Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 166. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 30 0 06 /2 00 3 Góðar hugmyndir eignast glæsilegt heimili Herragarður fyrir hús Alþjóðleg húsnæðisskipti njóta víða vinsælda | Ferðalög B11 Frakkinn Fons eldar paellu Katalóni sem sett hefur svip á matargerðina | Sælkerar B6 Traustir báru- járnsrokkarar Rætt við meðlimi sveitarinnar Manowar | Fólk 49 FJÓRIR af hverjum fimm viðskiptavinum Íbúða- lánasjóðs taka nú húsbréfalán til 40 ára og ein- ungis fimmtungur tekur húsbréfalán til 25 ára þótt vaxtagreiðslur af fyrrnefnda láninu séu 75% hærri en af því síðarnefnda, samkvæmt upplýs- ingum Íbúðalánasjóðs. Þessi hlutföll hafa snúist við á fáum árum því áður voru um tveir þriðju hlutar húsbréfalána lán til 25 ára. Húsbréfalán Íbúðalánasjóðs, sem eru aðalform fjármögnunar húsnæðiskaupa hérlendis, eru fáan- leg með tvenns konar lánstíma, til 25 og til 40 ára. Áður fyrr var einnig boðið upp á lán til 15 ára en hætt var við þann lánaflokk 1998 vegna hverfandi eftirspurnar. Framan af voru 25 ára lánin mun vinsælli en 40 ára lánin og tveir þriðju hlutar nýrra lána voru til 25 ára. Árin 1998 og 1999 fór þetta að snúast við og eftirspurnin eftir 40 ára lánum að aukast, meðal annars vegna þess að yfirverð á 40 ára lánum var þá meira en á 25 ára lánum. Árið 2001 var svo komið að 80% af öllum nýjum lánum voru til 40 ára og einungis fimmtungur var til 25 ára og þannig hefur það verið síðan, sam- kvæmt upplýsingum Sig- urðar Geirssonar, for- stöðumanns fjárstýring- arsviðs Íbúðalánasjóðs. Þúsund króna munur á greiðslubyrði Þó munar ekki nema rúmum eitt þúsund kr. á greiðslubyrðinni af hverju einnar milljónar kr. láni eftir því hvort lánið er tekið til 25 eða til 40 ára. Greiðslubyrðin af einnar milljónar króna láni til 40 ára er 4.895 kr. á mán- uði, en af láni til 25 ára 5.924 kr. Hámarkslán sam- kvæmt núgildandi reglum er átta milljónir kr. til kaupa á notuðu húsnæði og því er greiðslubyrðin af hámarksláni til 40 ára tæpar 40 þúsund kr. á mánuði en tæpar 48 þúsund kr. ef lánið er tekið til 25 ára. Miklu munar hins vegar á vaxtagreiðslum á lánstímanum. Sá sem tekur lán til 25 ára borgar 765 þúsund kr. af hverju einnar milljónar króna láni í vexti á lánstímanum, en sá sem tekur lán til 40 ára greiðir 1.340 þúsund kr. í vexti uppsafnað á öllum lánstímanum eða 75% hærri upphæð en sá sem tekur lán til 25 ára. Sigurður sagðist stundum taka dæmi af fólki sem keypti sér eins íbúðir hlið við hlið í blokk. Eini munurinn væri sá að annar aðilinn tæki húsbréfa- lán til 25 ára og hinn til 40 ára. Eftir 25 ár þegar sá sem hefði tekið 25 ára lánið væri búinn að greiða upp sitt lán vantaði enn fjögur ár upp á að sá sem hefði tekið 40 ára lánið væri búinn að greiða helm- ing láns síns, þar sem það mark næðist ekki fyrr en eftir að greitt hefði verið af láninu í 29 ár. 80% húsbréfalána til 40 ára                       Vaxtagreiðslur á lánstímanum 75% hærri en á húsbréfalánum til 25 ára EFTIRLITSMENN Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar (IAEA) segjast hafa haft uppi á úrani sem hvarf úr Tuwaitha- kjarnorkuverinu utan við Bagdad er írask- ar hersveitir flúðu þaðan undan Banda- ríkjamönnum í stríð- inu. Um er að ræða mörg tonn af úrani en ekki hefur komið fram hvort nota átti það til vopnafram- leiðslu. Farið var ránshendi um kjarn- orkuverið í stríðinu meðan engin gæsla var þar. Tunnur sem innihéldu úran voru tæmdar og seldar fyrir um 150 krónur til fólks sem notaði þær undir matvæli, vatn og þvott, að því er fram hefur komið hjá CNN. Þá fundu bandarískar hersveitir mikið af njósnatækjum og leynilegum skjölum er þær brutust inn í yfirgefna opinbera bygg- ingu í Írak í gær. Líklegt að Saddam sé á lífi Bandarískir leyniþjónustumenn telja að Saddam Hussein sé enn á lífi og að líklega sé hann í Írak. Hingað til hafa bandarísk stjórnvöld ekki sagst vita hvort hann sé lífs eða liðinn en nú eru taldar auknar líkur á að hann sé á lífi eftir að leyniþjónustumenn hleruðu fjarskiptasendingar á milli stuðn- ingsmanna hans. Þá hefur Abid Hamad Mahmud, sem handtekinn var á mánudag, sagst hafa séð hann eftir að Bandaríkja- menn gerðu tvær tilraunir til að fella hann með árásum á dvalarstaði hans í mars og apríl. Mahmud, sem var nánasti aðstoðar- maður Saddams og næstur honum og son- um hans tveimur í tign, segist hafa dvalið með þeim í vikutíma eftir árásirnar. Síðan hafi Mahmud flúið ásamt sonum Saddams til Sýrlands en orðið að snúa aftur til Íraks eftir að sýrlensk yfirvöld ráku þá úr landi. Fundu týnda úranið Bagdad, Washington. AP, AFP. Saddam Hussein og Abid Hamid Mahmud Al-Tikriti. EFNT var til sumargleði í leik- skólanum Vesturborg í fyrra- dag með blöðrum og ýmiss kon- ar skemmtiskrauti. Svona eins og til að minna á litadýrð nátt- úrunnar tóku margir krakk- anna sig til og máluðu sig í framan með öllum regnbogans litum. Morgunblaðið/Arnaldur Sumargleði barnanna á Vesturborg UM 200 manns er saknað eftir að bát með ólöglegum innflytj- endum frá Afríku hvolfdi á Miðjarðarhafi, 60 mílur frá Túnisströndu, en hann var á leið til Ítalíu. Strandgæsla Túnis hafði þegar bjargað rúmlega 40 manns og náð 20 líkum á hádegi í gær, laug- ardag, en skilyrði til leitar voru slæm. Talið er að rúmlega 250 manns hafi verið í bátnum, að- allega fólk frá Norður-Afríku en einnig frá löndum sunnan Sahara. Ekki er vitað um til- drög slyssins en hugsanlegt er talið að báturinn hafi sokkið vegna slæms veðurs eða vegna þess að of margir farþegar voru um borð. Annað ferjuslysið í vikunni Talið er líklegt að báturinn hafi látið úr höfn í Líbýu en ítölsk yfirvöld segja að smygl- arar sem taka að sér að flytja fólk ólöglega til Evrópu noti Líbýu sem höfuðstöðvar. Hin langa strandlengja Ítalíu gerir landið ákjósanlegan áfanga- stað fyrir fólk sem vill komast ólöglega inn í Evrópu. Er talið að 3.000 innflytjendur hafi þegar komið þar að landi í þessum mánuði. Þetta er annað ferjuslysið á svæðinu í vikunni en 70 ólög- legir innflytjendur drukknuðu þegar bátur þeirra sökk úti fyrir ítölsku eyjunni Lampe- dusa á mánudag. 200 er saknað eftir ferjuslys Túnis. AFP. Miðjarðarhaf LEIÐTOGAR Evrópusambands- ins, ESB, segja þjóðirnar á Balk- anskaga, sem átt hafa í áralöngum átökum sín á milli, eiga sér framtíð innan ESB. Þær þurfi þó fyrst að taka á spillingu og skipulögðum glæpum, sem sé helsta hindrunin fyrir inngöngu þeirra í sambandið. Þetta kom fram eftir fund leið- toga ESB og leiðtoga Albaníu, Króatíu, Makedóníu og Serbíu- Svartfjallalands, en fundurinn er sá fyrsti sem þessir aðilar eiga viðræðna þrátt fyrir ágreining og átök á síðasta áratug. Mikil spenna ríkir enn á milli Serba og albanska meirihlutans í Kosovo en Serbar vilja að héraðið teljist til Serbíu eins og verið hefur en Kos- ovo-Albanar krefjast sjálfstæðis. Kosovo hefur lotið stjórn Sam- einuðu þjóðanna síðan í júní 1999, eftir að NATO gerði loftárásir á Serbíu til að binda enda á ofsóknir Serbíustjórnar gegn Albönum í héraðinu. saman. ESB hefur einnig heitið þeim fjárhagsstuðningi og aðstoð við að auka stöðugleika á svæðinu. Viðræður um Kosovo Þá tilkynntu stjórnvöld í Bel- grad og yfirvöld í Kosovo að þau muni hefja viðræður um framtíð þessa viðkvæma svæðis í júlí. Tilkynningin er talin vera diplómatískur sigur en evrópskir leiðtogar hafa ítrekað reynt að fá Serba og aðrar Balkanþjóðir til Balkanríkin eigi heima innan ESB Porto Carras. AFP. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.