Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.06.2003, Blaðsíða 42
Morgunblaðið/Jim Smart Hin færeyska Eivör Pálsdóttir mun leika með hljómsveitinni Þeim þremur í kvöld. SÍMANUM er svarað og í bak- grunni heyrist leikið á hljóðfæri. Karlmaður svarar og segir að Eivör komi í símann rétt strax. Áður en hljóðfærin þagna er Eivör komin í símann og syngur: „Hver er þa-a- að?“ Það er í anda Eivarar Pálsdóttur, enda sísyngjandi. Þessi færeyski söngfugl hefur búið á Íslandi í hálft annað ár og spilað fyrir landsmenn við ýmis tækifæri – tók jafnvel þátt í forkeppni Evróvisjón. Í kvöld mun hún halda tónleika með bandi sínu, Þeim þremur, á Kaffileikhúsinu en Þeir þrír eru Pétur Grétarsson, Eð- varð Lárusson og Birgir Bragason. Eivör kynntist þeim fljótlega eft- ir að hún fluttist til Íslands: „Mig langaði að búa til tónlist og hafa einhvern til að spila með mér. Ég hringdi bara í Pétur því ég hafði heyrt mikið um hann. Við kynnt- umst og hann þekkti Eðvarð og Birgi svo við bjuggum bara til band,“ segir Eivör og bætir við að allt hafi gengið vel og hún sé ánægð með afraksturinn. Þau hafa spilað hér og þar og eru að undirbúa upptökur á plötu en ætlunin er að taka hana upp í Nor- egi og hefjast upptökur seinna í mánuðinum. Eivör hefur ekki setið auðum höndum undanfarið og hélt síðast tónleika í Svíþjóð, Færeyjum og á djasshátíð í Bandaríkjunum. Eivör segir lögin á nýju plötunni verða í anda þess sem þau hafa ver- ið að gera á tónleikum undanfarið: „Þetta eru lög og textar eftir mig í hálfgerðum þjóðlagaanda. Það er erfitt að útskýra það nánar því þetta er með öðrum áherslum, allt frá djassi til rokks.“ Textarnir eru á færeysku. „Það tók mig nokkurn tíma að taka loka- ákvörðun um það. Ég ætlaði upp- haflega að þýða allt á íslensku en sýndist það vera flottara að syngja á mínu eigin móðurmáli. Ég held líka að Íslendingar skilji færeysk- una ágætlega,“ segir hún. „Fólk heldur alltaf að maður þurfi að syngja á ensku, en það er bara ekki rétt,“ heldur hún áfram og bendir á að hún hafi sungið við góðar undirtektir á færeyskri tón- listarhátíð sem haldin var í Banda- ríkjunum á dögunum. Eivör skellihlær þegar blaðamað- ur ýjar að því við hana að Íslend- ingar séu farnir að eigna sér hana en hún segir vel mögulegt að hún muni ílengjast hérna: „Mér líður af- skaplega vel hér og ætla að vera á Íslandi í einhvern tíma í viðbót.“ Framundan er þéttskipað sumar, tónleikar hér og þar um landið, og jafnvel fyrir utan landsteinana: „Við erum að spila á nokkrum há- tíðum og viðburðum, á Íslandi og í Færeyjum líka, jafnvel víðar um Norðurlöndin.“ Eivör Pálsdóttir heldur tónleika með Þeim Hitað upp fyrir nýja plötu Í kvöld má heyra Eivöru spila með Þeim þremur í Kaffileikhúsinu og hefjast tónleikarnir kl. 21.00. þremur á Kaffileikhúsinu í kvöld 42 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! 2 vik ur á top pnum í USA ! Sýnd kl. 10. B.i. 12. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 10.15. B.i. 12 2 vik ur á to ppnu m í US A! Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 8.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd!  HJ MBL  SV DV  X-ið 977  Kvikmyndir.com kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. FORSÝN. ÞRI. 24/6 miðav. 1.500 ÖRFÁ SÆTI FORSÝN. MIÐ. 25/6 miðav. 1.500 UPPSELT FRUMSÝN. FIM. 26/6 - KL. 20.00 UPPSELT 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 ÖRFÁ SÆTI LAUS ALLT er nú reynt í henni Holly- wood og verður tilraun nokkurra óskyldra aðila til að búa til framhald við hina vinsælu gamanmynd Far- relly-bræðra, Dumb and Dumber eða Heimskur, heimskari, að teljast einstaklega upplitsdjörf. Í framhald- inu, Heimskur, heimskarari: Þegar Harry hitti Lloyd, koma uppruna- legir leikarar, leikstjórar og hand- ritshöfundar nefnilega hvergi nærri. Þar er horfið aftur í tímann og stað- an tekin á hinum vitgrönnu söguper- sónum Farrelly-bræðra, þeim Harry Dunne og Lloyd Christmas, þegar þeir eru viðkvæmar unglingssálir og rétt að hefja nám í gaggó. Í stað þeirra Jim Carrey og Jeff Daniels eru nú komnir tveir óþekktir leik- arar, þeir Eric Christian Olsen og Derek Richardson, í hlutverk hinna barnungu Lloyd og Harry og eru þeir svo áþekkir upprunalegu per- sónunum að rýna þarf vel í kynning- arveggspjald myndarinnar til að sjá muninn. Með framhaldinu er hins vegar verið að eiga við viðkvæma helgi- mynd í hugum margra, því þeir sem eru hrifnir af Heimskur, heimskari á annað borð, eru flestir harðir aðdá- endur og eflaust strangir á saman- burðinum við forverana. En þrátt fyrir allt tekst leikstjóranum Troy Miller og handritshöfundinum ágæt- lega til með endursköpun þeirra Harrys og Lloyds sem Carrey og Daniels túlkuðu svo eftirminnilega um árið. Skemmtilegasti eiginleiki þessara persóna var hin barnslega og glaðbeitta heimska þeirra sem var svo augljós í allra augum nema þeirra sjálfra. Þessi eiginleiki kemur skýrt fram í unglingunum Harry og Lloyd og skera þeir sig fyrir vikið mjög úr hópi jafnaldra sinna, sem jafnan eru þjakaðir af útlitsáhyggj- um, félagslegum þrýstingi og al- mennum ónotum með sjálfsmynd sína. Leikstjóri og handritshöfundur Heimskur, heimskarari spila dálítið skemmtilega með þessar ímyndir framan af í myndinni, þar sem fylgst er með því þegar Harry og Lloyd finna í hvor öðrum hinn fullkomna félaga, og fremja glaðir í bragði ýmis heimskupör saman. En í heild sinni hefur kvikmyndin litlu við upprunalegu gamanmyndina að bæta, og er sögufléttan sem spunnin er í kringum bernskubrek þeirra félaga rýr og óáhugaverð. Og þar fer áreynsla leikaranna ungu, Olsens og Richardson, fyrir lítið en þeim tekst á aðdáunarverðan hátt að líkja eftir háttum þeirra Jims Carrey og Jeff Daniels sem vakti svo mikla lukku í Heimskur, heimskari. Sælir og einfaldir KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Regn- boginn og Borgarbíó á Akureyri Leikstjórn: Troy Miller. Handrit: Robert Brener, Troy Miller. Aðalhlutverk: Eric Christian Olsen, Derek Richardson, Eug- ene Levy, Rachel Nichols og Mimi Rog- ers. Lengd: 82 mín. Bandaríkin. New Line Cinema, 2003. Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd. / Heimskur, heimskarari: Þegar Harry hitti Lloyd Heiða Jóhannsdóttir Óþarfa áreynsla: Eric Christian Ol- sen er sannarlega nauðalíkur fyr- irmyndinni Carrey. SAGT er að tískan fari í hringi. Það sést best á keppni sem haldin verður í kvöld á skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg en þar er von á hátt í 30 ungum mönnum sem keppast munu um hverjum hefur vaxið feg- ursta yfirvararskeggið. Að sjálf- sögðu er keppnin kennd við Tom Selleck sem ærði marga snótina og halinn á árum áður, ekki hvað síst vegna þykkrar, svartrar, karlmann- legrar og seiðandi mottunnar. Það er Stephan Stephansen, oft titlaður President Bongo og kennd- ur við hljómsveitina Gus Gus, sem er í forsvari fyrir keppnina: „Þetta er tileinkað Tom Selleck að nafninu til, en þó ekki keppni um hver líkist honum mest heldur hvernig hver og einn keppenda ber sína mottu – hve stoltið nær að skína bjart.“ Keppnisreglur eru að öðru leyti fáar. Þó fá menn 20 stig aukalega ef yfirvararskeggið er það vel vaxið að það hylur efri vörina og eins ef menn eru með ljósa skeggrót eða gisna, en sýna samt viðleitni til að safna mottu, þá fá þeir 20 stig í for- gjöf. Svipuð keppni, en mun minni, var haldin fyrir ári. „Við strákarnir í Gus Gus erum búnir að vera með mottu meira og minna síðan hún byrjaði að vaxa,“ segir Stephan. „Síðan má segja að neistinn að bál- inu hafi kviknað þegar Raggi (Ragn- ar Páll Steinsson), bassaleikari Botnleðju, fór að sjást með þessa líka mögnuðu mottu í fyrra. Við ákváðum þá að halda keppnina, reyndar aðeins með viku fyrirvara.“ Stephan segir undirbúning hafa verið öllu meiri fyrir þessa keppni, og menn jafnvel látið sér vaxa myndarlegt yfirvararskegg alveg síðan síðustu keppni lauk. Sjálfur er hann enginn taðskegglingur: „Ég er með alveg massífa og hnausþykka 7 mánaða gamla mottu.“ Grönina segir Stephan góða og reynast vel: „Manni er alltaf trúað miklu betur þegar maður er með mottu. Ef þú heldur alvarleikanum í andliti þá færðu extra sannfæring- arkraft með mottunni.“ Sömuleiðis segir Stephan að mottan dragi ekki úr kynhylli heldur séu ansi margir sem finnist til skeggsins koma. Skeggið kitlar heldur ekki: „Það kvartar enginn, enda er mottan mín orðin svo mjúk – komin einhvers konar silkiáferð á hana – og hún er orðin síð og hefur veðrast öll og mýkst upp.“ Hann segir einnig ekki mikinn vanda að rækta gott yfirvar- arskegg, en verst sé þó biðin eftir því að mumpurinn nái þeirri lögun sem sóst er eftir en sú bið getur oft reynt á þolinmæðina. Keppnin í kvöld snýst þó sem fyrr segir ekki jafn mikið um þykkt og lengd og hún snýst um hvernig hver og einn ber sinn kamp, hve vel skeggið samsvarar eigandanum og persónuleika hans. Keppni kennd við Tom Selleck um snotrasta yfirvararskeggið í kvöld Upprisa yfirvarar- skeggsins ÓMÓTSTÆÐILEGAR MOTTUR: Tom Selleck þegar hann var upp á sitt besta og Buckmaster, einn af stofnendum Tom Selleck- keppninnar. Tom Selleck-keppnin um besta yf- irvararskeggið verður haldin á Sirk- us í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefst kvöldið kl. 21.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.