Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐRÆÐUR fulltrúa íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíð varnarsamstarfs landanna byggðust á bréfaskiptum Banda- ríkjaforseta og forsætisráðherra Íslands,“ sagði Marisa Lino, sem fer fyrir bandarísku sendinefnd- inni, að loknum fundi í utanrík- isráðuneytinu við Rauðarárstíg á hádegi í gær. „Við skiptumst á skoðunum um hvernig ætti að halda áfram sam- vinnu okkar í varnarmálum en þó alltaf með grundvallarskuldbind- ingar okkar um varnir Íslands að leiðarljósi,“ sagði Lino. Gunnar Snorri Gunnarsson, for- maður íslensku viðræðunefndar- innar, sagði að næstu skref yrðu ákveðin eftir samráð við forystu- menn ríkisstjórnarinnar. „Þetta voru gagnlegar og vinsamlegar viðræður og við eigum eftir að fara yfir það með forsætisráðherra og utanríkisráðherra betur,“ sagði hann, en vildi ekkert tjá sig um efnisatriði fundarins. Viðræðunefndirnar ræddust við í þrjá og hálfan tíma undir forystu Gunnars og Lino. Aðrir í íslensku viðræðunefndinni voru Helgi Ágústsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, Atli Ásmundsson, blaðafulltrúi utanríkisráðherra, Sturla Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri varnarmálaskrifstofu, Arnór Sigurjónsson, sendifulltrúi utan- ríkisráðuneytisins, Matthías Geir Pálsson, sendiráðsritari og Albert Jónsson frá forsætisráðuneytinu. Í bandarísku sendinefndinni voru auk Lino James I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Ís- landi, Walter Andrusyszyn frá þjóðaröryggisráðinu, Ian Brzez- inski, varaaðstoðarráðherra í bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu, David Johnson, yfirmaður í bandaríska flughernum og Thomas Thompson, næstráðandi Varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Aðrir frá bandaríska sendiráðinu á Ís- landi voru Doria Rosen og Lisa Kierans og frá utanríkisráðuneyt- inu J. Patrick Murray og dr. Mary- ruth Coleman. Komið hefur fram í máli Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra að George W. Bush Banda- ríkjaforseti hafi í bréfi til íslenskra stjórnvalda lýst vilja til að ræða breytt fyrirkomulag varnarmála á Íslandi. Í viðtali við Morgunblaðið 6. júní sl. sagði utanríkisráðherra að þær loftvarnir sem væru á Ís- landi í dag væru lágmarksviðbún- aður. Davíð Oddsson forsætisráð- herra svaraði bréfi Bush 11. júní sl. og lýsti afstöðu íslenskra stjórn- valda. „Við höfum í dag átt gagnleg skoðanaskipti og munum nú ráðg- ast við stjórnvöld okkar áður en ákveðið verður hvernig haldið verður áfram,“ sagði Lino. „Meira ætla ég ekki að segja í bili. Við höf- um átt gagnlegar viðræður og hlökkum til að ákveða hvernig við tökum upp þráðinn að nýju,“ bætti hún við. Spurð um það hvenær næsti fundur færi fram sagði Lino að það hefði ekki verið ákveðið. „Það er ekkert ákveðið með það. Við sjáum bara til,“ sagði Gunnar Snorri þegar hann var spurður um næsta fund viðræðunefndanna. Bíða yrði eftir að málið þróaðist áfram til að vita hvor samningsað- ilinn hefði frumkvæði að því að boða næsta fund. Viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna hófust í gær Varnarskuldbindingar hafðar að leiðarljósi Fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og á Íslandi ræddu í gær afstöðu ríkjanna til umfangs Varnarliðsins á Keflvíkurflugvelli. Viðræðurnar voru sagð- ar vinsamlegar en engin niðurstaða fékkst. Málið er nú á borði forystumanna ríkis- stjórnarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Í viðræðunefnd Bandaríkjanna voru m.a. James I. Gadsden, Marisa Lino, Walter Andrusyszyn og Ian Brzezinski. Morgunblaðið/Júlíus Gunnar Snorri Gunnarsson ráðu- neytisstjóri fór fyrir íslensku nefndinni á fundinum í gær. KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði í ræðu við setningu prestastefnu í gær að kirkjan þyrfti að taka breytingum til þess að tryggja stöðu sína í samfélaginu. Biskup ræddi um niðurstöður könn- unar sem gerð hefur verið um við- horf til kirkjunnar. Hann sagði þær vera alvarlegar ábendingar um stöðu kirkjunnar og að aðgerð- arleysi gæti orðið banamein kirkj- unnar. Á dagkrá prestastefnu er m.a. stefnumótun Þjóðkirkjunnar, end- urskipulagning prestakalla og drög að erindisbréfum presta og djákna. Þátttaka leikmanna ónóg Biskup ræddi um að þátttaka leikmanna væri ónóg innan kirkj- unnar og velti fyrir sér hvernig á því stæði að fólki þætti messuhaldið vera leiðinlegt. Hann varar þó við því að of stór skref séu tekin í þá átt að laga kirkjuhaldið eftir kröfum samtímans og sagði að helgihaldið ætti ekki að vera „skyndibiti eða barnamauk“.Biskupinn ræddi einn- ig um að mörgum virtist sem ekki væri nægum hluta fjármagns kirkj- unnar varið til innra starfs þar sem viðhald og rekstur kirkjubygginga útheimti mikla fjármuni. Í ræðu sinni vék biskup einnig að þeirri afstöðu sem ríkjandi virðist til kirkjunnar í íslensku samfélagi. Hann lýsti áhyggjum af því ekki nema lítill hluti þjóðarinnar taki virkan þátt í safnaðarstarfi og sæki messur. Hann ræddi um að kirkjan ætti að einbeita sér að því að líta á þátttöku fólks í kirkjunni í þremur stigum. Hið fyrsta væri að fólk teldi sig tilheyra kirkjunni, annað að fólk tryði á kennisetningar hennar, og hið þriðja að breytni fólks væri í samræmi við kristna trú og gild- ismat. Hann lýsti áhyggjum sínum af því að þótt á Íslandi væri mikil trúfesti við hefðir kirkjunnar þá áskildu menn sér „algjört frelsi gagnvart trúarsetningum þeirra“. Vettvangur stefnumótunar Prestastefnunni er ætlað að vera vettvangur fyrir stefnumótun ís- lensku kirkjunnar. Biskup taldi upp nokkrar af þeim spurningum sem hann telur að svara þurfi. Meðal þeirra er hvernig styrkja megi „sið- gæðisuppeldi í ljósi þeirrar upp- lausnar siðarins sem við blasi“, hvernig kirkjan geti sýnt bæði stefnufestu og sveigjanleika and- spænis „fálmkenndri leit og sjálf- dæmishyggju“, og einnig velti hann fyrir sér hvernig kirkjan eigi að mæta „framsókn íslam í hinni gömlu, kristnu Evrópu“. „Það er mjög mikill vöxtur í ísl- am í Evrópu en kirkjan er að hopa. Við þurfum að halda vöku okkar gagnvart því. Ég vil minna á þessa staðreynd að út frá trúariðkuninni; í íslam fylla menn moskurnar á hverjum föstudegi en kirkjurnar standa hálftómar. Það er staðreynd sem sker í augun í þessu gamla vígi kristninnar sem Evrópa er. Þetta ætti að vera okkur áminning um að þessi iðkun skiptir máli. Trúin er samfélagsmyndandi afl og það er kristnin ekki í sama mæli nú og hún ætti að vera," sagði biskup í samtali við Morgunblaðið í gær. Kirkjan tali máli samtímans „Hún tekur á sig margvíslegar myndir, af því að hún gengur inn í menninguna og mótar hana innan frá, og sjálfa sig um leið,“ sagði biskup. Karl sagði í samtali við Morgunblaðið að hann árétti að boðberar kristni hafi ætíð lagt mikla áherslu á að ganga inn í menninguna eins og hún er á hverj- um stað. „Hún tekur á sig mynd umhverfisins. Biblían er þýdd á tungumál fólksins. Það er nauðsyn- legt fyrir kirkjuna að tala mál sam- tímans,“ sagði biskup. Hann sagðist síður en svo vera að draga úr íslam en vildi undirstrika mikilvægi þess að kirkjan samlagist menningunni og geti komið skilaboðum sínum áleiðis á þann veg að fólkið skildi hann. Óbreytt ástand yrði banamein kirkjunnar Morgunblaðið/Björn Björnsson Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Sigurður Sigurðarson vígslubiskup við upphaf prestastefnu í gær. BORGARFULLTRÚAR, for- menn fulltrúaráða og formenn framsóknarfélaga í Reykjavík héldu fund í gær. Miklar um- ræður um málefni Reykjavík- urlistans hafa orðið eftir yfir- lýsingu Guðmundar Árna Stefánssonar, þingmann Sam- fylkingar, um að hann teldi að Samfylkingin ætti að bjóða alls staðar fram undir eigin merkj- um í næstu sveitarstjórnar- kosningum. Alfreð Þorsteins- son, oddviti framsóknarmanna í borgarstjórn, segir að þessi mál hafi verið rædd á fundinum í gær: „Það var ekki gerð nein samþykkt á þessum fundi en menn voru einhuga um að halda Reykjavíkurlistasam- starfinu áfram. Fundarmenn lýstu yfir ánægju með störf Reykjavíkurlistans og þá ekki síður nýja borgarstjórans, Þór- ólfs Árnasonar.“ Hann segir að jafnframt hafi yfirlýsingarnar á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar ver- ið harmaðar. Alfreð segir að hver flokkur hafi rétt til að ákveða hvernig hann hagar sín- um framboðsmálum en að þrjú ár væru til næstu kosninga og ótímabært að kveða upp úr með framhaldið. Borgarfulltrúar meirihlutans hittust á fundi í gærmorgun til þess að undirbúa borgarráðs- fund sem haldinn verður í dag. Þá verður haldinn fundur ann- að kvöld þar sem borgarfulltrú- ar Reykjavíkurlistans munu fara yfir ýmis mál. Að sögn Al- freðs er langt síðan að boðað var til þess fundar. Hann segir að á þessum fundi gefist færi á að ræða ýmis mál varðandi samstarfið. „Það er ekki ólíklegt að þessi mál sem hafa verið í umræðunni undanfarna daga verði rædd þar en borgarfulltrúar Reykja- víkurlistans voru sammála um það í morgun að taka ekki þátt í frekari umræðum um þetta. Þeir töldu að þetta væri að baki og stefna bara á framtíðina.“ Einhugur um R-lista- samstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.