Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 44

Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                        !         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. AGNARSMÁ frétt í Morgunblaðinu á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, 17. júní sl., vakti óskipta athygli mína, vegna þess að hún fjallaði um mitt hjartans mál, jarðveg. „Barist gegn jarðvegseyðingu“ hét hún. At- hyglinni var beint að ófremdar- ástandi erlendis í þessum efnum, auðsjáanlega til að beina kastljósinu frá ástandinu í okkar eigin landi. En samkvæmt orðum Landverndar- mannsins Tryggva Felixsonar var ástandið hér takk fyrir bærilegt. Og ekki bara það heldur líka GOTT að hans mati. Bíðum við … Hvers konar upplýs- ingar hefur þessi maður fengið um jarðvegseyðingu á Íslandi? Veit hann alls ekki að fósturlandið okkar er að mestu leyti orðið eyðimörk? Skemmdasta land í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hvað á það að þýða að bera svona fréttir á borð fyrir fólk, að ástandið sé gott hér á landi? Hvað er gott ástand? 75% eyðimörk? Ég bara næ þessu ekki og óska eft- ir að maðurinn útskýri nánar orð sín. Hverjir stóðu fyrir þessum „degi“ hér á landi og hvað var gert í tilefni hans? Var haft samband við félög sem stunda landgræðslu og ræktun? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi. Jarðvegseyðingardag- urinn mikli 17. júní 2003 Frá Margréti Jónsdóttur: ÉG gat ómöglega fellt mig við bleika lit dagsins í gær [19. júní] en vissi ekki hvers vegna, en þegar ég vakn- aði í morgun var mér ljós ástæðan. „Hann var bleikur sem nár“, hafa flest okkar heyrt notað bæði í rituðu og bundnu máli þar sem bleika litn- um er líkt við dauðann. Ég las ung skáldsögu Guðmundar Kambans, Skálholt, þar sem Ragn- heiður Brynjólfsdóttir biskupsdóttir átti í harðri baráttu um rétt sinn til að fá að eiga manninn sem hún elsk- aði. Ragnheiður var vel gefin stúlka og naut hylli föður síns og fékk þess vegna meira frjálsræði og menntun en þá var viðurkennt konum til handa. Reiðhestur Ragnheiðar bisk- upsdóttur var bleikur. Mér hefur alltaf fundist það vera tákn þess að réttarstaða Ragnheiðar í þjóðfélags- legu tilliti var vonlaus og gat ekki orðið veruleiki í þjóðfélagslegu tilliti. Okkur er hollt að hugleiða það nú hvort reiðhestur Ragnheiðar bisk- upsdóttur sé ennþá ætlaður okkur íslenskum konum. SIGRÍÐUR LAUFEY EINARSDÓTTIR, Ársölum 5, Kópavogi. Hugleiðing í tilefni 19. júní Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur: ÉG VERÐ bara að segja að það eru ekki endalok tilverunnar þótt herinn fari burt, við erum alltaf að verða alþjóðavæddari og heimurinn að minnka. Við ættum að snúa okkur meira að Evrópu, Bretlandi t.d. sem er í NATO og er hátækniþjóð eins og allir vita, fyrir utan Þýskaland og Frakkland sem hvor tveggja eru NATO-þjóðir. Við eigum mikið að sækja til Evrópu og líka í hernaðar- legum skilningi. Ég vil benda á að það mætti gera Ísland að NATO- miðstöð þar sem allar NATO-þjóð- irnar ættu sína fulltrúa, ekki bara Bandaríkin. Hingað eru alltaf að koma skip frá NATO-þjóðunum og mætti ekki koma upp litlu NATO- verndarsvæði einhvers staðar á suð- vesturhorninu þar sem alþjóðlegir NATO-menn gætu komið og farið að vild og eftir þörfum? Við ættum ekki að þurfa að hafa einhvern einstakan her hér á landi þegar við erum orð- inn svona alþjóðavædd. Herinn í sinni mynd er bara tímaskekkja nú til dags og við ættum að vera víð- sýnni og líta á okkur sem þjóð í al- þjóðamenningu en ekki bústað nátt- trölla úr fortíðinni. Við ættum að líta meira til Evr- ópusamvinnu í alþjóðamenninguni en vera ekki að leggja alla framtíð á eitt spil sem er nú þegar orðið tíma- skekkja sem allir sjá betur og betur. Hryðjuverk eru ekki bundin við eina þjóð eða varnir hennar og því ættum við að byggja upp alþjóðlegt NATO-þorp þar sem menn kæmu til að vinna sína afmörkuðu vinnu, en liggja ekki í einhverskonar skotgröf- um fortíðarinnar. Heimurinn er minni og alþjóðasamskipti eru blóm- legri en þessi náttblinda sem þjóðin er haldin að allt sé að fara til fjand- ans þótt nokkrar herflugvélar hverfi af landinu. Við erum lítil þjóð og megum ekki binda alla okkar hags- muni við einhverja einstaka hugsun. Við verðum að treysta á okkur í al- þjóðasamfélagi en ekki á einhver nátttröll. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON. Listamaðurinn B. Thor. Asparfelli 12, 111 Reykjavík. Hugleiðing um herstöðina Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.