Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANSKI málarinn og teiknarinn Henrik Vagn Jensen er mörgum kunnur fyrir áhuga á íslenzkri list og góðum verkum í hennar þágu. Hann var góðvinur Sveins heitins Björns- sonar og hefur komið á slóðir Páls Guðmundssonar á Húsafelli. Sem áhrifamaður í listafélagi í Lyngby, í nágrenni Kaupmannahafnar, stóð hann fyrir íslenzkri sýningu í Sophienholmsetri í Lyngby fyrir all- nokkrum árum. Var skrifari þá í miðju verki á stein- þrykkverkstæði í Valby í útjaðri borgarinnar og átti illa heimangengt á opnun sýningarinnar, en skoðaði hana við verklok sín. Skrifaði um hana hér í blaðið og taldi og tel enn að slagkraftur framkvæmdarinnar hafi verið minni en skyldi fyrir þá sök að sýnendum var meira í mun að kynna ný og óseld verk en hið athyglisverð- asta sem þeir höfðu gert á ferli sínum. Mig minnir að aðeins einn þeirra hafi haft rænu á að kynna sínar bestu hlið- ar, sem var Jóhanna Kristín Yngva- dóttir, og uppskar ríkulega. Val myndverkanna ei heldur nægilega út- hugsað í hið sérstaka rými gamla reisulega setursins, sem staðsett er á undursamlega fallegum stað þar sem vítt sér yfir og mögulegt að sigla þangað á bát frá Kaupmannahöfn og mikil lifun á björtum sumardegi. Minni á þetta fyrir þá sök, að Ís- lendingum hefur illu heilli verið merkilega gjarnt að klúðra þeim tækifærum sem þeir hafa fengið upp í hendurnar, en söm var gjörð gest- gjafanna og þá öðrum fremur Hen- riks Vagns Jensens. Sjálfur hélt Henrik Vagn stóra sýn- ingu í Hafnarborg fyrir nokkrum ár- um og gafst landanum þá tækifæri til að kynnast alveg sérstakri hlið danskrar listhefðar en annað mál er hvort hann hafi kunnað að meta hin opnu og hraðvirku vinnubrögð. Lista- maðurinn er af þeirri kynslóð málara sem var innprentað að vera síteikn- andi, helst upp á hvern einasta dag. Menn vilja gleyma því að athöfnin að rissa upp lifanir sínar fyrir sjónminn- ið er í sjálfri sér ekki síður gagnvirk en að skjalfesta hugleiðingar sínar í rituðu máli, þar af leiðandi ámóta mikilvægt að þjálfa sjónminnið og rit- færnina. Matisse fór út í garð sinn dag hvern og teiknaði gróðurvirktina og Picasso fletti upp í listaverkabók- um á hverjum morgni áður en hann setti sig í stellingar fyrir framan trön- urnar eða greip í teikniblokkina og mundaði rissblýið. Henrik Vagn Jensen er allt í senn málari, teiknari og grafíklistamaður, auk þess að vera vel ritfær. Hann hef- ur áður gefið út bókina „Eget tryk“ (eigið þrykk), sem út kom frá sama forlagi 1992 og inniheldur nær 200 grafísk verk frá 40 ára ferli, eða 1952– 92, og hefur einkunnarorðin „Stier anlægges ikke, de trædes“ (Slóðar leggjast ekki, þeir troðast). Í þetta sinn er um að ræða ýmis tækifærisr- iss frá fimmtíu ára ferli, þ.e. 1951– 2001. Vel má ráða af útkomu þessara tveggja bóka, að listamaðurinn hafi verið vel virkur um dagana, en annars þekki ég ekki til listferils hans nema af flettingu þeirra og sýningunni í Hafnarborg. Bókin, „Teikningar“, er 108 síður og í broti sem minnir sterklega á sí- gildar sýningarskrár mikilsháttar yf- irlitssýninga í Sophienholm og Dan- mörku yfirhöfuð, afar þægileg í hendi, vel prentuð á úrvalspappír og óað- finnanlega innbundin. Að öllu saman- lögðu hið notalegasta kynningarrit, myndirnar þó helst til margar á sum- um síðunum sem óneitanlega veikir áhrifamátt og slagkraft þeirra. Hér er um skjalfestingu næsta umhverfis og lifana hverju sinni að ræða, listamað- urinn hefur gert víðreist, þannig eru meðal annars nokkur fljótriss frá Ís- landi, svo sem af Arnarfelli, frá Húsa- felli, Hafnarfirði og Krísuvík, sem og veginum til Grindavíkur. Einnig Róm, Sikiley, Provence í Frakklandi, London, Sjanghai og víðar. Þetta er ekki listaverkabók í eig- inlegri merkingu heldur eigulegt kynningarrit, og kostar ekki nema 150 krónur danskar þrátt fyrir fjölda mynda í lit, og kemur hér fram ávinn- ingurinn af hinu staðlaða formi. Við Íslendingar gætum allt eins dregið lærdóm hér af, þótt útlitshönnunin þyrfti ekki að vera hin sama, skil- virkni hér stórum mikilvægari til gifturíkrar kynningar öllum sérvisku- legheitum sem troða beina slóð í ruslakörfuna. Eins og segir í upphafi inngangs- orða listamannsins: Þetta er bók fárra orða en með mörgum myndum, myndabók. Dagbókarriss Frá Húsafelli,1997, svartkrít, 38 x 53 sm. Eftir Siesta, Róm 1982, pastel, kol, 49 x 65 sm. BÆKUR List og hönnun Teikningar og texti: H.V.J. Umbrot og tæknileg ritstjórn: Peter Warne Moors. Idons Forlag, Holte 2002. HENRIK VAGN JENSEN TEIKNINGAR: TILVIK/ TJÁÞÖRF/ARFLEIFÐ Bragi Ásgeirsson ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands frumsýndi eins og áður hefur komið fram óperuna Don Giovanni á Eiðum 9. júní sl. og eftir að hafa sýnt fjórar sýningar fyrir austan var land lagt undir fót og haldnar tvær sýningar í Borgarleikhúsinu. Tvískipað er í öll aðalhlutverk og sýningin á mánu- dagskvöldið var með annarri hlut- verkaskipan en frumsýningin og því fjallað um hana hér. Eins og áður hefur komið fram er óperan Don Giovanni fimmta verk- efnið sem óperustúdíóið ræðst í og þá hafa þau m.a. flutt allar óperurn- ar sem þeir Lorenzo da Ponte (1749– 1838) og Mozart unnu saman. Da Ponte kom til Vínar 1781 eftir að honum var úthýst frá Feneyjum í 15 ár vegna skoðana sinna. Þeir Mozart áttu nokkurt samstarf og ávöxtur þess er Brúðkaup Fígarós (1786) Don Giovanni (1787) og Cosi fan tutte (1790) og einnig uppkast af tveimur söngleikjum L’oca del Cario og Lo sposo deluso sem Mozart gerði á milli Brottnámsins úr kvenna- búrinu og Brúkaupsins en lauk ekki við. Til að gefa sem flestum tækifæri í sönghlutverkum eru tveir söngvarar í öllum aðalhlutverkum nema einu og þar sem söngvararnir eru svo ólíkir í öllum hlutverkunum er í raun um tvær ólíkar uppfærslur að ræða. Leikstjórn Keith Reed er mjög góð, allir leikarar eru vel lifandi jafnt í einföldustu aukahlutverkum og hóp- atriðum sem aðalhlutverkum. Móz- art valdi þá leiðina að láta forleikinn renna beint inn í upphafssöng Lepo- rellos og því fer vel á því að láta allar persónurnar koma fram til kynning- ar undir forleiknum í sínum „raun- verulegu“ hlutverkum á geðveikra- hælinu, þar fær Leporello sprautuna sem gerir það að verkum að hann fer inn í ímyndaðan heim þar sem at- burðarás óperunnar gerist. Einnig hverfum við af og til inn á hælið þar sem börnin föndra í bakgrunn og aðrir leikarar birtast einnig sem sjúklingar og starfsfólk stutta stund. Frammistaða söngvaranna var góð. Allir söngvararnir skiluðu sínum hlutverkum óaðfinnanlega og sann- færandi, oft hreinlega glæsilega með yndisfögrum söng og góðum leik og erfitt að gera upp á milli en ég kemst þó ekki hjá því að nefna þau Krist- ínu, Ildiko og Þorstein sem öll áttu sínar stóglæsilegu aríur, sérstaklega í öðrum þætti. Ekki má gleyma stór- skemmtilega mandolínleikaranum Charels Ross. Það er ekki amalegt fyrir ungt tónlistarfólk að fara í framhaldsnám með þá dýrmætu reynslu sem þátttaka í svona upp- ræslum gefur og mega Austfirðingar og aðrir vera þakklátir því galdra- fólki sem stendur fyrir slíku. Til hamingju með afrekið Óperustúdíó Austurlands. Til hamingju með afrekið TÓNLIST Borgarleikhúsið Óperustúdíó Austurlands eftir W. A. Mozart. Höfundur texta Lo- renzo da Ponte. Herbjörn Þórðarson (Don Giovanni), Manfred Lemke (Leporello), Kristín R. Sigurðardóttir (Donna Anna), Ildiko Varga (Donna Elvira), Þorsteinn Helgi Árbjörnsson (Don Ottavio), Árni Björnsson (Masetto), Tinna Árnadóttir (Zerlina), Stefán Arngrímsson (Comm- endatore). Leikstjóri: Keith Reed. Hljóm- sveit og kór Óperustúdíós Austurlands. Stjórnandi kórs og æfingastjóri: Keith Reed. Konsertmeistari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson sem einnig þýddi óperuna fyrir textavarp. Listmálari á svið- inu: Ingibjörg Hauksdóttir. Borgarleik- húsið mánudaginn 16. júní 2003 kl. 20. DON GIOVANNI Jón Ólafur Sigurðsson INGIBJÖRG Böðvarsdóttir mynd- listarmaður tekur þátt í samsýn- ingu í menningarhúsi Brasilíu í Ma- drid á Spáni, Casa do Brasil. Auk hennar taka þátt Werllayne Nunes, Jesús Loayza, Pilar Barrios, Franc- isco Garrido, Lina Castillo, Lucas Agudelo og Carlos Felipe Barrag- án. Sýningin, sem ber yfirskriftina A la risa contagiosa de Jairo eða Smitandi bros Jairos, stendur til 22. júní. Ingibjörg lauk BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2001 og stundar nú framhaldsnám við myndlistardeild háskólans Uni- versidad Complutense de Madrid á Spáni. Hún hefur áður sýnt bæði hér á landi og erlendis. Ingibjörg sýnir í Madrid LISTAMAÐURINN Ólafur Elías- son fær lofsamlega dóma hjá dag- blaðinu International Herald Trib- une, sem telur Ólaf hafa verið mun betur að verðlaununum fyrir besta skálann á Feneyja tvíær- ingnum kominn en Su-Mei Tse sem hlaut verðlaunin fyrir hönd Lúxemborgar. Verðlaunin voru veitt fyrir inn- setninguna „loftkæling“, sambland muna og stafrænna mynda. „Dan- mörk virðist hins vegar óheppin að hljóta ekki verðlaun fyrir besta skálannn,“ segir í blaðinu, „í ljósi frumleikans og þeirrar hreinu ánægju, svo ekki sé minnst á vist- vænleika, verkefnsins þar sem loftstraumar og trjágöng skálans eru notuð til hins ítrasta. Hinn dansk-íslenski listamaður Ólafur Elíasson hefur á róttækan máta endurhannað skálann, ný- klassíska byggingu með nýlegri viðbyggingu, með röð viðarrampa, stiga, veranda og palla,“ segir í umfjöllun blaðsins sem telur notk- un Ólafs á sjóntækjum sérlega uppátækjasama. „Upplifunin er bæði áhugaverð og ruglandi, sam- safn áreitis sem fær áhorfandann til að endurmeta þéttleika og raunveruleika innra og ytra um- hverfisins. Sá hugvitsami háttur, sem verkum [Ólafs] Elíassonar hefur verið komið fyrir innan byggingar skálans, gefur til kynna hvaða áhrif hægt væri að hafa á nútíma arkitektúr,“ segir International Herald Tribune sem hrósar danska skálanum í hví- vetna. Ólafur Elíasson við eitt verka sinna. International Herald Tribune um Feneyjasýningu Ólafs Elíassonar Áhugaverð og ruglandi upplifun BÓKA- og byggðasafn N-Þingey- inga hefur opnað sýningu á leik- föngum. Þau eru fengin að láni frá mörgum íbúum í nágrenni safnsins. Elsti hluturinn er rúmlega 70 ára gamall, en flestir eru þeir 30–50 ára. Yngstu smíðahlutirnir eru þó smíðaðir á síðustu vetrum. Aðalsérkenni Bóka- og byggða- safns N-Þing. er fjölbreytt safn handverks, t.d. útsaumur, vefnaður, brúðarbúningar frá 19. öld, verk- færi og útskurður. Stórt ljósmynda- safn frá bæjum og íbúum héraðsins og safn norrænna bóka, auk bóka- safns Helga frá Leirhöfn. Byggðasafnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu- daga frá kl. 13–17 og eftir sam- komulagi. Sýningin stendur til 31. ágúst. Leikfangasýning í byggðasafni GALLERÍ Bardúsa og Verslunarm- injasafn á Hvammstanga eru opin alla virka daga í sumar frá 11–18, um helgar kl. 11–17. Þar má sjá íslensk- ar ullarvörur og húnvetnskt hand- verk. Sumaropnun Bardúsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.