Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 93. Íslandsglíman fór fram í Víkinni laugardaginn 23. apríl sl. Lok 18 af 29 viðureignum mótsins voru sýnd í RÚV 31. maí sl. Ljóst var strax í upphafi að nýr glímukóngur yrði krýndur því Ingibergur Sigurðs- son, glímukóngur síðustu sjö ára, gat ekki verið með vegna meiðsla. Tvískipt mót Átta glímumenn gengu til leiks, fjórir sterkir glímukappar, reynslumiklir menn, og fjórir ný- liðar. Um nýliðana er fátt að segja. Fjölnismennirnir þrír voru byrjendur og féllu oft á fyrsta bragði. Jón Smári Lárusson var að sínu leyti öruggur með fjórða sæt- ið en ógnaði ekki þremur efstu mönnum. Lárus Kjartansson var fyr- irfram talinn einn fjögurra sem myndu berjast um beltið. Í fyrstu glímu sinni féll Lárus á klofbragði fyrir Ólafi Sigurðssyni. Lárus glímdi við nýliðana Hlyn og Jón Smára og lagði báða á ágætum brögðum. Hann forðaðist níð og stóð uppréttur að loknum brögð- um. Lárus sýndi nú betri glímu en fyrir ári en varð að ganga úr glímu þegar gömul meiðsli tóku sig upp. Arngeir Friðriksson kom ákveð- inn til leiks og sýndi strax að hann var til alls líklegur. Í fyrstu við- ureign lagði hann Pétur á háu og snörpu vinstra klofbragði. Ekkert níð þar. Þetta var eitt snöf- urmannlegasta bragð mótsins enda er Pétur þvílíkur varnarmaður að hann verður ekki lagður á lögleg- an hátt nema með góðum brögð- um. Arngeir lagði Pétur án þess að drepa hönd í völl sem er að- alsmerki góðra glímumanna. Ólaf- ur hafði annan hátt á þegar hann lagði Arngeir á sams konar bragði. Ólafur lét sig falla fram á hendur yfir Arngeir og braut niður hand- vörn hans svo hann féll. Dómarar gáfu tóninn og dæmdu Arngeiri byltu í stað þess að dæma á Ólaf. Nýliðana lagði Arngeir á hreinum brögðum og lauk þeim í fullu jafn- vægi án þess að leggja hönd á völl. Pétur Eyþórsson kom sterkur til leiks og var greinilegt að hann stefndi á sigur. Eftir byltuna móti Arngeiri lagði hann nýliðana nokk- uð örugglega en var dálítið tauga- óstyrkur, enda mikið í húfi. Öllum viðureignum lauk hann í góðu jafnvægi og án þess að falla sjálfur í völlinn nema þegar hann átti við Ólaf. Eftir talsverð átök þeirra á milli krækti Pétur í Ólaf hælkrók hægri á hægri og Ólafur hlaut byltu. Pétur var ekki í jafnvægi þegar hann tók bragðið og féll á kné samtímis því að Ólafur féll. Hann snerti þó Ólaf hvergi í fall- inu og það hafði ekki áhrif á bylt- una. Tvísýnar úrslitaviðureignir Nú voru Ólafur, Arngeir og Pét- ur jafnir og hófst úrslitakeppni þeirra á milli. Ólafur lagði Arngeir á klofbragði sem fyrr. Glíma Arn- geirs og Péturs var lífleg. Báðir liprir og fimir glímumenn sem hvorki bola né standa sem staurar. Þeir voru langléttustu menn móts- ins, 80 kg, meðan allir hinir voru um og yfir 100 kg. Þarna sáust ein glæsilegustu tilþrif mótsins og þótt víðar væri leitað: Arngeir sótti leggjarbragð og Pétur gerði tvennt í einu, vék vinstri fæti und- an og greip í loftinu hælkrók hægri á hægri svo Arngeir féll við- stöðulaust. Pétur hélt góðu jafn- vægi en þurfti þó að styðja ann- arri hendi í völl því Arngeiri gafst ekki ráðrúm til að sleppa taki. Þetta bragð Péturs var tær snilld og glæsilegasti hælkrókur sem ég hef nokkru sinni séð. Næst glímdu Pétur og Ólafur og varð jafnglími eftir talsvert þóf. Ólafur stóð sem staur með stífa arma og þyngdi sig niður með því að kikna í hnjám. Í stað hins létta stíganda dró hann fætur með gólfi. Ólafur hefur bætt sig í þoli og þreki frá því í fyrra en glímulagi hans hefur farið aftur. Gegn slíku glímulagi er ómögulegt að glíma vel og Pétur var farinn að herma eftir honum með því að kikna í hnjám samtímis. Var því glíman lítið augnayndi og báðir fengu gult spjald fyrir bol og stífleika. Þá fór í hönd úrslitaglíma. Glím- unni lauk svo að Ólafur slæmdi hælkrók hægri á hægri á Pétur úr kyrrstöðu. Bragðið mistókst og lenti utanfótar. Þá lét Ólafur sig falla ofan á Pétur og lenti á hné og hönd í þann mund er Pétur bar fyrir sig hönd í völl ófallinn. Ólaf- ur þrýsti honum niður með líkama sínum og lá augnablik yfir honum endilangur með hendur í gólfi sitt hvorum megin við hann en var eldfljótur að standa á fætur svo mörgum veittist erfitt að sjá hvað hafði gerst í raun og veru. Dóm- urum yfirsást illilega og dæmdu Ólafi sigur í stað þess að gefa hon- um rauða spjaldið og vítabyltu fyr- ir að brjóta tvívegis af sér í einu og sama bragðinu. Þetta bragð færði Ólafi sigur og Grettisbeltið en var ósigur fyrir glímuna. Jafnvægisíþrótt? Nýi glímukóngurinn er sterkur og kappsfullur glímumaður og hef- ur tileinkað sér þann hátt að ganga eins langt og dómarar leyfa. Í glímulögum segir að glíman sé jafnvægisíþrótt og glímumenn skuli ljúka brögðum Í JAFN- VÆGI. Ólafi var dæmdur sigur í átta viðureignum. Hann lauk þeim öllum láréttur fram á hendur og hélt því aldrei jafnvægi við glímu- lok. Ólafur er hinn besti drengur utan glímuvallar en má taka sig verulega á innan hans. Arngeir og Pétur glímdu best í þessu móti. Þeir voru hinir raun- verulegu sigurvegarar mótsins en mistúlkuð lög og mistök í dóm- gæslu urðu þeim að falli. Nýlið- arnir glímdu allir með sóma að því leyti að þeir beittu ekki níði til sig- urs. Dómarar áttu slæman dag. Herði Gunnarssyni yfirdómara og meðdómurum hans urðu á ör- lagarík mistök sem breyttu úrslit- um mótsins. Þeir dæmdu gildar a.m.k. tvær byltur þegar Ólafur sótti of langt. Það hefur vafalaust ekki verið ætlun þeirra en þeim mistókst í erfiðu hlutverki. Breytum glímulögum Í glímulögum er ákvæði um að sækjandi skuli halda jafnvægi þeg- ar glímubragði er lokið en sé þó leyfilegt að styðja höndum á glímuvöll að loknu bragði. Þetta ákvæði um handstuðning hefur verið misnotað til að réttlæta þá aðferð sumra glímumanna að láta sig falla yfir andstæðing sinn í sókninni og ljúka brögðum jafnvel láréttir yfir honum með hendur í gólfi sitt hvorum megin við hann. Það er níð. Til að taka af öll tvímæli sýnist mér að breyta þurfi glímulögum á þann veg að sækjanda verði aðeins leyfilegt AÐ STYÐJA ANNARRI HENDI Á GLÍMUVÖLL að loknu glímubragði. Það gerir þá kröfu til glímumanna að þeir haldi jafnvægi að loknu bragði og forðar þeim frá að níða. Eitt er víst: Þeir glímu- menn sem hafa drengskap að leið- arljósi munu ekki verða andsnúnir þessari breytingu. Þeir sem ekki hafa tileinkað sér þá tækni sem þarf til að glíma af drengskap kynnu að verða þessari breytingu andsnúnir. Þeir hafa þá þann möguleika að bæta glímulag sitt. Nái þessi breyting fram að ganga verður starf dómara allt auðveld- ara og minni hætta á að níðið fái þau verðlaun sem það síst á skilið: SIGUR. Nú kynni einhver að spyrja: Er það glímunni til framdráttar að fyrrverandi formaður Glímu- sambandsins skrifi svona grein í stað þess að bætast í halelújakór þeirra sem segja að Íslandsglíman hafi verið glæsileg í alla staði? Svar mitt er að það sé glímunni ekki til framdráttar að þegja yfir því sem miður fer. Glíman í sinni bestu mynd er listgrein tækni, fimi, snerpu og drengskapar. Verði dómgæsla á þann veg í framtíðinni að menn komist upp með níð án refsingar verður glím- an að dólgslegu þursafangi þar sem sá sigrar sem fljótari er að fleygja sér ofan á andstæðinginn. Þannig vil ég ekki sjá glímuna og vona að svo sé um fleiri. Eftirþankar Íslandsglímu Eftir Jón M. Ívarsson Höfundur er glímudómari og fyrrverandi formaður Glímusambands Íslands. Úrslit mótsins 1 2 3 4 5 6 7 x vinn. 1. Ólafur Oddur Sigurðsson HSK X 0 1 1 1 1 1 1 5 + 1,5 + 1 2. Pétur Eyþórsson UV 1 X 0 1 1 1 1 – 5 + 1,5 + 0 3. Arngeir Friðriksson HSÞ 0 1 X 1 1 1 1 – 5 + 0 4. Jón Smári Eyþórsson HSÞ 0 0 0 X 1 1 1 0 3 – 5. Heimir Hansen Fjölni 0 0 0 0 X 1 1 – 2 – 6. Orri Ingólfsson Fjölni 0 0 0 0 0 X 1 – 1 – 7. Hlynur Hansen Fjölni 0 0 0 0 0 0 X 0 0 – 8. Lárus Kjartansson HSK 0 * – 1 – – 1 X * hætti. Í UMFJÖLLUN um Kára- hnjúkavirkjun hefur því jafnan verið haldið fram að virkjuninni muni ekki stafa hætta af eldvirkni. Orðrétt segir í matsskýrslu: „Núverandi jarð- fræðivitneskja bendir ekki til að um virkar eld- stöðvar sé að ræða undir Vatna- jökli á vatnasviði Jökulsár á Dal. Ólíklegt þykir því að komi til upp- söfnunar vatns, sem gæti brotist fram í einu vetfangi og valdið stórfelldum flóðum.“ Vatnajökull er ísi þakinn eldrisi sem vakir og sefur á víxl. Rann- sóknir á öskulögum frá Vatnajökli sýna að eldvirkni í jöklinum virð- ist vera í 200 ára hrinum. Ein hrina náði hámarki í kringum 1700, sú næsta um aldamótin 1900 en þá tók að draga úr eldvirkni og síðustu 50 ár hafa verið með allra rólegustu tímabilum í eldgosasögu Vatnajökuls. Ef síðustu þúsund ár eru skoðuð má leiða að því líkur að eldvirkni í jöklinum muni fara vaxandi er líður á þessa öld. Vatnasvið Jökulsár á Brú er mikið og þar af eru um 1.000 km² undir jökli. Áhrifa tveggja eld- stöðvarkerfa gætir á vatnasviðinu. Annað kerfið nær frá Öræfajökli í suðri, norður um Esjufjöll, ofan við Brúarjökul í Snæfell. Hitt kerfið er Kverkfjöll, ein af virkari eldstöðvum landsins, sem gnæfa yfir Brúarjökul til vesturs. Erfitt er að staðsetja gos í gömlum heimildum með nokkurri vissu, því kunna sum þeirra eldgosa sem tal- in eru í Grímsvötnum í raun að hafa átt uppruna sinn á syðsta hluta Kverkfjalla. Á kortum af eldstöðvakerfinu í Kverkfjöllum sést m.a. 20 km langur eldhryggur sem liggur til suðurs inn á vatna- svið Jökulsár á Brú. Gos á þessum eldhrygg geta því valdið flóðum í Jökulsá á Brú. Stundum virðast gos í Vatna- jökli hafa orðið á vatnaskilum und- ir miðjum jöklinum, því hlaup hafi orðið samtímis, beggja vegna und- an jökulröndinni. Ekki er ólíklegt að uppruni hins stóra og langvinna hlaups sem hófst 16. október 1963 hafi verið eldgos, án þess að menn yrðu þess varir, gosið hafi einfald- lega ekki náð yfirborði eða ekki sést en ummerki eldgoss í jöklum hverfa á örstuttum tíma. Þá urðu miklar breytingar í Jökulsá á Brú, Jökulsá á Fjöllum og ám undan Síðujökli sem allar flæddu sam- tímis, gífurlega aurugar, sem er afar óvenjulegt í seinni hluta októ- ber en þá eru jökulár venjulega vatnslitlar og þverrandi. Að þessu sögðu er rétt að skoða annál at- burða í Jökulsá á Brú í ljósi þeirra framkvæmda sem nú eru hafnar. Annáll nokkurra atburða í Jökulsá á Brú Það er rétt mat að virkjuninni muni varla stafa hætta af hraun- rennsli eða gjóskufalli enda mann- virkin fjarri eldstöðvum öðrum en Snæfelli, ef það skyldi rumska af löngum svefni. Það er ljóst að endingu virkjunarinnar kann að vera hætta búin vegna hamfara- flóða svo sem hér er lýst í annál þekktra framskriða og/eða eld- virknitengdra hlaupa í Jökulsá á Brú. Skortur er á heimildum framan af enda var lítið um ann- álaskrif á Austurlandi: i. Hrafnskelssaga Freysgoða – mikið flóð braut náttúrulega steinbrú af ánni. ii. Árið 1625 varð gífurlegt hlaup, gekk Jökulsá á Brú um 30 föðmum hærra en vant er og braut af sér brúna við Fossvelli. Á sama tíma varð vart umbrota í Vatnajökli. Líklegt verður að telj- ast að orsaka hamfarahlaupsins 1625 sé að leita í eldvirkni enda fylgdi líka mikill ókyrrleiki, jarð- skjálftar. iii. Árið 1638 sást til eldglær- inga í austanverðum Vatnajökli. Hinn 27. febrúar kom upp eldur með ógurlegum loga austur á fjöll- um svo loftið varð hvarvetna í glæringum, en vötn öll á Austur- landi fylltust flóði og báru mikinn vikur á sjó út, en fyrir því að þá var vetur og eldurinn var fáa daga uppi, þá máttu menn ekki vita hvar hann brann (Skarðsannáll). iv. Árið 1695 varð mikið hlaup í ánni, brúna tók af og var ný brú byggð og tekin í notkun árið 1698 (Fitjaannál). v. Um 1730 – líklegt framhlaup í Brúarjökli, vatnavextir, brak og brestir. Sveinn Pálsson lýsir þessu í Jöklariti sínu og tekur það sér- staklega fram að vatn Jöklu sé mjög ljótt, en það orð hefur lengi verið á Jöklu að hún sé allra áa skítugust og er þar átt við aur- burð. Í Ferðabók Ólafs Ólavíusar er getið um óvenjuleg hlaup eða flóð í Jöklu sem standi með mikl- um vatnavöxtum í allt að 12 vikur. vi. 1810 – framhlaup í Brúar- jökli, töðuvaxnir haugar sem jök- ullinn braut niður í hlaupinu 1889– 1890 eru sagðir myndaðir í þessu framhlaupi sem hlýtur því að hafa verið mikið. vii. 21. ágúst 1872 heyrðust í Eiðaþinghá á Austurlandi og víðar dynkir og ógurlegir brestir, þeir voru tíðastir um morguninn og voru taldir 30 frá kl. 9–11 f.h.; brestirnir virtust vera í nónsstað og leiða til útsuðurs, í stefnu á öræfin upp af Fljótsdal. Töldu menn þetta vera eldgosabresti og umbrot í Brúarjökli eða einhvers- staðar norðan til í Vatnajökli. viii. Haustið 1883, 8. október, sást á Héraði eldur í Vatnajökli, suðvestur af Snæfelli, í Kverk- fjöllum? ix. Árið 1890. Fyrir jól 1889 urðu menn varið við óvanalegan vöxt og jökulkorg í ám þeim sem falla undan Brúarjökli, fór að bera á miklum jökulleir, sem fór vax- andi. Um hátíðir var leirburður orðinn svo mikill, að ef sökkt var fötu í ána og vatnið látið setjast var nær helmingur jökulleðja. Sauðamaður frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá sá um nýárs- leytið af fjallinu upp frá bænum eld mikinn hlaupa upp í jöklinum, inn til Snæfells, eða að svipuðum stað og 1883. Um sama leyti eða litlu síðar urðu menn varir við nokkra jarðskjálfta. Dunur og dynkir heyrðust líka um veturinn og vorið og eina helgi í júlí varð mikill jakaburður og vatnavöxtur í Jökulsá er hélst í nokkra daga. Skömmu síðar fóru tveir menn inn á Vesturöræfi og sáu þeir það að Brúarjökull var allur brotinn og hlaupinn út að Sauðá, á að giska 1,5 mílum frá fastajöklinum. Jök- ulbrúnin reis hátt eða eina 60–70 metra og hafði flett upp og yfir sig grónu landi. Í suðvestur af Snæfelli sást í gjáarbarm inni í jöklinum, lá sú gjá frá austri til vesturs. Breyting varð á rennsli jökulkvíslanna í þessum um- brotum. Í þessu hlaupi eru mynd- aðir hraukarnir eða jökulgarðarnir á Kringilsárrana sem eru ein- stæðir á heimsmælikvarða. x. Í júlí 1903 varð allnokkurt öskufall, alveg austur á Vopna- fjörð, á sama tíma varð Jökulsá á Brú óvenjuvatnsmikil og kann því að hafa verið uppi eldur ofan Brú- arjökuls. xi. Í júlí 1934 varð umtalsvert hlaup í Jökulsá með miklum aur- burði. Þar sem áin fór yfir tún var ekki nytjað næstu ár á eftir vegna sands. Einn maður fórst í hlaup- inu þegar ólgandi straumurinn skall á kláfnum yfir ána. Kann þetta hlaup að tengjast eldgosi í Vatnajökli og Skeiðarárhlaupi á sama tíma. xii. Árið 1938 varð fremur lítið framhlaup með vatnavöxtum, í Brúarjökli. xiii. Árið 1963 mikið framhlaup í Brúarjökli og vöxtur í Jökulsá svo aurburður jókst til muna. Svo mikill var aurinn í ánni að þegar tekið var sýni í flösku var meira en helmingur sandur og leðja. Engar heimildir eru um að eld- virkni sé uppi í Vatnajökli, sem fyrr kann að vera eldgos þótt eng- inn verði þess var. Hámarki náðu vatnavextir haustið 1964 og hefur áin ekki staðið svo hátt síðan. Um- merki um þetta hlaup er víða að finna við ána en miklar hrúgur af grófum sandi standa enn uppi í lækjarfarvegum. Aurburðurinn var gífurlegur, Jökulsá fyllti far- veg sinn á Héraðssandi og flæmd- ist um. Í kjölfarið voru reistir varnarveggir, m.a. við Hnitbjörg, til varnar því að áin bryti frekara land. Svo mikið efni, möl og sand- ur, auk gruggsins, settist til á lág- lendi að upprunalegur farvegur árinnar fylltist svo áin komst ekki fyrir og flæmdist undan. Hlaupið stóð í rúmt ár, í kjölfarið hófust vatna- og svifaursmælingar í Jök- ulsá á Brú, vorið 1965. Þegar reisa á mannvirki fyrir hundruð milljóna króna þarf áhættumat að taka tillit til allra þátta. Eldvirkni er sleppt í áhættumati enda ekki um bein áhrif að ræða heldur afleiðingar eldvirkni í tugkílómetra fjarlægð, sem kunna engu að síður að hafa afdrifaríkar afleiðingar með jaka- burði, vatnavöxtum og aurburði. Mælingar þær sem notaðar eru við útreikning á væntanlegri end- ingu lónsins eru meðaltal svif- aursmælinga frá árinu 1965. Grófa efnið, sandur og möl hafði þá fyrir löngu sest til og er ekki með í út- reikningum en nákvæmlega þetta efni mun setjast til á lónsbotn- inum við stífluna. Starfstími Kára- hnjúkavirkjunar kann því að verða mun styttri en gert er ráð fyrir í áætlunum. Samkvæmt skýrslu Lands- virkjunar má búast við hlaupi í Jökulsá innan 30 ára og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Vatnajökull: ísi þakinn dormandi eldrisi Eftir Ástu Þorleifsdóttur Höfundur er jarðverkfræðingur og leiðsögumaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.