Morgunblaðið - 22.06.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Húsið lætur ekki mikið
yfir sér frekar en önnur hús í Sundahverfinu.
Anna G. Ólafsdóttir fetaði sig upp stigann undir
því yfirskini að svipta hulunni af listamönnunum/
jógakennurunum Yuri Musatov og Rosu Hermans
uppi í risinu.
V
INKONA okkar
hefur sagt okkur
að ef við getum
haldið áfram að
draga fram lífið á
nánast engu að-
eins lengur muni
örugglega ræt-
ast úr hjá okkur með haustinu. Ég
vona að hún hafi rétt fyrir sér. Eðli-
lega tekur ákveðinn tíma að hasla sér
völl á sviði listarinnar í nýju landi. Við
verðum að vera þolinmóð, gefa okkur
tíma til að mynda tengsl og sanna
okkur meðal íslenskra listamanna til
að geta farið að láta ljós okkar skína,“
segir Yuri Musatov (Yasha) leikari,
leikhúslistamaður, leiklistar- og jóga-
kennari og hagræðir sér lítið eitt á
þunnri dýnunni á gólfinu heima í
Efstasundi.
„Íslendingar gleypa heldur ekki við
nýju fólki við fyrstu sýn,“ heldur hann
áfram. „Þeir eru vinsamlegir og
áhugasamir án þess að vera tilbúnir
til að mynda einhvers konar tengsl í
upphafi. Núna þegar við erum búin að
vera hérna tæpt ár og erum farin
hitta sama fólkið aftur hef ég á tilfinn-
ingunni að þessi hugsun fljúgi í gegn-
um huga þeirra: „Nú, þau eru hérna
enn. Kannski við getum raunverulega
unnið eitthvað saman!““
Holland ekki „heima“
Eiginkona hans, Rosa Hermans
dansari, danshöfundur, dans- og jóga-
kennari, kinkar kolli þótt hún hafi
ekki haft sömu tök á því og Yuri að
reyna fyrir sér á sínu sérsviði þennan
fyrsta vetur á Íslandi. Önnur dóttir
þeirra hjóna, Dasha, kom nefnilega í
heiminn fyrir aðeins einum mánuði.
Sú litla sefur værum blundi í öðru
herbergi á meðan Léne, 2ja ára, reyn-
ir á sinn hljóðláta hátt að fanga at-
hygli hinna fullorðnu. Íbúðin er lítil en
snyrtileg og björt. Húsgögnin eru fá-
brotin, fá á íslenskan mælikvarða.
Ekkert sjónvarp, ekkert úvarp. Ef frá
er talið fuglakvakið að utan ræður
friðurinn ríkjum.
„Mér leið aldrei alveg eins og ég
ætti heima í Hollandi,“ viðurkennir
Rosa í byrjun, „og sannleikurinn er sá
að aðrir Hollendingar virtust oft hafa
sömu tilfinningu gagnvart mér í Hol-
landi, a.m.k. var ég oft ávörpuð á
ensku. Eftir útskrift frá Dance Aca-
demy í Arnhem vann ég fyrir mér
með því að semja og taka þátt í upp-
færslum á samtímadansi í Belgíu í 10
ár. Andrúmsloftið var á einhvern hátt
annað og hlýlegra í Belgíu,“ segir
hún. „Mér leið eins og ég væri komin
heim þegar ég fór að vinna við fyrsta
verkefnið í Belgíu.“
Yuri er frá litlu þorpi í Úralfjöllum,
nam leiklist í Theater Academy í
Sankti Pétursborg og starfaði í tvö ár
í Póllandi áður en hann flutti til Hol-
lands þar sem hann starfaði sem leik-
ari í 12 ár. „Við Rosa kynntumst þeg-
ar ég var að leita að vinnu í Belgíu. Á
meðan ég bjó í Hollandi saknaði ég
rússnesku náttúrunnar, þoldi ekki
þrengslin og þráði víðátturnar.
Ég veit ekki hvað hefði gerst ef ég
hefði ekki fengið tækifæri til að starfa
við fjallaleiðsögn á hestum í Kasakst-
an í nokkur ár. Sú vinna varð til þess
að ég kom í fyrsta skipti til Íslands í
eins konar æfingabúðir fyrir fjalla-
leiðsögumenn fyrir 9 árum,“ segir
hann og ber saman íslenska og rúss-
neska hestinn. „Íslenski og rússneski
hesturinn eru dálítið svipaðir þó rúss-
neski hesturinn sé ívið stærri og
þyngri. Hann hefur heldur ekki töltið.
Sú gangtegund gerir íslenska hestinn
óneitanlega sérstakan.“
Beggja hugmynd
Yuri kom í annað sinn til Íslands
fyrir um ári. „Við Rosa vorum ásamt
íslensku listakonunni Sólveigu Þór-
bergsdóttur að vinna að því að setja
upp gjörninginn Iceland í Amster-
dam. Ég kom hingað með Sólveigu til
að fá innblástur í gjörninginn. Hug-
myndin um að flytjast til Íslands kom
upp í huga minn á meðan ég var í ferð-
inni. Ég gat varla beðið eftir að kom-
ast heim til Rosu til að bera undir
hana hugmyndina,“ segir Yuri. „Ég
hafði fengið nákvæmlega sömu hug-
mynd úti í Hollandi,“ heldur Rosa
áfram hlæjandi. „Ég hafði verið
heima að hugsa um Léne og var orðin
ótrúlega þreytt á að berjast áfram
með barnavagninn í gegnum þvöguna
á götunum þegar allt í einu laust niður
í huga minn: Af hverju flytjumst við
ekki bara til Íslands?“
Yuri segist vera mjög ánægður
með að vera fluttur til Íslands. „Ég
veit ekki hvað veldur því að ýmislegt
virðist líkt með Íslendingum og Rúss-
um. Íslendingar eru líkt og Rússar
ekki vanir því að hleypa fólki alltof ná-
lægt sér í byrjun þó að á því séu auð-
vitað undantekningar. Aftur á móti
held ég að þjóðirnar eigi sammerkt að
hleypi fólk einhverjum á inn á sig á
annað borð sé það tilbúið til að bjóða
fram trausta og einlæga vináttu sína.
Ef ég má halda áfram verð ég að fá
að nefna annað. Þjóðirnar leggja báð-
ar áherslu á fjölskyldubönd. Fjöl-
skyldan heldur saman og reynir eftir
fremsta megni að hjálpast að. Hol-
lensk fjölskyldubönd eru ekki eins
sterk og algengt er að fólk í sömu fjöl-
skyldunni búi í talsverðri fjarlægð
hvað frá öðru.“
Rosa segir að náttúran á Íslandi og
í Rússlandi sé ekki ósvipuð. „Íslend-
ingar þurfa heldur ekki að kvarta
undan þrengslum. Hér er nóg rými
fyrir alla. Ég hallast reyndar að því að
allt rýmið valdi því að Íslendingar búi
yfir ríkulegu innra rými. Miðað við
Hollendinga eru Íslendingar eitthvað
svo afslappaðir og sveigjanlegir. Þið
hafið ekki sömu þörfina og Hollend-
ingar fyrir að vera alltaf að skipu-
leggja og huga að því að líf ykkar sé
örugglega í föstum skorðum.“
Jóga til bjargar
„Við njótum ýmissa forréttinda
miðað við útlendinga frá ýmsum öðr-
um löndum á Íslandi af því að við
komum frá Hollandi, t.d. þurfum við
ekki að sækja sérstaklega um at-
vinnuleyfi og fengum fljótt 5 ára dval-
arleyfi,“ segir Rosa. „Sólveig útvegaði
okkur bæði íbúð og vinnu áður en við
komum hingað síðasta haust. Eins og
við komum inn á áðan er erfitt fyrir
listafólk að hasla sér völl á sínu sér-
sviði í nýju landi svo ekki sé talað um
þegar tungumálin eru jafn ólík og hol-
lenska/rússneska og íslenska. Þess
vegna gerðum við okkur heldur ekki
vonir um að fá tækifæri til að starfa á
sviði dans- eða leiklistar í upphafi.
Aftur á móti vildi svo vel til að við
höfðum bæði verið að tileinka okkur
jóga síðustu árin, t.d. erum við búin að
ljúka tveggja ára jóganámi frá Insti-
tute for Bio Energy í Þýskalandi þar
sem við sérhæfðum okkur í því að
kenna svokallað orkujóga (energy
session). Jógakunnátta bjargaði okk-
ur alveg því að Sólveigu tókst að út-
vega okkur vinnu við jógakennslu hjá
Önnu Björnsdóttur í Jógastúdíói
Vesturbæjar fyrstu mánuðina á Ís-
landi.“
Yuri útskýrir að Anna hafi haft tök
á að kenna meira sjálf uppúr áramót-
um. Þess vegna hafi hún ekki þurft
frekar á þeim að halda. „Ég fór því að
leita að annarri vinnu og var svo
heppin að kynnast Hafdísi Árnadótt-
ur í Kramhúsinu og Auði Bjarnadótt-
ir í Lótus Jógasetrinu. Hjá þeim hef
ég verið að kenna jóga fyrir almenn-
ing og kennara og halda einstök nám-
skeið í vor,“ segir hann og bætir við að
hann hafi bæði kennt jóga við leiklist-
arskólann og jóga á ensku í Alþjóða-
húsi um skeið í vetur. „Ég vonast svo
til að vera meira að kenna í sumar. Ég
verð að kenna í Kramhúsinu og svo
ætlum við Rosa að hlaupa undir
bagga með Auði í Jógasetrinu. Ég
kenni almennt jóga og Rosa með-
göngujóga.“
Yuri segir að þau Rosa ætli að
bjóða upp á fría tíma í sérgrein sinni,
orkujóga, í Jógasetrinu í sumar. „Við
höfum talsvert rúman tíma og í stað-
inn fyrir að sitja auðum höndum eins
og við hefðum svo auðveldlega getað
gert ákváðum við að bjóða upp á frítt
orkujóga,“ segir hann og brosir, „til
að laða til okkar jákvæða strauma.
Orkujógað er ævaforn náttúruleg
lækningaaðferð upprunnin í Rúss-
landi. Meginmarkmið er að losa um
orkustöðvar til að alheimsorka komist
óhindrað inn í líkamann í lækninga-
og uppbyggingarskyni. Aldagömul
reynsla hefur sýnt fram á að orkujóg-
að gagnast ekki aðeins til að draga úr
andlegum kvillum eins og þunglyndi,
áhyggjum og kvíða. Einkenni höfuð-
verkja og jafnvel sjúkdóma eins og
Parkinson-veiki hafa dofnað við
reglubundna iðkun og hugleiðslu.“
Með jógakennslunni hefur Yuri
tekið þátt í tveimur sýningum erlend-
is í vetur. „Ég tók þátt í svokallaðri
Snow Show (Snjósýningu) í Moskvu
og Seoul í Suður-Kóreu í vetur,“ segir
hann. „Snjósýningin er skemmtileg
fjölskyldusýning upprunnin frá Rúss-
landi. Vinur minn Slava Polunin á
reyndar heiðurinn af þessari upp-
færslu. Hann setti saman upphaflegu
sýninguna og hefur haldið áfram að
þróa útfærsluna og setja upp í hverju
landinu á fætur öðru í yfir 10 ár. Með
Slava stendur að sýningunni hópur
leikara/trúða frá ólíkum löndum.
Hann hringir einfaldlega frá núver-
andi aðsetri sínu í París á línuna til að
kanna hverjir geti tekið þátt í sýningu
á ákveðnum tíma í þessu eða hinu
landinu. Með þessu móti safnar hann
saman 5–6 manna hópi til að taka þátt
í uppfærslunni hverju sinni. Sýningin
hefur notið gífurlegra vinsælda og
verið verðlaunuð út um heim allan.
Viðtökurnar hafa þó hvergi verið jafn
góðar og í Kanada. Sumir koma oft á
sömu sýninguna,“ segir Yuri og von-
Morgunblaðið/Golli
„Íslendingar eru eitthvað svo afslappaðir og sveigjanlegir,“ segir Rosa. Hún heldur á Dasha og Yuri á Léne.
Dýrmætt framlag
Holland
Konungsríkið Holland var stofnað árið 1815. Belgar stofnuði sitt eigið
konungsríki út úr Hollandi árið 1830. Beatrix drottning hefur verið handhafi
krúnunnar frá 30. apríl árið 1980.
Hollendingar halda upp á Drottningardaginn 30. apríl ár hvert. Efnt er til
ýmiss konar hátíðarhalda á götum úti og er öllum frjálst að selja varning á
götum úti þennan eina dag ársins. Aðeins börnum stendur til boða að setja
upp söluborð í stærsta garðinum í Amsterdam. Þau selja aðallega gömul
leikföng og eru flestir viðskiptavinanna önnur börn.
Hollendingar eru rúmar 16 milljónir. Holland nær yfir 41.526 ferkílómetra.
Þar af eru 7.643 ferkílómetrar vatn.
Vegna landþrengsla hafa Hollendingar byggt upp landsvæðin Flevoland
og Noord Oost Polder.
Flóð eru helsta náttúruváin í Hollandi.
Langflestir Hollendingar starfa við þjónustu (71%), næstflestir við iðnað
(26%) og fæstir við landbúnað (3%).
Hollendingar hafa byggt upp nútímalegan iðnað og selja talsvert af
grænmeti og ávöxtum til annarra landa.
Ferðamenn hrífast oft af túlípanavíðáttum í vesturhluta Hollands.
Hollenskar konur eignast að meðaltali 1,65 börn.
Nettengingin fyrir Holland er .nl.
131 hollenskur ríkisborgari bjó á Íslandi 31. desember árið 2002.
Vissir þú að…
Rússland
Rússar eru um 150 milljónir.
Rússland er eitt stærsta land í heimi og þekur tæplega 1⁄8 af þurru landi
veraldar.
Rússland er að mestu slétta sem um miðbikið er rofin af Úralfjöllum og í
austurhlutanum af fjallahéruðum Austur-Síberíu.
Barrskógar þekja mestan hluta landsins. Aðeins 13% eru ræktað land.
Rússneska byltingin leiddi til afnáms keisaradæmis í Rússlandi árið 1917.
Uppúr því voru Sovétríkin stofnuð, þ.e. samband sósíalískra ríkja í Austur-
Evrópu og Asíu. Sovétríkin liðu undir lok árið 1991. Við tók samband 21 sjálf-
stæðs ríkis.
Rússar hafa gengið í gegnum erfitt umbreytingarskeið í efnahagsmálum
frá því Sovétríkin liðu undir lok. Þjóðfélagið hefur verið að tileinka sér mark-
aðshagkerfi með tilheyrandi atvinnuleysi og öðrum fjárhagserfiðleikum fyr-
ir bæði einstaklinga og fyrirtæki.
Rússar halda alþjóða kvennadaginn 8. mars hátíðlegan. Karlmenn færa
konum sínum gjarnan gjafir í tilefni dagsins.
Rússneski jólasveininn Det Maroz ferðast jafnan með dóttur sinni
Shnigoeritshka (Snjódóttirin) og færa þau börnum gjafir úr stórum poka.
Í rússnesku eru m.a. 6 föll, þrjú kyn og horfbeyging sagna.
Rússar á Íslandi eru með virka vefsíðu á www.simnet.is/russland.
232 rússneskir ríkisborgarar bjuggu á Íslandi 31. desember árið 2002.
Íslending-
ar búa yfir
ríkulegu
innra rými