Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 25 þessum ð þar sem er von,“ mur árum áherslum ví að færa slu tilbú- er mark- ðum vexti árum og uni vaxa m,“ segir arútvegs- rmunaliði æpar 500 að sögn gerum við framlegð rri í ár en ölu á sjáv- stendur æki á ört vaxandi markaði,“ segir Ágúst. Aðspurður hvers vegna Bakka- vör haldi eftir 19% hlut í sjávarút- vegshlutanum með eignaraðild að Fram Food segir Ágúst að mikil- vægt sé að eiga áfram hlut í sjáv- arútvegshlutanum þrátt fyrir að vöxturinn þar sé mun hægari en í þeirri starfsemi sem nú er innan Bakkavör Group. „Það er mikil- vægt að Bakkavör sé áfram þátt- takandi í þessum rekstri með ein- um eða öðrum hætti. Ég held að í fyrsta lagi þá sé um góðan samning að ræða fyrir bæði kaupendur og seljendur. Í öðru lagi held ég að það sé afar mikilvægt fyrir Fram Foods að þau tengsl sem við höfum skap- að í gegnum tíðina rofni ekki.“ Eðlilegt framhald á breyttum áherslum Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavör Group, segir söluna vera eðlilegt framhald á breyttum áherslum hjá félaginu. Nú sé félag- ið að selja frá sér þann hluta sem fyrirtækið byrjaði í fyrir sautján árum og í raun hættir allri fram- leiðslu á Íslandi. „Bakkavör Group er íslenskt félag og skráð í Kaup- höll Íslands. Hluthafar eru að stórum hluta íslenskir og félagið er að miklu leyti fjármagnað á Íslandi. Þannig að arðurinn kemur til Ís- lands. Þetta er í raun svipað og með flest stór, íslensk matvælafyrir- tæki, og þá aðallega í sjávarútvegi, að tekjurnar koma að mestu er- lendis frá,“ segir Lýður. Spurður um skráningu á erlend- um hlutabréfamarkaði segir hann að Bakkavör uppfylli vel skilyrði fyrir skráningu á breskum markaði en hins vegar séu aðstæður á er- lendum hlutabréfamörkuðum ekki nægjanlega góðar og því skráning erlendis ekki góður kostur. „Eins er fjárhagsstaða félagsins það góð að það þarf ekki að sækja á erlend- an hlutabréfamarkað eftir fé.“ Lýður segir að starfsemin í Bret- landi gangi mjög vel og sé góður stökkpallur fyrir frekari landvinn- inga í framleiðslu kældra rétta. Vörulína fyrirtækisins sé mjög góð og sú sem allir sem eru í svipaðri framleiðslu vilji vera í. „Nú er stefnan að byggja utan um þessa starfsemi okkar án þess að setja okkur nein tímamörk í því sam- bandi,“ segir Lýður. Hann segir hins vegar ljóst að Bakkavör muni leita eftir tækifær- um annars staðar og þá ekki aðeins með innri vexti. Enda hafi eigendur félagsins trú á því að nú séu tæki- færi til frekari fjárfestinga fyrir Bakkavör erlendis. Tilraunir á þýska markaðnum Bakkavör hóf nýverið, í sam- starfi við stærstu matvörukeðju í Þýskalandi, tilraun með framleiðslu tilbúinna, kældra rétta í Þýskalandi sem gekk út á það að framleiða þær 22 vörutegundir sem eru fram- leiddar nú í Bretlandi fyrir Þýska- landsmarkað á heimamarkaði. Ágúst segir að um tilraun sé að ræða sem felist í því að greina markaðinn og hvort grundvöllur er fyrir framleiðslu í Þýskalandi. Mun samstarfið standa fram á haust þegar árangurinn verður endur- metinn. Hann segir að salan sé ekki mjög mikil eða um 50–60 þúsund pund á viku en gefi samt ágæt fyr- irheit um framhaldið. Gengið hækkar um 8,1% Markaðurinn tók fréttum af söl- unni til Fram Foods vel í gær og hækkaði Bakkavör Group um 8,1% í Kauphöll Íslands í 200 milljóna króna viðskiptum. Lokaverð félags- ins var 14,70. Í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðarbanka kemur fram að há sjóðstaða Bakkavarar veki upp spurningar um hvaða fjárfestingar félagið hafi í hyggju en ljóst sé að svigrúmið til að kaupa fyrirtæki í sambærilegum rekstri sé nú orðið talsvert. Í útboðslýsingu Bakkavarar vegna kaupanna á Katsouris Fresh Foods kom fram, samkvæmt hálf fimm fréttum, að helstu samkeppn- isaðilar félagsins á Bretlandi væru Geest (markaðsvirði 348 milljónir punda), Northern Foods (m.v. 859 m. punda), Uniq (mv. 208 m. punda) og WT Foods (óskráð félag). „Erf- itt er að segja til um hvaða önnur félög gætu verið undir smásjánni hjá Bakkavör, en fjöldi óskráðra fé- laga af öllum stærðum er til í svip- aðri starfsemi og Bakkavör,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Kaup- þings Búnaðarbanka. n, stjórn- ds, og stjóri ug- i fyrst emur gt fram nir Ágúst arað með mjög til er frá- ammála rfa á sjáv- ekari með rútveg- ð þekkj- u sér leik - r. magna ki kaupin i sé agsins né i þess á hverjum ði lokað u ekki kandi m heldur beita sér rinum sé hægt m starfs- þess að um stöð- ngar nni á Ís- landi. Þar verði höfðuðstöðvar Fram Foods og fyrirtækinu stýrt héðan þannig að aukin áhersla verði lögð á Ísland. Halldór og Hilmar segja að þar sem fyrirtækið sé með fram- leiðslu; á Íslandi, Frakklandi og Svíþjóð, verði starfsemin óbreytt og eins verði skrifstofan áfram rekin í Chile. Aftur á móti gætu orðið einhverjar breytingar á söluskrifstofum sem nú eru í Finnlandi, Dan- mörku og Þýskalandi. Sagan á bak við nafnið Nafnið Fram Foods er hugsað sem tenging milli norður- og suðurhvels. En Fram var nafn á skipi sem var frægt fyrir það að sigla á Norðurpólinn og Suð- urpólinn. Því má segja að nafnið sé skírskotun til þess sem og að hugur eigenda stefnir fram á við. Áformuð kaup Fram Foods hf. á dótturfélögum Bakkavör Group eru gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleika- kannana en áætlaður yf- irtökudagur er 30. júní nk. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf. sem veitir ráðgjöf og annast fjármögnun vegna viðskiptanna. rútvegshluta Bakkavör Group stefnir að ti erlendis Morgunblaðið/Sverrir narformaður Fram Foods, Lýður Guðmundsson, Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakka- eirsson, forstjóri Fram Foods, kynntu fyrir fjár- shluta Bakkavarar til Fram Foods í gær. guna@mbl.is efnumarkandi ar á döfinni BARÁTTA gegn verslunmeð konur – bestu leiðirn-ar á Evrópuvettvangi“var yfirskrift málstofu sem Stígamót stóðu fyrir á Nordica hóteli í gær. Málstofan var haldin í tilefni af fundi evrópskra sérfræð- inga um vændi og verslun með kon- ur. Stígamót eru, ásamt um það bil 50 öðrum kvennasamtökum, í sam- tökum sem heita „European Net- work against Trafficking in Women for sexual exploitation (ENATW)“, Evrópusamtök gegn verslun með konur. Samtökin sameina þannig evrópskar hreyfingar, hópa og félög sem vinna gegn vændi og verslun með konur en Evrópusamtökin hafa styrkt þetta verkefni. Til málstofunnar komu sérfræð- ingar í málefnum sem snúa að man- sali (trafficking) frá tíu Evrópulönd- um og fluttu erindi. Á málstofunni kom fram einlægur vilji til samvinnu við önnur lönd en það er augljóst að löndin hafa mis- munandi sögur að segja og geta lært hvert af öðru. Að því er kom fram í máli Sophie Wirtz Jekeler, frá Belgíu, er mikil- vægt að hvert land kynni sér hug- myndir annarra landa og taki svo til sín það sem passar hverju samfélagi. „Í Belgíu höfum við mjög góðan lagalegan ramma hvað varðar man- sal. Hins vegar er margt sem má bæta. Það er nauðsynlegt að búa vel að konum sem hafa verið í vændi. Það þarf að bjóða upp á samfélags- legar lausnir þannig að konurnar geti byggt upp eigið líf, fengið vinnu og orðið virkir þjóðfélagsþegnar. Það þýðir ekki að gefa þeim bara ákveðna fjárhæð heldur þarf að að- stoða þær frá grunni,“ segir Jekeler. Gunnilla Ekberg, frá Svíþjóð, sagði frá hvernig „sænsku lögin“ hafa virkað. Í Svíþjóð er því þannig háttað að kaupandi vændis er sekur en ekki vændiskonan. Að sögn Gunnillu hafa lögin virkað vel í alla staði. Nú sé það orðið aðeins erfiðara að kaupa sér vændisþjónustu og að í kringum 80% Svía séu sáttir við lög- in. Aðferðirnar minna á fangabúðir Ragnhild Forså, frá Noregi, ræddi stöðu mála þar í landi. Kom fram hjá henni að í öllum lögreglu- umdæmum er heimilisofbeldis- fulltrúi sem tekur að sér öll mál í þeim málaflokki. Þá eru einnig nýleg lög í Noregi sem banna opinberum starfsmönnum að kaupa sér kynlífs- þjónustu á opinberum ferðalögum. Mata Kaloudaki, frá Grikklandi, lýsti yfir áhyggjum af því að borg- aryfirvöld Aþenu hafa lagt til að fjölga þurfi vændishúsum úr 200 í 230 áður en Ólympíuleikarnir 2004 fara fram þar í borg. Í hennar máli kom einnig fram að í Grikklandi er mansal vaxandi vandamál enda mik- ið um ferðamannastaði. „Aðferðirn- ar sem dólgarnir beita minna á fangabúðir. Hópnauðganir, ofbeldi, hungur, raflost og hýðingar. Konur eru jafnvel múraðar inni. Konurnar eru fangar og eiga að þjóna allt að 50 viðskiptavinum á dag. Ef konan get- ur ekki staðið undir því er hún seld til einhvers annars,“ sagði Kalou- daki. Hún vakti jafnframt athygli á því að aldur kvenna sem byrja í vændi er mjög misjafn en nær allt niður í 13 ár. Evrópsk ráðstefna um mansal Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Löndin geta lært hvert af öðru LOUISE EEK, sænskur blaða- maður og rithöf- undur, var á meðal þeirra sem töluðu á málstofunni „Barátta gegn verslun með konur – bestu leiðirnar á Evr- ópuvettvangi“ sem haldin var á Nordica Hóteli í gær. Louise er fyrrverandi vændiskona og hefur gefið út bók um eigin reynslu. „Vændi er „graftarkýli sam- félagsins“. Konur eru ginntar með ýmsum tilboðum sem standast aldr- ei. Það gleymist alltaf að segja frá að það er ekki skemmtilegt að selja sig fimm körlum á hverjum degi. Körlum sem þær vita ekkert um. Konan þarf að fylgja handriti kaupandans. Kynfrelsi hennar er ekkert, hún leikur bara hlutverk,“ segir Louise. Louise lítur ekki á vændisiðn- aðinn sem frjálst val eða sem at- vinnumöguleika. Hún bendir á að konur sem stundi vændi séu að flýja fortíðina en alls ekki að opna fyrir nýjum möguleikum. „Kona sem selur líkama sinn þarf að að- skilja líkama og tilfinningar. Jafn- vel þó þú fáir alla peningana í eigin hendur, sem sjaldnast er, og jafnvel þó þú afberir vændið í ákveðinn tíma, þá kemur sá dagur að reynsl- an tekur sinn toll. Dagurinn sem þér finnst þú skítug, dagurinn sem þú skrúbbar kynfærin þar til þér blæðir.“ Peningar sem enginn vill eiga Louise bætir við að þeir pen- ingar sem vændiskonur þéna séu peningar sem þær eyða strax. Pen- ingar sem enginn vill eiga. „Ég hef unnið með ólíkum kon- um, frá ólíkum löndum, með ólíkan bakgrunn. En þær höfðu allar ör- yggisleysi í farteskinu. Stúlkur sem höfðu verið yfirgefnar, vanræktar, misnotaðar. Þér kann að virðast þetta vera einfalt líf. Vændiskonan virkar sjálfstæð sem gerir það sem hún vill. En þú sérð hana ekki þeg- ar hún liggur og æpir, sérð hana ekki þegar hún þvær á sér kynfær- in, þú sérð hana ekki þegar hún fremur sjálfsmorð,“ segir Louise. Louise bendir á að klámiðnaður- inn sé búinn til af körlum og fyrir karla. Hagsmunir kvenna innan hans séu engir og staða þeirra því augljós: Líkamar til sölu. Öryggis- leysi í far- teskinu Louise Eek Íslandi tengd netinu, mennt- unarstig er hátt, meðalaldur hár og kynjajafnrétti til fyrirmyndar. Meginmarkmið Sameinuðu þjóð- anna eru heimsfriður og mannrétt- indi og það næst aldrei nema staða barna í heiminum verði bætt til muna,“ segir Woodhouse. Meðal helstu forgangsverkefna Barnahjálpar SÞ er baráttan við al- næmi og barnadauða en talið er að um 10 milljónir barna í heiminum deyi fyrir fimm ára aldur. „Níu af þessum tíu milljónum barna væri hægt að bjarga,“ segir Woodhouse. Á Íslandi hefur verið mynduð sjö manna stjórn, auk tveggja vara- manna, sem mun vinna að mál- efnum íslensku landsnefndarinnar en helstu verkefnin eru að kynna samtökin, vekja fólk til umhugs- unar um stöðu barna í heiminum og fá almenning og fyrirtæki til að gerast styrktaraðilar. Í stjórninni sitja margir þjóð- kunnir Íslendingar og formaður er Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra. Aðrir í stjórninni eru: Þórunn Sigurðardóttir, Matthías Johannessen, Eva María Jóns- dóttir, Þóra Guðmundsdóttir og Björgólfur Guðmundsson. Auk þess mun Félag háskólakvenna hafa einn fulltrúa í stjórninni en í 40 ár hafa þær selt jólakort til styrkt- ar Barnahjálp SÞ. Varamenn stjórnarinnar eru Friðrik Pálsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Í GÆR var formlega sam- þykkt að hefja undirbúning að stofnun íslenskrar lands- nefndar Barnahjálpar Sam- einuðu Þjóðanna (UNICEF). Að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, verðandi framkvæmdastjóra nefnd- arinnar, kviknaði hugmyndin um þessa stofnun í nóvember og reikn- að er með að samtökin verði form- lega stofnuð í haust. Barnahjálp SÞ er rekin með frjálsum framlögum ríkisstjórna, fyrirtækja og einstaklinga og rekur starfsemi út um allan heim. Stephen J. Woodhouse, Evrópu- framkvæmdastjóri Barnahjálpar SÞ, og Ken Maskall, aðstoð- armaður hans, komu til Íslands til að hitta helstu hvatamenn stofn- unar landsskrifstofunnar. Að sögn Woodhouse er mikilvægt að al- menningur geri sér grein fyrir stöðu barna í heiminum og hvers vegna sé þörf á samtökum sem þessum. „Við viljum að allur heimurinn verði eins og Ísland er núna. Það er ekki langt síðan Ísland var fátækt land. Núna eru næstum öll börn á Standandi eru Einar Benediktsson og Stefán Ingi Stefánsson og fyrir framan þá sitja Stephen J. Wood- house og Ken Maskall. Íslensk landsnefnd Barna- hjálpar SÞ undirbúin Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.