Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ENN eru rólegheit á bökkum lax-
ánna, en þó voru menn nokkuð
sáttir við opnun Vatnsdalsár um
helgina. Fjórir laxar komu á land
og nokkrir tóku en sluppu, að
sögn Péturs Péturssonar, leigu-
taka árinnar. Voru þetta bæði
smálaxar og vænir fiskar, allt að
16 punda og voru að veiðast um
alla á.
Gljúfurá í Borgarfirði var einnig
opnuð um helgina, en þar sást
enginn lax og vatnshæð þótti
óheyrilega lág, að sögn Stefáns
Halls Jónssonar, formanns ár-
nefndar Gljúfurár. Það var líflegt
á fjórða svæði Stóru-Laxár í
Hreppum þegar opnað var á dög-
unum. Að því er fram kemur á
heimasíðu SVFR sást lax víða í
ánni og var mikil ferð á fiskinum.
Innan um tveggja ára laxinn var
smálax sem gefur góð fyrirheit um
framtíðina. Alls veiddust sjö laxar,
flestir um 10 pund, sá minnsti sex
og sá stærsti tólf pund. Þá settu
veiðimenn í tvo laxa, annan um 18
punda og hinn litlu minni, en þeir
sluppu báðir eftir harða baráttu.
Tröll í Brúarhyl
Pétur Pétursson, leigutaki
Vatnsdalsár, sagði að mikill hiti og
sól í Vatnsdalnum kæmu í veg fyr-
ir að nýir fiskar færðu sig úr neðri
ánni í gegnum Flóðið og upp á efri
svæðin. Þannig hefðu fimm óvana-
lega stórir laxar, allir um og yfir
20 pund og sá stærsti ekki langt
frá 30 pundum, verið að sveima
órólegir í hitanum að undanförnu
og væri það mögnuð sjón að sjá.
Fyrsta hollið í Víðidalsá endaði
með tíu laxa, þar af fimm síðasta
morguninn, og veiddust þeir allir
við Gömlu brú. Lítið er hins vegar
að frétta úr Laxá á Ásum.
Síðasta holl í Norðurá fékk að-
eins tíu laxa og er áin orðin afar
vatnslítil. Á sama tíma eru menn
að reita vel upp í Straumunum þar
sem Norðurá fellur í Hvítá. Þegar
vatnsleysi herjar á bergvatnsárnar
safnast laxinn iðulega fyrir í
Straumunum. Þar hafa veiðst að
minnsta kosti fjórtán laxar síðustu
sex daga á aðeins tvær stangir og
er mest af því lúsugur smálax.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Viðunandi
opnun í
Vatnsdalnum
SAMÞYKKT var í borgarstjórn sl.
fimmtudag að breyta samþykktum
borgarinnar um hverfisráð þannig
að fundum með íbúum verði fækkað
úr fjórum á ári í einn. Stofnað var til
átta hverfisráða á höfuðborgarsvæð-
inu á borgarstjórnarfundi 21. febr-
úar árið 2002. Skömmu eftir sveit-
arstjórnarkosningar sama ár kaus
borgarstjórn fulltrúa í ráðin. Gert er
ráð fyrir að hverfum verði fjölgað úr
átta í níu og opnum fundum fækkað
úr fjórum í einn.
Þrátt fyrir að ársgömul samþykkt
borgarstjórnar kveði á um að hvert
hverfisráð haldi fjóra fundi á ári hef-
ur aðeins eitt félag haldið tvo slíka
fundi, fjögur hafa haldið einn en þrjú
hverfisráðanna hafa engan íbúafund
haldið.
Samþykkt um hverfisráð
verði breytt
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins, segir að
þessum hverfisráðum hefði verið
haldið hátt á lofti af frambjóðendum
Reykjavíkurlistans í síðustu borgar-
stjórnarkosningum sem hluta af
hugmyndum um svonefnd íbúalýð-
ræði. Vilhjálmur telur að ákvörðun
meirihlutans endurspegli það að
hverfisráðin hafi skort skýran
starfsramma og stuðning frá stjórn-
sýslu borgarinnar. „Það sem þarna
er að gerast er einfaldlega það sem
var í raun og veru sjálfgert. R-listinn
gefst upp á því að framfylgja þessari
stefnu sinni. Ráðin hafa verið ákaf-
lega umkomulaus og fengið lítinn
stuðning í stjórnsýslu borgarinnar
og starfsrammi þeira er mjög
óskýr,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, oddviti sjálfstæðis-
manna.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi R-listans og formaður stjórn-
kerfisnefndar Reykjavíkurborgar,
segir að þörfin fyrir ársfjórðungs-
lega fundi hafi ekki alls staðar verið
fyrir hendi.
Samráð á öðrum vettvangi
„Það var þverpólitísk samstaða að
fenginni þessari eins árs reynslu að
það væri óeðlilegt að gera kröfu um
opna ársfjórðungslega fundi ef engin
tilefni væru til. Það hefur komið ein-
róma ósk frá meirihluta og minni-
hluta, sérstaklega úr gömlu og grónu
hverfunum, að þetta séu kannski
óþarflega stífar kröfur. Menn vilja
náttúrlega ekki grafa undan trú-
verðugleika ráðanna með því að
halda fundi sem fjalla um lítil efni og
verða því fámennir.“ Dagur bendir á
að í sumum hverfum þar sem ekki
hafa verið haldnir opnir fundir hafi
verið annars konar samráðsvett-
vangur. Hann segir að borgin vinni
nú að verkefni þar sem réttur íbúa til
að kalla eftir fundum með borgaryf-
irvöldum verði mótaður.
Opnum fundum í
hverfisráðum fækkað
Til stóð að haldn-
ir yrðu 32 fundir
á árinu. Aðeins
sex voru haldnir
BORIÐ hefur á óánægju starfs-
manna verktakafyrirtækja við Kára-
hnjúkavirkjun með kjaramál og
hvíldartíma. Trúnaðarmaður á veg-
um samningsaðila starfar nú á virkj-
unarsvæðinu og leitar lausna. Er
það yfirtrúnaðarmaður landssam-
banda verkalýðs- og stéttarfélaga
annars vegar og Impregilo og Sam-
taka atvinnulífsins hins vegar, en
Impregilo hefur gert samning við
samtökin um að fara með samnings-
mál við starfsmenn.
Aðalbjörn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Afls, starfsgreina-
félags Austurlands, segir að verið sé
að ráða fólk inn á virkjunarsvæðið
um þessar mundir og fái það upplýs-
ingar um að greidd verði lágmarks-
laun skv. töxtum. Af því spretti að
hluta til þessar sögusagnir um
launakjör.
Taxtar segja ekki
nema hluta af sögunni
„Málið er að það er ekki búið að
ganga frá vaktakerfinu, en þar eru
inni hlutir eins og afkastahvetjandi
kerfi og álögur fyrir t.d. vinnu í jarð-
göngunum eða á ákveðnum tækjum,
sem hækka launin,“ segir Aðalbjörn.
„Þegar verið er að tala um taxta, þá
segja þeir ekki nema hluta af sög-
unni. Vandinn er sá að þangað til bú-
ið er að ganga frá því með hvaða
vaktafyrirkomulagi verður unnið,
veit maður í raun ekki hver laun
þessara manna verða. Hér er verið
fara af stað með risaverkefni og
menn eru á hvolfi við að koma sér í
gang með það og þetta er bara eitt af
þeim málum sem þeir hafa ekki náð
að klára. Það má segja að það sé
bagalegt og sérstakar aðstæður sem
hafi skapast vegna þess. En nú er yf-
irtrúnaðarmaður á svæðinu og sér
um að gæta hagsmuna allra sem hlut
eiga að máli. Hann mun líta eftir því
að borgað sé eftir samningum og allt
fari samkvæmt lögum og leik-
reglum. Þegar fram líða stundir
verða væntanlega fleiri en þessi eini
maður sem sjá um það,“ segir Að-
albjörn.
Hafa þeir sem komnir eru til
starfa ekki undirritaða samninga?
„Jú, það er verið að ganga frá
þeim þessa dagana og það á allt að
vera í lagi, en eftir er að ljúka
ákveðnum hlutum. Kjörin verða að
einhverju leyti öðruvísi heldur en
gerist og gengur, en hvernig er erf-
itt um að segja.“
Því hefur verið fleygt að launakjör
verði mismunandi eftir því hvort um
er að ræða Íslendinga eða útlend-
inga.
Aðalbjörn segir það fjarri sanni.
„Kjaramálin munu ekki verða al-
mennilega skýr fyrr en líður á sum-
arið. Það er eðlilegt að það sé eitt-
hvað sem kemur upp á á fyrstu
stigum. Ef við höldum áfram að
heyra óánægjuraddir og sjáum ekk-
ert gerast í launamálum þá munum
við skoða það nánar. Þangað til held
ég að við verðum að gefa þessum að-
ilum tíma til að ganga frá málum.
Staðreyndin er sú að menn eru önn-
um kafnir við að vinna úr þeim
ágreiningi sem er í gangi af fullum
skilningi og heilindum,“ segir Aðal-
björn að lokum.
Um 150 starfsmenn starfa nú við
framkvæmdirnar og mun fjöldi
þeirra aukast í eitt þúsund manns
þegar þær verða sem mestar. Bæði
íslenskir og erlendir starfsmenn
vinna undir íslenskri vinnulöggjöf og
eftir virkjunarsamningi Landsvirkj-
unar frá árinu 2000.
Vilja verkfræðinga
utan EES
Impregilo vill ráða verkfræðinga
frá löndum utan evrópska efnahags-
svæðisins. Verkfræðingar eru nokk-
uð uggandi um sinn hag gagnvart
Impregilo, en fyrirtækið hefur sótt
um atvinnuleyfi fyrir verkfræðinga
utan evrópska efnahagssvæðisins
vegna Kárahnjúkavirkjunar. Im-
pregilo er frjálst að ráða verkfræð-
inga til Íslands frá evrópska efna-
hagssvæðinu án atvinnuleyfa.
Vinnumálastofnun tekur ákvörð-
un um hvort atvinnuleyfi er veitt, að
fenginni umsögn frá Stéttarfélagi
verkfræðinga. Framkvæmdastjóri
þess, Árni Björnsson, segir einsýnt
samkvæmt gögnum, að þessir verk-
fræðingar, sem koma eigi frá Suður-
Ameríku og Kína, muni fá lægri laun
en íslenskir starfsbræður þeirra fá
fyrir sambærilega vinnu. Hann telur
afleitt að ekki sé leitað til íslenskra
verkfræðinga. Hefur stéttarfélagið
afgreitt tvö erindi frá Vinnumála-
stofnun þessa efnis með því að leggj-
ast á móti ráðningu hinna erlendu
verkfræðinga. Atvinnuleysi er nú í
verkfræðingastétt vegna aukins
samdráttar, aðallega í tölvugeiran-
um, en einnig mun vera hörgull á at-
vinnu meðal byggingaverkfræðinga.
Kurr í starfsmönnum hjá verktakafyrirtækjum við Kárahnjúkavirkjun
Unnið að því að ganga frá
launum og vaktaskipulagi
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Um 150 manns vinna nú við Kárahnjúka en þeir verða 1.000 áður en langt um líður.
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ALÞJÓÐASAMTÖK lyfjafræðinga
og Norrænu lyfjafræðingasamtökin
hafa sent heilbrigðisráðherra bréf
þar sem lýst er áhyggjum af ráðn-
ingu viðskiptafræðings í stöðu sviðs-
stjóra lyfjasviðs Landspítala há-
skólasjúkrahúss.
Lyfjafræðingafélag Íslands telur
að með ráðningu viðskiptafræðings
en ekki lyfjafræðings í starfið hafi
verið brotið gegn 34. grein lyfjalaga.
Félagið sendi ráðherra erindi um
málið í vor og einnig ríkissaksóknara
þar sem óskað var eftir rannsókn á
því hvort LSH hafi brotið lög. Í bréf-
inu er bent á að um nokkurra ára
skeið hafi einkahlutafélagið Sjúkra-
húsapótekið ehf. séð um lyfjamál
LSH, en deild lyfjamála undir stjórn
lyfjafræðings hafi haft umsjón með
lyfjamálum af hálfu spítalans. Breyt-
ing hafi orðið á þessu 1. apríl sl. er
lyfjasvið LSH tók við verkefnum
deildar lyfjamála og Sjúkrahúsapó-
teksins ehf. Framkvæmdastjóri apó-
teksins var valinn sviðsstjóri og
bendir Lyfjafræðingafélag Íslands á
að hann sé ekki menntaður lyfja-
fræðingur og uppfylli því ekki skil-
yrði 2. málsgreinar 34. greinar lyfja-
laga.
Vilja sjá ákvörðun breytt
Ingunn Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lyfjafræðingafélags
Íslands, segir að lyfjafræðingar hér
á landi sem annars staðar hafi miklar
áhyggjur af stöðu mála. „Alþjóða-
samtökin og norrænu samtökin telja
það sem hér hefur gerst ekki til eft-
irbreytni og myndu vilja sjá þessari
ákvörðun breytt vegna þess að það
er alveg klárt mál að það er lyfja-
fræðiþekking sem myndi nýtast
langbest til að stjórna þessu sviði.
Það myndi sjálfsagt ekkert skaða að
einhver fjármálaþekking kæmi þar
til viðbótar. En grunnurinn í að
stjórna lyfjasviði hlýtur að vera
lyfjafræðiþekking.“ Ingunn segir að
enn hafi ekki fengist nein svör frá
heilbrigðisráðuneytinu varðandi
ráðninguna. Ríkissaksóknari sendi
ráðuneytinu fyrirspurn um hvort
það teldi fyrirkomulag ráðningarinn-
ar löglegt. „Ráðuneytið hefur mér
vitanlega ekki tekið afstöðu til þess
enn þá,“ segir Ingunn.
Lýsa áhyggjum vegna
ráðningar sviðsstjóra
Ekki tal-
ið til eft-
irbreytni