Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 41 LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Auðtrúa þú aldrei sért, aldrei tala um hug þinn þvert. Það má kalla hyggins hátt að heyra margt en skrafa fátt. Tak þitt æ í tíma ráð, tókst þó ei sé lundin bráð, vin þinn skaltu velja þér, sem vitur og þar með tryggur er. (Hallgrímur Pétursson.) Þetta lýsir í stuttu máli mörgum ráðum frá henni ömmu minni, henni ömmu minni sem er nú dáin. Og því reikar hugurinn til baka og fullt af góðum minningum rifjast upp. Mynd- ir hrannast upp í huganum og alltaf er amma jafn falleg, tignarleg og vel til höfð. Hvort sem er á brúðkaupsaf- mælinu sínu eða í réttunum, sem amma fór síðast í síðastliðið haust þrátt fyrir að heilsunni hefði þá hrak- að mjög. Amma var sterkur persónu- leiki með ákveðnar skoðanir og marga góða hluti kenndi hún manni. Amma var Þjóðverji og lagði mikla rækt við allt sem því viðkom. Hún fór reglulega til Þýskalands, hitti aðra Þjóðverja og reyndi af miklum eld- móð að kenna ömmubörnunum sínum þýsku. Flest getum við allavega talið upp að 10. Amma var alltaf vel snyrt og hafði unun af því að láta dekra við sig, og eftir að heilsunni hrakaði hafði hún mjög gaman af að láta naglalakka sig, mála og greiða. Og alltaf reif hún sig upp til að komast heim í sveitina til afa um helgar þótt ekki væri nema í nokkra tíma. Það hefur margt drifið á daga ömmu minnar og erfiðleikar sett mark sitt á hana. Ég minnist þess er ég tók einhverju sinni viðtal tengt skólanum við hana og man vel hve erf- itt það var fyrir hana að rifja upp stríðsárin og hve mikið það tók á hana. Ég dáðist að styrk hennar sem var ótrúlegur. Ég minnist líka ástar- punganna, kleinanna og kaknanna sem alltaf voru á boðstólum, kartöflu- klöttunum með sultunni og hinu ým- islegasta góðgæti sem amma útbjó af mikilli snilld. Amma var dugleg og gott er að eiga svona nákomna fyr- irmynd, sem stóð vel fyrir stóru heim- ili og lagði sig fram í öllu sem hún gerði, sama hvað það var og gerði það ILSE W. ÁRNASON ✝ Ilse W. Árnasonfæddist í Trave- münde í Þýskalandi 13. febrúar 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hraungerðis- kirkju 16. júní. sem þurfti að gera. Hún hafði líka húmor fyrir bæði sjálfri sér og öllu í kring og gleymist eggjapúnsið hennar seint. Það var alltaf jafn gott og gaman að koma til ömmu og afa og grípa í spil eða kasta tening- um því að oft var spilað í gamla húsinu og hefur hún sennilega kennt mörgum rommí og fleiri spil. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og vona að þú hittir þau okkar sem hafa fengið kallið, seinna mun ég hitta ykkur þar. Þín ömmu- stelpa að eilífu, Harpa Magnúsdóttir. Elsku amma. Ég trúði ekki að þú værir farin þegar pabbi hringdi og sagði mér tíð- indin. Það var erfitt að vera á Akur- eyri og geta ekki verið nærri þegar tími þinn fór að styttast, geta ekki sagt þér hve vænt mér þykir um þig og þakkað þér fyrir allt. Lífið hefur ekki alltaf verið þér auðvelt, ekki síst síðustu ár þegar heilsunni hrakaði. Þú leist samt alltaf svo vel út, ég man ein- hvern tímann þegar þú varst svo slöpp að þú gast ekki staðið, þá sastu og lakkaðir neglurnar, klædd eins og hefðarfrú. Þú varst alltaf svo glæsi- leg. En núna eru líkamleg mein að baki og vonandi líður þér vel núna. Það veit Guð að það áttu skilið. Marg- ar æskuminningarnar mínar eru tengdar ykkur afa. Það var svo gott að hafa ykkur á hlaðinu, yfirleitt var hlaupið yfir til ykkar til að sníkja plástur, dót í búið eða einhvað gott í munninn. Ég man svo vel eftir öllum berjaferðunum sem farnar voru á haustin. Yfirleitt kom ég heim blá í framan með örfá krækiber í dollu og í nærfötunum einum fata eftir að hafa vaðið í öllum smásprænum sem fund- ust í nágrenninu. Það er svo margt sem ég þarf að þakka fyrir, bestu kleinur í heimi í gulu vaskafati, þýska gullpeninga, heilræði um karlmenn, að ógleymdu að kenna mér að syngja Heiðu-lagið á þýsku og prjóna föt á hann Gísla minn. Og öll spilin sem þú kenndir okkur krökkunum. Þá var oft spurn- ing hver svindlaði mest og hver kunni reglurnar. Seint klárast listinn yfir það sem þú hefur gert fyrir mig. Takk fyrir þetta allt, elsku amma mín. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Skipið þitt er lagt af stað frá bryggju í annað sinn, ég bið að heilsa þeim sem þú hittir. Við sjáumst seinna. Þín Elín. Við þökkum fyrir ástúð alla indæl minning lifir kær. Nú mátt þú vina höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þín (H.J.) Látin er kær vinkona mín, Ilse W. Árnason í Oddgeirshólum, eftir erfið veikindi. Ung að árum kom hún til Ís- lands frá stríðshrjáðu Þýskalandi í leit að öryggi og atvinnu. Hún var heppin, lenti hjá góðu fólki í Odd- geirshólum í Flóa. Þar bjó þá Elín St. Briem, mæt og merk kona ásamt son- um sínum, Ólafi Guðmundi og Jó- hanni Árnasonum, en Árni Árnason faðir þeirra var látinn. Ilse festi þar fljótt rætur, fann ástina í lífi sínu og giftist Guðmundi Árnasyni. Angelika, 2 ára dóttir Ilse, sem orðið hafði eftir hjá afa og ömmu í Þýskalandi var send með togara til Íslands og Guð- mundur gekk henni í föður stað og hefur hún reynst honum sem besta dóttir. Ilse og Guðmundur eignuðust þrjá syni, Árna, Magnús og Steinþór. Oddgeirshólabændur rækta vel sitt bú og eru gripir þaðan margverðlaun- aðir, sérstaklega sauðféð hans Guð- mundar. Ilse var frábær húsmóðir og hannyrðakona. Hún var ákveðin, hreinskiptin, hlý og glöð persóna sem gott var að vera með. Það er fagurt að horfa heim að Oddgeirshólum og þar er líka gott að vera. Í fimm sumur dvaldi ég þar á unglingsárunum og er það samdóma álit okkar ungmenn- anna sem þar voru saman að þetta hafi verið góður og þroskandi tími sem leið við leik og störf hjá góðu fólki og eru ógleymanleg. Ilse fór af og til og heimsótti fólkið sitt í Þýskalandi, langt er síðan hún sagði mér að hún væri orðin meiri Íslendingur en Þjóð- verji. Stolt sýndi hún ættingjum sín- um Ísland. Í 50 ár naut ég og fjöl- skylda mín vináttu hennar og tryggðar og fyrir það er þakkað af heilum hug. Einnig ævintýrin í sveit- inni sem barnabörnin mín upplifðu. Þegar heilsan þvarr og hún þurfti að vera langdvölum að heiman átti hún eina ósk, að komast aftur heim að Oddgeirshólum. Ég trúi því að hún sé komin heim, heim til hans sem allt skóp á landi ljóss og friðar. Ástvinum Ilse er vottuð samúð okkar. Blessuð sé minning hennar. Hrönn V. Hannesdóttir. ✝ Jónína Óskars-dóttir fæddist í Hveragerði 1. nóv- ember 1947. Hún andaðist á Landspít- alanum hinn 4. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Óskar Sigurðsson, f. í Net- hömrum í Ölfusi hinn 28. október 1903, d. 21. sept. 1977, og Þorbjörg Hallmanns- dóttir, f. í Vörum í Garði í Gerðahreppi 17. janúar 1916. Systkini Jónínu eru Einar Pálsson, Reynir Pálsson, Sigurður Ingi Óskarsson, Hall- mann Ágúst Óskars- son, Björg Óskars- dóttir, Garðar Óskarsson, Óskar Þór Óskarsson og Jón Ólafur Óskars- son. Eftirlifandi eigin- maður Jónínu er Björgvin Snævar Edvardsson. Börn þeirra eru Jóna Björg, Þorbjörg Ósk, Sólveig Sigur- björg, Arnþór, Sig- urður og Guðlaugur. Útför Jónínu var gerð í kyrrþey frá Kotstrandar- kirkju hinn 14. júní. Elskuleg systir mín og mágkona er fallinn frá aðeins 55 ára að aldri. Ekki datt okkur í hug að þetta yrði svona snöggt, allt búið á augabragði, við sem eftir sitjum lútum höfði. Að þekkja Jónínu voru forréttindi. Það fannst okkur að minnsta kosti en hún var ekki allra, það var ekki auð- velt að komast inn fyrir skelina en þegar það tókst þá var hún vinur vina sinna. Við viljum minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman, við heyrum í fjarska hláturinn sem var svo innilegur þegar hún tók sig til að ekki var annað hægt en að smitast. Oft var gestkvæmt á heimili Jónínu og Björgvins enda fjölskyldan orðin stór og ríkti oft glaumur og gleði þegar allir voru mættir og ekki þótti Jónínu mikið mál að dekka borðið með alls konar kræsingum því eng- inn fór þaðan svangur. Ekki er annað hægt en að minnast á ferðina sem við fórum saman síðastliðið vor þar sem hlátur og gleði ríkti alla helgina og var þá ákveðið að fara aðra ferð að ári og vorum við farin að hlakka til en af því ferðalagi varð ekki. Nú er Jón- ína okkar farin í enn lengra ferðalag. Við ætlum ekki að fara yfir lífs- hlaup Jónínu frekar, það væri ekki henni að skapi en viljum heldur þakka henni fyrir alla þá hlýju og vinsemd sem hún veitti okkur og okkar fjölskyldu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Björgvin og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Óli, Þórdís og fjölskylda. JÓNÍNA ÓSKARSDÓTTIR Sumarið er komið í Hvammsland. Fugla- söngur allt um kring og gróðurinn kominn vel af stað. Hér í Dóruhvammi hafa trén tekið við sér og laufgast. Trén sem Jónas gaf okkur. Greinilegt að vel hefur verið hlúð að þeim því þau laufgast fyrst og dafna best. Jónas hlúði einnig vel að okkur. Tók vel á móti okkur þegar við, nýgræðingarnir, komum hér fyrst í þessa paradís sem Hvammsland- ið er. Við vissum varla hvað snéri upp og hvað niður þegar gróð- ursetja átti tré en Jónas var nægtabrunnur þegar kom að gróðrinum. Og alltaf gátum við fengið góð ráð eða aðstoð hjá hon- um þegar við vorum í vanda. Jónas hafði nógan tíma og þolinmæði til að sýna okkur hvernig standa ætti að gróðursetningu eða öðru slíku. Hann var sífellt að, eins og fjalla- kind fór hann um allt, óþreytandi JÓNAS ÓSKAR MAGNÚSSON ✝ Jónas ÓskarMagnússon fæddist á Efri-Sýr- læk í Flóa 7. júní 1926. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 5. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 13. maí. og harðduglegur. Okkur, þessum ungu, fannst hann vera yngri en við, slík var orkan. Hann, ásamt konu sinni, Öldu, hafði búið til slíkan lystigarð í sínu sum- arbústaðalandi, að leitun var að öðru eins. Að ná að rækta slíkan skóg í Hvalfirði var afrek út af fyrir sig. Hann elskaði náttúruna, gróðurinn og allt sem lífið bauð upp á. Oft heyrðist í honum kyrja söng snemma um morgun þegar þannig lá á. Hann var kominn í landið sitt, landið sem hann unni heitt. En allt tekur enda. Hann greindist með alvar- legan sjúkdóm, mein sem að lokum felldi hann, þrátt fyrir hans hetju- legu baráttu. Hann sagði eitt sinn í vetur sem leið, að hann hræddist ekki dauðann. Við værum aðeins sandkorn í óendanlegri hringrás tímans. Hann hefði fengið sinn góða tíma og hann væri sáttur. Við munum njóta hans góðu ráða áfram og geyma hjá okkur minningu um góðan mann. Megi Guð blessa hans minningu og blessa og styrkja Öldu og fjöl- skyldu hennar í þeirra miklu sorg. Kveðja frá Dóruhvammi, Viðar og Halldóra. Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis á Kaplaskjólsvegi 93, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 16. júní. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Hrafn Pálsson, Vilborg Kristjánsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Halldór Þór Halldórsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.