Septem-
ber 2001, sem út kom í fyrra í 500
eintökum. Sveitin hefur verið starf-
andi í um þrjú ár að sögn Arnar Erl-
ingssonar söngvara. Aðrir sem skipa
sveitina í dag eru þeir Kristján Einar
Guðmundsson trommuleikari, Jakob
Jónsson gítarleikari, Erling Orri
Baldursson bassaleikari og Bjarni
Rúnar Hallsson gítarleikari. „Við er-
um að klára plötuna okkar um þessar
mundir í hljóðverinu hjá Thule,“ upp-
lýsir Örn. „Við erum að vinna með
Aroni Arnarssyni upptökustjóra og
það hefur gengið mjög vel. Hann er
alveg að skilja hvað við viljum.“
Örn segir að sveitin hafi þróast
talsvert á þessum þremur árum.
„Þetta er orðið miklu hreinna þunga-
rokk og við erum t.d. ekki með
hljómborð lengur. Við erum enn að
spila svartþungarokk en þetta er
orðið miklu tæknilegra.“
Áhrifavaldar Myrk koma úr ýms-
um áttum; kanónur eins og Mayhem,
Emperor og Immortal spila sína
rullu en dauðarokk, „thrash“-rokk og
hefðbundið rokk eru einnig inni í
myndinni.
„Immortal eru t.d. stórir áhrifa-
valdar. En við leitumst síðan við að
móta okkar stíl úr öllum þessum
áhrifum.“
Örn furðar sig í raun á því hversu
dulin svartþungarokkssenan er hér-
lendis.
„Maður er alltaf að heyra af ein-
hverjum hljómsveitum sem eru að
æfa hér og þar en síðan verður ekki
neitt úr neinu,“ segir hann. „Það
væri gaman að geta haldið einhvern
tíma almennilega íslenska svart-
þungarokkshátíð en þessar hljóm-
sveitir virðast því miður deyja allar í
þessum æfingahúsnæðum (hlær).“
Hinn svokallaði „líkfarði“ (corpse-
paint) spilar stóran þátt í sviðs-
framkomu svartþungarokkara.
Myrk hafa ekki slegið slöku við í
þeim efnum.
„Núna er þetta orðinn fastur þátt-
ur í tónleikunum okkar. Mayhem
lýstu því yfir á sínum tíma að það
eina sem maðurinn gæti verið viss
um í þessu lífi væri dauðinn og máln-
ingin var svona frekari túlkun á því.
Þetta er líka mikil stríðstónlist hjá
okkur og málningin er alveg í takt við
það.“
Tónlist á sunnudegi
Arnar Eggert Thoroddsen
Það er mikil gróska í íslensku svartþungarokki
um þessar mundir. Hljómsveitir eins og Myrk,
Sólstafir og Potentiam eru klárar með nýtt efni
og stuðið er mikið og gott.
Ljósmynd/Eva (Harðkjarni)
Myrk á tónleikum í Vestmannaeyjum síðastliðinn janúar.
TENGLAR
..............................................
-www.helviti.com
-www.helviti.com/myrk
-www.drink.to/solstafir
-potentiam.helviti.com
-www.blackmetal.com
Íslenskt svart-
þungarokk