Morgunblaðið - 22.06.2003, Side 23

Morgunblaðið - 22.06.2003, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 23 Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk www.avis.is Við gerum betur Hefur þú áhuga á alþjóðlegri menntun? Ef svo er þá býður Erhvervsakademi Syd í Danmörku upp á 6 námsleiðir, þar sem námið fer fram á ensku Lesið meira á: http://www.erhvervsakademierne.dk Frekari upplýsingar: Mogens Nielsen, námsráðgjafi, í síma: +45 74 12 42 42 Mailto: mn@eucsyd.dk • Tölvufræði • Tískuhönnun • Upplýsinga- og rafeindafræði • Framleiðslufræði • Markaðsfræði • Grafísk hönnun • Námið er íslenskum ríkisborgurum að kostnaðarlausu, svo að þú þarft aðeins að standa straum af fæði og og húsnæði. • Við ábyrgjumst að þú fáir húsnæði (verð um það bil 1.500 d.kr. pr. mánuð). • Þér stendur til boða áframhaldandi nám í Englandi og Bandaríkjunum. • Þér gefst kostur á að stunda íþróttir hjá íþróttafélögum bæjarins. • Þú kemur til með að búa í nálægð við skóg og strönd. • Námið er lánshæft hjá LÍN. Við bjóðum eftirtaldar greinar í iðnfræði: Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Tryggðu þér síðustu sætin í þessa spennandi sérferð með Ásu Maríu Valdimarsdóttur, um fegurstu staði Slóveníu og Ítalíu í einni ferð. Beint flug til Verona og þaðan haldið til hins fagra Bled vatns í Slóveníu. Ljúbljana, Porotoroz, Lipica og endað í Mantova á Ítalíu. Glæsileg ferð í stórkostlegri náttúrufegurð. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 99.450 Sjá nánar í sérbæklingi Heimsferða. Aðrar ferðir • Perlur Ítalíu 5.-19. ágúst Fjölbreytt ferð um leyndar og lýsandi perlur Ítalíu. Bologna - Ravenna - Róm - Napoli - Sorrento - Fasano Fararstjóri: Ólafur Gíslason. • Dónársigling 27. ágúst-8. sept. Dásamleg 7 daga sigling og dvöl við Gardavatn og í Austurríki. Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir. • Gönguferð í Toscana 2.-9. sept. 7 daga draumaferð íslenska fjallamannsins. Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson. 8 sæti laus Sérferð um Ítalíu og Slóveníu 16.–28. júlí Frumvarp til laga um réttstarfsmanna til uppfinn-inga verður væntanlegalagt fyrir Alþingi í haust. Íþví verður kveðið á um að starfsmenn eigi rétt til uppfinninga sinna, en þeir skuli framselja þann rétt til atvinnurekenda gegn sann- gjörnu gjaldi. Hingað til hefur starfs- mönnum ekki borið skylda til að framselja þennan rétt sinn. Háskóli Íslands hefur hins vegar nýverið sett á laggirnar hugverkanefnd, sem get- ur samið við starfsmenn Háskólans og Landspítala-háskólasjúkrahúss um aðstoð við hagnýtingu uppfinn- inga eða uppgötvana þeirra, gegn hlutdeild í hugsanlegum arði af þeim. Slíkt fyrirkomulag tíðkast við háskóla víða um heim. Fyrir skömmu hélt Carl E. Gul- brandsen, forstjóri Rannsóknasjóðs Wisconsin-háskóla, erindi í Háskóla Íslands þar sem hann kynnti sjóðinn sem ber heitið Wisconsin Alumni Research Foundation, eða WARF. Hlutverk WARF er að aðstoða við hagnýtingu þeirra uppgötvana sem gerðar eru innan háskólans. WARF hefur starfað í 78 ár og náð miklum árangri, vísindamönnum, rannsókn- arstofum og háskólanum til hagsbóta. Vísindamenn háskólans hafa vísað rúmlega þrjú þúsund uppgötvunum sínum til stofnunarinnar, sem aðstoð- ar þá við að öðlast einkaleyfi, stofna fyrirtæki og koma vöru sinni á mark- að. Alls eru einkaleyfin, sem WARF hefur aðstoðað við að fá, orðin 1.700 talsins. Þessi markvissa markaðs- setning hugvits háskólamannanna hefur alls skilað háskólanum um 665 milljón dollurum, eða um 48 milljörð- um króna. Sú upphæð hefur að mestu runnið til að fjármagna frekari rann- sóknir. Nú renna um 300 til 350 millj- ónir króna til háskólans frá WARF á ári hverju. Gulbrandsen sagði að upphaf stofnunarinnar mætti rekja til fram- sýni Harry G. Steenbock, prófessors við skólann. Árið 1924 voru Steen- bock boðnir 900.000 dollarar fyrir að gefa eftir einkaleyfi á þeirri uppgötv- un sinni, að sólarljós yki D-vítamín í kornmeti. Steenbock féll ekki í freistni, heldur kallaði til nokkra fyrr- verandi nemendur við háskólann, stofnaði WARF og veitti stofnuninni umráð yfir þessari uppgötvun sinni. Uppgötvunin hefur síðan skilað há- skólanum mörgum milljónum dollara í tekjur. Á hverju ári er um 350 uppgötv- unum innan háskólans vísað til WARF. Um 60% þeirra eru metin hæf til einkaleyfis. WARF semur við fjölmörg fyrirtæki, sem hagnýta sér vinnu vísindamanna við Wisconsin- háskóla, ríflega þrjú hundruð vísinda- menn við háskólann fá þóknun vegna uppgötvana sinna árlega og háskól- inn fær rannsóknarfé. Raunar skipt- ist það fé, sem fæst vegna hagnýt- ingar uppgötvana, eftir ákveðnum reglum á milli þess vísindamanns, sem uppgötvunina gerði, rannsóknar- stofu hans og háskólans sjálfs. Hlutur vísindamannsins sjálfs fer stiglækk- andi eftir því sem upphæðirnar verða hærri. Reglur sem þessar eru í gildi við fjölmarga bandaríska háskóla. WARF tekur gjarnan þátt í að setja á fót fyrirtæki til að hagnýta uppgötvanir háskólamanna. Eitt þeirra fyrirtækja, sem WARF hefur stutt með þessum hætti, er Nimble- Gen Systems í Reykjavík, en fjallað var um það í grein í Morgunblaðinu 25. maí sl. Þá stofnaði WARF og er eini eig- andi WiCell-rannsóknarstofunnar, sem er stýrt af James Thomson, helsta frumkvöðli á sviði fósturstofn- frumurannsókna. Ein ástæða þess að tekinn var sá kostur að stofna einka- rannsóknarstofu á þessu sviði var sú, að bandarísk lög takmarka mjög rannsóknir á fósturstofnfrumum fyr- ir opinbert fé. Hugverkanefnd HÍ og LSH Hér á landi hefur verið sett á lagg- irnar hugverkanefnd Háskóla Ís- lands, en í henni eiga sæti tveir fulltrúar Háskólans og fulltrúi frá Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Fram til þessa hefur sú regla verið í gildi, og gildir raunar þar til frum- varp um rétt starfsmanna til uppfinn- inga verður að lögum, að kennarar og aðrir starfsmenn Háskólans hafa sjálfir átt rétt á uppfinningum sínum, en þeir hafa þá að sama skapi þurft að kanna sjálfir hvort möguleikar væru til hagnýtingar hugverkanna, sækja um einkaleyfi, stofna fyrirtæki eða gera leyfissamninga. Með stofnun hugverkanefndarinn- ar er fyrirhugað að HÍ og LSH bjóði upp á fjárhagslegan stuðning og að- stoð gegn hlutdeild í mögulegum arði af hagnýtingu uppfinningar. Ef hug- verkið skilar tekjum er gert ráð fyrir að starfsmaður, eða starfsmenn, fái þriðjung tekna, viðkomandi stofnun, þ.e. HÍ eða LSH, haldi eftir þriðjungi til almennrar uppbyggingar á að- stöðu fyrir rannsóknir og þriðjungur renni í rannsóknarsjóði stofnananna. Þessi regla er leiðbeinandi, en samið er um skiptingu mögulegs arðs í öll- um tilvikum, m.a. út frá því hvað hver samningsaðili um sig hefur lagt til verkefnisins. Skylt að framselja rétt Væntanlegt frumvarp til laga um rétt starfsmanna til uppfinninga tek- ur til allra uppfinninga starfsmanna, hjá einkafyrirtækjum og opinberum aðilum, til dæmis háskólum og opin- berum rannsóknarstofnunum. Verði frumvarpið að lögum er aðalreglan sem fyrr sú, að starfsmaður á rétt til uppfinningar, en honum er hins vegar skylt að framselja þann rétt til at- vinnurekandans, gegn sanngjörnu endurgjaldi. Atvinnurekandi hefur ákveðinn tíma til að taka afstöðu til þess hvort hann vill taka þann rétt til sín eða ekki. Þegar vinna við frumvarpið hófst var gert ráð fyrir að sett yrðu tvenn lög, önnur almenns eðlis og hin um starfsmenn háskóla, eins og raunin er í Danmörku. Fallið var frá því fyr- irkomulagi og ákveðið að leggja fram eitt frumvarp, sem næði til beggja at- riða. Jón Ögmundur Þormóðsson, skrif- stofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, seg- ir að í frumvarpinu sé ekki tekið beint á því hvernig samið skuli við starfs- menn um endurgjald fyrir uppfinn- ingar. „Hins vegar er vísað til þess hvernig slíkum samningum hefur verið háttað hér á landi, til dæmis hjá Iðntæknistofnun, þar sem þriðjunga- skipting er í gildi.“ Þriðjungaskiptingin, sem Jón Ög- mundur nefnir, er hin sama og Há- skóli Íslands hefur miðað við í starfi hugverkanefndar. Jón Ögmundur segir að þær raddir hafi heyrst, að starfsmenn yrðu verr settir en nú, yrði þetta frumvarp að lögum, því núna ættu þeir fullan rétt til uppfinninga sinna samkvæmt einkaleyfalögum frá 1991, en geti samið um að framselja þann rétt. „Þetta er ekki svo einfalt, því í at- hugasemdum með þeim lögum var tekið fram að með þeim væri ekki tek- in afstaða til uppfinninga starfs- manna. Núna er verið að gera rétt- arstöðu starfsmanna skýrari og væntanlega sanngjarnari, sérstak- lega hvað varðar opinbera starfs- menn sem starfa hjá háskólum og rannsóknarstofnunum þar sem þeir hafa nýtt aðstöðu hins opinbera og notið styrkja. Það má líka ætla að þessar stofnanir myndu beita sér meira og aðstoða menn við að fá einkaleyfi, njóti þær sjálfar arðs af þeim að hluta.“ Nú er beðið eftir athugasemdum umsagnaraðila við frumvarpið, en stefnt er að því að leggja það fram á haustþingi. Hagnýting hugverka Frumvarp til laga um rétt starfsmanna til uppfinninga skyldar þá til að framselja rétt sinn til atvinnurekenda, gegn þóknun. Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér þessar hugmyndir, starf hugverkanefndar HÍ og Rannsóknasjóðs Wisconsin- háskóla, þar sem hagnýting hugverka hefur skilað há- skólanum háum fjárhæðum til rannsókna. Hugsuðir gera uppgötvanir og finna ýmislegt upp. Hagnýting hugvits þeirra getur skilað miklum arði. Hugsuðurinn á myndinni er hinn eini sanni, sem Auguste Rodin myndhöggvari gerði ódauðlegan. rsv@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.