Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 43 MIKIÐ lifandisskelfingar ósköper þetta dap-urlegt. Ég baranæ þessu engan veginn, sama hvað ég reyni; get ekki með nokkru móti fengið þetta til að ganga upp. Það sem er að angra mig er frétt nýliðinnar viku um launa- mun kynjanna á Norðurlönd- unum. Mikill er hann þar alls staðar, en mestur þó hér. Hvað er eiginlega á seyði? Í Morgunblaðinu 17. júní var frá þessu greint á eftirfarandi máta: Launamunur á milli karla og kvenna hefur minnkað lítils háttar á Íslandi og í Finn- landi frá 1990 en aukist á sama tíma í Nor- egi og Svíþjóð samkvæmt niðurstöðum samanburðar sem birtar eru í skýrslu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar um launamun kynjanna. Meginniðurstaða skýrslunnar er sú að enn er verulegur launamunur á milli kynjanna og hann hefur mjög lítið breyst á sl. áratug. Laun kvenna eru að jafnaði um 20% lægri en laun karla hjá Norðurlandaþjóðunum fjórum sem samanburðurinn náði til. Launabilið er mest á Íslandi samkvæmt samanburðinum. Hér á landi var hlutfall launa kvenna af launum karla 76,1% 1992 en launabilið hafði minnkað í 79% áratug síðar. Í Finnlandi voru laun kvenna 80% af launum karla 1990 en 82% tíu árum síðar. Í Noregi var hlutfallið 81,4% 1991. Launabilið hafði aukist lítillega árið 2000 en þá var hlutfall launa norskra kvenna af launum karla komið niður í 80% og í Sví- þjóð, þar sem launabilið hefur verið minnst meðal þessara landa, fór hlutfall launa kvenna af launum karla úr 84% 1992 í 82% árið 2000. Launamunur kynjanna hjá Norðurlandaþjóðunum fjórum virðist sam- kvæmt samanburðinum vera minnstur inn- an menntakerfisins og í hótel- og veitinga- starfsemi en hins vegar leiðir athugunin m.a. í ljós að vaxandi launamunur hefur orðið meðal bankastarfsmanna. Þar var hlutfall launa kvenna af launum karla 82% árið 1990 en ellefu árum síðar hafði launa- bilið aukist og voru laun kvenna 77% af launum karla árið 2001. Upplýsingar frá Danmörku lágu ekki fyrir. Öll þessi lönd, sem um er fjallað í skýrslunni, urðu kristin fyrir margt löngu, Noregur á síð- asta áratug 10. aldar, Ísland árið 999 eða 1000, Svíþjóð á 11. öld og Finnland á 12. öld. Í Noregi eru evangelísk- lútherskir nú á tímum sagðir vera 86%, og þegar við bætast aðrar kirkjudeildir fer þessi tala í 90%. Á Íslandi eru rúm 87% íbú- anna evangelísk-lúthersk og aðr- ar kirkjudeildir eru með 6% hlut- deild. Í Svíþjóð eru 87% landsmanna sögð evangelísk- lúthersk, og þegar við bætast rómversk-kaþólskir og aðrar kirkjudeildir fer þessi tala yfir 90%. Og í Finnlandi eru evang- elísk-lútherskir sagðir 89% og rétttrúnaðarkirkjan aukinheldur með 1%. Öll bera þau merki krossins í þjóðfána sínum, til að undirstrika þetta enn frekar. Trúna, vonina, kærleikann. Er að furða að manni blöskri, þegar svo út kemur á öldum ljós- vakans og síðum dagblaðanna, að í umræddum löndum sé fólki eftir kyni mismunað hvað snertir laun og annað, og það á 21. öld? Mér er hreint ómögulegt að koma þessu heim og saman við boðskap fagnaðarerindisins. Tilheyri ég virkilega banana- lýðveldi? Orð Jesú um þetta efni voru skýr, og allt fas hans og athafnir lutu að því sama; hann lagði kyn- in að jöfnu. Og Páll frá Tarsus, sem ýmislegt ritaði þó á hinn veginn til kristnu frumsafn- aðanna, er höfundur þessarar mögnuðu setningar í Rómverja- bréfinu: „Guð fer ekki í mann- greinarálit.“ Hvers vegna ætti lýður hans þá að gera slíkt? Ekki eru konur heimskari og ekki verri starfskraftar. Langt því frá. Og ekki lykta þær miður. Seisei nei. Það eina sem ég veit að þær gera öðruvísi en hitt kyn- ið er að pissa sitjandi, blessaðar elskurnar. Og ekki held ég að ræstitæknum salernanna finnist það beint ljóður á ráði þeirra. Fremur væri hitt, að þurfa hvern einasta dag ársins að hirða gulan ósómann af setum karlaklósett- anna. Hver er þá sök kvenna á Norð- urlöndum, þegar upp er staðið? Hvers eiga þær eiginlega að gjalda? Ég fæ ekki komið auga á neitt vitrænt svar. Og ég er ekki einn um það. Þetta er einfaldlega hneyksli og ekkert annað. Útspil nýs félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, kann e.t.v. að breyta þessu í náinni framtíð hvað Ísland varðar. Og þó. Við sterk öfl er að glíma, kannski of römm. Og þau tæplega kristin, að mér sýnist. A.m.k. virðist hugur þeirra ekki mótaður af boð- skapnum góða, sem á rætur aftur til Betlehem og Nasaret og ætti fyrir löngu að vera búinn, undir eðlilegum kringumstæðum, að gegnsýra allt þjóðfélag okkar og gera svona frétt að óhugsandi möguleika. En eitthvað veldur því, að svo er ekki. Eitthvað vont. Eitthvað svart. Því verður að breyta. Og nú er lag, eftir þetta kjafts- högg Norrænu ráðherranefnd- arinnar, að sýna umheiminum, að Kristur er hér, í þessu landi frels- isins. Þrátt fyrir allt. Að vakna til slíkrar meðvit- undar er kallað iðrun og næsta skref þess ferlis yfirbót. Hvoru tveggja mun fagnað í efra. Hvað þá á meðal smánaðra kvenna á jörðu niðri. Bananar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Skömmu fyrir 19. júní, dag kvenna, opinberaði Norræna ráðherra- nefndin mikla skýrslu og ljóta. Það var sannarlega köld vatnsgusa í andlit þeirra. Sigurður Ægisson lítur á niðurstöður hennar út frá sjónarhóli kristinnar trúar. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Engilbert Aron Kristjánsson 435 0145 690 2918 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 847 5572 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Lára Hallveig Lárusdóttir 436 6889/436 1291/848 1022 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni HUGVEKJA SKULDIR sveitarfélaga halda áfram að aukast og nemur aukn- ingin á árinu 2002 rúmum þremur milljörðum, um 7,8 prósentum. Þetta er meðal þess sem kom fram í ársreikningum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem lagðir hafa verið fram. Heildarskuldir íslenskra sveitar- félaga eftir árið 2002 voru um 69,2 milljarðar, en voru 64,2 milljarðar á árinu 2001, og er aukningin 7,8 prósent. Ástæðurnar fyrir sívax- andi skuldum sveitarfélaga eru einkum miklar framkvæmdir sem hafa verið í gangi, þar á meðal bygging skóla, íþróttamál, um- hverfismál og samgöngumál, að sögn Gunnlaugs Júlíussonar, for- stöðumanns hagsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Aðferðir við reikningsskil hafa breyst nokkuð síðan árið 2001 sem gera annan samanburð milli ára ómögulegan. Gunnlaugur segir að að flestu leyti þurfi að líta á árið í ár sem nýja byrjun hvað varðar samanburð og bíða verði í nokkur þar til tímaraðir í rekstrarafkomu sveitarfélaganna hafa jafnast út. Reikningar tilbúnir fyrr Niðurstöður ársreikninga eru birtar mun fyrr í ár en hefur verið undanfarin ár. Hingað til hafa nið- urstöðurnar ekki legið fyrir fyrr en í október. Það skiptir miklu máli fyrir alla aðila að bráðabirgðanið- urstöður liggi fyrir eins fljótt og hægt er, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. „Það eru gerðar sífellt meiri kröfur til sveitarfélaganna um gleggri, skýrari og markvissari stjórnun,“ segir Vilhjálmur. Hann segir þetta mögulegt nú af þremur ástæðum: „Í fyrsta lagi er hluti reikninga lesinn rafrænt inn á grunninn. Í öðru lagi eru ný reikn- ingsskil sem gefa markvissari upp- lýsingar um rekstur sveitarfélag- anna. Í þriðja lagi er byggður upp einn gagnagrunnur utan um þarfir sambands íslenskra sveitarfélaga, Hagstofunnar, félagsmálaráðu- neytisins og annarra hagsmuna- aðila sem þurfa með einum eða öðrum hætti að vinna með þessa reikninga.“ Vilhjálmur segir að nýhannaður gagnagrunnur sem sveitarfélögin hafa tekið í notkun geri allan sam- anburð mun auðveldari. Með gagnagrunninum er hægt að bera sveitarfélög saman, og jafnvel hægt að bera einstaka kostnaðar- liði, svo sem kostnað vegna grunn- skóla, auðveldlega saman. Stefnt er á að grunnurinn verði aðgengilegur almenningi á Netinu fljótlega og ekki síður forvitnilegt fyrir íbúa að fá upplýsingar um sitt sveitarfélag. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri fagnar tilkomu gagnagrunns- ins og segir það ljóst að með til- komu hans sparist talsverð vinna, ekki síst hjá sveitarfélögunum sjálfum, og einnig sé hægt að fá all- ar niðurstöður mun fyrr. Hann segir að hér eftir sé Hagstofan bú- in að skuldbinda sig til að skila nið- urstöðum eigi síðar en 80 dögum eftir áramót, og ársfjórðungstölum 80 dögum eftir lok hvers ársfjórð- ungs. Samband íslenskra sveitarfélaga birtir ársreikninga Skuldir sveitarfélaga halda áfram að aukast        !  "             GRAPEVINE, nýtt íslenskt blað, kom út á dögunum. Útgefendur eru fjórir piltar á aldrinum 21–26 ára. Að sögn Jóns Trausta Stefánssonar, eins piltanna, er helsti markhópur blaðsins aldurshópurinn 18–40 ára en blaðið er einnig sniðið sérstaklega með þarfir ferðamanna í huga. „Við gefum blaðið út á ensku og dreifum því um allt land. Í blaðinu eru frjáls- ar greinar um hvað sem er og öllum er frjálst að senda inn efni. Við rek- um blaðið á auglýsingatekjum þann- ig að við getum ekki greitt fólki fyrir greinar eins og er en fólk er mjög já- kvætt gagnvart því að koma sér á framfæri,“ segir Jón Trausti. Í blaðinu eru einnig nokkrir fastir liðir sem miða sérstaklega að þörfum þeirra sem eru á Íslandi í fyrsta sinn. Þar er að finna kort af Reykjavík, mikilvæg símanúmer, upplýsingar um veitingastaði, skemmtistaði, kaffihús og viðburði. Grapevine mun koma út á tveggja vikna fresti í sumar í 20.000–25.000 eintökum. Nýtt íslenskt blað á enskri tungu Með þarfir ferða- manna í huga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.