Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 22.06.2003, Síða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl. 20 - AUKASÝNING UPPSELT ATHUGIÐ SÍÐASTA SÝNING Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dansflokk- urinn fara nú í sumarfrí. Við þökkum ríflega 100.000 gestum fyrir komuna í Borgar- leikhúsið í vetur. Endurnýjun áskriftarkorta hefst 25. ágúst. Sala nýrra korta og afsláttarkorta hefst 1. september. Við hlökkum til ángæjulegra samverustunda í leikhúsinu á nýju leikári 2003 - 2004 FORSÝN. ÞRI. 24/6 miðav. 1.500 ÖRFÁ SÆTI FORSÝN. MIÐ. 25/6 miðav. 1.500 UPPSELT FRUMSÝN. FIM. 26/6 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS FYRIRHUGUÐ mynd leikstjórans Róberts Douglas (Íslenski draumur- inn, Maður eins og ég) kallast Strák- arnir okkar en Jón Atli Jónasson skrifaði handritið að myndinni með Róberti. Róbert er þekktur fyrir að fjalla um ýmis samfélagsleg málefni úr samtímanum og er engin undan- tekning á í þetta sinn en Strákarnir okkar fjallar um samkynhneigt fót- boltalið, sem spilar í utandeildinni. „Myndin er um mann, sem heitir Óttar Þór og er fyrirliði hjá fótbolta- liði hjá vel þekktu íþróttafélagi á höf- uðborgarsvæðinu og þeirra helsta stjarna. Hann kemur út úr skápnum við litla hrifningu íþróttafélagsins og fer að spila með utandeildarliði sam- kynhneigðra,“ útskýrir Jón Atli, sem er einnig að vinna við handritsgerð Mýrinnar, hefur gefið út smásagna- safnið Brotinn takt og var valinn af Royal Court-leikhúsinu í London til að skrifa leikrit. Fyrrverandi Ungfrú Ísland „Myndin fjallar um hvernig Óttar fer í gegnum tilfinningalegan rússí- bana með fjölskyldu sinni,“ segir hann en fjölskyldan samanstendur af „barnsmóður hans, sem er fyrrver- andi Ungfrú Ísland, syni, sem er á kafi í tölvuleikjum og þungarokki, og bróður, sem er geðsjúkur mynd- bandaleigueigandi“, en fleiri persón- ur koma einnig við sögu. „Óttar á líka svona „dóminerandi“ föður sem er svona ekta íþróttatöff- ari af gamla skólanum og „macho“ al- veg út í eitt,“ segir hann. Jón Atli ját- ar að vera hrifinn af fólki „sem passar ekki alveg inn í formið og er svolítið sér á báti, hunsar þessar óskráðu reglur í samfélaginu“. Myndin fjallar að mörgu leyti um viðkvæmt viðfangsefni og segir Jón Atli að þeir hafi alltaf haft það að leið- arljósi að „afskræma ekki viðfangs- efnið“. Hvernig skyldi samstarf Jóns Atla og Róberts hafa komið til? „Við Ró- bert höfum þekkst síðan við vorum unglingar,“ segir Jón Atli, sem fór m.a.s. með lítið hlutverk í Maður eins og ég. Jón Atli segir að á sama tíma og Róbert hafi hafið vinnu við Strák- ana okkar hafi hann verið að ljúka við verk tengt málinu. „Á svipuðum tíma er ég að ljúka við verk, sem er skrifað fyrir leikhús og fjallar um karl- menn,“ segir Jón Atli en verkið er Draugalestin og verður sett upp í byrjun næsta leikárs í Borgarleik- húsinu. Vantar oft eljusemina Hann segir samstarfið hafa gengið vel. „Þetta gekk það vel fyrir sig að við gátum setið með eina fartölvu og bara snúið henni við,“ segir hann. Jón Atli segir að vinna við hand- ritsgerð sé ekki svo ólík hverri ann- arri vinnu. „Þetta var eins og að vera í vinnu einhvers staðar. Við settumst bara niður á morgnana og byrjuðum að skrifa,“ segir hann. „Sama hvað maður er að skrifa þá gengur það mikið út á sjálfsaga. Það er mikið til af frábæru fólki sem hefur frábærar hugmyndir en það vantar bara elju- semina,“ segir hann um handrits- gerðina og ritstörf almennt. Umfjöllunarefnið vakti strax at- hygli Jóns Atla. „Það sem vakti áhuga minn á þessu verkefni var það að Róberti tekst að finna viðfangsefni í samtímanum, sem öðrum yfirsést. Hann virðist vera með puttann á púlsinum. Íslenska þjóðin er dálítið þannig að okkur hættir til að gera landkynningarmyndir þar sem eng- inn má neitt ljótt sjá. Á endanum bú- umst við við því og ætlumst til að út- lendingar sjái myndirnar okkar,“ útskýrir hann og heldur áfram: „Mér finnst sjarmerandi að setja svolítið Breiðholt í þetta. Ég hef engan áhuga á því að gera einhverjar land- kynningarmyndir.“ Jón Atli bætir við að myndir Róberts veiti samfélaginu aðhald „eins og öll list ætti að gera“. Fótbolti hið fullkomna listform „Við lifum á tímum þar sem við skautum dálítið á yfirborðinu,“ segir hann og segir vandamálin leyst í „klukkutíma spjallþætti í sjónvarpi“. Annað sem Jóni Atla fannst heillandi við viðfangsefnið var fót- boltinn. „Fótbolti er hið fullkomna listform og það er ekkert annað sem kemst nálægt honum. Fótbolti er svo fallegur, hann er svo grimmur og ljóðrænn, þú finnur allt í fótbolta,“ segir hann. „Það sem við erum að gera í hand- ritinu er líka að láta leikinn halda áfram utan vallarins,“ segir hann og skýtur inn í að það gefi kost á að hafa mörg sturtuatriði. Jón Atli segir að handritin hafi löngum verið helsti galli íslenskrar kvikmyndagerðar. „Kannski einna helst samræðurnar sem hafa ekki ratað rétta leið,“ segir hann. „Það er alltaf verið að dæma myndir á listrænum forsendum en viðfangsefnið skiptir minna máli. Mér finnst í þessu tilviki viðfangsefn- ið kalla á það að myndin verði gerð,“ segir hann. Stefnt er á að hefja tökur á mynd- inni í ágúst, útskýrir Jón Atli, en seg- ir það háð ákvörðun Kvikmyndamið- stöðvar Íslands. Langar ekki að gera landkynningarmyndir ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Jón Atli Jónasson vill „setja svolítið Breiðholt“ í íslenska kvikmyndagerð. Jón Atli Jónasson er meðhandritshöfundur að nýrri mynd Róberts Douglas Samkynhneigt fótbolta- lið í utandeildinni er við- fangsefni nýrrar kvik- myndar Róberts Douglas. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við Jón Atla Jónasson, meðhöfund handritsins um Strákana okkar. Svona eru karlar … eða hvað? Gísli Hrafn Atlason ráðskona karlahópsins og framhaldsnemi í mannfræði fjallaði um kynlífskaup karla en Gísli hefur rannsakað at- hæfið í Kaupmannahöfn þar sem hann er í námi. Rannsókn Gísla er byggð á viðtölum við vændiskonur sem og þá sem kaupa kynlíf. Hann segir karlmenn sem kaupa kynlíf af vændiskonum jafnan hafa einhverja sögu sem þeir nota sem afsökun fyr- ir kaupunum. „Oft er sagan byggð á hugmyndum um kynþörf karla. Kúnnarnir telja konur ekki hafa mikla kynþörf.“ Erindi Gísla vakti athygli á fund- inum en meðal helstu niðurstaðna hans er sú að „því viðurkenndara HVAÐ er svona merkilegt við það að vera karlmaður? Greinilega heil- margt ef marka má umræður um karlmennsku á samnefndu kvöldi Femínistafélags Íslands sem haldið var á Grandrokk mánudagskvöldið 16. júní. Fundurinn var fyrsti op- inberi viðburðurinn sem karlahópur félagsins stendur fyrir. Þorgerður Einarsdóttir femínisti og fræðikona sagði í upphafsávarpi sínu að karlmenn fái misvísandi skilaboð frá samfélaginu. Annars vegar séu fyrirmyndir þeirra grófar og ofbeldisfullar hetjur á borð við hnefaleikakappann Mike Tyson og hins vegar hinn mjúki maður sem oft er dásamaður. sem vændi er, þeim mun meira verð- ur það“. Hann segir að í Danmörku sé mikið frjálsræði varðandi klám og vændi og fólk þurfi að hafa gríð- arlega mikið fyrir því að hafa ekki klám fyrir augunum. Lokaorð Gísla voru á þessa leið: „Því meiri karl- remba, því meira vændi höfum við í samfélaginu.“ Ofbeldi er ekki karlmennska Félagsfræðingurinn Ingólfur V. Gíslason flutti erindi um tengsl karl- mennsku, ofbeldis og hermennsku. Ingólfur sagði hermenn hvatta til of- beldisverka á grundelli þess að and- stæðingurinn væri „afmennskaður“. Takist að koma því inn hjá ungum drengjum í herþjónustu að óvin- urinn sé af allt öðru sauðahúsi og ólíkur þeim þá sé líklegra að þeir séu tilbúnir að beita ofbeldi. „Öll verstu hryðjuverk karla gegn kon- um eru réttlætt með því að karlar og konur séu ólík, Mars og Venus … karlar eru karlar,“ sagði Ingólfur. Hann bætti við að tengsl karl- mennsku við ofbeldi og kynlíf, sem birtast í mannlegum veruleika og í kvikmyndum, væru beinlínis lífs- hættuleg og þau þurfi að rjúfa. Auglýsingar eru mikill áhrifa- valdur á líf okkar allra og eflaust hugsanahátt. Jóhannes Hólm, nýút- skrifaður grafískur hönnuður frá LHÍ, sagði karlmenn birtast í ýms- um myndum í auglýsingum. Hinn karlmannlegi, stælti karlmaður væri staðalmyndin sem oft væri birt í auglýsingum tískuhúsa á borð við Calvin Klein. En karlinn birtist í fleiri myndum, t.d. í bandarískum sjónvarpsþáttum þar sem aðal- karlpersónan væri í mörgum til- vikum heimsk og klaufaleg, færist flest illa úr hendi en ætti fallega og gáfaða konu til að bæta upp fyrir alla gallana. Í íslenskum auglýs- ingum hefði þessi karlatýpa komið fyrir en nútímalegri mynd hans væri þó orðin algengari. Jóhannes sagðist telja mikilvægt að rýna í auglýs- ingar og fylgjast með því hvaða hlut- verk þær fá kynjunum að fást við. Neðanbeltishúmor karlanna er klisja Að lokum ræddi grínarinn Sig- urjón Kjartansson um húmor og karlmennsku. Hann sagði það vera lífseiga klisju að karlar grínuðust eingöngu neðan beltis. „Það er besta leiðin fyrir þann sem hefur engan húmor að tjá sig með neðanbeltis- húmor.“ Sigurjón sagði kvikmyndir vera mótandi fyrir húmorista. Vitræna unglingamyndin Ferris Bueller’s Day Off hefði til að mynda verið vin- sæl á hans unglingsárum og haft mikil áhrif á hans húmor. Þegar einn gesta í troðfullum salnum spurði Sigurjón að því hvort til væri karlahúmor og kvenna- húmor sagði hann svo ekki vera. „Nei, bara vondur og góður húmor. Við höfum öll húmor, misgóðan samt.“ Að mati Sigurjóns getur þó verið að konur sem eru grínarar séu ófeimnari við að gera grín að eigin vaxtarlagi, gjarnan íturvaxnar kon- ur. Slíkt væri „kvenskur“ húmor sem karlmenn notuðu í minna mæli. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jóhannes Hólm segir birting- armyndir karlmannsins í auglýs- ingum ólíkar. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sigurjón Kjartansson sagði „kvensk- an“ húmor helst felast í því að geta gert grín að eigin vaxtarlagi. Ingólfur V. Gíslason sagði við- stöddum frá hættulegum tengslum ofbeldis, karlmennsku og kynlífs. Fjöldinn allur af fólki vildi fræðast um karlmennsku og efri hæðin á Grandrokk var smekkfull. „Kvenskt“ karl- mennskukvöld eyrun@mbl.is Karlmenn voru í naumum meirihluta á karlmennskukvöldi Femínistafélagsins á dögunum. Eyrún Magnúsdóttir fékk hina bestu skemmtun út úr kvöldinu. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gísli Hrafn Atlason hefur kynnt sér kynlífskaup í Danaveldi og segir að karlremba sé slæm fyrir samfélagið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.