Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.06.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ✝ Helga HuldaGuðmundsdóttir fæddist á Breiðaból- stað á Skógarströnd 1. janúar 1930. Hún andaðist á líknar- deild Landspítalans í Landakoti 4. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Sigurðsson, f. 14. júní 1905, d. 4. desember 1983, frá Höfða í Eyjahreppi, og Málfríður María Jósepsdóttir, f. 7. júní 1908, d. 4. októ- ber 1996, ættuð úr Dölum. Systk- ini Helgu eru: Hreinn, f. 1931, Rósinkar, f. 1933, d. 1995, Ásbjörn Jósep, f. 1934, d. 1997, Kristrún Dagbjört, f. 1935, d. 2002, Karl Heiðar, f. 1936, og Inga, f. 1938. Helga var gift Gísla Magnús- syni vörubílstjóra, f. 23. janúar 1929. Börn þeirra eru: 1) Ásdís, f. 1. janúar 1950, kennari við Álfta- mýrarskóla, og á hún tvo syni, a) Gísla Baldur Róbertsson sagn- fræðing, f. 1973, og b) Ragnar Má Róbertsson, nema við HÍ, f. 1979. Mað- ur Ásdísar er Finn- bogi Steinarsson bryti. 2) Magnús, f. 25. mars 1957, óp- erusöngvari við Konunglegu óp- eruna í Kaupmanna- höfn. Magnús á þrjú börn með fyrrver- andi eiginkonu sinni, Birnu Róbertsdóttur leikskólakennara, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Helga Clara, nemi í MH, f. 1985, b) Sandra Karen, f. 1990, og c) Alexander Róbert, f. 1996. Magnús kvæntist síðar Randi Gíslason söngkonu en þau skildu. Helga ólst upp á Höfða í Eyja- hreppi í Hnappadalssýslu en flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul og vann ýmis störf, m.a. í Opal, við ræstingar í Vogaskóla og sem húsvörður í Hvassaleitisskóla um margra ára skeið. Útför Helgu var gerð frá Ás- kirkju 18. júní. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins sem kom út 17. júní birtum við þessar minningargreinar aftur og biðjumst velvirðingar á mistökun- um. Nú er komið að kveðjustund, elsku amma, og ótal góðar minn- ingar koma upp í huga minn sem við höfum átt saman á liðnum árum og ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þessa samleið með þér. Ein af þessum góðu minningum er þegar við fórum saman í ferð til Akureyr- ar 1998. Þú hringdir alltaf þegar einhver var veikur, þegar við vorum í próf- um, til að gleðjast með okkur eða aðeins til að heyra hljóðið í gullmol- unum þínum eins og þú sagðir gjarnan og deila með okkur nýjustu fréttum. Við fundum svo vel fyrir því hvað þér var annt um okkur öll, og varst ávallt tilbúin að aðstoða og rétta hjálparhönd. En það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka þá finnst mér eins og þú hafir alltaf verið með hugann hjá okkur og ég trúi því að þú verðir það áfram. Alltaf var jafnnotalegt að koma og heimsækja ykkur afa í Stóra- gerðið og síðar á Snorrabrautina og þótt vinir mínir væru með í för voru allir jafnvelkomnir. Þið afi voruð mjög samrýmd og það hefur verið einstakt að fá að fylgjast með þeirri umhyggju sem afi sýndi þér í veik- indum þínum og að upplifa þessi sterku tengsl ykkar á milli. Missir afa er því mikill og við óskum þess að góður guð hjálpi honum í gegn- um sorgina. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Með ástar- og saknaðarkveðju, elsku amma mín. Þín Helga Clara. Hún sagði það með blómum. Blóm eru það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég minnist Helgu vinkonu minnar sem ég kynntist fyrir 30 árum í Hvassaleit- isskóla. Örlögin höguðu því þannig að sama veturinn bundumst við einnig vináttuböndum ég og dóttir hennar Ásdís. Helgu man ég fyrst eftir með vökvunarkönnu og allskonar græð- linga í litlum pottum. Hún hlúði svo vel að öllum blómum í skólanum að þau blómstruðu meira og minna all- an ársins hring bæði á veggjum og úti í gluggum. Einhverju sinni sá ég hana setja eitt laufblað í pott og plastpoka yfir. Ég gat ekki orða bundist og spurði: Hvað verður nú úr þessu? Hún klappaði mér á vömbina sem stóð út í loftið og sagði: „Það sama og hér, það verður til nýtt eintak.“ Hún gaf mér síðan pottinn með laufblaðinu og um sumarið blómstr- uðum við bæði, ég og pottablómið. Helga fylgdist vel með stóru stundunum í lífi mínu. Úr faðmi hennar hef ég tekið á móti ótal blómvöndum og gjöfum. Blómin hennar báru af og auðséð að vandað var til valsins. Í minningunni finnst mér þau oftast hafa verið bleik og rauð. Litirnir segja heilmikið um hana sjálfa en hún var sannkölluð dama og hafði gaman af því að punta sig enda ávallt glæsileg. Helga stóð alltaf með báða fætur á jörðinni og hafði að leiðarljósi gömlu góðu gildin um trúmennsku og heiðarleika. Sjálfsagt hefur henni fundist við Ásdís svífa heldur mikið fyrir ofan jörðina á stundum því hún átti það til að leggja okkur lífsreglurnar. Allt var það gert í góðri meiningu og með árunum lærðum við að meta það. Helga var húsvörður í Hvassa- leitisskóla og sinnti því starfi af mikilli alúð. Hún naut þess að vera innan um krakkana og gaf sér alltaf tíma í erli dagsins til að hlusta á þau. Fyrir tíma skólasálfræðinga má segja að Helga hafi sinnt því starfi í sjálfboðavinnu. Margir eiga því góðar minningar frá árunum hennar Helgu í Hvassaleitisskóla og minnast hennar nú með hlýju og þakklæti. Vegna veikinda þurfti Helga að draga sig í hlé frá störfum alltof snemma. Starfið var hennar líf og yndi og það var henni þung raun að þurfa að hætta. Hún gat þó yljað sér við minningarnar sem hún rifjaði óspart upp þegar við hitt- umst. Uppáhalds blómin hennar Helgu voru barnabörnin. Þeirra hag vildi hún sjá sem mestan enda gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að svo mætti verða. Hún uppskar líka ríkulega því öll eru þau til fyrir- myndar hvar sem þau koma. Ógleymanleg verður mér stundin þegar Alexander litli söng fyrir ömmu sína á spítalanum sólarhring áður en hún kvaddi. Helga var kát að eðlisfari og sá oft það spaugilega við hlutina. Hlát- urinn hefur eflaust hjálpað henni mikið í veikindunum sem herjuðu á hana sl. 23 ár. Aldrei barmaði hún sér, alltaf hélt hún ótrauð áfram þrátt fyrir ný áföll. Þegar hún lagð- ist inn á spítala nú í byrjun sumars grunaði engan að hún ætti þaðan ekki afturkvæmt en smátt og smátt þraut henni kraftur þar til hún sofnaði inn í eilífðina. Rauðu rós- irnar sem hún fékk þremur vikum fyrr voru fallegri en nokkru sinni, útsprungnar og keikar og teygðu krónur sínar til himins. Inn um gluggann heyrðist klukknahljómur frá Landakotskirkju og ég kvaddi vinkonu mína fullviss um að nú liði henni vel. Hún hafði sagt mér það með blómum. Ástvinum Helgu votta ég mína dýpstu samúð. Megi hið skærasta ljós lýsa veg- inn framundan. Minningin lifir áfram og vináttan vermir sem fyrr. Guðrún Gísladóttir. HELGA HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Birting afmælis- og minningargreina Elsku amma. Þeir fara fyrst sem guðirn- ir elska. Það er sárt að missa þig en nú ert þú farin til himna og líður vonandi betur. Þú varst ynd- isleg manneskja og varst alltaf svo góð við alla, sérstaklega okkur barnabörnin. Það verður erfitt að fara í Heiðarásinn og vita að þú sért ekki þar. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson.) Ég á eftir að sakna þín ótrúlega mikið elsku amma mín. Guð geymi þig. Kveðja Sunna Ósk. Það er ekki nóg að drekka kaffið, það verður líka að hella uppá, var sagt ákveðinni röddu. Þetta var árið 1985 og ég nýkomin til starfa fyrir Skipstjórafélag Ís- lands í Borgartúni 18. Ég taldi mig ekki vera neina kaffimanneskju, en ég hélt að það væri nú allt í lagi að fá sér nokkra bolla yfir daginn. Þarna var Krissa komin, búin að KRISTRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR ✝ Kristrún Krist-jánsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 8. apríl 1947. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 28. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 5. júní. vera hjá Vélstjóra- félaginu frá því að elstu menn muna og stjórnaði því sem henni hentaði. Ég komst fljótt að því að ekkert fór fram á hæðinni í Borgar- túninu sem Krissa hafði ekki puttana í, þar með talið jóla- glögg, þorrablót og þess háttar. Á þessum árum var oft mikið um að vera hjá sjómannafélögun- um sem deildu hús- næði í Borgartúni 18, aldrei nein lognmolla og stundum hart þrátt- að. Okkur kvenfólkinu fannst oft nóg um karpið hjá körlunum og stofnuðum okkar eigið félag sem við kölluðum Löfðufélagið, því að okkar mati vorum við sannkallaðar löfður. Að sjálfsögðu var Krissa potturinn og pannan í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Löfðurnar brugðu m.a. undir sig betri fætinum og skruppu til Lond- on eitt árið og síðar til Parísar. Við höfum haldið hópinn þótt sumar okkar hafi skipt um vinnustað. Undanfarin ár og síðustu mánuði höfum við fylgst með Krissu takast á við veikindi sín og sífellt hefur hún komið á óvart og gefið okkur von. Nú kveðjum við Krissu sem er önnur í röðinni af löfðunum sem kveðja þetta jarðlíf, langt um aldur fram. Viggó, dætrum þeirra þrem, fjölskyldum þeirra og Margréti sendum við hugheilar samúðar- kveðjur um leið og við þökkum Krissu samfylgdina. F.h. Löfðufélagsins, Helga Jakobs. Elsku Villa mín. Vinaskilnaður er við- kvæm stund. Síðustu vikur og daga hafa margar ljúfar minningar um okkar samverustundir komið fram í huga mér og eiga eftir að ylja mér um hjartarætur um ókom- in ár. Mér eru efstar í huga samveru- stundir okkar á Þórshöfn eftir að við Jonni fluttum þangað 1994 með nöfnu þína nýfædda. Þá var gott að rölta til þín með barnavagninn og spjalla yfir kaffibolla. Ósjaldan vor- um við mæðgurnar hjá þér í mat og kaffi og minnist ég steikta fisksins, lærisneiðanna, sandkökunnar, ban- anarúllutertunnar, kaniltertunnar og lifrarpylsunnar. Allt eru þetta uppskriftir sem er að finna í mínum uppskriftabókum í dag. Þú varst listakokkur og bakari. Alltaf var manni tekið opnum örmum og þú varst góður vinur. Gott var að eiga þig að við skírn nöfnu þinnar. Ég minnist notalegra stunda eins og í ferð okkar á Subaru Justy yfir Hellisheiði í Egilsstaði og á Seyð- isfjörð og þegar ég fékk þig með mér í göngutúr með barnavagninn. Það var tómlegt þegar þú fluttir frá Þórshöfn. Við fjölskyldan fluttum til Dan- merkur og það gladdi okkur mikið þegar þú komst í heimsókn til okk- ar, þá áttum við fjögur notalegar VILBORG ÞÓRISDÓTTIR ✝ Vilborg Þóris-dóttir fæddist í Garði í Þistilfirði 6. janúar 1942. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Seyðisfjarð- ar 16. maí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Svalbarðskirkju 23. maí. stundir. Ég minnist einnig gjafanna frá þér, alltaf bættist við púðasafnið og bæði Jonni og Vilborg Anna gátu ekki slitið sig frá púðunum – það var mömmu- og ömmuilm- urinn. Eftir að við fluttum heim var ekki svo ýkja langt á milli okkar og var vinsælt hjá nöfnu þinni að heimsækja Villu ömmu á Stokks- eyri og gista. Ávallt kom hún heim sæl í sinni. Eftir að heilsuleysi fór að segja til sín var gott að vera í ná- munda við þig og geta verið þér innan handar. Við mæðgurnar gát- um heimsótt þig á Sjúkrahús Sel- foss með norsku blöðin frá mömmu, á LSH var stutt að hlaupa og spjalla og einnig á Reykjalund. Mig langar í lokin að taka undir orð Jóhönnu tengdadóttur þinnar, að betri tengdamömmu hefði ég ekki getað fengið. Þín verður sárt saknað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég bið Guð að vera með og styrkja móður hennar, bræður, syni og nánustu aðstandendur í sorginni. Linda E. Pehrsson. Elsku Villa amma, ég sakna þín. Þú varst alltaf svo góð við mig. Ég skal kveikja á kerti og biðja fað- irvorið fyrir þig. Kveðja. Vilborg Anna Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.