Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 21
ir heyra til undantekninga. Fæstir geimræningjar í leiknum eru merðir og segja bæði margir umsjónar- og leikmenn Eve að geimræningjar séu leiknum almennt til mikillar prýði. „Þeir skapa goðsagnir utan um sig án þess að svindla eða níðast á nýliðun- um. Þeir eru einfaldlega ofboðslega góðir í því að leika sitt hlutverk,“ segir einn af umsjónarmönnum leiksins. Einn leikmaður tekur í sama streng. „Ég kann að meta sjóræningjana, það er gott að hafa svona „übervondan“ bófahóp til að óttast. Það heldur mér í nýliðalandi í smátíma og ég lít alltaf um öxl, ef þannig má að orði komast, svo ég geti reynt að forðast þá. Spil- arar sem leika sjóræningja krydda leikinn. Ég gekk ekki í þennan leik til þess að fara í jarðvinnslu- eða mark- aðshermi. Ég tek þátt í honum til þess að leika mér í lifandi og breytilegum heimi, með góða kalla og vonda kalla, ekki til að eyða öllum mínum tíma í að slást við vélar. Það er áskorunin, að verða betri en bófarnir.“ Á bísanum með bófaflokki Eitt slíkra Geimræningjafyrir- tækja, „The Gang“ eða Gengið hefur komið sér upp miklum orðstír, og hafði einn spilari það á orði að hann hlakkaði til að hitta þá, þó að hann yrði fyrir skipskaða, því þeir væru slíkar alþýðuhetjur innan leiksins, eins og Hrói höttur. Þessi sjóræn- ingaflokkur á sér heimasíðu þar sem þeir setja fram skýrar siðareglur sín- ar gagnvart öðrum leikmönnum. Leiðtogi þeirra, sem kallaður er „Rússinn“, segir það vera miklar und- antekningar að þeir ráðist á björgun- arhylki annarra leikmanna. „Við ger- um slíkt aðeins ef viðkomandi hefur eytt okkar hylkjum, eða ef hann hótar okkur utan leiksins með dólgshætti.“ Rússinn bauð mér að rúnta með bófaflokknum, og var boðið þegið með þökkum. Við hittumst á fyrirfram ákveðnum stað og var fyllstu varkárni gætt til að koma í veg fyrir umsátur. Það var ekki laust við að dálítill prakkarafiðringur læddist niður í maga. Félagarnir nota sérstakt tal- stöðvarkerfi á Netinu sem gerir þeim kleift að ræða saman í gegnum hljóð- nema og heyrnartól. Þar var mikið hlegið og gantast. Rússinn skýrði fyrir mér hugsjónir sínar og heimspeki um leið og hann tók mig með í ævintýraferð um heima ránsferða og hetjudáða. „Við lítum á það sem skyldu okkar að vera geim- ræningja, því án andstæðinga væri leikurinn leiðinlegur. Allir leikir snú- ast um átök og annaðhvort eru það einhverjir krakkavitleysingar eða al- vöru, siðmenntaðir leikmenn sem standa í því. Það er ánægjulegt hlut- verk að veita fólki áskorun í leik og njóta athygli. Svo vill fólk líka koma og finna okkur og berjast. Við lítum ekki svo á að við séum að skemma fyr- ir öðrum leikmönnum. Við erum í rauninni að gera reynslu þeirra skemmtilegri. Hvers virði væri t.d. stjörnustríð án Svarthöfða? Innrás kærleiksbjarnanna?“ Virðing fyrir mótspilurum Rússinn segir afar mikilvægt að skilja vel spilandi geimræningja frá mörðunum. „Þegar við þurfum að eyðileggja skip í ránsferð, lítum við svo á að leiðangurinn hafi heppnast illa. Við viljum ekki þurfa að eyði- leggja skip. Við erum bara bófar. En merðirnir þurfa alltaf að sanna hversu mikið betri þeir eru en aðrir, og þess vegna lifa þeir fyrir að brjóta og skemma. Það ber ekki vott um mikinn þroska. Þessu er öðruvísi háttað hjá okkur. Við höfum meira að segja aðstoðað nýja leikmenn og hjálpað þeim af stað. Við berum virðingu fyrir nýlið- unum og vitum að þeir eru viðkvæmir og enn dálítið grænir. Þess vegna gef- um við þeim yfirleitt grið.“ Geimrán eru, að fenginni stuttri, en skemmtilegri reynslu, þolinmæðis- vinna. Það er ekki ólíklegt að menn upplifi geimránin dálítið eins og stangveiði, þar reynir bæði á þolin- mæði og snerpu. Á mig virkaði þetta eins og blanda af trilluskaki og skurð- aðgerð. Ræningjarnir ferðuðust um til að finna góðan veiðistað, síðan, þegar „lóðaði“ komu þeir sér fyrir og biðu bráðarinnar. Þegar bráðin kem- ur hremmir einn þeirra hana í löm- unargeisla á meðan annar hefur sam- band við hana í gegnum skila- boðakerfið. Viðkomandi fær kurteis- lega og skemmtilega orðaða tilkynn- ingu um „tryggingargjald“ í sólkerf- inu, um leið og lest hans er skönnuð eftir verðmætum. Síðasti geimræninginn sér síðan um að saxa smátt og smátt niður hlíf- ar hins óheppna leikmanns í því skyni að skelfa hann. Áskorun að leika vonda karla En geimránin eru ekki bara lukkan ein. Það kom glögglega fram þegar ræningjarnir tóku sér of stóran bita í munn og þurftu að tvístrast snögg- lega þegar stór hópur félaga „fórn- arlambsins“ birtist skyndilega og hóf gríðarlega orrahríð. Ég átti einnig rakettum mínum fjör að launa úr þeirri orrahríð. Þegar menn komust í skjól var hlegið og andstæðingum hrósað fyrir hressilegar móttökur. Seinna varð ég vitni að því þegar þeir hremmdu lítil skip, en slepptu þeim síðan án þess að meiða þau. Þá var tilgangurinn einungis að stríða viðkomandi leikmönnum og kenna þeim að forðast „skuggahverfin“. Um leið og ég kvaddi, þakkaði einn leikmannanna kærlega fyrir sig og sagði: „Það sem menn gera sér ekki alveg grein fyrir er að geimrán eru alls ekki auðveldasta leiðin til að komast í álnir í þessum leik. Það er áskorun að leika vonda karla vel og halda því áfram.“ Á endanum eru geimránin ekki svo ólík stangveiðinni. Þarna gildir þol- inmæðin, útsjónarsemin og við- bragðsflýtirinn þegar í harðbakkann slær. Það er greinilegt að hópstemn- ingin á talstöðvarkerfi himingeims- ins er rík, og menn geta átt gott sam- félag innan leiksins. Það er, þegar allt kemur til alls, eðli hlutverkaleiks- ins. TENGLAR ..................................................... www.eve-online.com svavar@mbl.isLeikmenn geta margir hverjir verið allillúðlegir tilsýndar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.